Vísir - 07.01.1977, Page 24
vfsra
Föstudagur 7. janúar 1977
Jólasveinar
og forynjur
skemmta
Eyjamönnum
Jólasveinar, Grýla, Leppa-
lúöi, álfar og ýmiss konar for-
ynjur þrömmuöu um götur i
Vestmannaeyjum i gærkvöldi
og efndu til gleöskapar. Tóku
flestir eyjamenn þátt i gleð-
skapnum, bæöi ungir og gaml-
ir.
bessum sið hefur lengi veriö
haldið i Eyjum. Jólasveinar
kveðja og i lið með þeim bæt-
ast fyrrnefndar persónur.
Klukkan rúmlega átta hófst
allt með þvi að flugeldum var
skotið á loft. Eftir slika sýn-
ingu þrammaði öll hersingin
að elliheimilinu. baðan var
haidið á iþróttavöllinn og
kveikt i brennu. Upphófst
mikiö fjör viö brennuna og eft-
ir dans var haldiö aö sjúkra-
húsinu og siðan gegnum bæ-
inn.
tþróttafélagið Týr stóö fyrir
skemmtuninni að þessu sinni.
Fór allt vel fram og voru
menn hinir ánægðustu með
kvöldiö.
— EA
ÁFENGI OG
VINDLING-
UM STOLIÐ
Brotist var inn f einn klúbbinn
á Keflavikurvelli f fyrrinótt.
tlr klubbnum sem kallast
CPO-kiábburinn var stoliö
vindlingum og áfengi. Ekki
var ljóst hversu miklu haföi
veriö stoliö. t morgun haföi
enginn veriö handtekinn
vegna innbrotsins.
—EA
Hefur játað
á sig þrjú
innbrot
— stal ávísanaheft-
inu í einu þeirra
Pilturinn sem tekinn var
fyrir aö falsa 95 þúsund króna
ávisun hefur nú játaö á sig
þrjú innbrot þar sem tals.'>erö-
ar skemmdir voru m.a. unnar.
I einu þessara innbrota stal
hann ávisanaheftinu sem hann
notaöi við fyrrnefnda fölsun.
Innbrotin voru upplýst i
gærdag hjá rannsóknarlög-
reglunni i Hafnarfirði. Að sögn
Sveins Björnssonar rann-
sóknarlögreglumanns braust
pilturinn inn i Langeyri, sem
er frystihús, en þar stal hann
ávisanaheftinu. Innbrotið var
framið 11. nóvember.
Siöar braust hann inn i fisk-
verkunarstööina Sjólastöðina
og skemmdi þar mikið. Var
það tæpum mánuði siðar en
hann braust inn I Langeyri. Á
gamlársdag braust hann inn i
Bátalón sem er skipasmiða-
stöð og vann þar miklar
skemmdir. Braut m.a. hurðir.
Pilturinn kveöst hafa staöiö
einn að þessum innbrotum,
sem öll voru framin i Hafnar-
firði.
— EA
Ríkisstjórnin hefur tekið ókvörðun:
Frjáls innflutningur á
litasjón varps tœkjum
„Rikisstjórnin tók ákvöröun
um aö leyfa frjálsan innflutning
á litsjónvarpstækjum á þriðju-
daginn var, en haföi ekki fyrir
þvi aö láta neinn vita um þaö.
En viö fengum upplýsingar um
þetta i morgun, og fyrstu tækin
verða til reiðu hjá okkur eftir
hádegiö, sagöi Vilberg hjá
Radióstofu Vilbergs & borsteins
I viðtali viö Visi I morgun.
bað vakti athygli að þeir
Vilberg og borsteinn auglýstu
litsjónvarpstæki i hljóðvarpinu i
morgun, en ástæðan var sem
sagt sú, að þeir reyndust
fyrstir til aö grafa upp upplýs-
ingar um þessa ákvörðun rikis-
stjórnarinnar.
„Við báðum bankann að at-
huga þetta fyrir okkur i gær, og
þá kom I ljós, að þessi ákvörðun
hafði verið tekin, en hins vegar
ekki haft fyrir þvi að láta neinn
vita um hana”, sagði Vilberg.
-ESJ
Krafla
HAFNARFJÖRÐUR:
Sýruvandamólið ekki úr sögunni
„bessi 10 megawött eru a 11-
miklu minna en viö vonuöumst
til i upphafi, en þaö hefur veriö
ljóst siöan i sumar aö holurnar
skiluöu ekki þvi sem búist haföi
verið við”, sagöi Karl Ragnars ]
verkfræðingur hjá Orkustofnun
i samtali viö Visi i morgun.
Samkvæmt mælingum sem
gerðar voru á borholunum við
Kröflu i nóvember og desember
gefa fjórar holur þar nú 13
megawött, sem gefa i nettó-
framleiðslu um 10 megawött.
