Vísir - 07.01.1977, Síða 10

Vísir - 07.01.1977, Síða 10
10 VÍSIR Ctgefandi: Heykjaprent hf. FramkvcmdastJóri:DavI6 Guðmundsson Hitstjórar:Þorsteinn Pálssonábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnaríulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson Um- sjón meö helgarblaöi: Arm Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson óli Tynes Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristján’sson. Akur'- eyrarritstjórn: Anders Hansen. ótlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magniis ólafsson Ljós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurÖsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar:liverfisgata 44. Slmar 11660, 86611 Afgreiösla : ilverfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjón :Sföumúla 14. Slmi 86611, 7 llnur Akureyri. Slmi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Prentun: Blaöaprent hf. Pólitískt vald og embœttismanna vald Áhrif og völd stjórnmálamanna í opinberri stjórnsýslu hafa oft á tiðum verið þrætuefni flokka. Hefur það alla jafnan ráðið nokkru um afstöðu flokk- anna I þessum efnum# hvort þeir hafa setið I ríkis- stjórn eða setið I stjórnarandstöðu. Víst er, að mjög erfitter aðdraga skýrar línur um mismunandi grund- vallarstefnu stjórnmálaflokkanna að því er varðar þessi málefni. Eftir að hafta- og skömmtunarkerfið var að mestu afnumið á sinum tíma breyttist eðli stjórnsýslunnar á ýmsan hátt. Stjórnmálaflokkarnir útnefndu áður skömmtunarstjóra í alla króka og kima stjórnsæýsl- unnar. Á síðari árum hefur fagleg vinna embættis- manna hins vegar verið ráðandi að mestu. Bankastjórastörfum er þó enn skipt á milli stjórn- málaflokka, og staðreynd er að stjórnmálaf lokkarnir reyna I mörgum tilvikum að staðsetja góða flokks- menn i embættismannakerfinu. Með Framkvæmda- stofnun ríkisins var reynt að hefja á ný til vegs flokkspólitískt eftirlitsmannakerfi skömmtunartíma- bilsins. Þetta afturhvarf mætti þegar í stað harðri andstöðu, en hefur ekki að fullu verið afnumið enn. Meginmáli skiptir að sjálfsögöu, að opinbera stjórn- sýslan sé ekki skömmtunarkerfi, er þjóni því eina markmiði að mismuna borgurunum eftir flokkspóli- tískum línum. Á hinn bóginn hefur það verið ýmsum áhyggjuefni síðustu ár, að áhrifavald embættis- manna- og sérfræðingakerfisins hefur vaxið að því er virðist á kostnað hins pólitíska valds Alþingis. Alþingi er vissulega hinn lýðræðislega kjörni valda- aðili i þjóðfélaginu. Fyrir þá sök er bæði rétt og eðli- legt að gera tilraunir til að snúa taflstöðunni við Al- þingi til f ramdráttar. Það verður hins vegar ekki gert með endurreisn skömmtunarkerfisins og flokkspóli- tískra fyrirgreiðslumanna í stjórnsýslu. Og flokks- pólitískar embættaveitingar eru að sjálfsögðu engin lausn á þessu vandamáli. Með stjórnarráðslögunum frá 1969 var ráðherrum heimilað að kveðja sér til aðstoðar I ráðuneytunum menn, er kæmu og færu með þeim sjálfum. Með þessu var opnaður möguleiki til þess að styrkja pólitíska valdið á heilbrigðan hátt. Ráðherrar viðreisnarstjórn- arinnar nýttu sér ekki þessa heimild. Aðstoðarmenn ráðherra voru fyrst skipaðir í tið vinstri stjórnarinn- ar, en með núverandi ríkisstjórn starfa