Vísir - 07.01.1977, Qupperneq 9
9
vísm
Föstudagur 7. janúar 1977
Hvers vegna þarf að skrifa
sðgu íslands erlendis?
Þór Whitehead hefur birt
nokkrar ritgerðir um viðskipti
bandariskra og breskra stjórn-
valda við islensk á styrjaldar-
árunum og árunum þar á eftir.
Helstu heimildir Þórs eru skjöl
breska og bandariska utanrfkis-
ráðuneytisins. Siðasta ritgerð
Þórs birtist i Skirni 1976, — og er
sú ritgerð um Keflavikur-
samninginn.
Þessar ritgerðir Þórs eru
mjög merkilegar á margan
hátt. Hins vegar er ljóst við lest-
ur þeirrar siðustu, að skortur is-
lenskra heimilda er honum
Þrándur i Götu.
Hin íslenska þögn.
Það er löngu viðurkennt, að
bandarikjamenn veita almenn-
ingi bestar upplýsingar um
stjórnsýslu sina, og birta skjöl
ráðuneyta mjög skömmu eftir
að atburðir gerast. Oft hafa
þessar birtingar valdið fjaðra-
foki og þá ekki siður erlendis,
þegar birtar eru skýrslur um
einkafundi bandariskra sendi-
herra við útlenda menn.
Þessi siður bandarikjamanna
er ólikur islenskum venjum.
Hér fara fáir eftir reglum um
birtingu skjala (raunar er hér
átt við, að almenningi gefist
kosturá aðsjá skjölin á söfnum
frekar en að þau séu gefin út),
og fer það eftir duttlungum við-
komandi ráðuneytis eða stofn-
unar, hvort og hvernig almenn-
ingur fær aðgang að skjölum.
Gilda þó um þetta ákveönar
reglur, settar þegar á árinu
1916, með reglugerð um Þjóð-
skjalasafn Islands.
Skjöl heimil almenningi
eftir 35 ár
Samkvæmt þessari reglugerö
skal afhenda Þjóðskjalasafni öll
opinber skjöl er þau eru tuttugu
ára, þ.m.t. skjalasöfn stjórnar-
ráðs. Almenningi er siðan
heimill aðgangur að skjölunum
er þau eru þrjátiu og fimm ára,
en þjóðskjalavörður getur þó
veitt undanþágur, enda verði
skjölin ekki notuð manni til niðs.
Samkvæmt þessu eru nú al-
menningi heimil öll skjöl, fram
til ársins 1942.
óvíst hvort framkvæmt
er
Ekki þori ég að fullyrða, hvort
hægt er að fá skjöl landsins
fram til ársins 1942 i Þjóðskjala-
safni. Ekki er það þó vegna
óvilja skjalavarða safnsins,
heldur vegna hins, að misbrest-
ur er á, hvenær opinberar
stofnanir skila skjölum sinum
til safnsins. Og svo er það auð-
vitað Alþingi.
Aö vilja lýöræði
Upplýsingarskylda stjórn-
valda er nauðsynleg i lýðræöis-
riki. Aðgangur að opinberum
skjölum er eitt veigamesta
atriði til þess almenningi gefist
kostur á að sjá raunverulega
stjórnarframkvæmd. Eins og
f Haraldur Blöndal ^
fyrr segir, gefst almenningi i
orði kostur á að sjá opinber
skjöl eftir 35 ár. Alþingi hefur
hins vegar i raun torveldað
efndir þess með fjárveitingum.
Svo er búið að Þjóöskjalasafn-
inu að þaö hefur ekkert húsnæði
til þess að varðveita skjöl, —
það hefur ekki næga fjárveit-
ingu til þess að launa starfsfólk
til að annast þessi skjöl og skrá
þau.
Ástæðan fyrir sinnuleysi Al-
þingis i þessu efni er fyrst og
fremst, að þeir eru fáir starfs-
menn Þjóðskjalasafns og eftir
litlu að slægjast i atkvæðum.
Kjósendur fagna ekki manni,
sem leggur fyrir sig varðveislu
skjala i landinu,— eða svo telja
alþingismenn.
Óttinn við kjósendur verður
þannig til þess að þeir gleyma
skyldum sinum við lýðræðið.
