Vísir - 04.01.1977, Síða 24

Vísir - 04.01.1977, Síða 24
Þriðjudagur 4. janúar 1977 18 kindur og 3 hestar í bílslysum Lögreglan i Arbæ hefur all- oft þurft að hafa afskipti af kindum og hestum sem stund- um hafa tekið sig til og rölt niður i byggð. En það hefur einnig all-oft komið fyrir að ekið hafi verið á kindur og hesta sem hafa hætt sér út á vegina. Að sögn lögreglunnar var ekið yfir 18 kindur og þrjá hesta á siöasta ári. Þurfti að aflifa margt af þeim eftir slys- in. Flest uröu slysin á Suður- landsvegi. — EA Allt á flotí... á Sudurlandi og Austurlandi Nokkuð var um að vegir tepptust vegna vatnagangs á Suður- og Austurlandi i gær- morgun. En þegar liða tók á daginn i gær urðu flestir vegir færir að nýju, að sögn vega- eftirlitsmanna hjá Vegagerð rikisins. Suðurlandsvegur hjá Hvammi undir Eyjafjöllum var undir vatni. Sömu sögu var að segja um veginn hjá Skálm á Mýrdalssandi og Hemruhömrum þar sem Tungufljót flæddi yfir veginn. Á Austurlandi rigndi og griðarlega mikið svo aö vegir tepptust á nokkrum stööum. Til dæmis i Alftafirði og Beru- firði þar sem ekki hefur verið unnt að gera við veginn enn, þannig að enn er hann aðeins fær stórum bilum og jeppum. —EKG. Brutu rúðu og stálu bíl Lögreglan handtók þrjá pilta i nótt. Höfðu þeir þá brot- ið rúðu i versluninni Domus á Laugavegi og einnig höföu þeir stolið bil. Piltarnir munu hafa verið gripnir á bilnum. — EA Aukin nœtur- vinna verka- fólks 1976 Vinnutimi verkafólks var allnokkru lengri á seinni hluta siðasta árs en á sama tima ár- ið 1975. Samkvæmt athugunum Kjararannsóknarnefndar var vikulegur vinnustundafjöldi verkamanna á þriðja árs- fjórðungi siðasta árs um 2.6 stundum lengri en á sama tima árið 1975. Hjá verkakon- um var aukningin 0.6 stundir og hjá iðnaðarmönnum 0.3 stundir. Þannig var meöalvinnu- stundafjöldi verkamanna á umræddum tima 55.4 klukku- stundir. Iönaöarmenn unnu aö meöaltali 53.i stund á viku, en verkakonur 44.2 stundir. Hjá verkamönnum sérstak- lega hefur eftir- og næturvinna aukist umtalsvert á þessu timabili. — ESJ Lánssamningur Norrœna fjárfestingarbankans og íslenska járnblendifélagsins undirritaður i gœr: Lánar um 45% af stofn- kostnaði verksmiðjunnar ,,Ég mun gera ráðamenn ábyrga ef eitthvað kemur fyr- ir”, sagð Tryggvi Einarsson bóndi i Miðdal i Mosfellssveit er visismenn heimsóttu hann I gær. Hann sýndi okkur brúna yfir Seljadalsá, sem nú er gjörsam- lega ófær. Ain hefur rutt sig og þar sem brúinn er mjög lág, hefur klakahrönglið safnast samán ofan á brúnni. Brú þessi _var að sögn Tryggva smiðuð af bretum á hernámsárunum. Siðan hefur henni hrakað mjög. Engir kant- areruá brúnni og þvi þurfa bil- ar ekki að skrika mikið til þess að renna út i ána. Einmitt neðan viö brúna er djúpur hylur. „Það er ekki hættulegt núna, þar sem engir bilar komast yfir brúna”, sagöi Tryggvi. „En hættulegast er þegar vatnavext- ir eru og flæðir yfir brúna. Ef frýs á eftir getur verið stór- hættulegt að aka yfir brúna. Leiömargra liggur yfir brúna á Seljadalsá. Að sögn Tryggva tengir leiðin þarna Suðuríands- veg og Vesturlandsbraut þar sem miklu munar fyrir menn sem eru að koma að norðan að þurfa ekkiað aka alveg niður að Elliðaám. Þá er skólabörnum ekið þarna yfir i rútu á degi hverjum, á leið sinni i Varmár- skóla. Sjálfur þekkir Tryggvi hve þessi leið yfir brúna getur verið hættuleg þar sem hann var um áraraðir bilstjóri skóla- bilsins á þessari leið. „Það sem þarf að gera er að smiða nýja brú, sem áin kemst undir”, sagði hann. Tryggvi hefur verið ötull viö