Vísir - 04.01.1977, Side 2
c
Hvernig fannst þéri.
áramótaskaupið?
■'í
' 1
Ósk óskarsdóttir, afgreiðslu-
stúlka: Að mörgu leyti ágætt.
Þaö var margt gott i þvi.
Lóa Hjaltesteö, afgreiðslu-
stúlka: Mér fannst það frekar
lélegt, of einhliöa. Stelpurnar
sem léku löggur voru hins vegar
mjög góöar.
Sigurður Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri: Ég haföi gaman L
af þvi. Mér fannst skemmtilegt H
aö horfa á aöferöina viö skatT- L
heimtuna.
Guöný ólafsdóttir, nemi: Mér
fannst þaö leiöinlegt. Mér
fannst þeir koma alltof mikið
inn á stjórnmál.
Regina Bragadóttir, afgreiðslu-
stúlka: Mér fannst þaö alls ekki
gott. Atriöiö meö rangæingnum
var þó ágætt.
Þriðjudagur 4. janúar 1977 vism
i >
t ■
\’%á x
-á
" ;
Kristján segir fulltrúa samtaka launafólks verða að hafa auga meö þvi, hvernig ástand efnahagsmála er og hvort aðstæður séu til
aö launahækkanir geti oröið raunhæfar. Myndin er frá undirritun kjarasamninga.
Kjarasamningor eru a
verða hreinn skrípa-
ieikur"
„ vegno þeirra sterku taka, sem
atvinnurekendur hafa í valdakerfi
þjóðarinnar," segir formaður BSRB
,,Það mun skipta sköpum,
livort launafólki auðnast að
sameinast um kjaramálin i við-
ustu merkingu, eöa hvort áfram
tekst að sundra mönnum i
flokkspólitiskar fylkingar at-
vinnurckendum til gengis og
gróða”, segir Kristján Thorlaci-
us, formaður BSRB, i rit-
stjórnargrein i Asgarði, blaði
BSRB, sem nýkomiö er út.
I greininni, sem ber yfir-
skriftina „Aukin átök um skipt-
ingu þjóöartekna”, segir Krist’j
án m.a., að augljóst sé, aö
i.kjarabaráttan á næstunnihlýt-
ur aö snúast i mjög auknum
mæli um, hvort þjóöartekjunum
sé réttlátlega skipt”.
Kristján bendir á, aö i kjara-
samningum, sem gerðir hafi
veriö á árabilinu 1973-1976, hafi
samtök launafólks tekiö tiUit til
þess timabundna kreppu-
Kristján Thorlacius, formaður
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja.
ástands, sem skapaðist f heim-
inum á árinu 1973. Nú um eins
árs skeið hafi hins vegar út-
flutningsverö veriö aö hækka en
innflutningsverö hækkað mun
minna en áður. Þjóöhagsstofn-
un geri m.a. ráb fyrir aö verð-
mæti heildarframleiðslu
sjávarafurða hækki um 40% á
árinu 1976 miöað viö 1975 og út-
flutningsverölag i erlendri mynt
hafi hækkaö frá 1975 um 18-19%,
og hækkun á veröi erlends
gjaldeyrishafiá sama tima orð-
iö 14-15%.
Tök atvinnurekenda
I greininni segir Kristján
einnig, að „þaö, sem einkennt
hefur mjög aðgerðir I efnahags-
málum undanfarinna ára eru
gengislækkanir, vaxtahækkanir
og takmarkanir á verðtrygg-
ingu launa.
Launþegasamtökin verða að
gera sér betur ljóst hér eftir en
hingað til, hvernig Alþingi,
rikisstjórnir og bankavald fara
að þvi að eyðileggja þá kjara-
samninga, sem launþegasam-
tökin gera, með svokölluöum
hagstjórnartæk jum.
Samtök launafólks verða
vissulega að hafa auga með þvi,
hvernig ástand efnahagsmála
erog hvort aðstæður séu til þess
að launahækkanir geti orðið
raunhæfar. Hitt veröa menn nú
aö gera sér ljóst, að kjara-
samningar i okkar landi eru að
verða hreinn skripaleikur, i
mörgum tilfellum, vegna þeirra
sterku taka, sem atvinnurek-
endur hafa i valdakerfi þjóðar-
innar”, segir Kristján.
—ESJ.
