Vísir - 03.11.1976, Síða 15
15
Fyrstur meó
fréttimar
vism
Sinfóníuhljómsveit tslands
mun í fyrsta skipti leika verk
eftir Jórunni Viðar á 3. tonleik-
um hljómsveitarinnar, sem
haldnir veröa fimmtudags-
kvöldið 4. nóvember I Háskóla-
bfói kl. 20.30.
Verkið heitir „Eldur” og var
upphaflega flutt sem balletttón-
list i Þjóðleikhúsinu. Auk þessa
verks veröa á dagskránni Sin-
fónia Concentrate i Es-dúr fyrir
fiðlu, viólu og hljómsveit eftir
Mozart og Sinfónia nr. 9 op. 70
eftir Sjostakovitsj.
Stjórnandi á tónleikunum
verður Karsten Andersen en
einleikarar þeir Einar Grétar
Sveinbjörnsson og Ingvar
Jónasson, en þeir eru báðir
starfandi i Sviþjóð um þessar
mundir.
Þeir námu báðir fiðluleik hjá
Birni Ólafssyni i Tónlistarskól-
anum í Reykjavik, en héldu sið-
an utan til framhaldsnáms.
Báðir léku þeir I Sinfóniuhljóm-
sveit íslands áður en þeir flutt-
ust til Sviþjóöar. Einar Grétar
er fyrsti konsertmeistari við
Sinfóníuhljómsveit I Malmö og
hefur gegnt því starfi um árabil.
Ingvar hóf fyrst starf í Svíþjóö
sem fyrsti vióluleikari við sömu
hljómsveit, en starfar nú sem
einleikari og kennari. Báðir eru
þeir eftirsóttir einleikarar, og
sést þeirra viöa getið.
—RJ
m
vism Miðvikudagur 3. nóvember 1976.
Eldur
Jórunnar
Viðar
í Háskóla-
bíói
Hestarnir fá góða þjónustu. Þeir eru keyröir alveg upp að landganginum og þurfa ekki aö hugsa um
farangur. Visismynd — LA.
Hestar eru fyrir-
taks flugfarþegar
„Hestar eru einkar prúðir og
góðir farþegar, sagöi Lárus
Gunnarsson, hjá Iscargo við
Vfsi i gær. „Þeir hafa hægt um
sig og kvarta aldrei,Einstaka
hestur er hálf hikandi vð að fara
um borð, en þegar þangaö er
komið, er allt I lagi”.
Iscargo flutti tvo flugvéla-
farma af hestum úr landi i gær.
önnur vélin fór til Alaborgar, en
hin til Rotterdam. Það fer nokk-
uð eftir þyngd hvað eru margir
hestar i hverri ferð, en flestir
verða þeir um fjörutiu.
Félagið hefur haft nokkuð
sæmilegt aö gera i hrossaút-
flutningi það sem af er árinu.
Það hefur flutt út milli 6-8
hundruð hross.
— OT.
Sumir eru dálitið hikandi við að
fara um borð og það verður að
teyma þá upp landganginn.
Fyrirlestrar um nútíma
stefnur í myndlist
Listráð Kjarvalsstaöa hefur
efnt til fyrirlestra um nútfma-
stefnur í myndlist I fyrir-
lestraröð sem áætlað er að
halda fram yfir jól.
Fyrirlestrarnir eru haldnir á
fimmtudögum kl. 17:30 og sér
Aðalsteinn Ingólfsson um þá
alla. Þegar hafa verið haldnir
tveir fyrirlestrar i þessari röð,
en þeir voru um: Forvera : Van
Gogh, Gauguin og Cézanne og
Fauvisma: Matisse, Derain o.fl.
Þeir fyrirlestrar sem eftir eru
eru þessir: Expressjónismi i
Þýskalandi: Kúbismi: Pikassó,
Braque, Gris, o.fl.: Fúturismi
og Vortex: Dada: Súrrealismi:
Ný-plastik I Hollandi:
Mondrian, van Doesburg o.fl.:
Ameriskur Afstrakt--
Expressjónismi: Amerisk list
1950-65: Minimal og Concept:
Skúlptúr á 20. öld.
Stiklaö er á stóru i þessum
fyrirlestrum og leitast við að
gefa almenningi innsýn i eðli og
þróun nútimalistar. Þeir eru
haldnir i fundarsal Kjarvals-
staða og er öllum heimill að-
gangur meðan húsrými leyfir.
—SJ
ÁKLÆSI
FRAMLEIÐUM SÆTAÁKLÆÐI í ALLAR TEGUNDIR
BIFREIÐA, ÚRVALSEFNI.
PÓSTSENDUM UM LANÐ ALLT
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
© HM - AMll
HF.
LÆKJARGÖTU 20. HAFNARFIRÐI - SÍMI 51511
AÐ GÖDUM
VIOSKIPTUm