Sambandslögin í rusla-
kompu
En fleira kemur til. Islending-
ar eru einkennilega sinnulausir
um varðveislu skjala, þegar þau
eru gerð. Ég minnist þess, að
fyrir nokkrum árum var stór
frétt um það i Mbl., að Sam-
bandslagasáttmálinn hafi fund-
ist! Þá voru liðin rétt fimmtiu
t)r lesstofu Landsbókasafnsins
ár frá undirskrift hans og tekið
örfá ár að týna honum. Siðan er
verið að taka til i kjallara
Arnarhvols minnirmig og finnst
þá ekki gamalt skjal og þjóö-
réttindi islendinga.
Og annað er eftir þessu.
Dómabækur með ósýni-
legu bleki
Erlendis eru settar reglur um
hvaða blek megi nota á opinber
skjöl. Blek máist misjafnlega.
Hjá þjóðum, sem taka skjöl
alvarlega, er bannað að nota
kúlupenna. Astæðan er sú, aö
blekið úr pennanum sest ekki i
pappirinn heldur á hann. Með
timanum máist blekið af.
Islendingar nota hins vegar
svo til eingöngu kúlupenna til
þess að skrifa opinber skjöl. Ég
held að við séum eina þjóðin i
veröldinni sem notar ósýnilegt
blek á skjöl og dómabækur.
Aö skrifa sögu íslands er-
lendis
Allt eru þetta litil dæmi um
viöhorf stjórnvalda til skjala-
gerðarog geymslu þeirra. Þessi
viðhorf hafa m.a. orðið til þess,
að islenskur fræðimaöur situr
nú erlendis að skrá islenska
sögu og verður að styðjast svo
til eingöngu við erlendar heim-
ildir.
Af ritgerð Þórs i Skirni 1976
sést, að hinir erlendu heimildar-
menn gefa villandi mynd af
vilja islenskra ráðamanna.
Kemur þetta i ljós,þar sem hægt
er að staðreyna frásagnir
bandariska sendiherrans meö
þvi að visa i islensk samtima-
skjöl.
Af heimildaskrá sést hins
vegar, að sjaldan tekst Þór að
ná i islenskar heimildir. Og
hvernig á annað að vera hjá
þjóö, sem ekki fékk haldna
gerðarbók rikisstjórnar reglu-
lega fyrr en 1961.
Gleymdist að þakka konunum
fyrir baróttu þeirra fyrir
byggingu hinnar nýju fœð-
ingadeildar Landspítalans:
„ÞÆR EIGA SKIUÐ
ÞAKKLÆTI FRÁ
ÆÐSTU MÖNNUM
HEILBRIGÐISMÁLA"
— segir Georg Lúðvíksson,
framkvœmdastjóri
„Vissulega eiga islenskar
konur það skilið að þeim sé á
veröugan hátt þakkað fyrir
þeirra mikla framlag, og það af
æöstu mönnum heilbrigðis-
mála”, sagöiGeorg Lúðvfksson,
framkvæmdastjóri Skrifstofu
rikisspitalanna, um nýbyggingu
fæöingardeildar Landspitalans
við Visi.
Það kom fram hjá honum, að
hann gat ekki verið viðstaddur,
þegar fæðingardeildin var
formlega afhenttilnotkunar, en
hafði búið sig undir að geta sér-
staklega þáttar kvenna i sam-
bandi við málið, og eins mikil-
vægra áhrifa kvennasamtaka i
landinu við aðra stóra áfanga i
byggingarsögu Landspitalans.
Það vakti nokkra athygli við
afhendingu nýbyggingarinnar,
að i ræðum manna var litið vikið
að hinni miklu baráttu kvenna
fyrir framkvæmdum við þá
byggingu, en sú barátta varð
öðru fremur til þess að ákveðið
var að veita gerð þessa húss for-
gang umfram aðrar fram-
kvæmdir á Landspitalalóðinni.
—ESJ
Nœstu vikur fylgir myndaalbúm hverri litfílmu er
við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarlausu
Myndaalbúm þessi eru 12 myuéu, kuuéhmg og foro vol í voski
Varðveitið minningarnar í
varanlegum umbúðum
Austurstrœti 7
Sértilboð Týli hf.
Afgreiðum jólamyndirnar í albúmum