VERÐBOLGUTAL OG VEÐURFRÆÐI
Þótt veöurfariö hafi verið gott
þab sem af er vetri hefur þaö
ekki veriö tiöindalaust aö sama
skapi. Svo er fyrir aö þakka
þeim samræöustfl fslendinga aö
tala alltaf um veðrib þegar þeir
hittast fleiri en tveir og fleiri en
þrfr. Tal um veöur er einhver
hættuminnsta umræöa, sem um
getur.og veldur hvorki reiöi né
pústrum. Og þar sem menn eru
ekki þeim mun kunnugri kemur
umræöan um ástand veöurfars-
ins f veg fyrir aö þeir tali af sér.
Þaö er hægt að gera sér í hugar-
lund hvernig færi f þessu landi
ef i staö veöurs væri almennt
fariö aö tala um barneignir og
framhjáhöld i ókunnugum hús-
um, fjárdrátt, skattsvik og
gjaldeyrisbrask. Landiö mundi
fljótlega loga i slagsmálum, og
þó einkum sá hluti þess sem eitt
sinn var kenndur viö landnám
Ingólfs en þaö verður ellefu
hundruö ára einhvern tfma á
vordögum 1977.
Þaö er aidrei andskotalaust
aö eiga áfallalitið samtal viö
náungann. Jafnvel bækur eru
stórhættulegt umræöuefni,
einkum þær sem snerta fróöleik
ýmiskonar. Menn geta staöið
frammi fyrir þvi um miöja nótt i
ókunnu húsi, aö húsmóðirin
sleppi sér alveg af þvi einhver
hefur látið þau orö falla aö til-
tekin bók sé bölvaö kjuftæöi. Um
þaö bil sem honum skilst aö
hann heföi heldur átt aö halda
sig viö faglegar vcöurlýsingar,
hefur komiö i ljós aö höfundur
bókarinnar er afi húsmóöurinn-
ar auk þess er bókin um langafa
hennar sem var á dögum
nokkru fyrir Halaveöriö. Þann-
ig er öll umræöa næsta ótrygg i
flóknum heimi og margbrotnum
nema sú ein sem segir frá vind-
áttum utan dyra.
Auövitaö veröur umræöa um
veöur næsta einhæf og ein er sú
stétt manna, sem kemst hvorki
iönd né strönd á þvi tali einu.
Þessi stétt hefur þvi gripiö til
þess ráös aö efna til annars um-
ræðuefnis sem þjónar atvinnu
og framvonum innan hennar, en
er þeim göldrum gædd eins og
veöurumræöan, aö hún snertir
svo sem ekki neinn. Hér er átt
viö umræöuna um verðbólguna,
sem stjórnmálamenn ástunda
af sömu spávisinni og eldri kon-
ur þrautæföar i samræöulist um
veöurfar. Veröbólgan er aö þvi
leyti gott umræöuefni, aöhún er
alitaf einhver.. dag hvern sem
guö gefur. Svo er einnig um
veöriö. Þaö er alltaf eitthvert
veöur dag hvern. Þaö væri ekki
aö sökum aö spyrja ef viö yrö-
um veöurlaus einhvern daginn,
og aö likindum færi litlu betur
fyrir okkur, yröum viö verö-
bólgulaus. Þá eru þau líkindi
með verðbólgu og veðri, aö
stundum er ofsaveöur meö snjó-
komu. Þá segja stjórnmáia-
menn að bráöum muni verö-
bólgunni linna, en hinar þraut-
þjálluöu eldri konur eiga sam-
iikingar við fyrri bylji úr
byljóttri sögu þjóöarinnar á
reiöum höndum.
Umræöan um veröbólguvand-
ann hefur veriö I algleymingi
allt frá árinu 1941. Og segja má
að fimmtfu prósent veröbólga
hafi veriö eins konar Halaveöur
efnahagslifsins. Þaö er þvi ekki
undarlegt þótt hún þyki ugg-
vænleg i áramótagreinum
stjórnmálamanna. Hins vegar
viröist hún vera þeim mun
stjórnlausari sem meira er um
hana talað. Þaö eru einnig
helstu eiginleikar veöurfarsins.
Þeim, sem spyrna vilja gegn
verðbólgunni, fer eins og ev-
rópskum fólkstjóra og loföung,
sem drap berum fæti viö sjávar-
boröi og vildi þannig stööva
sjávarföllin. Honum heföi ekki
oröiö skotaskuld úr þvi aö |lfma
viö helstu viöfangsefnin á ts-
landi í 'dag — vinda og verö-
bólgu, þau náttúrulögmál sem
skyldust eru sjávarföllum.
Hann heföi byrjað á þvi aö fara
úr skóm og sokkum eins og þeir
suöurgöngumenn islenskir sem
réöu ekki við vandamál Sturl-
ungaaldar.
Svarthöföi