Vísir - 07.01.1977, Síða 17

Vísir - 07.01.1977, Síða 17
p Nigel Watson, Sólveig Halldórsdóttir og Inga Bjarnason í hlutverkum sinum í Fröken Júlía alveg óð. Tilraunaleikhús á ferðinni All-nýstárlegt verk veröur frumsýnt i kjallara Æskulýðs- ráðs að Frikirkjuvegi 11 á sunnudaginn. Hér er á ferðinni stilfæring á leikritinu Fröken Júlia eftir Strindberg. Nigel Watson og Inga Bjarna- son hafa unnið sl. 5 ár i Triple Action Theatre, einu af leiðandi tilraunaleikhúsum Englands, sem leikarar, leikstjórar og bókmenntaráðunautar. Leikhús þetta fæst við tilraunasýningar á klassiskum texta, frá Sófó- klesi til Shakespears og Byrons og leitast við að skapa nýjan leikstil. A þessu 5 ára timabili hafa viðfangsefnin ávallt snúist um leikrit i bundnu máli. Snemma vors 1976 vaknaði áhugi Nigels og Ingu á að kanna möguleika hins óbundna máls til grund- vallar spuna (improviseringu) á uppbyggingu sýningar i hin- um nýja leikstfl, sem má likja að nokkru við nútima dans eða látbragð. Fyrir valinu varð Fröken Júl- ia Strindbergs. Leikritið sem nú verður frumsýnt er unnið i hóp- vinnu úr verki Strindbergs, Bibliunni og nokkrum islensk- um söngvum og heitir það Frök- en Júlia alveg óð. Textinn er bæði á ensku og islensku. Inga Bjarnason leikur Júliu, Nigel Watson leikur Jean, og er hann jafnframt leiðari sýn- ingarinnar, og Sólveig Halldórs- dóttir leikur Kristinu. Sólveigu fengu þau Inga og Nigel til liðs við sig eftir að hafa séð hana i sýningum Nemendaleikhússins. Aðstandendur sýningarinnar vonast til þess að hún sé að- gengileg fyrir allan almenning, þar sem hún sé ekki siður ætluð fyrir augað en eyrað. Miðasala hefst 7. janúar i kjallara Æskulýðsráðs og stend- ur kl. 5-7. Sýna í Gallerí Sólon íslandus Úr Galleri Sólon Islandus. Mynd :SÁ Samsýning aðstandenda Galleris Solon Islandus stendur enn, en nokkur verk hafa verið tekin út og öðrum bætt við. 13 listamönnum utan hópsins var boðið að taka þátt i sýn- ingunni og eru nú i Galleriinu m.a. verk eftir Þorvald Skúla- son, Þórð Hall, Braga Ásgeirs- sson, Hörð Agústsson og Hring Jóhannesson. Auk þess eiga allir aðstandendur Gallerisins verk á sýningunni, en þeir eru þau Aðalsteinn Ingólfsson, Gunnar örn Gunnarsson, Kol- brún Björgólfsdóttir, Kristján Kristjánsson, Leifur Breiðfjörð, Magnús Kjartansson, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurður örlygsson, Steingrimur E. Kristm undsson, Þorbjörg Þórðardóttir og örn Þorsteins- son. Á sýningunni eru nú um 80 verk, málverk, grafik, textil og keramik og stendur hún út þennan mánuð. Eftir að þessari sýningu er lokið, verður opnuð sýning á smámyndum eftir Kristján Daviðsson. Galleriið er opið kl. 2-6 virka daga nema mánudaga ogkl. 2-10um helgar. Sigríður Ella tyllir við tá á íslandi — og syngur með Simon Vaughan á tónleikum í Austurbœjarbíói á laugardaginn „Þetta er ekki i fyrsta skipti sem við Simon Vaughan syngj- um saman. Fyrir tveim árum fórum við út um land og sungum þá á Húsavik, Egilsstöðum og Akureyri, en auk þess höfum við oft sungið saman erlendis”, sagði Sigriður Ella Magnús- dóttir, óperusöngkona i samtali við Visi. Sigriður Ella og Simon Vaughan halda tónleika i Austurbæjarbiói á laugardaginn kl. 14.30. Undirleikari þeirra verður Ólafur Vignir Albertsson pianóleikari. A efnisskránni eru bæði ein- söngslög og dúettar, kunn þýsk þjóðlög, óperudúettar og lög m.a. frá Frakklandi, Italiu og Islandi. Aðspurður sagði Simon Vaughan hann héldi mest upp á dúett eftir Sanson af þvi sem á efnisskránni. „Þetta hjarðljóð er eitt af þvi besta sem við fundum”, sagði hann, ,,en ég er lika mjög hrif- inn af islenska ljóðaflokknum. Hann er eftir Pál Isólfsson og hefur aldrei verið