Vísir - 03.11.1976, Síða 3
VISIR Miðvikudagur 3. nóvember 1976.
3
Eins og sjá má á myndinni sem tekin var á Alþingi I gær var fjöl-
mennt mjög þangaö vegna afhendingar undirskriftalistanna. Auk
þeirra sem voru á pöllum stóð mikill fjöldi i stigunum. Ljósmynd
Vísis Loftur
12 þús. og 500
mótmœltu bráða
„Það voru alls 12þúsund og 500
sem skrifuðu undir alls staðar aö
af landinu. Þar af voru tvö þús-
und sjómenn”, sagði Sigurpáll
Einarsson skipstjóri i Grindavík
og einn forystumaður þeirra sem
staöið hafa að undirskriftasöfn-
unum gegn bráðabirgðalögunum,
þegar Vísir hitti hann i gær eftir
að undirskriftalistarnir höfðu
verið afhentir Asgeiri Bjarnasyni
forseta Alþingis.
„Þetta sýnir að þátttakan var
viða mjög góð”, sagði Sigurpáll.
„Við verðum að hafa i huga að
viða var þátttakan ekki mjög
veruleg, þar sem söfnun undir-
skriftanna var ekki nógu vel
skipulögð”.
Sigurpáll sagði að farið hefði
verið yfir listana sem borist
hefðu. Voru þeir flokkaðir eftir
bátum og skipum og fundið Ut hve
þátttakan hefði verið mikil á
hverju skipi.
„A mörgum stöðum var þátt-
takan 100 prósent. Til dæmis á
Súgandafirði og Eskifirði”.
Sigurpáll sagði að telja mætti,
að núna væru um það bil 3000 sjó-
menn skráðir, þar af væru
kannski um eitt þúsund sem ættu i
bátum.
Mikill fjöldi var saman kominn
á þingpöllum i gær. Að sögn
Sigurpáls voru nemendur úr
Stýrimannaskólanum og Vél-
skólanum og fleiri. Sagði hann
ekki alla sem vildu hafa komist
inn.
Klukkan 141 gær voru umræður
utan dagskrár. Sighvatur Björg-
vinsson alþingismaður hóf um-
ræðurnar og fjallaði um bráða-
birgðalögin.
— EKG
,Ekki hugmyndin
að stofna til
aukakostnaðar'
— segir forstöðumaður
Bifreiðaeftirlitsins um
hugsanlegar númerabreytingar
„Þær töiur sem ég var með f
ræðu minni voru gerðar eftir
nákvæma athugun hag-
ræðingarstofnunar”, sagði
Guðni Karlsson forstöðumaður
Bifreiöaeftirlitsins þegar Visir
innti hann áiits á viðbrögöum
FtB á ræðu þeirri sem hann
flutti á þingi félagsins um sið-
ustu helgi.
Guöni sagði að talið væri að
sparnaðurinn sem hlytist af þvi
að breyta númerakerfinu yröi
hjá Bifreiöaeftirlitinu einu um
30 milljónir á ári. Er þá miðaö
við 22 þúsund umskráningar.
„Þeir tala um að útgjalda-
aukning yröi um 600 milljónir
vegna nýs húsnæðis er hlytist af
númerabreytingunum. í ræðu
minni á landsþingi FIB sagði ég
aöþað myndikosta 580 milljónir
að byggja yfir stofnunina víðs-
vegar um landið. Það er alveg
óháð og óskylt númerabreyting-
unni.”
Þá sagði Guöni FtB halda þvi
fram að ósamræmi væri á milli
talna sem Bifreiðaeftirlitið gæfi
upp. Hann benti hins vegar á að
það væri ekki Bifreiðaeftirlitið
sem áætlaði tekjur til fjárlaga
sem til kæmu vegna umskrán-
inga.
Varðandi kostnað er hlytist af
þvi að kaupa þyrfti ný númera-
spjöld vegna breytinganna
sagði Guðni, að alltaf heföi verið
hugmyndin að skipta aðeins um
númer þegar menn kæmu til að
láta umskrá. Alls ekki hefði ver-
ið ætlunin aö skipta um öll
númerin i einu. Hugmyndin
væri ekki sú að stofna til auka-
kostnaðar.
„Það verður aö fara með rétt-
ar tölur”, sagði Guðni ennfrem-
ur. „Burtséð frá þvi hvaða
skoðanir menn hafa á númera-
kerfinu”. —EKG
Litas jón varpssmyglið:
I i / ITl A n AA rÆ Nl Kl 1
Ákvœði i hegningarlögum gilda um refsingu
þeirra, er keyptu tœkin, en ekki ný ókvœði
í lögum um tollheimtu og tollgœslu
Litasjónvarpssmygiið er nú
að mestu fullrannsakaö og verð-
ur málið á næstunni sent rikis-
saksóknara til meðferðar.