aðeins tveir slikir. Reynsian hefur einnig sýnt, að þetta starf kemur að takmörkuðum notum að óbreyttu. Samkvæmt gild- andi lagareglum hafa aðstoðarmenn ráðherra mjög takmarkaðsvigrúm og segja má að ráðherrar hafi lit- ið gert til að auka pólitfsk áhrif þeirra að undantekn- um Magnúsi Kjartanssyni. Að réttu lagi ættu ríkis- stjórnir að geta skipað raunverulega aðstoðarráð- herra, er hefðu yfir ráðuneytisstjórum að segja. Engum vafa er undirorpið, að styrkja þarf stöðu pólitíska valdsins gagnvart embættisvaldinu. Það þarf að gera á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Skipan raunverulegra aðstoðarráðherra með talsvert víð- tæku pólitísku umboði gæti verið þáttur I þeirri við- leitni. Með því móti yrði meiri hreyfanleiki í æðstu stöðum ráðuneytanna. Full þörf er á að taka þessi atriði til yfirvegunar. Engum vafa er undirorpiö að það myndi styrkja stjórnsýsiuna, og ástæðulaust er með öllu að láta ævi- ráðna embættismenn koma í veg fyrir umbætur af þessu tagi. Föstudagur 7. janúar 1977 vism Minkabúum fœkkar en fjöldi íceða óbreyttur: Framleiddu skinn fyrir 120 milljónir í fyrra A siðasta ári störfuðu 13 menn við minkabú hér á landi, og framleiddu þeir um 30 þúsund skinn að verðmæti um 120 milljónir króna. öll fram- leiðslan var seld erlendis. A siðasta ári voru minkabúin sjö talsins, en þeim fækkaði um þrjú um siðustu áramót. Samt sem áður er útlit fyrir, að f jöldi læða i islenskum minkabúum verði hinn sami á þessu ári og i fyrra, eða um 10 þúsund, og högnar um 2000. „Þrjú stærstu minkabúin eru á Norðurlandi”, sagði Sigurjón B. Jónsson, minkaræktarráðu- nautur Búnaðarfélags tslands, i viðtali við Visi. „Búið i Grenivik verður með á 3ja þúsund læður i ár, á Dalvik um 4000 og á Sauðárkróki um 2.500. Læöum fjölgar það mikið á þessum bú- um, að sennilega veröur ekki um fækkun að ræða i heild á landinu, þótt þessi þrjú bú hætti starfsemi sinni.” Það kom fram hjá Sigurjóni, að hagkvæmast væri aö hafa um 2500 læður i búi, og mun að- eins eitt bú vera með verulega færrilæður, þ.e. búið á Lykkju á Kjalarnesi. „Ég vona að þessi fækkun bú- anna hafi ekki verulega slæm áhrif á minkaræktina i landinu, og að þaö fjármagn, sem lagt hefur verið i þau bú, sem hætta, nýtist áfram,” sagði Sigurjón. —ESJ NEÐANMÆLS - NEÐANMtfLS - NEÐANM/ÍLS - En viðbrögð við frægri ræðu, sem konungur flutti, kominn austan frá Gullfossi og Geysi, benda ein- dregiö til þess að hið danska fylgdarlið hafi um margt talið að einungis væri verið að sinna dag- legu nuddi um sifeldar athuganir á réttarstöðu landsins innan veldis Danakonungs. Samtimaheimildir skýra frá þvi aö konungur hafi fengið gott veður i austurreisunni, heiðan himinn og sólskin frá morgni til kvölds. Og ekki skemmdi að tölu- vert var af kampavini með i för- inni. Svo fóru leikar, þegar komið var að Kolviðarhóli undir kvöld, áður en lagt var upp i sið- asta áfangann til Reykjavikur að Friörik konungur flutti stutta tölu yfir nærstöddum, hrifinn eftir velheppnaða ferð, hýr af freyð- andi veigum, og þess fuliviss aö ,Þar ætti að vera viðboð handa prestum” sagði Halldór Laxness. Miðað við ýmsar aðrar þjóðir er ekki langt siðan tslendingar hófu að ráða utanrikismálum