Vísir - 04.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1977 framleiðsla Járnblend^verksmiðjunnar œtti að auka útflutningstekjur íslendinga um 6-8% ,,Þessi lánssamningur við Norræna fjárfestingarbankann, sem tryggir verksmiðjunni stofnlán til langs tfma, er einn veigamesti samningurinn, sem ganga þarf frá áður en aðal- samningurinn milli rikisstjórn- arinnar og Elkem-Spiegerverk- et tekur gildi”, sagði G'unnar Sigurðsson, stjórnarformaður i islenska járnblendiféiaginu, i gær, þegar iánssamningurinn var undirritaður I Norræna hús- inu. Svo sem kunnugt er var aðal- samningurinn lagður fyrir Al- þingi fyrir jólin, en afgreiðslu hans frestað þar til þing kemur saman að nýju I lok janúar. Samkvæmt aðalsamningnum mun rikisstjórn Islands eiga 55% hlutafjár en Elk- em-Spiegerverket 45%. Samningaatriði að mestu óbreytt Samkvæmt upplýsingum frá Islenska járnblendifélaginu eru ákvæði um staðsetningu verk- smiöjunnar, framleiðslu, hrá- efnanotkun og fyrirkomulag i öllum megindráttum óbreytt frá þvi, sem gert hafði verið ráð fyrir i samstarfinu við Union Carbide, sem fór út um þúfur, þegar hið bandariska fyrirtæki dró sig út úr Islenska járn- blendify rirtækinu. Verksmiðjan verður staðsett að Grundartanga i Skilmanna- hreppi i Hvalfirði, um 17 km frá Akranesi og um 100 km frá Reykjavik. Sérstök höfn verður byggð þarna til afnota fyrir verksmiðjuna og til allra al- mennra þarfa. Heimsmarkaðsverð á kísiljárni lœkkandi „Heimsmarkaðsverð á kisil- járni hefur farið lækkandi, en við eigum von á þvi, að það verði aftur farið að hækka eftir 1-2 ár, og oröið vel við unandi þcgar verksmiöjan á Grundar- tanga kemst i gagniö, sagði Martinsen framkvæmdastjóri lijá Elkem-Spigerverket á fundi með blaðamönnum i Norræna húsinu i gær. Martinsen sagði að verðið á kisiljárni væri nokkuð breyti- legt eftir árum, og fylgdi t.d. nokkuð verði á stáli á heims- markaðinum, en kisiljárn er nauðsynlegt blendiefni við stál- framleiðslu. Undanfarið hefði verðið færst niður á við. A árinu 1975 hefði tonnið farið á um 1900 norskar krónur FOB, en á siðasta árs- fjórðungi nýliðins árs hefði verðið verið um 2600 krónur norskar. „Þetta er auðvitað óhagstæð þróun, en hún breytir engu um, að við teljum þetta skynsam- lega fjárfestingu. Og við reikn- um með, að verðið verði komið upp á við á ný þegar verksmiðj- an á Grundartanga fer að fram- leiða kisiljárn”. Martinsen var m.a. að þvi spurður, hvers vegna Elkem hefði talið hagkvæmt að taka þátt f Islenska járnblendifélag- inu fyrst bandariska stórfyrir- tækið Union Carbide teldi það ó- hagkvæmt'. Hann svaraði þvi til, að norska fyrirtækið hefði gert sjálfstætt mat á hagkvæmni verksmiðjunnar á Gfundar- tanga, og niðurstaða þeirrar athugunarhefði verið sú, að þaö væri arðvænleg fjárfesting. Hann taldi, að það kynni að skipta nokkru i þessu sambandi, að Union Carbide væri mjög h't- ill aðili i kisiljárnmarkaðinum i Evrópu, en Elkem hins vegar mjög stór aðili og þvi með stór- an og öruggan markað þar fyrir framleiðslu verksmiðjunnar. —ESJ Fulltrúi Elkem telur enga mengunarhœttu af völdum verksmiðjunnar: En nokkrum úrgangi verður samt að finna geymsiustað „Þessi verksmiðja er hin fyrsta.sem byggð er samkvæmt hinum nýju og ströngu kröfum, sem gerðar hafa verið i Noregi til mengunarvarna”, sagði