Vísir - 04.01.1977, Síða 12

Vísir - 04.01.1977, Síða 12
Juantorena ■ ••• • t kjorinn i S-Ameríku Kúbumaðurinn Alberto Juantorena sem sigraði bæði i 400 og 800 metra hlaupum á Ólympiuleikunum i Montreal i sumar var i gær kjörinn „tþróttamaöur ársins” I S-Ameriku. Annar i kjörinu að þessu sinni var Don Quarrie frá Jamaica, en hann sigraði i 200 metra hlaupi i Montreal og varð i 2. sæti i 100 metra hlaupinu. I þriðja sæti varö kúbumaöurinn Teofilo Stefenson sem á Ólympiuleikunum i sumar tókst að verja titil sinn i þungavigt i hnefa- leikum á Ólympiuleikunum. —gk— Veggspjald af Asgeiri Knattspyrnufélagið Týr í Vestmannaeyj- um hefur látið prenta veggspjald (plakat) I litum af knattspyrnumanninum Asgeiri Sigurvinssyni. Ef veggspjaldið 40x60 cm á stærð og er myndin tekin i Eyjum. Þetta mun vera fyrsta veggspjaldiö sem gerter af islenskum iþróttamanni, en erlend- is er mjög algengt að gera svona spjöld með myndum af þekktum iþróttamönnum. Vegg- spjaldið er til sölu hjá Tý i Vestmannaeyjum og i Sportvali viö Hlemmtorg og i sportvöru- verslunum Ingólfs Óskarssonar við Klappar- stig og Lóuhóla. Litmyndina af Asgeiri tók Guðmundur Sig- fússon.Ijósmyndari Visis i Eyjum. Framarar unnu Val í úrslitum Framarar urðu reykjavikurmeistarar i knattspyrnu innanhúss þegar þeir unnu va'iá- menn i úrslitum með 6 mörkum gegn 4. — Kom þessi sigur Fram I úrslitaleiknum nokkuð á óvart, þvi að i riölakeppninni tapaöi Fram fyrir Þrótti 7:8, en það var Leikni að þakka að Fram komst i úrslit, Leiknir sigraði nefnilega Þrótt 8:6 og Þróttur geröi siðan jafntefli við Armann 5:5. Valsmenn sigldu hins vegar i úrslitin á mjög sanngærandi hátt, en I úrslitunum var það hin mikla keppnisgleði framara og barátta sem færði þeim sigur. i kvennaflokki sigraði Fram einnig Val i úrslitum 5:4 eftir framlengingu. i 3. fl. sigr- aði Vikingur KR i úrslitum 7:2, í 3 fl. sigraði KR i 4. fl. Valur og i 2. fl. Valur. gk-. Brooking ekki til sölu John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham sagði i gærkvöldi að félag hans hefði fengið tilboð frá FC Zurich i Sviss i hinn snjalla leik- mann liðsins, Trevor Brooking. Brooking hefur verið á sölulista að undan- förnu, og hefur lýst þvi yfir aö hann vildi gjarnan komast til meginlandsins. „Við höfum hafnað þessu tilboði”, sagöi John Lyall I gærkvöldi, ,,og þetta er endirinn á þessu i bili. Brooking er ekki lengur til sölu.” gk-. ólafur Jónsson var mættur á landsliösæfingu í gærkvöldi og sést hér á myndinnihafa gætur á ÞórarniRagnarssyni f vörninni. Þeir Ólafur og Axcl Axelsson munu nú æfa með iiðinu af og til þar til B-keppnin hefst I Austurriki i febrúar. Ljósmynd Einar. Það verður ekkert /f sparað úr þessu — segir Gunnlaugur Hjálmarsson sem er bjartsýn á að íslenska landsliðinu takist að komast í úrslit HM ,,Við erum nú að fara með allt á fulla ferð, og þessi æfing var svona i og meö til þess að „hrista úr mönnum hrollinn” cftir jólin og áramótin” sagði Gunnlaugur Hjálmarsson i Landsliösnefnd HSÍ þegar við ræddum við hann I morgun. „Það fer ekki hjá þvi að maöur liti bjartari augum á þetta eftir að vera búinn að fá þá Ólaf Jónsson og Axel Axelsson báða hingaö til lands til að æfa með liðinu, en þeir eru báðir i fullu fjöri. Nú verður þetta keyrt á fullu, æft á hverjum degi fram að landsleikjunum við pólverja i lok þessa mánaðar og stúndum oftar en einu sinni á dag. Þeir Axel og Ólafur veröa með liðinu meira og minna fram að B- keppninni i Austurriki, en þurfa að bregða sér utan við og við til að leika með Dankersen. Við