Vísir - 07.01.1977, Blaðsíða 19
ÚTVARP KLUKKAN 22.40:
Nýr áfangi
íslenskir tónlistarmenn
kynntir í þœttinum Áfangar
Þátturinn Afangar sem lengi
hefur verið á dagskrá á föstu-
dögum er nú að breyta litillega
um svip. Hingað til hefur ein-
göngu verið flutt erlend tónlist i
þættinum, en nú hafa þeir As-
mundur Jónsson og Guðni Rún-
ar Agnarsson, umsjónarmenn
þáttarins, ákveðið að gefa meiri
gaum að islenskri tónlist.
Ekki er hugmyndin að spila
allarplötur sem út koma i popp-
heiminum, heldur vanda valið,
taka viðtöl við bæði leikmenn
og tónlistarmenn, og ekki ein-
göngu poppara, heldur einnig
flytjendur annars konar tónlist-
ar.
í kvöld verða leikin lög af
breiðskifu hljómsveitarinnar
Eik, en hún kom út fyrir jólin.
Þeir Lárus Grimsson hljóm-
borðsleikari hljómsveitarinnar
og Haraldur Þorsteinsson
bassaleikari koma i heimsókn
og ræða um plötuna og starf
hljómsveitarinnar.
Eik var valin að sögn As-
mundar vegnaþess aðþeirhafa
nokkra sérstöðu meðal ís-
lenskra popphljómsveita. Sömu
menn hafa skipað hana i lengri
tima en gengur og gerist og þeir
eru einnig óháðari hinum ýmsu
tónlistarstefnum sem skjóta
upp kollinum en gengur og ger-
ist.
I framtiðinni verða væntan-
lega fleiri islenskir tónlistar-
menn kynntir i þættinum, svo
framarlega sem þeir passa inn i
þann ramma sem Asmundur og
Guðni Rúnar hafa smiðað um
hann.
— GA
Þeir Guðni Rúnar og Asmundur kynna Islenska hljómsveit I
þætti sínum I kvöld. Það er f annað skipti sem það er gert. Fyrir
stuttu var ný plata Þokkabótar leikin og rætt við meðlimi flokks-
ins.
SJÓNVARP KLUKKAN 22.05:
Henry Fonda og Claudette Colbert I dramatfsku atriði i myndinni i kvöld.
Aldei að víkja
er nafnið á bíómyndinni í kvöld
Biómyndin sem sjónvarpið
sýnir i kvöld er hvorki meira né
minna en 38 ára gömul. Hún er
bandarisk og var á sinum tima
mjög dýr i framleiðsiu, en þeir
peningar skiluðu sér, þvi hún
öðlaðist ágætar vinsældir.
Sagan greinir frá ungum
hjónum sem nema land i af-
skettum dal. Miklir erfiðleikar
verða á vegi þeirra ekki sist
indjánar. Mörg ljón eru i vegi
þeirra við frumbyggjastarfið,
en þó kannski miklu fleiri
indjánar, þvi þeir ráðast á bú-
garðþeirra, leggja hann í rúst
og eyðileggja uppskeruna.
Þýðandi myndarinnar er Ingi
Karl Jóhannsson.
Það eru stórstjörnur sem
leika aðalhlutverkin, Claudette
Colbert og Henry Fonda, en John
Ford er leikstjóri.
Claudette Colbert var ein af
þekktustu hollywood-leikkonun-
um á timabilinu frá 1930 til 1945
og fékk meðal annars Óskars-
verðlaunin 1934 fyrir leik sinn i
myndinni It Happened One
Night þar sem hún lék á móti
Clark Gable. Hann fékk einnig
sömu verðlaun fyrir sinn leik,
og það var lengi vel i eina skipt-
ið sem bæði þessi verðlaun unn-
ust fyrir sömu myndina, eða
allt þar til i fyrra að
Gaukshreiðrið hirti þau og fleiri
til viðbótar.