Martinsen, framkvæmdastjóri hjá norska fyrirtækinu Elk- em-Spigerverket a/s, er hann var spurður um hreinsiútbúnað- inn i væntanlegri kisiljárnverk- smiöju á Grundartanga. Martinsen var fulltrúi norska fyrirtækisins á fundi með frétta- mönnum, sem haldinn var eftir að lánssamningur hafði verið undirritaður i gær af fulltrúum Islenska járnblendifélagsins og Norræna fjárfestingarbankans. „Við framleiöslu verksmiðj- unnar myndast 20-25 þúsund tonn af ryki, en með þessum nýja útbúnaði verður hægt að ná öllu rykinu. Siðan verður reynt að nýta sumt af þvi aftur, en einhver hluti verður eftir sem fast efni og þvi veröur að koma fyrir með tryggilegum hætti á öruggan stað”, sagði Martin- sen. Hann sagði, að þær aðferöir, sem Elkem hefði þróað, væru mjög árangursrikar og væri ekki ástæða til að ætla, að mengun frá verksmiðjunni yrði vandamál. Varðandi endurnýtingu á rykinu kom m.a. fram hjá hon- um, að einn möguleikinn væri sá, að nýta það til sementsfram- leiðslu, og hefði i þvi sambandi veriö rætt við fulltrúa Sements- verksmiöju rikisins á Akranesi. Það skapaði hins vegar visst vandamál i þvi efni, að breyta þyrfti eitthvað þeim staðli, sem sementiö væri unnið eftir, en það kynni að vera mögulegt hér á landi. —ESJ Eykur útflutningstekj- ur um 6-í A þessu korti sést hvar verksmiðja tslenska járnbiendifélagsins á að risa. Afköst verksmiðjunnar meö tveimur ofnum eru áætluð 50 þúsund tonn á ári af 75% kisil- járni, en hægt verður að fram- leiða kisiljárn af öðrum gæöa- flokkum, ef svo ber undir. Hrá- efni til framleiðslunnar eru kvartsgrýti, kol, kols, járn, raf- skaut og raforka. öll hráefni til framleiðslúnnar, önnur en raf- orka, verða flutt inn, og fram- leiðsla verksmiðjunnar verður flutt á markað erlendis. Er áætlað að verksmiðjan muni auka útflutningstekjur islend- inga um 6-8%. Gert er ráð fyrir, að fyrri ofn verksmiðjunnar verði tekinn I notkun i ársbyrjun 1979, en hinn siðari á miðju ári 1980. Stækk- unarmöguleikar umfram tvo ofna eru fyrir hendi. Raforkuverð Járnblendifélagið og Lands- virkjun hafa gert meö sér samning, sem tekur til kaupa á ' allt að 68 MW afli og 550 GWh orku á ári, og er hann að hluta til byggður á sölu afgangsorku. Fyrir þessa orku greiðir Járn- blendifélagið jafnaðarverð, sem i fyrstu er 3.5 norksir aurar á kilówattstund, en hækkar i 4 norska aura árið 1982. Hið upp- runalega verð mun siðan breyt- ast 1 samræmi við hækkun á heildsöluvisitölu i Noregi. Það er skoðun Norræna fjár- festingarbankans, að verk- smiðjan á Grundartanga verði vel samkeppnisfær þar sem hún ( sameini Islenska raforku og há- þróaða tækni norðmanna og sterka stöðu þeirra á útflutn- ingsmarkaði, þrátt fyrir þann flutningskostnaðarauka sem hlýst af staðsetningu verk- smiöjunnar á tslandi. 150 manna starfslið Starfsmannaþörf verksmiðj- unnar verðu um 100 manns i fyrstu, en siðan um 150 manns þegar báðir ofnanir eru komnir I notkun. Hluti starfsfólksins mun fá sérþjálfun, sem Elk- em-Spiegerverket mun láta i té samkvæmt sérstöku samkomu- lagi. Auk þess mun hið norska fyrirtæki veita margháttaða tækniþjónustu við rekstur verk- smiðjunnar og byggingu henn- ar. Þá verða ofnarnir og ýmis fylgibúnaður keyptur hjá Elk- em, og þaö annast einnig sölu á framleiðslu verksmiðjunnar. Hjá Járnblendifélaginu starfa nú sex