Karl sagði aö vélar Kröfluvirkj-
unar ættu að fara i gang i mars-
mánuði n.k. samkvæmt fram-
kvæmdaáætlun og væri allt útlit
fyrir að sú áætlun stæðist. Að-
spurðúr sagðist Karl ekki vilja
spá neinu um framtiðina. Mikið
umrót ætti sér nú stað á svæðinu
og þvi ekki hægt að segja um
hvort framleiðsla holanna héld-
ist óbreytt.
Tæringarvandamálin
ekki úr sögunni
Karl sagði að tæringarvanda-
málið vegna kolsýru á svæðinu
væri ekki úr sögunni, en nú
stæði yfir efnagreining á tær-
ingarmætti vatnsins. Tæringar-
innar yrði þannig vart að svart-
ur blær kæmi á vatnið. Sagðist
hann ekki telja að tæringar-
skemmdir kæmu i ljós fyrr en
eftir nokkur ár, þannig að þær
skemmdir sem komið hefðu
fram á holum fram til þessa
væru af öðrum orsökum.
Kolsýrumagnið er mismun-
andi eftir holum, en það hefur
vaxið mjög á svæðinu eftir eld-
gosið. Fyrir þann tima sagði
Karl að það hefði verið svipað
og á öðrum jarðhitasvæöum.SJ
Þorskstofn við Grœn-
land dregst saman
„Ekki mikils of honum að vœnta", segir Ólafur Karvel Pálsson fiskifrœðingui
„Sá þorskur viö Grænland
sem aöallega kcmur til álita hér
er viö austur-Grænland. En
hann er illa farinn og ckki mik-
ils af honum aö vænta”, sagöi
Ólafur Karvcl Pálsson fiski-
fræöingur i samtali viö VIsi.
ólafur sagöi að samkvæmt
„kolsvörtu skýrslunni”
svonefndu heföi stærð þorsk-
stofnsins við austur-Grænland
minnkað mjög mikið á undan-
förnum árum. Ariö 1963 var
fjöldi hrygningarþorsks á þeim
slóðum 160 milljónir, 1972 var
hann orðinn 28 milljónir, 1974 7
milljónir og 1975 21 milljón.
bann fyrirvara veröur aö
hafa á tölunum fyrir 1974 og 1975
aö þær eru ónákvæmari en hin-
arog þó svo aö samkvæmt þeim
fari stofninn vaxandi þarf svo
ekki að vera.
Misheppnað klak
og mikil veiði.
baö sem veldur þessu er bæöi
misheppnað klak og svo mikil
veiði. Ekki eru fiskifræðingar á
eitt sáttir hvað valdi hinu
misheppnaða klaki. Telja sumir
þar á meðal höfundar kolsvörtu
skýrslunnar að þessu valdi
kólnandi sjór.
Siðan árið 1963 hefur ekki
komið upp almennilegur stírfn,
aö heita má, ef frá er taliö árið
1968. bað er eina árið sem stofn-
inn hefur náð meðalstærö.
borskárgangurinn hér við land
árið 1973 var mjög sterkur eins
og kunnugt er. Aö sögn ólafs
Karvels er talið að hluti hans
hafi fariö til Grænlands og gæti
komið þar til hrygningar, en þaö
yrði þó ekki fyrr en áriö 1980.
—EKG
bessar rúöur voru m.a. brotnar IHafnarfiröi f gærkvöldi, en þar vill
oft koma til óláta á þrettándanum.
Brutu um 40 rúður
oq skemmdu mikið
Talsverö ólæti uröu i Hafnar-
firöi i gærkvöldi en þar hefur oft
áöur komiö til óláta á þrettánd-
anum. Ungmenni söfnuðust
saman á Strandgötunni i gær-
kvöldi. begar liða fór á tók aö
bera á talsverðum ærslum, og
kom til þess aö rúöur voru
brotnar.
Alls voru brotnar um fjörutiu
rúður i miðbænum, i verslunum
og fyrirtækjum. Flestar eru
rúðurnar litlar en nokkrar stór-
ar voru einnig brotnar. Brotn-
uöu rúðurnar þegár þeir sem
þarna voru að verki hentu snjó-
boltum i þær.
Ekki var látið þar við sitja
heldur fengu umferðarmerki
lika að kenna á þvi og einnig
öskutunnur, sem velt var. Láta
merkin að sjálfsögðu nokkuð á
sjá eftir. Lögreglan i Hafnar-
firði hafði hendur i hári margra
ungmenna. I morgun voru fimm
enn i gæslu lögreglunnar. beir
sem söfnuðust saman og efndu
til ólátanna voru flestir talsvert
undir tvitugu. Ekki bar mikið á
ölvun.
Annars staðar virðist þrett-
andinn hafa verið rólegur.
Nokkuð var um það að flugeld-
um væri skotið á loft og á Sel-
tjarnarnesi var kveikt i brennu.
t Reykjavik var kvöldið sérlega
rólegt og var ekki vitað til þess
að neitt sérstakt hefði gerst.
—EA.