Vísir - 04.01.1977, Blaðsíða 23
vism Þriöjudagur 4. janúar 1977
c
23
J
Sprengigos
og hurðar
sprengjur
Hafliöi Pétursson, Reykjavík
spyr:
Hefur Hjálparsveit skáta
einkarétt á sölu sprengjugosa i
Reykjavik? Ég hef hér i hönd-
unum sprengjugos uppfullt af
kinverjum keypt hjá Hjálpar-
sveit skáta i Reykjavik.
Er leyfilegt að selja svo-
kallaöa hurðarsprengjur
(Pulling Fireworks)?
Viö fengum svör við þessu hjá
Bjarka Eliassyni yfirlögreglu-
þjóni. Bjarki svaraði þvi til að
hingað hefðu verið flutt inn
sprengjugos. Hins vegar kom i
ljós að þau voru misnotuð. 1
botni sprengjugosanna voru
raftengdir kdnverjar. Sumir
vildu þvi notfæra sér það og
notuðu kinverjana eina.
Sprengjugosin voru seld hér
þann 27. desember, en um leið
og það kom i ljós að þau voru
misnotuð voru þau tekin Ur um-
ferð, og siðan hafa þau ekki
verið seld.
Um hurðarsprengjur er það
að segja, að þær hafa verið
fluttar inn. Eitthvað mun þó
hafa borið á misnotkun en reynt
er að fylgjast vel með þessum
hlutum, og þegar ber á mis-
notkun eru viðkomandi hlutir
teknir úr notkun. Þá má geta
þess aö ákveðnar takmarkanir
gilda um það sem selja má af
sprengjum og ööru sliku, og
gilda þær takmarkanir gagn-
vart hverjum sem er.
Svala Nielsen hringdi:
Mig langar til að beina þeirri
spurningu til réttra aðila hvort
lögreglumenn hafa fremur en
aðrir borgarar, nokkurn rétt til
þess að leggja lögreglubilum
ólöglega, án þess að þvi er virð-
ist nokkurs tilgangs, og án
sirena?
A annan dag jóla rétt fyrir
klukkan tvö var ég á leið i Dóm-
kirkjuna. Gegnt Þórshamri var
lögreglubill og inni i honum lög-
reglumenn i fullum skrúða.
Bilnum var lagt uppi á gang-
stétt og þar að auki á móti um-
ferðinni á vinstra kanti. Ekki
höföu þeir sirenur á og virt-
ust aöeins sitja þarna i notaleg-
heitum.
Nú spyr ég. Eiga lögreglu-
menn ekki aö vera okkur hinum
fyrirmynd? Eru þessir menn
sektaðir, og greiða þeir þá sjálf-
ir sekt, eða er það almenning-
ur?
Ég veit ekki betur en borgar-
búar séu sektaðir ef þvi er að
skipta og sjálf var ég sektuð fyr-
ir það að leggja ólöglega rétt
fyrir jól. Ég greiddi mina sekt,
eins og mér bar, en ég hef nú
verið að velta bvi fyrir mér,
hvort ég ætti ekki bara að fara
fram á að fá krónurnar minar
aftur.
En ég taldi sem sagt, að lög-
reglan hefði engan forgangsrétt
nema sirenur séu hafðar i gangi
á bilunum.
Við liöföum samband við
William Th. Möller fulltrúa lög-
reglustjóra og leituðum svara
hjá honum. Hann svaraði þvi
strax til að lögreglumenn mættu
að sjálfsögðu ekkert gera ólög-
lega og væru ekki fremur en
aðrir undanþegnir þvi að greiða
sinar sektir ef til þess kæmi eða
taka út sina dóma. William tók
það þó fram að til þess að svara
þessu ákveðna tilviki nákvæm-
lega þyrfti aö kanna hvað lög-
reglumennirnir voru að gera
þarna. Hann sagði að rautt ljós
og sirenur gæfu lögreglumönn-
um i starfi heimild til aö haga
sér öðru visi, ekki sist þar sem
hætta gæti skapast svo sem i
mikilli umferð. Hins vegar væri
ekki alltaf ástæða til þess að
hafa ljósið á eöa sirenurnar, svo
sem á ákveðnum dögum, þegar
litil umferð er eða um nætur
þegar telja má það röskun.
LESENDUR
hringið í síma 8 66 11
milli kl. 13.00 og 15.00
eða
1 98 06 ó Akureyri,
milli kl. 18.00 og 17.00
Lögreglumenn ekki
undanþegnir sektum
fremur en aðrir
Jólatrésskemmtanir
ekki eins og óður
E.G. hringdi:
Skelfing leiöist mér hversu
mjög jólatrésskemmtanir hafa
breytt um svip. Mér finnst það
færast i vöxt að þessar skemmt-
anir séu orðnar fjárplógsstarf-
semi og er það leitt.