manns, en stjórnar- formaður er dr. Gunnar Sigurðsson, verkfæröingur. —ESJ Gera verður strangar kröfur um mengunar- varnir og hollustuhœtti — sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðar' ráðherra, um kísiljárnverksmiðjuna á Grundartanga í gœr „Megi þetta fyrirtæki verða lyftistöng fslensku atvinnulifi og um leið mikilvægur og merkur þúttur I norrænu samstarfi”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, I ávarpi er hann flutti við undirritun lánssamn- ings tslenska járnbiendifélags- ins og Norræna fjárfestingar- bankans i gær. I ávarpinu vék iðnaðarráö- herra að þvi, að þegar um stór- iðju á Islandi væri að ræða, vildu Islendingar fara fram meö gát og varfærni. „Með jafnfámennri þjóö”, sagöi hann, „býr nokkur uggur i sambandi við erlent fjármagn og erlend áhrif, sem þvi kunna að fylgja. Það sjónarmið veit ég að norðmenn sjálfir þekkja frá fyrri tið. 1 annan stað þarf að gæta þess, að stóriðja raski ekki byggð og byggðajafnvægi, né dragi um of vinnuafl frá öðrum atvinnugreinum. I þriðja lagi verðuraö hafa i huga, að islend- ingar hafa jafnan búið viö hið tæra loft og hið langdræga út- sýni, og eru næmir fyrir öllu þvi, er valda kann mengun lofts, láðs- og lagar. Þvi verður að gera strangar kröfur um holl- ustuhætti og mengunarvarnir. Að þvi er stefnt að allra þessara sjónarmiða veröi gætt I rikum mæli við þá verksmiöju, sem nú á að reisa”, sagði ráðherra. —ESJ Iðnaðarráðuneytið: Páll Flygenring skip- aður ráðuneytisstjóri Páll Flygenring verkfræðing- ur, hefur verið skipaður ráðu- neytisstjóri i iðnaðarráðuneyt- inu, og tekur hann við þvi starfi af Árna Snævarr, sem hætti nú um áramótin. Páll fæddist 17. október 1925 I Hafnarfirði, sonur hjónanna Ingólfs Agústssonar Flygen- rings alþingismanns og fram- kvæmdastjóra þar og konu hans Kristinar Pálsdóttur. Hann varð stúdent frá MA 1946, og lauk prófi I byggingaverkfræði frá DTH I Kaupmannahöfn 1952. Hann hefur m.a. starfað hjá Almenna byggingafélaginu h.f. um árabil, en starfaði i Sviþjóð og Danmörku á árunum 1959-1961. Frá 1966 hefur hann veriö deildarverkfræöingur hjá Landsvirkjun. —ESJ Samkomur í Tónabœ fyrir unglinga 17 óra og eldri lagðar niður Lögð hafa verið á hiliuna á- form um aö halda uppi sérstök- um skemmtunum iTónabæ fyr- ir unglinga 17 ára og eldri. Vegna þess hve fáir unglingar sóttu slikar skemmtanir sem haldnar voru i október og nóvember var talið að grund- völlur væri brostinn fyrir að binda aldursmörk við 17 ár. Þess i stað verður lögð á það áhersla að halda uppi skemmtunum fyrir yngri ald- urshópa, en þær skemmtanir hafa gefist mjög vel. Hafa bæöi verið haldnir dansleikir i disko- tek-formi, og haft opið hús fyrir yngri aldurshópana. Hefur það m.a. orðið til þess, að ungling- arnir hafa hætt að sækja á Hallærisplanið. Vinnunefndin um Tónabæ, sem skipuð var á sinum tima af Æskulýðsráði Reykjavikur, tel- ur, að unglingar 17 ára og eldri virðist fá fullnægt skemmtana- þörf sinni annarsstaðar en i Tónabæ. Telur vinnunefndin þaö liggja beint við að álykta sem svo, að þessum unglingum sé greiður aðgangur að vinveitingastöðum borgarinnar. Ennfremur, að sá hópur þessa aldurshóps, sem vill sækja vinlausa skemmti- staði, fái fullnægt þörfum sinum hjá öðrum aðilum. —AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.