Vísir - 03.11.1976, Qupperneq 23
Þessi blóni gleöja augu sjúklinga á Kleppsspftalanum. Lesandi okk-
ar þar undrast hversu lengi þau standa, þó veðriö sé ekki oröiö neitt
sérlega gott.
Erum stund-
n
um kölluð
olnbogabörn
Stefán ólafsson skrifar:
Við sem horfum á þessi blóm erum stundum
kölluð olnbogabörnin i þjóðféiaginu. En við kunn-
um samt að meta það sem fagurt er. Við erum
innan veggja Klpppsspitalans og vitum að sá
GUÐ sem varðveitti þessi blóm mun einnig lyfta
okkur og varðveita okkur gegn stormum og
hausthretum.
Lágkúruleg aug-
lýsingabrella
J.K skrifar:
Ég brá mér á ball i Sigtún um
helgina og er það i sjálfu sér
ekki i frásögur færandi. Að
venju skemmti ég mér ágæt-
lega, þarna var þrumustuð og
ekkert yfir þvi að kvarta.
Allt i einu birtist maður einn á
sviðinu og tilkynnti þeim sem
voru á dansgólfinu að þeir ættu
að fara þaðan brott, þar sem
einhverjir dansarar ætluðu aö
troða þarupp. Og hverjir haldið
þið svo að þessir dansarar hafi
verið? Jú.einhverjir unglingar
sem umboðsmenn Winston sfga-
rettanna höfðu keypt til að
dansa þarna til þess aö auglýsa
þessa þokkalegu vöru sigarett-
una.
Unglingarnir voru klæddir i
fötsem áttu að minna á Winston
og maðurinn sem kynnti, minnti
viðstadda sífellt á þessa gæöa-
vöru.
Viðbrögð gestana i Sigtúni
þetta kvöld voru mjög neikvæð,
sem betur fer. Mönnum fannst
sem þarna væri á ómerkilegan
hátt verið að fara I kringum lög
gegn sigarettuauglýsingum.
Eftir hvern dans var púað
hressilega á dansarana og
greinilegt var að fólk var þeirri
stundu fegnást þegar sigarettu-
dansararnir fóru brott.
Það er þvi miður ekki i fyrsta
skipti sem svona sigarettuum-
boðsmenn reyna á lævisan hátt
að auglýsa vöru sina. Menn
minnast þeirrar lágkúru þegar
þeir geröu tilraun til þess að
beita skáklistinni fyrirsig við aö
auglýsa. Sú tilraun var almennt
fordæmd.
Ég ætla að vona að þannig
verði einnig með þessa auglýs-
ingabrellu. Að lokum vildi ég
beina þvi til þeirra sem eiga að
hafa eftirlit meö banni gegn
sigarettuauglýsingum aö þeir
séu betur á verði. Þaö hefur
nefnilega sýnt sig að ekki nægir
að banna sigarettuauglýsingar
utan dyra. Einnig þarf að banna
slikt innanhúss. Almenningur
þarf að ýta vel á eftir og kref jast
þess að svona auglýsingar séu
alfarið bannaðar.
ATTI VON A 20 ÞUS-
UND KRÓNA REIKN-
INGI
FEKK YFIR
90 ÞUSUND KR. REIKN.
Siguröur Valgeirsson kom aö
máii viö blaöiö:
Kunningi minn sem á bil með
númerinu G-5386 fór meö bilinn
sinn á verkstæðið Bilaborg, og
baö um að skipt yröi um tima-
keðju og timahjól. Búist var við
að kostnaðurinn yröi um 20 þús-
und krónur. En þegar kunningi
minn fer siðan til þess aö ná i
bQinn fær hann reikning upp á
rúmar 94 þúsund i höfúðiö!
Það kom i ljós aö vélin heföi
verið tekin i sundur og siðan sett
saman aftur. Um þetta heföi
alls ekki verið beöið. Þá voru
lika rendir ventlar og sæti, sem
að þvi er mér skilst er aldrei
gert fyrr en vélin hefur verið
keyrð um 70-100 þúsund km.'
Þessi er hins vegar keyrð 46
þúsund km.
Sá sem tók vélina i sundur
mun hafa gefiö þá skýringu aö
svo hafi orðiö að gera þar sem
svarf hafi komist i mótorinn.
Allt tók þetta 48 tima sem mér
finnst heldur langur timi.
Kunningi minn gat aö sjálf-
sögöu ekki greitt meira en þess-
ar 20 þúsund krónur sem hann
haföi átt von á og verið tilbúinn
til að láta af hendi. En 94 þúsund
gat hann ekki greitt, og það fór
svo að hann samþykkti vixil upp
á afganginn sem honum ber aö
greiöa 1. desember.
Of algengt að senda menn
að sunnan í fyrstu sœtin
Ég sem þessar linur skrifa
undraöi mig á texta undir mynd
á forsiöu Visis núna á dögunum,
en þar er talaö um „austfirsku
goðana” undir mynd af þeim
Lúðviki Jósepssyni og Sverri
Hermannssyni.
Ég vil hér mótmæla þvi, að
Sverrir sé „austfirskur goði”
Sverrir er vestast af Vestfjaröa-
kjálkanum.
1 þessu sambandi vil ég koma
þvi hér að og veit að fleiri eru
sama sinnis. En það er hvers
vegna kjósendur og þá i þessu
tilliti á Austurlandi, láta bjóða
sér mann, sem alls ekki er úr
kjördæminu, en láta flokksklik-
una ráða hvern það getur kosið.
Ég er ekki i neinum vafa um,
að á Austurlandi er til sjálfstæö-
ismaður á borð viö Sverri og efa
ekki, aö fylgi flokksins yrði
meira, ef i framboði i þessu
sæti, væri austanmaður.
Það er of algengt aö flokka-
kh'kurnar i Reykjavik, komast
upp með það að senda menn aö
sunnan i 1. sætin i kjördæmun-
um og má minna á nýjustu
framboðin hjá Alþýöuflokknum,
en þar á að troða þeim Vilmundi
Gylfasyni og Finni Torfa upp á
kiósendur.
Mér er sem ég sæi svipinn á
reykvikingum, ef t.d. einhver
utan af landi yrði settur i öruggt
sæti i Reykjavik.
Með fullri virðingu þó, fyrir
öllum alþingismönnum.
Austfiröingur.