Vísir


Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 23

Vísir - 02.07.1976, Qupperneq 23
p V Fáum við íþróttafréttir í út- varpinu frá ólympíuleikunum? 9556-4488 hringdi: Ég var að heyra það i út- varpinu áðan (fimmtudag) aö Rikisútvarpið ætlaði að senda fréttamann á ólýmpiuleikana I Montreal. Mér finnst þetta skjóta svolitiö skökku við, þar sem ekki hafa verið iþrótta- fréttir i langan tima og þaö af- sakað með þvi að vegna yfir- vinnubannsins væri það ekki hægt. Mér finnst það skrýtið ef hægt er að senda fréttamanninn á ólympiuleikana, þvi óliklegt er að ekki verði um neina yfir- vinnu að ræða þar. Ekki efa ég að Jón Asgeirsson eða annar fréttamaður iþrótta hafi áhuga á þvi að fara á olympiuleikana, en heldur finnst mér lélegt ef það veröur gert i yfirvinnubanni þannig að maður fái eingöngu erlendar iþróttafréttir á meöan maður er sveltur á þeim innlendu. tBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBB mna MMBBBBBBBBBBBBBBBB Eru störf verkfrœðinga hjá borginni þau einu sem þeir Hallgrimur hringdi: Ég hef undanfarið reynt að fylgjast með kjaramálum verk- fræðinga hjá borginni en eins og ljóst er af fréttum, sérstaklega úr Visi, hafa þeir að undanförnu verið i hverju skæruverkfallinu af fætur öðru. Nú er meira að segja svo komið að hugsanleg minnkun á vinnu i byggingaiðn- aði er fyrir dyrum ef ekki verð- ur gripið i taumana og málin lagfærð. ■ Undanfarið hafa tve'ir verk- fræðingar, þeir Þráinn Karlsson og Hallgrimur Sandholt verið i verkfalli og jafnframt fylgst með þvi að aðrir starfsmenn borgarinnar vinni ekki þeirra verk, en það er að samþykkja teikningar. Ekki veit ég hversu flókið verk það er að yfirfara teikning- ar og samþykkja þær, en flest hús sem i smiðum eru, eru það svipuð að einfaldur samanburð- ur á eldri teikningum og nýjum ætti að nægja til að sjá sæmi- lega, hvort viðkomandi teikning sé nægileg eða ekki. Það er hins vegar ansi hart, ef tveir menn geta stöðvað byggingaiðnaðinn með verkföllum og þar með svipt marga iðnaðarmenn at- vinnu sinni og gjörbreytt áætl- unum þorra þeirra sem eru að byggja og hafa jafnvel treyst á ákveðinn byggingahraöa. Astæðan fyrir þessum verk- föllum er sú að mennirnir vilja hærra kaup, halda kaupi sinu i sama hlutfalli við það sem verið hefur hjá verkfræðingum á verkfræðistofum. Þetta er e.t.v. sanngjörn krafa, en henni verð- ur að halda til streitu á annan hátt. Það eru ekki þvilik verðmæti i húfi að þessir menn geti leyft sér þann munað að útrýma byggingariðnaðinum á nokkr- um vikum. Auk þess er ekki loku fyrir það skotið að sumir verkfræð- ingar innan borgarkerfisins hafi sérstaka aðstöðu til að sinna verkfræðistörfum fyrir einstaka aðila úti i bæ og nota til þess verkfæri borgarinnar og vinnu- tima sinn hjá henni. Áður en gleypt verður við kröfum þessara manna væri réttast að athugun færi fram á þvi, hvort þeir hafi ekki ágætis rauntekjur, án þess aö leggja ákaflega mikið á sig utan venju- legs vinnutima sins. Tollskyldur gjofopakki? Sveinn Andrésson hringdi: ,,Ég fékk nýlega sendar þrjár hljómplötur frá systur minni i Sviþjóð. Þegar ég fór niður á Toll til að leysa þær út, kom I ljós að ég þurfti aö greiða 7000 þúsund islenskar krónur fyrir varninginn, en andvirði hljóm- platnanna er 150 krónur sænsk- ar eða 6200 krónur islenskar. Mér fannst þetta mjög hátt gjald og benti tollmanninum á að ég gæti fengið þessar plötur fyrirsama verö, jafnvel ódýrari i hljómplötuverslunum hér. Þá sagði maðurinn mér aö það væri i lögum að ekki mætti senda dýrari gjafir tollfrjálsar til ís- lands en þrjú þúsund krónu virði, annars væru þær orðnar tollskyldar. Mér er spurn: Er þetta rétt? Ef svo er, hversu lengi hefur þá verið miðað við þrjú þúsund króna markið? FYLGIR BLAÐINU ÓKEYPIS Á MORGUN FRJÁLS VERZLUN Kaupendur Frjálsrar verzlunar, mest lesna sérrit lands- ins, lásu í siðasta hefti viðtal við Úlfar Jacobsen, ferða- málaf römuð, og annað séref ni um f erðamálin. Þeir gátu einnig valið um 40 aðrar greinar langar eða stuttar. Þær fjölluðu m.a. um viðskipti innanlands og utan, athafna- lifið á Sigluf irði, um ferðalög og ferðavörur, sem eru á markaði hérlendis. Síðast en ekki sízt var gerð grein f yrir hótelum og gisti- aðstöðu alls staðar á landinu utan höfuðborgarinnar. Gerist áskrifendur. Frjáls verzlun er eingöngu seld í á- skrift. Áskriftarverð kr. 395.- í , ------------------rv 82300 Til Frjálsrar verzlunar, Laugavegi 178 pósthólf 1193, Rvik. Óska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang ■FRJÁLS VERZLUN.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.