höfðumnokkrar æfingar yfir hátiöirnar, og æfðum þá eftir „programi” sem Januz skyldi eftir, en það er aðallega verð að horfa á vörnina þessa dagána, auk þess að bæta við hraðaupp- hlaupin sem hann leggur geysi- lega mikla áherslu á. Januz var næntaníegur til landsins i gær, en kom ekki, kemur væntanlega i dag. Það er ákveðið að Januz fari og liti á lið portugala en þeir verða andstæðingar okkar i B-keppn- inni. Einnig er ákveðið að hann fari og hugsanlega einhverjir með honum á „Baltica Cup” en þar verður hægt að njósna um bæði a—þjóðverja og norömenn sem þá verða með HM-lið sin i lokaundirbúningi. Þá er ætlunin að taka leiki þessara liða upp á myndsegulband og með þvi ætti að vera hægt að læra mikið”. — Það verður sem sagt .ekkert til sparað. „Nei það þýöir ekkert að vera að horfa i smáaurana núna þegar svo mikið hefur veriö lagt i þetta sem raun ber vitni. Við gerum allt fyrir strákana sem okkur reynist unnt, og það liggur enginn á liði sinu til þess að fyrsta áfanganum verði náð — aö komast með islenska landsliðið i úrslitakeppni HM i Danmörku”. gk-. Ipswich sœkir stöðugt ó meistara Liverpool Ipiswich sigraði Manchester United 2:1 i ensku 1. deildar- keppninni á Portman Road i Ipswich i gærkvöldi og er nú að- eins með tveim stigum minna en meistarar Liverpool sem eru i efsta sætinu með 32 stig. Liver- pool hefur leikið 23 leiki, en Ipswich hefur aðeins leikiö 20 leiki og á þvi þrjá leiki til góða. Skammt undan er svo Manchester City, sem er með 28 stig að loknum 21 leik. Manchester United byrjaöi vel i leiknum i gærkvöldi og eftir aðeins 23 sekúndur haföi Stuart Person náð forystunni fyrir United — hansþriöja marká ár- inu. En i siðari hálfleik seig á ógæfuhliðina — Brian Greenhoff skoraði sjálfsmark og þegar sex minútur voru til leiksloka skoraöi Clive Woods sigurmark Ipswich. En þá eru það úrslit leikjanna i gærkvöldi: 1. deild Arsenal — Leeds 1:1 Ipswich — Man.Utd. 2:1 Sunderland —Coventry 0:1 WestHam—WBA 0:0 2. deild Burnley —Plymouth 0:2 Carlisle —NottsC 0:2 Charlton —BristolR. 4:3 Fulham — Bolton 0:2 Skotiand úrvalsdeild Aberdeen — Hearts 4:1 Kilmarnock — Motherwell 2:2 Leika átti marga leiki, en vegna slæmra veðurskilyröa varð að fresta 34 af 59 leikjum ogeinum var aflýst i miöju kafi. Það var leikur Luton og Black- burn — og þá var staðaan 2:0 fyrir Luton. Enn gengur allt á afturfótun- um hjá Sunderland sem nú tap- aði sinum áttunda leik i röð og liðið hefur nú ekki skoraö mark i sjö leikjum. Donald Murphy skoraði sigurmark Coventry þegar aöeins 35 sekúndur voru til leiksloka. Allan Clark náði forystunni fyrir Leeds i leiknum gegn Arsenal á Highburj^ London, en Malcolm Macdonald jafnaði metin með þrumuskoti af löngu færi. Bolton er nú með aöeins tveim stigum minna en Chelsea i 2. deild eftir sigurinn gegn Ful- ham. Chelsea er með 32 stig að loknum 23 leikjum en Bolton er með 30 stig að loknum 22 leikjum. Steve Taylor og Neil Whatmore skoruðu mörk Bolton. —BB Alli sér hvað fram fer.. Ég veit ekki hvað - milli ykkar tveggja þið látið það ekki koma fram á vellinum.