sin- um alfarið. Ýmsar ástæður lágu Hil þess, að okkur var einna Ijúfast að skilja meðferð utanrikismála eftir i höndum Dana f umboði okkar, þegar við fengum fullveld- iö 1918. Sömuleiöis var Hæstirétt- ur Dana æðsta dómsvald i is- lenzkum málum, unz við kynnum að vilja skipa æðsta dómstól i landinu sjálfu. Sama ákvæöi gilti um gæzlu islenzkrar landhelgí. Svo fór, aö löngu áður en kom til uppsagnarheimildarinnar árið 1940, eða endurskoöunar sam- bandslaganna, höfðum viö tekið æðsta dómsvald i eigin hendur, einnig landhelgisgæzluna. Hins vegar fóru Danir með utanrikis- málin i umboöi okkar allt til þess að sambandið rofnaði milli rikj- anna með hertöku Danmerkur i byrjun april 1940. Miðað við að- stæður hefur eflaust þótt hagstætt að láta meðferö utanrikismála liggja á milli hluta þau tuttugu og fimm ár, sem konungssambandið gilti, eða fram að tima upp- sagnarheimildar sambandslag- anna. Hvenc 3 Louis G. Dreyfus sendiherra Bandarikjanna á lslandi: „Forsætisráöherra er tæki- færissinni, sem iætur einskis ófreistað aö hanga við völd og stjórna eftir þvi sem kaupin gerast á eyrinni”. Veizlan á Kolviðarhóli Halldór Laxness segir á einum stað um Kolviðarhól: Þar ætti aö. vera víöboð handa prestum/mik- ib voöalega er skemmtiiegt á Hólnum. Og satt er það, að Kol- viðarhóll er kunnur aö skemmti- legheitum. Um mitt sumar árið 1907 kom Friðrik konungur átt- undi i heimsókn hingað, og meöal annarra ágætra verka gaf hann út á fyrsta degi heimsóknarinnar konunglega tilskipun, þar sem sagði að samkvæmt óskum for- sætisráðherra beggja landanna „höfum vér með allra hæstum úr- skurði, dagsettum i dag (þ.e. 3(L júli), skipað nefnd alþingismanna og rikisdagsmanna til þess að undirbúa ráöstafanir til nýrrar löggjafar um stjórnskipulega stöðu Islands i veldi Danakon- ungs.” Að likindum mun Friðrik áttunda varla hafa órað fyrir þvi að sú sambandslaganefnd, sem hann var að stofna til, yröi upp- hafiö að lokasprettinum I sjálf- stæöismálum Islendinga. Hins vegar haföi konungur þær artir til landsins, að hann heföi eflaust látiö kyrran liggja slikan grun. allir konungar og keisarar Evrópu mundu öfunda sig af þeirri för, sem var að ljúka. I hinni stuttu ræöu talaði hann um rikin tvö, þ.e. Is- land og Danmörku. Lengi hefur -verið deilt um þaö, hvort konungi hafi orðiö á mis-' mæli, eða hvort hann var með vilja að ýta bæöi við Islendingum og Dönum með því aö tala um hin tvö riki. Of seint er að spyrja Friðrik, en eftir þessa ræðu óx Is- lendingum ásmegin, enda liöu ekki nema ellefu ár þangað til þessi hugsun Danakonungs var orðin að veruleika með sam- bandslögunum. En þetta orðalag konungs var merkilegt að ööru leyti, og má Kolviöarhóll vel njóta þess, það benti viðstöddum á, að utanrikismál, eða öllu held- ur millirikjamál, eru flókin og vandasöm og þeirra verður varla gætt sem skyldi yfir glösum af freyðivini á sólskinsstund. Orö- ræðan um rikin tvö var þvi nokk- ur kennslustund jafnframt þvi að vera fagnaöarefni þeim, sem lengi höfðu beöið eftir skilningi á þörfum og vilja eyþjóöarinnar. Vinskapur á undanhaldi lslenzka utanrikisþjónustan hóf störf sin á striðsárunum, og þótt

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.