Vísir - 03.11.1976, Page 14
14
Miövikudagur 3. nóvember 1976.
HVERNIG ER DÓMSTOLA-
KERFIÐ BVGGT UPP!
Ilrafn Bragason borgardóm-
ari hefur nýlega birf f Úlfljófi
blaði laganema grein um dóm-
stólaskipunina. Grein sú sem
hér fer á eftir er hluti úr þessari
ritsmiöog greinir frá dómstóla-
kerfinu eins og þaö er nú og
sögulegum aödraganda þess.
Dómstóll er almennur, ef
hann hefur heimild til að fara
með öll mál, sem ekki eru sér-
staklega skilin undan lögsögu
hans. Dómstóll er sérdómstóll,
ef hann hefur aðeins heimild til
þess að fara með þau mál, sem
sérstaklega hafa verið lögð til
hans með lögum. Hér verður
aðallega fjallað um almennu
dómstólana, og hvernig þeim er
fyrir komið i þjóðskipulaginu.
Bæjarþing, manntals-
þing og aukadómþing
Bæjarþing eru haldin a.m.k.
vikulega á ákveönum timum i
öllum hinum 21 kaupstað lands-
ins, sbr. 38. gr. eml., og þau eru
hinn almenni dómstóll þar.
Kallað er, að hver kaupstaður
sé sérstök dómþinghá, sbr. 72
gr.eml. Hverhinna 205hreppa i
landinu er einnig sérstök
dómþinghá. 1 þeim skal eftir 38.
gr. eml. halda manntalsþing til
meðferðar dómsmála einu sinni
á ári. I reynd eru dómsmál ekki
tekin fyrir á manntalsþingum,
enda eru þau nú sjaldnast til
annars haldin en uppfylla i orði
hin ýmsu fyrirmæli um þennan
foma sið. 1 sömu gr., þ.e. 38. gr.
eml., segir, að i hreppum skuli
auk manntalsþinga heyja auka-
dómþing, þegar þörf gerist.
Aukadómþingin eru ekki kennd
við hreppana heldur lögsagnar-
umdæmin.
Eins og sjá má á yfirlitinu hér
að framan er yfirleitt talað um
fógeta-, uppboðs- og skiptadóma
sem almenna dómstóla, en ekki
sem sérdómstóla, enda er verk-
svið þeirra takmarkað af viss-
um tegundum dómsathafna, en
ekki af takmörkuðum flokkum
mála eftir efni. Sáttanefndir
hafa heimild til að úrskurða mál
i vissum tilvikum og er því eðli-
legt að telja þær til dómstóla, en
á hinn bóginn verður að hafa i
huga, að mikill hluti starfa
nefndanna flokkast ekki undir
dómstörf.
Sakadómur
Sakadómur er i öllum lög-
sagnarumdæmum landsins.
Verkaskipting hans og hinna al-
mennu dómstóla i einkamálum
fer eftir 1. og 2. gr. laga nr.
74/1974. Sakadómur fer með
opinber mál, en til þeirra teljast
skv. 1. gr. laganna þau mál, sem
handhafar rikisvaldsins höfða
til refsingar lögum samkvæmt.
Skv. 2. gr. teljast ýmis tiltekin
mál einnig opinber mál, þ.á.m.
mál út af lögræðissviptingu og
vissar rannsóknir á slysum og
öðrum óförum.
Hinir almennu héraðsdómar
starfa i lögsagnarumdæmum
landsins. Þau eru nú alls 39, þ.e.
18 sýslur, 21 kaupstaður og
Keflavikurflugvöllur. Almennu
héraösdómararnir eru starf-
ræktir af sýslumönnum og
bæjarfógetum og fulltrúum
þeirra. Sama stofnun starfrækir
stundum fleiri en eitt lög-
s a g n a r u m d æ m i, sbr.
sýslumaðurinn i Gullbringu-
sýslu er jafnframt bæjarfógeti i
Keflavik, Grindavik og Njarð-
vik.