I fyrra fór ég á tvær eða þrjár
slikar skemmtanir. örtröðin á'
þessum skemmtunum er oröin
slik að ekki er nokkur von til
þess að fólk geti haft þaö rólegt
á meðan á þeim stendur. Til að
byrja meo er kapphlaup um aö
ná borðum og ekki ná nærri allir
sér i borð eða stóla. Þeir eru þvi
ekki ófáir sem mega standa upp
á endann með börnum slnum.
Litlar sem engar veitingar
virðast vera á boðstólum, þá
helst kók og prins póló, ef það er
þá ekki uppselt þegar maöur
loks kemst að. Börnin fá yfir-
leitt sælgætispakka þegar
skemmtuninni lýkur, en þaö
væri ekki verra ef þau fengju
einhverja næringu á meðan á
skemmtuninni stendur.
Jólasveinar þeir sem koma á
skemmtanirnar finnast mér
dvelja allt of stuttan tima meðal
barnanna.
Jólatrésskemmtanirnar *æru
öllu notalegri ef fólk gæti
slappað af með börnum sinum,
drukkið súkkulaði og gætt sér á
einhverju með, og gengið I
kringum jólatréð án örtraöar.
Börnin kynnu áreiðanlega betur
að meta það.
Ekki voru allir verka-
menn með meiri tekjur
en bœndur
Eiginkona verkamanns hringdi
og baö um að eftirfarandi yrði
komið á framfæri:
,,í frétt i Visi 20. des. sl. var
skýrt frá niðurstöðum Þjóð-
hagsstofnunar um meðaltekjur
bænda og verkamanna á árinu
1975 og kom þar fram aö bændur
væru með verulega minni tekjur
en verkamenn. Bændur voru
sagðir hafa haft 1.223 þúsund
krónur i árslaun það árið að
meðaltali, en verkamenn hafi á
sama tima verið með 1500
þúsund króna meðaltekjur.
Þessi samanburður finnst
mér vera mjög óeðlilegur, þvi
þarna er um að ræða allar
tekjur verkamanna, eftirvinnu-
tekjur meðtaldar. Eins er
ekkert getiö um það að tekjur
verkamanna eru mjög mis-
munandi.
Þannig hafði maðurinn minn
á árinu 1975 660 þúsund krónur i
tekjur. Hann hefur unnið hjá
sama fyrirtækinu i fjöldamörg
ár og þar er engin yfirvinna.
Þessi laun hafði hann fyrir 8
stunda vinnudag og féll enginn
dagur úr hjá honum. Þessi laun
jafna sig út á um 50 þúsund
krónur á mánuði, en samt var
hann ekki með lægstu launin á
vinnustaðnum.
Ef verið er að birta svona
tölur, fyndist mer eölilegra aö
geta um lægstu og hæstu árs-
laun verkamanna, fremur en
meðaltal allra tekna þeirra. Það
skilur mikið á milli þessara
tveggja flokka.”
Visir fékk það staöfest hjá
Dagsbrún, að þau laun sem
konan gefur upp geti staöist. 1.
mars 1975 var timakaupið sam-
kvæmt lægsta taxta Dags-
brúnar 244.60 fyrir byrjendur.
Eftir eins árs starf var tima-
kaupið kr. 252,40 á lægsta taxt-
anum, en þeim hæsta 307.30 og
fer það eftir starfi viökomandi
en ekki starfsaldri eftir hvaða
taxta laun hans eru reiknuð.
Skemmtilegra að rölta
í verslanir við
undirspil!
Húsmóöir i Reykjavik hringdi:
Ég sá það hjá ykkur i Visi aö
kona á Akureyri þakkaöi kaup-
mönnum þar fyrir tónlist sem
þeir hafa bæöi i verslunum og
utan dyra. Ég er sammála
þessari konu i þvi aö tónlistin
hefur mikið að segja þegar
maöur er að þramma um i
verslunarerindum.
Ég vildi þvi nota tækifæriö til
þess aö koma þakklæti á fram-
færi til þeirra kaupmanna i
Reykjavik sem hafa alltaf tón-
list i verslunum sinum. Ég er
kannski ekki alltaf sérlega
spennt fyrir öllum þeim lögum
sem maður heyrir. En hvað um
það, sjálfsagt finna flestir eitt-
hvað við sinn smekk, og mér
finnst miklu skemmtilegra aö
rölta á milli verslana við undir-
spil!