sunginn áð- ur”. Millilending Sigriður Ella hefur sungið viða, bæði hér heima og erlend- is. Hún er um þessar mundir bú- sett i London, en er hér heima i stuttu leyfi. I mánaðarlokin heldur hún i söngferð til Banda- rikjanna og Kanada. „Mér finnst alltaf mest gam- an að koma heim, en þó held ég að mér leiddist ef ég væri ekki á ferðinni”, sagði hún. „En það er eiginlega ómögu- legt að vera búsettur hér á landi, þegar maður er að syngja út um allar jarðir. Þetta er svo langt að fara og ferðirnar dýrar. Á Islandi er ekki hægt að lifa af þvi einu að syngja. Þeir allra bestu geta það ekki einu sinni. Ég var hérna heima i fyrravet- ur á meðan ég söng i Carmen og þá kenndi ég með. Mér er eftir- sjá að nemendum minum, en kennslan er afskaplega bind- andi. Fjórða ferðin til islands 'Simon Vaughan hefur komið hingað til lands fjórum sinnum og þá sungið bæði i útvarp og sjónvarp. Einnig lék hann hlut- verk nautabanans á nokkrum sýningum Carmen i Þjóðleik- húsinu sl. ár. Simon starfar sem söngvari i London og m.a. mun hann á næstunni syngja i tveim- ur óperum i London. Þá er Simon einnig að búa sig undir nokkra tónleika á tónlist- arhátið i London i april. Miðar á tónleikana verða seldir i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og i Austurbæj- arbiói við innganginn. Sigriður Ella Magnúsdóttir og Simon Vaughan æfa fyrir tónleik- ana á hcimili Sigriðar. Mynd: JA VINSÆLDIR SABINU HAFA EKKI DVÍNAÐ Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu haft leikritið „Sabina”, eftir Hafliða Magnús- son, til sýningar við ágætar und- irtektir. Þvi er ætlunin að halda sýningum á þvi áfram um sinn. Þetta er söngvaleikur og sér Ingimar Eydal um útsetningu og undirleik, en Saga Jónsdóttir um leikstjórnina. I leikritinu eru fjör- ugir og kraftmiklir söngvar og hafa sumir útvarpshlustendur ef- laust heyrt þá fljóta eftir öldum ljósvakans. Leikendur eru 11 og með aðalhlutverk fara Þórir Steingrimsson, Heimir Ingimars- son, Gestur E. Jónasson, Aðal- steinn Bergdal og Ása Jóhannes- dóttir, en alls starfa um 17 manns við sýninguna. Fyrsta sýning á „Sabinu” eftir áramótin verður núna i kvöld kl. 20:30 og svo aftur á sama tima á sunnudagskvöldið. Ása Jóhannesdóttir og Aðalsteinn Bergdal i Sabinu. A veggnum að baki Sigfúsar eru myndir af foreldrum hans og Laufásvegi 47, þar sem hann fæddist og ólst upp. Mynd: JA. Sungið á léreft „Þetta er fyrst og fremst mál- verkasýning, en þó verður af og til eitthvað flutt af lögum eftir mig. Jú, það má búast við að eitthvað af þeim verði ný lög”, sagði Sigfús llalldórsson list- málari og lagasmiður i samtali við Visi. Sigfús opnar á morgun sýn- ingu að Kjarvalsstöðum á 137 verkum, sem flest eru til sölu. Myndirnar eru flestar málaðar á siðasta ári og er meðal þeirra að finna oliumyndir, vatnslita- myndir, myndir teiknaðar með japanskri oliukrit og blýants- teikningar. „Þessar myndir eru málaðar allt frá Núpsstað að Reykjanesi og mikið af þeim er úr Borgar- firðinum. Ég hef mikið unnið eftir frumdráttum, sem ég hef gert á ferðum minum um land- ið. Sumir þeirra eru mun eldri en myndirnar. Til dæmis er þessi mynd af húsunum við höfnina i Reykjavik nýmáluð, en þó er kolakraninn á henni”. „Það voru leiktjöldin við leikritið Hallsteinn og Dóra eftir Einar H. Kvaran i uppfærslu sem gerð var á Blönduósi. Þetta leikrit er að þvi leyti draumur allra leiktjaldamálara aö það gerist einhvers staðar i tilver- unni. Hin leiktjöldin sem ég er með hérna eru öll úr „Igor fursta”, eftir Borudin, en sú ópera hefur ekki verið sýnd hér.” Sýning Sigfúsar Halldórsson- ar að Kjarvalsstöðum verður opin til 16. janúar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.