------------^nI ^Galt’s út. Mér þykir þetta leitt, Aili, en hann i taugarnar'' Ég heyrði hvað skeðif Ví^cínáltum Alli. Blackmore bauðN SISCjVlð>, ' tilkynnt.... i einni af vinkonum / V vandræöum ----------— ----- nuna, Bob, Er Stenmark að ná sér á strik? NÁMSKEIÐ í meóferó og vióhaldi á CATERPILLAR bátavélum veróur haldió dagana 5-7janúar 1977. Þeir aóilar sem áhuga hafa á þátttöku láti skrá sig sem fyrst. AUKIN ÞEKKING - AUKIÐ ÖRYGGI Rúnar Gislason Fram og Kristinn Björnsson Val berjast um boltann i úrslitaleik Reykjavikurmótsins I knattspyrnu innanhúss. Fram sigraði ileiknum með 6 mörkum gegn 4. Ljósmynd Einar. sætinu. Það kom i hlut Walters Tresch að halda uppi heiðri heimamanna i Sviss i gær, og með þvi að ná sinu besta i langan tima tókst honum að tryggja sér 3. sætið. Þrátt fyrir að italir séu með mikið og sterkt lið i keppninni tókst þeim ekki að komast ofar en i 4. sætið, það varð Gustavo Thoeni sem náði þvi Piero Gros frá Italiu sem hefur forystuna i keppninni um heims- bikarinn náöi næstbesta tima i fyrri umferðinni en i þeirri siðari fór hann sér hægt og var 2,9 sek. á eftir Stenmark og náði aðeins 8. sætinu.' „Siðari umferðin i stórsviginu i gær þegar ég náði bestum tima allra gaf mér aukið traust á sjálfan mig” sagði Stenmark eftir keppnina i gær, „og áhor- fendurir voru einnig mjög vin- samlegir.” Við sigurinn i gær færðist Inge- mar Stenmark upp i 2. sætið i keppninni um heimsbikarinn, en italinn Piero Gros hefur enn forystu i keppninni. gk-. Ingemar Stenmark virðist nú vera aö komast vel á strik f heimsbikar- keppninni eftir fremur slaka byrjun. Myndin er tekin af honum fyrir ári siðan, en þá var hann nánast ósigrandi i heimsbikarkeppninni og sigraði reyndar örugglega. „Ég vona að ég sé nú að komast vel á stað aftur” sagði lngema-r Stenmark, heim sbikarhafi á skiðum eftir að hann hefði borið sigur úr býtum i svigkeppninni i Laax i Sviss i gær. Þessi sigur kemur á góðum tima fyrir Stenmark sem hefur átt i miklum erfiðleikum að undanförnu, ^en eftir að hafa eytt jólunum heima i Sviþjóð með fjöl- skyldu sinni virðist sem hann komi tviefldur til keppni á ný, og verður fróðlegt að sjá hvort hann nær að fylgja þessum sigri eftir. 19 ára gamall Lichthensteinbúi kom mjög á óvart i fyrri umferð- inni i gær og hafði forystu að .henni lokinni, en i siðari umferð keyrði Stanmark sem hafði verið i 5. sæti eftir fyrri umferðina mjög vel i þeirri siðari og var rúmlega sekundu betri en næsti maður — og sigri hans varð þvi ekki ógnað. Hinn 19 ára Paul Fro- mellt frá Cichthenstein náði öðru Hörð keppni hjó konunum Lise-Maric Morerod frá Sviss sýndi það enn i svigkeppninni i Oberstaufen i V-Þýskalandi i gær að hún er iikleg til þess aö hreppa Heimsbikartitilinn að þessu sinni, þrátt fyrir að nú sé mjög jafnt á milli þeirra efstu i keppninni og allt geti skeð enn. En i keppninni i gær fór það ekkert á milli mála hver var sterkust keppenda. Morerod hafði umtalsverða yfirburði i báðum umferðunum, og varð yfirburða- sigurvegari. 1 öðru sæti varð Hanni Wewnzel frá Lichthenstein og Patricia Emonet frá Frakklandi varð þriðja. Þótt Austurriki ætti engan keppenda sem blandaði sér alvarlega i baráttuna i gær eru þær austurrisku mjög sterkar i keppninni um Heimsbikarinn, og eru fjórar þeirra meðal 10 efstu i stigakeppninni, þeirra á meðal er Annemarie Moser sem varð 8. i gær. En staða þeirra efstu i keppninni er nú þessi: 1. Lise-Marie Morerod Sviss 95 2. Birgitte Habersatter Austurr. 93 3. Annemarie Moser Austurr. 92 4. Hanni Wenzel Sviss 75 5. Nicola Spiess Austurr. 46 6. Cindy Nelson USA 41 7. Claudia Giordani Italia 34 8. Elena Matous Iran 32 9. Monika Kaserer Austurr. 32 10. Birgitte Kerscher Austurr. 25 gk-. — Hann var yfirburðasigurvegari í svigkeppninni í Sviss í gœr og er nú í 2. sœti í heimsbikarkeppninni ... ...... .. ... CATERPILLAR vélstjórar *■ —'‘“nn HEKLA hf Coterpillar, Cat.og CB eru skrásett vörumerki Laugavegi 170-172, — Sími 21240

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.