Claudette var fyrst og fremst
gamanleikkona, en henni þótti
einnig takast þokkalega upp i
alvarlegri hlutverkum. Við sjá-
um hana einmitt i einu sliku i
kvöld, einmitt þegar hún stóð á
hátindi frægðar sinnar.
Þess má geta að þessi mynd
var tekin i litum, sem þótti ný-
næmi i þá daga er myndin var
gerð.
— GA
Orku- og iðnaðarmál og fleira
Tvö mál verða tekin fyrir i
Kastljósi kvöldsins, sem Guðjón
Einarsson sér um.
Fyrst munu fyrrverandi og
núverandi orkumálaráðherrar
þeir Magnús Kjartansson og
Gunnar Thoroddsen ræða um
stefnuna i orku-og iðnaðarmál-
um i ljósi nýjustu áfanga i virkj-
unarframkvæmdum, það er
Hrauneyjafossvirkjun og Sig-
ölduvirkjun.
Siðar mun Ómar Ragnarsson
sjá um seinni hlutann sem
verður um slökkvistarf og eld-
varnir. Mikið hefur verið um
eldsvoða að undanförnu og mik-
iö mætt á slökkviliðinu af þeim
sökum. Kveiknað hefur i háhýsi
og logað i miðbænum og fleiri
stöðum. Talsmaður slökkviliðs-
ins mun mæta i sjónvarpssal og
væntanlega lýsa framkvæmd
slökkvistarfs og svara gagnrýni
sem slökkviliðið hefur orðið
fyrir.
Kastljós hefst klukkan 21.05
og lýkur klukkutima siðar.
—GA
Föstudagur
7. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
1430 Miðdegissagan: „Bókin
um litla bróður” cftir
Gustaf af Geijerstam Séra
Gunnar Arnason les þýð-
ingu sina (3).
15.00 Miödegistónleikar
Victor Schiöler, Charles
Senderovitz og Erling
Blöndal Bengtsson leika Tió
i G-dúr fyrir pianó, fiðlu og
selló eftir Haydn. Italski
kvartettinn leikur Strengja-
kvartetti F-dúr (K590) eftir
Mozart.
Lesin dagskrá næstu viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Ctvarpssaga barnanna:
„Vetrarævintýri Svenna I
Asi” Höfundurinn, Jón Kr.
Isfeld, les (8).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Landnámssagnir tslend-
inga i ljósi goðsagna Einar
Pálsson flytur fyrra erindi
sitt.
20.00 Frá tónlistarhátið i
Helsinki Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins i Helsinki leikur.
Stjórnandi: Okku Kamu.
Einleikari: Oleg Kagan. a.
„Egmont”, forleikur eftir
Beethoven. b. Fiðlukonsert i
d-moll op. 47 eftir Sibelius.
20.45 Myndlistarþáttur i
umsjá Hrafnhildar Schram.
21.30 útvarpssagan: „Lausn-
in” eftir Arna Jónsson
Gunnar Stefánsson les (2).
20.00 Fréttir
22.15 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Ljóðaþátt-
ur Umsjónarmaður: Njörð-
ur P. Njarðvik.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Ásmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
7. janúar
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Prúðu leikararnir.
Skemmtiþáttur hins fjöruga
leikbrúðuflokks Jim Hens-
ons. Gestur i þættinum er
Paul Williams.
21.05 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
22.05 Aldrei að vikja (Drums
along the Mohawk) Banda-
risk biómynd frá árinu 1939.
Leikstjóri John Ford. Aðal-
hlutverk Claudette Colbert
og Henry Fonda. Ung hjón
nema land i Mohawk-dal i
Bandarikjunum. Búskapur-
inn gengur vel, þar til indi-
ánar ráðast á búgarð
þeirra, leggja hann i rúst og
brenna uppskeruna. Þyö-
andi Ingi Karl Jóhannsson.
23.45 Dagskrárlok.