A siðustu árum hafa verið
stofnuð sérstök, sjálfstæð
héraðsdómaraembætti við
stærstu sýslumanns- og bæjar-
fógetaembættin, á Akureyri,
Hafnarfirði Keflavik og Kópa-
vogi, og heimild er til stofnunar
sliks embættis í Vestmannaeyj-
um. Auk starfrækslu héraðs-
dómsmanna hafa sýslumenn og
bæjarfógetar með hóndum
umfangsmikil stjórnsýsluverk-
efni, svo sem lögreglustjórn,
tollgæslu og innheimtu tolla og
annarra gjalda til rikissjóðs,
notarialgerðir, yfirfjárráð, o.fl.
Þeir eru einnig umboðsmenn
Tryggingarstofnunar rikisins
hver i sinu umdæmi. Þá hafa
embættismenn þessir með
höndum viss sveitarstjórnar-
málefni utan kaupstaðanna, sjá
hér lög nr. 58/1961 IV. kafla.
Sýslumaður er t.d. oddviti
sýslunefndar. Það var svo kom-
ið, að fulltrúar sýslumanna og
bæjarfógeta voru orðnir aðal-
héraðsdómararnir, og erfiðustu
dómaraverkefnin lentu þá á
elstu fulltrúunum. Með nýju
dóm araem bættunum , sem
stofnuð voru 1972, hefur þetta
mikið breyst.
Skiptin i
Reykjavik
I Reykjavik skiptast störf
þau,sem sýslumanns- og bæjar-
fógetaembættin sinna utan
Reykjavikur á milli margra
stofnana. Dómaraverkin eru
aöailega unnin á Borgar-
dómaraembættinu, Saka-
dómaraembættinu og Borgar-
fógetaembættinu. Borgar-
dómaraembættið er nú starf-
rækt af 10 borgardómurum og
þremur fulltrúum, Saka-
dómaraembættið af 6 saka-
dómurum og fjórum fulltrúum
og Borgarfógetaembættiö af sex
borgarfógetum og niu fulltrú-
um, að þvi er mér telst til. Sjá
hér nánar 1. nr. 74/1972 um skip-
an dómsvalds i héraði, lögreglu-
stjórn, tollstjórn o.fl. Sérstökum
sjálfstæðum dómaraembættum
við hlið forsvarsmanna stofn-
ana þessara var fyrst komiö á
1962, og þeim var fjölgað um
leið og embætti héraðsdómara
utan Reykjavikur voru stofnuð
1972. Það eru þessir embættis-
dómarar, sem sinna flestum
meiri háttar dómaraverkum
hérlendis eins og nú er komið
málum, meðan sýslumenn
sinna að mestu stjórnsýsluverk-
efnum. Sjálfstæði þessara dóm-
ara er auðvitað óvéfengjanlegt
lögum samkvæmt, en hjá
almenningi og jafnvel ráðuneyt-
um eimir enn eftir frá eldra
skipulagi, og er þannig stundum
haldið, að forstöðumaöur
embættis hafi annað og meira
vald yfir þessum dómurum en
að skipta með þeim verkum.
Umsjónarskylda yfir-
dómara
T.d. verður að telja, að for-
stöðumaður dómaraembættis
geti ekki án samþykkis dómara
tekið afvhonum dómsmál, sem
honum hefur verið fengið i
hendur. Fari stofnun auk dóm-
starfa með einhver stjórnvalds-
málefni, er þó um að ræða um-
sjónarskyldu forstööumanns
með þeim verkum. 1 Reykjavik
heyrir það til undantekninga, að
embættisdómara séu falin slik
störf, enda um fá slik störf að
ræða við þær stofnanir, þar sem
aðallega er farið með dómsvald.
