Vísir


Vísir - 03.11.1976, Qupperneq 4

Vísir - 03.11.1976, Qupperneq 4
^ Miðvikudagur 3. nóvember 1976. V AOAA 1 REÐUST Á SJO BÚÐ- IR BLÖKKUMANNA í MOZAMBIQUE Vænst er i dag yfirlýs- ingar ródesiustjórnar um „eftirreið” her- flokka Ródesiu inn i Mozambique, þar sem nokkur hundruð skæru- liðar eru sagðir hafa verið felldir. Haft er eftir heimildum innan öryggissveita Ródesiu, aö her- flokkarnir hafi ráöist á sjö flótta- mannabúöir handan landamær- anna i hefndarskyni fyrir tiöar árásir skæruliöa inn i Ródesiu. Frá Mozambique berast þær fréttir, aö bardagar standi enn yfir og séu hinir áköfustu. Herma þessar fréttir, aö ródesiuher- flokkarnir beiti brynvögnum, stórkostaliöi, riddaraliöi og her- flugvélum. Ródesiuyfirvökd hafa varist allra frétta af þessari árásarferö, en menn geta sér til um, aö fjöl- mennt herliö hljóti aö hafa veriö sent yfir landamærin fyrst árásir voru gerðar á sjö flóttamanna- búðir, þar sem skæruliðar hafa haft bækistöðvar. Ródesiumenn telja sig hafa orðið vara við mannsafnað skæruliöa viö landamæri Mozam- bique og ráða af þvi, að skærulið- ar hafi búið sig undir hertar að- geröiryfir regntimann, sem er aö fara I hönd. — Þykir sennilegt að herinn hafi viljað höggva skörð I raðir skæruliöa áöur en regntim- inn hæfist. Nýju diplómatarnir stungu af frá árekstri Hiti í stjórn- málum Jamaica Edward Seaga, leið- togi stjórnarandstöð- unnar i Jamaica, og Hugh Sheares, fyrrum forsætisráðherra, sættu skotárás, þegar þeir óku i bilalest framhjá aðal- skrifstofum stjórnar- flokksins i Kingston. Skotið var á þá af haglabyss- um, en meðan þeir báöir sluppu ómeiddir, uröu tiu menn fyrir höglum, sem stóðu þeim nær. Fylgdarmenn þeirra flæmdu skotmennina burt, en múgurinn, gripinn ofsabræöi, kveikti í aðal- skrifstofunum. Loft er lævi blandaö á Jamaica og hefur margsinnis komið til á- taka á stjórnmálafundum. Búist er við þvi, að efnt veröi til kosn- inga 21. desember, og er kosn- ingaskjálfti farinn að gripa um sig, en báöir flokkar hafa byrjað kosningaundirbúning sinn. Skólar opnaðir í Thailandi Stúdentar sjást hér á leiö I Chulalonkorn-háskólann I Bangkok, en skólar í Thailandi hafa loks veriö opnaöir til kennslu aö nýju, eftir aö þeim haföi veriö lokaö í kjölfar deiröanna snemma I síöasta mán- uöi. Búist haföi veriö viö óeiröum á mánudaginn, þegar skólarnir voru opnaöir, og haföi lögreglan fyrirmæli um aö gripa til skotvopna, ef til átaka kæmi. Allt fór þó friösamlega fram. Þrir n-kóreu-dipló- matar, sem nýlega komu til Kaupmanna- hafnar að leysa af hólmi fyrirrennara sina, sem bendlaðir höfðu verið við smygl og sprúttsölu, hafa nú verið kærðir. Miðaldra prentari segir, aö þeir hafi ekiö á hann, þar sem hann var á ferð á bifhjóli á miö- vikudag I siðustu viku. Höfðu þeir ekið yfir gatnamót gegn rauöu ljósi. Hann segir, að þeir hafi stigið út úr bifreiðinni og gengið að honum, þar sem hann var liggj- andi I götunni. Hann segir, að þeir hafi engu sinnt beiðni hans um læknisaðstoð, heldur ekið burtu og skilið hann eftir. Maðurinn liggur á sjúkrahúsi. Hann fékk heilahristing og er hálflamaður á hægri fæti. VERKFALLSOEIRÐIR i MADRID Fullkomin ringulreið rikti i Madrid i gær frá þvi snemma morguns og fram yfir hádegi, þegar kom til átaka milli lög- reglu og þúsunda verk- fallsmanna. Þetta var sjötti verkfallsdagur- inn hjá strætisvagnastjórum, sem krefjast hærri launa, en i fyrsta sinn þessa verkfallsviku sem kemur til átaka við lögregluna. Verkfalliö hefur breiðst út frá aðalmiðstöö almenningsvagna I norðurhverfunum til stóru' verslunarhverfanna i miöborg- inni. Sýndu sendifulltrúa íran banatilrœði Hryðjuverkasamtök marxista hafa lýst á hendur sér banatilræði, sem diplómat frá íran var sýnt i Paris i gær- kvöld. Þegar tveir menn á bifhjóli særðu hann þar sem hann var að koma heim frá vinnu. Þetta er sjötta banatilræðið, sem erlendum sendifulltrúa er sýnt i Frakklandi undanfarin tvö ár. — „Alþjóðleg samtök” marxiskra hryðjuverkamanna, sem kenna sig við skæruliða frá íran, segjast bera ábyrgð á þessum tilræðum. Menningarfulltrúinn við sendiráð Irans i Paris lá i nótt þungt haldinn á sjúkrahúsi, þvi að hann hafði orðið fyrir tveim skotum. —Lögreglumaður, sem reyndi að stöðva bifhjólamenn- ina, fékk byssukúlu i mjöðmina. Tilræðismennirnir sluppu þar sem þeir áttu auövelt með að smeygja sér á milli bifreiða i umferðarösinni. Fjölbreytt framboð A meðan allra augu beinast að forsetakosningunum og frambjóðendum flokkanna, hverfa i skuggann ýmis spútn- ik-framboð i þingkosningun- um. Þar kennir ýmissa undar- legra grasa. Einn býður sig fram undir merki flokks, sem hefur fyrir slagorð: ,, Allir pólitikusar eru glæpamenn”. Aðrir eru til dæmis „Bann- lagaflokkurinn”, sem vill beita sér fyrir áfengisbanni, , .Sameiningarflokkurinn ’ ’, „óháðir”, sem vilja „guðlega rikisstjórn”, „Friðar- og frelsisflokkurinn” og „Veröir óháðra skattgreiðenda”.... svo að nokkrir séu nefndir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.