Vísir - 04.01.1977, Side 1

Vísir - 04.01.1977, Side 1
Siódegisblaö fyrir fjföiskyiduna alla! j Þriðjudagur 4. janúar 1977 2. tbl. 67. árg. Ríkissjóðsdœmið '76: Motthías segir greiðslu- áœtlunina hafa staðist „Greiðsluáætlun rfkissjóðs fyrir árið 1976 stóðst. Otgjöld rikissjóðs á siðasta ári námu um það bil 68 milljörðum króna eins og gert haföi verið ráð fyrir.” Þannig svaraði Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra fyrirspurn Visis um útgjöld rikissjóös um áramót. Fjármálaráðherra sagði enn- íremur, að úrvinnsla á bók- haldsgögnum rikissjóðs stæði nú yfir. 1 næstu viku ætti þvi að vera mögulegt að fá bráða- birgðatölur um heildarstöðu rikissjóðs viðárslok 1976. Þá gat ráðherra þess, að unnið hefði verið eftir greiðsluáætluninni allt árið 1976 og greiðslur stöðv- aðar, þegar stofnanir hafi farið fram Ur áætlun. Loks taldi fjár- málaráðherra liklegt, að rikis- reikningurinn fyrir árið 1976 yrði i fyrsta skipti tilbúinn i aprileða mai, bæði A og B hluti. Aðspurður sagði f jármálaráð- herra, að á þessu stigi væri ekki unnt að segja til um hvað ógreiddir reikningar frá siðasta ári næmu hárri upphæð. Það kæmi ekki i ljós fyrr en úr- vinnslu bókhaldsgagna væri lokið. Ráðherra sagðist þó vænta þess að hér væri ekki um háar tölur að ræða. — ÞP Þessir frísklegu krakkar hafa nú að undanförnu notið jólaleyfis/ en nú tekur alvara lifsins við að nýju, þar sem skólarnir eru að hef jast hver af aöðrum. Vonandi ganga þeir jafn glaðværir til námsins og jólaskemmt- ananna og minnast þess, að það er ieikur að læra. Mynd: JA. Handtökumálið: Huldumeyjarnar fundnar Rannsókn heldur áfram i handtökumálinu. Stúikurnar tvær sem eiga að koma við sögu málsins virðast loksins vera fundnar. Steingrimur Gautur Kristjánsson setudómari sagði í samtali við Visi i morgun, að sakbending færi að likindum fram i dag. Að öðru leyti vildi liann ekki fremur en áður tjá sig um þessar huldumeyjar. Ýmis gögn i málinu hafa nú verið send embætti saksóknara til athugunar og á grundvelli þeirra gagna verður tekin ákvörðun um i hvaða átt rann- sóknin stefnir. Steingrimur Gautur vildi ekki segja neitt um það i morgun hvort komið væri i ljós hver hefði lagt gildrur fyrir hvern i þessu máli. Eins og Visir hefur skýrt frá er hugsanlegt að gildra hafði verið lögð fyrir Hauk Guðmundsson er stjórnaði handtöku á Guðbjarti Pálssyni og bilstjóra hans. Þeir telja sig hins vegar hafa verið leidda i gildru og þar hafi stúikur tvær komið mjög við sögu. Við sakbendinguna i dag munu þeir er sáu þessar umræddu stúlkur eiga að benda á þær innan um annað kvenfólk og munu þeir Guðbjartur og bilstjóri hans væntanlega sitja þar á fremsta bekk. —sg W GATAN LEYSIST í KVÖLD Lokaþátturinn í hinum spennandi sakamála- myndaflokki sjónvarps- ins um brúöuna er á dagskrá í kvöld. Sjá kynningu á útvarps- og sjónvarpsdagskránni bls. 19. Hjón og sonur þeirra fórust í bílslysi Hjón og sonur þeirra fórust i bilslysi á veginum milli Hnifs- dals ag isafjarðar i fyrrinótt. Hjónin voru Sigurður Jónas- son sem var á 71. aldursári og Elisabet Jónsdóttir 65 ára. Sonur þeirra hét Kristján H. Sigurðsson og var hann tæp- iega 25 ára gamall. Kristján var yngstur barna þeirra hjóna. Hann var ókvæntur. Þau bjuggu á isa- firði. Billinn lenti fram af 40 metra hárri vegarbrún á fyrr- nefndum vegi, og steyptist út i sjó seint i fyrrakvöíd. Sást billinn í sjónum skömmu fyrir hádegi i gær. Fundust likin rétt hjá. Þau hjón ásamt Kristjáni voru að koma úr heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar i Hnifsdal þegar þetta hörmulega slys varð. Siðan árið 1974 hafa þrjú banaslys oröið á þessum vegi. Fimm hafa látist i þeim slys- um. Árið 1975 urðu tvö bana- slys, en þá varekiðá gangandi vegfarendur. —EA. Eru kjarasamningarnir skrípaleikur? — sjá bls. 2

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.