að berjast fyrir nýrri brú yfir Seljadalsá. Má minna á viðtal sem Visir átti við hann i fyrra um þessi mál. Enn er þó ekki aö sjá að brú sé á leiðinni, þrátt fyrir að brú yfir Seljadalsá muni vera komin á skrá hjá Vegagerð rikissins. —EKG Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað tslenska járnblendifélaginu 200 milljónir norskra króna, scm jafngildir um 7.3 miiljörðum Islenskra króna, til byggingar verksmiöju að Grundartanga, og er lánið til 15 ára. Lánssamningurinn var undirritaður i Norræna húsinu i gær. Lánið verður greitt út i þrennu lagi — i júni 1977, i des- ember 1978 og loks i júni 1980. Þaö skal siðan endurgreiðast á árunum 1981-1994. Vextir munu fara eftir þeim vöxtum, sem NIB þarf að greiða fyrir þau lán, sem bankinn mun taka til þess að geta veitt lánið. Af hálfu NIB undirrituöu samninginn formaður banka- ráðsins, Hermod Skaanland, bankastjóri Noregsbanka, og Bert.Lindström, bankastjóri NIB, en af hálfu tslenskra járn- blendifélagsins dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður. Dr. Gunnar Thoroddsen, iðn- aðarráðherra og fulltrúi frá Eikem-Spigerverket voru við- staddir undirritunina, og auk þeirra fulltrúar norsku lána- stofnananna Den Norske Cred- itbank og Garanti-Institutet for Exportkreditt. Með þessu láni er séö fyrir. verulegum hluta fjáröflunar til byggingar kisiljárnverksmiðj- unnar á Grundartanga, en hún á aö framleiða 50 þúsund tonn af Erá undirritun lánssamningsins i Norræna húsinu I gær. 75% kisiljárni á ári. Heildar- kostnaður við framkvæmdir vegna verksmiöjunnar er áætl- aður um 450 milljónir norskra króna, þ.e. um 16 milljarðar islenskra króna á núverandi gengi og nemur lánið þvi um 45% af framkvæmdakostnaði. Auk láns NIB fæst fé til verk- smiðjubyggingarinnar meö út- flutnings- og vörukaupalánum og öðru lánsfé að upphæð 150 milljónir norskra króna (5.5 milljarðar isl. króna), og með hlutafjárframlögum og lánum eigenda samtals að fjárhasð 175 milljónir norskra króna. Þetta lán er annað lánið, sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir, en fyrsta lánið yar 100 milljónir norskra króna og veitt finnsku fyrirtæki. Um áramótin höfðu NIB borist um 20 umsókn- ir og fyrirspurnir um lán. Samningur Norðurlanda um NIB tók gildi 1. júni 1976. Greidd stofnframlög verða alls um 600 miiljónir norskra króna, og hefur þriöjungur þess þegar verið inntur af hendi. Heildar- stofnfé veröur hins vegar um 2.400 milljónir norskra króna. Bankinn aflar fjár til lánveit- inga fyrst og fremst með lántök- um á alþjóðamarkaði. Það kom fram i ávarpi, sem formaður bankaráðs NIB, Hermod Skaanland, flutti viö undirritunina i gær, að viðræð- urnar um þetta lán hefðu veriö langar og flóknar, og hefði það veriö eðlilegt af ýmsum ástæð- um. Þannig heföi þetta veriö fyrsta lánsbeiðnin, sem bankan- um hefði borist, og þvi hefðu ákvarðanir um ýmis atriði markað stefnu fyrir bankann i framtiðinni. Þá væri lánið i al- gjöru hámarki þess, sem bank- inn gæti lánað til einstaks verk- efnis. —ESJ. V m ■ **:, \ 8* Tryggvi Einarsson t Miðda bendir blaðamanni og ljósmynd ara"yísis á brúna. Eins og sjá m; íier jakahröngl á brúnni núna. Þj má greina að engir kantar eru u "áfðvarnarþvl aðb i 1 a rTetk h líú t| T - henni, og-«meira að segja hallæ - -q-v j»hún úokkuö' svo'en4: rneiriísfiætt! <fee,á að bllar fari I ána„?f þáCye ^^sJgiptf.Liósn^’nd Visis Loftur' ' , <. „GERI RAÐAMENN ABYRGA KOMI EITTHVAÐ FYRIR j g segir Tryggvi Einarsson bóndi i Miðdal

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.