Sjá hér 9. gr. 1. nr. 74/1972. Sjá
einnig 1. nr. 60/1972, 43. gr., en
þarerekki gert ráð fyrir þvi, að
borgardómarar, aðrir en yfir-
borgardómari, fari með
skilnaðarmál, en það eru nær
einu stjórnvalsverkefnin sem
Borgardómi Reykjavikur eru
falin. Samkv. 18. gr. sömu laga
mega borgardómarar hins veg-
ar framkvæma hjónavigslur,
enda má segja að slik störf sam-
rýmist betur öðrum störfum
þeirra.
Umdæmaskipan landsins
hvilir á gömlum merg. 1 öðrum
sáttmála íslendinga við Hákon
gamla Noregskonungfrá 1263 er
sýslumanna fyrst getið hér á
landi. 1 sáttmála þeim, sem
gerður var árið 1264 og kallaður
hefur verið Gamli sáttmáli er
svohljóðandi ákvæði um sýslu-
menn: „Item að islenzkir séu
lögmenn og sýslumenn hér á
landinu af þeirra ætt, sem að
fornu hafa goðorðin uppgefið”. I
fyrsta sáttmálanum frá 1262 var
ákvæðið ekki. Hugsanlegt er
talið, að ákvæðið hafi verið sett
inn til þess aö sætta goðana við
gegn loforði um sýsiumennsku
eða lögmennsku. 1 Jónsbók
1 er landinu skipt niður i þing,
sem i verulegum atriðum er
eins og sýsluskipun sú, sem
komst á i landinu siðar. Hreyfa
má þeirri skoðun, að sýslu-
mennirnirséu arftakar goðanna
og þingin samkvæmt Jónsbók
arftakar gömlu vor- og leiðar-
þinganna. Við getum þvi með
nokkrum rétti sagt, að lög-
sagnarumdæmin séu þjóð-
veldistimafyrirbrigði, og þegar
skipting landsins i hreppa er
það einnig. en hver hreppur er
ein dómþinghá i einkamáli, má
segja að umdæmaskiptin lands-
ins hafi verið lifseig. Störf
sýslumanna skv. Jónsbók voru i
nokkru frábrugðin störfum
að afhenda konungi goðorðin
þeirra nú. En þeir höfðu þá sem
nú á hendi löggæslustörf, dóm-
störf og innheimtustörf auk
þess, sem þeir höfðu afskipti af
sveitarstjórnarmálum.
Tvö dómstig
Framan af Jónsbókartimabil-
inu virðast umdæmi sýslu-
manna hafa verið nokkuð á
reiki. Einn sýslumaður gat haft
fleiri en eina sýslu eða þing. A
seinni hluta timabilsins, um
miðja sautjándu öld virðist
komin meiri festa á þessi efni og
sýsluskipunin hefur þá færst
mjög i það horf, sem nú er orðið.
Eftir lögtöku Jónsbókar 1281
voru dómstig að jafnaði tvö i
veraldlegum málum, héraðs-
dómur og lögrétta, en málum
mátti siöan skjóta til konungs.
Arið 1314 var einnig heimilað að
skjóta stórmálum beint til hans.
Héraðsdómur var skipaður
sex eða tólf mönnum, sem
Sýslumaður sat ekki sjálfur i
dómi, en oft er þess getið, að
hann hafi samþykkt dóma.
Sakamál rannsökuðu sýslu-
menn, og þeir framkvæmdu
ýmis störf til undirbúnings
sjálfum dómstörfunum, og má
ætla, að iraun hafi þeir oft ráðið
mestu um úrslit dómsmála.
Héraðsdómunum mátti siðan
áfrýja til lögréttu. I lögréttu
áttu sæti þrjátiu og sex menn,
þrir úr hverju þingi, en þau voru
tólf. 1 hverju máli dæmdu ýmist
sex, tólf eöa tuttugu og fjórir
menn. Voru þeir tilnefndir af
lögmönnum úr hópi lögréttu-
manna.