Tækin voru öll flutt til lands-
ins i einum gámi i byrjun febrú-
ar sl., en þau reyndust hafa ver-
ið 29 talsins. Að sögn Þóris
Oddssonar aðalfulltrúa hjá
Sakadómi Reykjavikur áttu
nokkurn veginn jafnmargir
menn hlut að málinu og tala
sjónvarpstækjanna segir til um.
Aðild þessara manna hefði
verið mismikil og hefðu þeir
ekki allir vitað um yfirgrip
málsins. Allir hefðu þeir þó lagt
fram andvirði tækjanna fyrir-
fram.
Siðan smyglið átti sér stað
hefur verið gerð sú breyting á
lögunum um tollheimtu og toll-
gæslu að kaup á smyglvarningi
voru gerð ólögmæt. Samkvæmt
lögunum, sem sett voru 31. mai
sl„ er refsivert að kaupa eða
veita viötöku vörum sem eru
smyglaðar, enda viti viðtakandi
eða megi vita aö þær séu ólög-
lega innfluttar.
Fram að þeim tíma var refsi-
vert samkvæmt hegningarlög-
um að eiga hlutdeild i smygli.
Aðild taldist þar t.d. ef viðkom-
andi hafði fengið hluta af
varningnum. 1 áfengislögunum
hefur hins vegar alltaf verið
refsivert að kaupasmyglað áfengi.
Lög virka ekki aftur fyrir sig
og gilda þvf hegningarlögin i
þessu smyglmáli. Hins vegar er
ekki vist að það breyti miklu,
þar sem tækin voru greidd
fyrirfram. _SJ
Mikill áhugi á
fjölbrautaskóla
á Akranesi
,,Á þessum fundi kom fram
mikill áhugi á þvi að fjöl-
brautarskólakerfi á vesturlandi
verði settur upp, þar sem að-
staða yfir sköpuð fyrir allt að 4
ára framhaldsnámi á Akranesi
og möguleikar yrðu skapaðir
fyrir styttri áföngum 1 öðrum
byggðarlögum.”
Þetta sagði Þorvaldur Þor-
valdsson fræðslufulltrúi, for-
maöur undir búningsnefndar
fyrir fjölbrautarskóla á Akra-
nesi, er við spuröum hann um
niöurstöðu ráðstefnu um fjöl-
brautarskóla á Akranesi, sem
haldin var um siðustu heígi.
Fundur þessi var i gagn-
fræðaskólanum á Akranesi og
sóttu hann um 80 manns Voru
það skólanefndir, kennarar og
áhugafólk um þetta mál viðs-
vegar aö af vesturlandi — sunn-
an Skarðsheiðar.
Þorvaldur sagði að á fundin-
um hefði ko'Kiið fram brýn þörf
fyrir heimavistaraðstöðu á
Akranesi i þessum tilgangi.
Einnig heföi komiö fram mikill
áhugi á samræmdu námi i
framhaldsskólum á vesturlandi,
þannig að nemendur geti auö-
veldlega skipt um skóla.
A ráðstefnunni fluttu ýmsir
skólamenn framsöguerindi. Sið-
an var þátttakendum skipt i
vinnuhópa sem skiluðu áliti og
báru fram fyrirspurnir. Tókst
ráöstefna þessi mjög vel og var
bæöi fróöleg og gagnleg fyrir
alla sem hana sóttu.
KLP/BP Akranesi.
SKARÐSVÍK LEIGÐ
TIL LOÐNULEITAR
Hið landskunna afiaskip
Skarðsvlk frá Rifi hefur verið
leigt til ioðnuleitar. Veröur
skipið I leitinni á vegum Haf-
rannsóknarstofnunar fram eftir
haustinu, að sögn Jóns Jónsson-
ar_forstjóra Hafrannsóknarstof-
unnar.
Jón sagði að nauðsynlegt
hefði verið að fá skip leigt til
loðnuleitar. Rannsóknarskipið
Arni Friðriksson er nú í slipp.
Þarf að skipta um tvær eða
þrjár plötur i honum. Ennfrem-
ur þarf að gera eitthvað við i
vél. Bjarni Sæmundsson mun
einnig verða i viðgerð. Þriðja
vél skipsins þarfnast viögerðar
áöur en skipið heldur til tog-
veiða eöa annarra veiða sem
kalla á mikinn vélakraft.
Andrés Finnbogason hjá
loðnunefnd sagði viö Visi i
morgun aö stormur væri á
loðnumiðunum sem stæði. Oll
loðnuskipin eru i höfn.
—EKG