Arið 1563 var ákveðið að
stofna nýjan dómstól og skyldi
mega skjóta til hans málum frá
lögréttunum. Þessi dómstóll,
yfirrétturinn starfaði á Alþingi
eins og lögrétturnar og var
æðsti umboðsmaöur konungs á
landinu forseti hans. Dómendur
voru i upphafi tuttugu og fjórir,
en þeim fækkaði á átjándu öld.
Norsku lög Kristjáns V
Snemma á átjándu öld leystu
réttarfarsreglur Norsku laga
Kristjáns V. frá 1688 reglur
Jónsbókar af hólmi. Nefndar-
dómarnir, sem fyrirmæli eru
um i Jónsbók, voru lagðir niður,
en yfirrétturinn starfaði áfram.
I héraði urðu sýslumenn einir
dómarar, en i stað lögréttanna
tóku lögmennirnir við dómstörf-
um.
Með tilskipun 11. júli 1800 var
dóm askipuninni enn breytt.
Yfirrétturinn var lagður niður
og lögþingin, en það voru dóm-
stólarnir, sem lögmennirnir
sátu i á Alþingi. Þá var Alþingi
lagt niður á Þingvöllum. I stað
yfirréttarins og lögþinganna
var stofnaður landsyfirréttur i
Reykjavik. Dómum hans mátti
skjóta til Hæstaréttar i Kaup-
mannahöfn. Þetta skipulag
hélst þar til Hæstiréttur Islands
var stofnaður með lögum nr.
22/1919, sem tóku gildi 1920.
Landsyfirrétturinn var þá jafn-
framt afnuminn. Dómstig úrðu
þannig tvö i stað þriggja áður.
Eins og hér er rakið, hafa
auðvitað orðið breytingar á
dómstólaskipuninni, en ef nánar
er að gáð, eru þær ekki veiga-
miklarí héraði. Það er varðandi
áfrýjunarréttina, sem breyting-
ar eiga sér stað.
Engin grundvallar
breyting orðið
Það er ekki fjarrri lagi að
segja megi, að engin grund-
vallarbreyting hafi orðið á
embættum sýslumanna og um-
dæma þeirra. Lögsgnar-
umdæmum hefur að visu
fjölgað sérstaklega með til-
komu bæjanna og frá hafa
verið teknir nokkrir mála-
flokkar og nýjum verið bætt við.
Hefur þetta leitt af breyttum
þjóðfélagsháttum. Bylting verð-
ur þetta samt ekki talin, og
eins og embætti þessi eru upp-
byggð i dag sinna þau bæði
stjórnvaldsmálefnum og dóms-
störfum. Það er þessi tvi-
skinnungur þessa embættis,
sem lögfræðingar hérlendis
hafa gagnrýnt, enda er þessi
háttur aflagður fyrir löngu i öll-
um rikjum i kringum okkur.
Hér nægir að nefna tvennt. I
fyrsta lagi, maður sem sam-
kvæmt stjórnarskrá á i störfum
sinum að vera óháður stjórn-
valdinu, þ.e. sýslumaður, þá er
hann fer með dómstörf, fer
einnig með umfangsmikil
stjórnvaldsstörf og skal þá
m.a.s. oft lúta fyrirmælum æðra
setts stjórnvalds. Má ekki setja
spurningarmerki við sjálfstæði
þessa manns i dómstörfum? 1
öðru lagi hljóta mörg óskyld
verkefni að gera það að verk-
um, að sá, sem með þau á að
fara, á erfiðara með að setja sig
vel inn i þau og hljóta eins flókin
störf og dómstörf að liða fyrir
það, þeim seinkar og verða verr
af hendi leyst.
Tvö skilyrði
Hér er einmitt komið að
tveimur veigamestu röksemd-
um fyrir breyttri dómstólaskip-
un. Mikilvægast er, að ný og
breytt dómstólaskipun uppfylli
a.m.k. þessi tvö skilyrði: 1.
Leiði til hraðvirkari meðferðar
dómsmála og 2. Geri dómsvald-
ið óháð framkvæmdavaldinu
eftir þvi sem kostur er.
Nútima þjóðfélag býður sifellt
upp á flóknari dómsstörf. Mikil-
vægt er, aö hæfir menn fái
nægan tima, til að sinna þessum
störfum og vel sé að réttindum
þeirra búiö.
Einfaldari mál, sem einnig
aukast með hverju árinu sem
liður, verða hins vegar að fá
sem hraðasta meðferð. A þenn-
an hátt sýnist réttindum borg-
aranna best borgið.
Þetta eni dómstókimir
Dómstólarnir eru:
1. Afrýjunardóstólar
1.1. Hæstiréttur Islands, sbr. lög
nr. 75/1973 (almennur dómstóll)
1.2. Synodalréttur, sbr. lög nr.
75/1973, 3. gr. (sérdómstóll)
2. Sérdómstólár, sem fjalla um
mál sem fyrsta dómstig án þess
að dóntum þeirra verði áfrýjað
2.1. Landsdómur, sbr. lög nr.
3/1963
2.2. Félagsdómur, sbr. lög nr.
80/1938 um stéttafélög og vinnu-
deilur, IV. kafli. Dómum og úr-
skurðum Félagsdóms um viss
formsatriöi má skjóta til Hæsta-
réttar, sbr. 67, gr. laga nr.
80/1938.
3. Sérdómstóll, undirréttur,
fyrir landið allt.
3.1. Siglingadómur, sbr. VIII
kafla laga nr. 52/1970 um eftirlit
með skipum
3.2. Dómur i ávana- og fikni-
efnamálum sbr. lög nr. 52/1973
4. Almennir undirréltir i cinka-
málum
4.1. Bæjarþing, sbr. 38. gr. eml.
4.2. Manntalsþing, sbr. söma gr.
4.3. Aukadómþing (aukaþing)
sbr. sömu gr.
4.4. Fógetadómur, sbr. einkum
2,gr. laga um aöför nr. 19/1887,
2. gr. laga um kyrrsetningu og
lögbann nr. 18/1949, 29. og 223.
gr. eml.
4.5. Uppboðsdómur sbr. einkum
2. gr. laga nr. 57/1949 um
nauöungaruppboð sbr. einkúm
29. og 223. gr. eml.
4.6. Skiptadómur sbr. einkum
29. og 223. gr. eml.
4.7. Þinglýsingardómur sbr.
Hrd. XXXIX 1136
5. Sérdómstólar i einkamálunt i
Itéraði
5.1. Sjó- og verzlunardómur,
sbr. XVI. kafla eml. Fer einnig
með opinber mál, sbr. 8.1.
5.2. Fasteignadómar
5.2.1. Merkjadómur í Reykja-
vik, merkjadómur á Akureyri,
sbr. lög nr. 35/1914 og 16/1951
5.2.2. Landmerkjadómur sbr.
lög nr. 41/1919 um landamerki
o.fl. II. kafla og lög nr. 29/1965.
5.2.3. Vettvangsdómur sbr.
sömu lög III. kafla. Nafn dóm-
stólsins er ekki lögbundið og er
hann stundum nefndur fast-
eignamáladómur, þegar mál
eru rekin i kaupstöðum sbr.
Hrd. XXXIV 63, eða áreiðar- og
vettvangsdómur sbr. Hrd.
XXXIV 238
5.3. Stjórn Lögmannafélags Is-
lands sbr. lög nr. 61/1942 um
málflytjendur 1. og 8. gr.
6. Sáttanefndir, sbr. 2. og 21. —
26. gr. eml.
7. Almennir undirréttir i opin-
berum málum
7.1. Sakadómur sbr. lög um
meðferð opinberra mála nr.
74/1974
8. Sérdómstólar i opinberum
málum i héraði
8.1. Sjó- og verzlunardómur sbr.
5.1.
8.2. Verðlagsdómur sbr. lög um
verðlagsmál nr. 54/1960 11,—18.
gr.
8.3. Kirkjudómur sbr. 7. gr. laga
nr. 74/1974.