Vísir - 20.01.1977, Page 3

Vísir - 20.01.1977, Page 3
vísm Fimmtudagur 20. janúar 1977. Miklar aukakröfur Energoprojekts vegna Sigöldu Landsvirkjun hefur þegar samþykkt 350 milljónir kr. — dregur til úrslita ó samningafundum í Sviss í nœstu viku, að sögn Halldórs Jónatanssonar hjó Landsvirkjun Energoprojekt mun i næstu viku leggja fram endanlegar kröfur sinar vegna aukakostn- aöar, sem þeir telja sig hafa oröið fyrir viö Sigölduvirkjun og Landsvirkjun eigi aö greiöa, en þá veröur haldinn samninga- fundur þessara aöila, þar sem draga mun til úrslita varöandi kröfur Energoprojekts. Halldór Jónatansson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Lands- virkjunar, sagöi I viötali viö VIsi, aö stefnt yröi aö þvi aö ná samkomulagi á fundunum i næstu viku. ,,Ef ekki tekst aö ná sam- komuiagi má búast viö aö máliö fari i geröardóm, eins og samn- ingar gera ráö fyrir,” sagöi hann. Fundirnir i næstu viku veröa haldnir á skrifstofum Electro- watt Engineer Service i Zurich, Sviss, en þetta fyrirtæki er verkfræðiiegur ráöunautur Landsvirkjunar vegna Sigöldu- virkjunar. Á fundunum mun kröfugerö Energoprojekt end- aniega liggja fyrir. Samþykktu að greiða 350 milljónir í fyrra „Þessi mál hafa aö sjálfsögðu verið rædd af og til meðan á verkinu hefur staðið,” sagði Halldór, ,,og 10. ágúst siðastlið- inn náðist bráðabirgðasam- komulag. Þar féllst Landsvirkj- un á aö greiða 350 milljónir króna óafturkræft upp i væntan- legar fjárkröfur Energoprojekt á hendur Landsvirkjunar. Jafn- framt var ákveðið að stefna að þvi að ná samkomulagi um end- anlegar greiðslur. Fundahöld hafa hins vegar legið niðri nú um sinn, en verða svo teknar upp að nýju i næstu viku, og mun Electrowatt Engineer Ser- vice gegna eins konar sátta- semjarahlutverki á þeim fund- Fundinn munu sækja fyrir hönd landsvirkjunar, auk Hall- dórs, stjórnarmennirnir Arni Grétar Finnsson og Baldvin Jónsson, og Rögnvaldur Þor- láksson, verkfræðingur. Júgóslavarnir hafa fengiðó-7 milljarða Verkefni júgóslavnesku verk- takanna við Sigöldu hefur verið mjög umfangsmikið. ,,Ég býst við, að heildargreiðslur til Energoprojekts frá upphafi til dagsins í dag séu milli 6 og 7 milljarðar króna og eru þá veröbætur taldar með,” sagöi Halldór. „Viö áttum alltaf von á, aö þeir myndu leggja fram viöbót- arkröfur, sem yrðu i hærra lagi, en þeir ganga mun lengra en við reiknuðum með. Þaö er viðurkennt, að þeir hafi orðið fvrir ýmsum auka- kostnaði við framkvæmd verks- ins, en spurningin er svo, hver ber ábyrgð á þeim aukakostn- aði. Þeir telja að Landsvirkjun eigi að borga brúsann, en viö er- um á annarri skoðun i veiga- miklum atriðum. Hins vegar samþykktum við I fyrra aö greiða þessar 350 milljónir, þar sem það þótti að vel athuguðu máli réttlætan- legt,” sagði Halldór. —ESJ. Unnið við upp- setningu innan- hússjónvarps í Síðumúki ,,Þaö er ekkert innanhússjón- varpskerfi i gangi i dag i fang- elsinu i Siöumúla. Hins vegar er unniö aö þvi aö setja upp slikt kerfi, fyrst og fremst I öryggis- skyni gagnvart þeim föngum sem hugsanlega kynnu aö vera hættulegir sjálfum sér,” sagöi Örn Höskuldsson fulltrúi saka- dóms i samtali viö Visi. Fréttir af sjálfsmorðum eða tilraunum til sjálfsmorða hafa allt til þessa ekki þótt fréttaefni fyrir alþjóð. Hiö frjálsa og ó- háöa Dagblað hefur eitt is- lenskra blaða tekiö upp þann siö að skýra frá slikum tilfellum. í gær segir blaðið að einn af gæsluföngunum sem sitja inni vegna Geirfinnsmálsins hafi reynt að stytta sér aldur fyrir siðustu helgi. Af þeim sökum sé unnið við að koma upp sjón- varpskerfi i fangelsinu við Siðu- múla svo unnt sé að fylgjast með föngum jafnt á nóttu sem degi. „Það er nú svo, að oft eftir að menn hafa framiö alvarleg af- brot er ástand þeirra þannig andlega, að nauösyn er að hafa gott eftirlit með þeim,” sagöi örn Höskuldsson. Hann sagði jafnframt, að lengi hefði verið nauðsyn á að koma upp sjón- varpskerfieins og þvi sem nú er verið að setja upp við Siðumúla. —SG. Kroftur fœrist í holu nr. 10 Borhola númer tiu tvöfaldaö- ist aö afli I fyrradag og hefur haldiö þeim krafti siöan. Þetta ruui nær einsdæmi i veraldar- sögunni aö sögn jaröfræöinga. Hola tiu hefur annars verið dálítið dyntótt, i upphafi var þrýstingur I henni óvenjumikill en datt svo niður I nánast ekki neitt. Nú hefur hún náö sér af sjálfsdáðum, en ekki er vitaö hve lengi það stendur. —ÓT. HVER ER OKUMAÐURINN? Ekið var á kyrrstæöa bifreiö rétt austan viö Seifoss i gærdag. Sá, sem árekstrinum olli stakk af. Bifreiðin kyrrstæöa haföi bilað og fór eigandi til þess aö sækja aöstoð. t bifreiöinni voru eftir þrjú börn. Samkvæmt frásögn þess elsta, var það gul, amerisk fólksbifreiö, liklega Mercury Comet, sem árekstrinum olli. Sá sem ók þeirri bifreið hélt rak- leiðis á brott og hefur ekki fund- ist. Bifreiðin kyrrstæða skemmdist talsvert. Lögreglan i Árnessýslu skor- ar á ökumann amerisku fólks- bifreiðarinnar að gefa sig fram. Fólk sem einhverjar upplýsing- ar gæti gefið er beöið að láta vita. Þess má geta að bifreiðin hélt austur, en hægri hliö henn- ar mun vera rispuð. — EA Þessi ungi maður var aö koma úr baöi er viö heimsóttum Sundhöliina i gær. Ekki sagöist hann sakna neins úr sínum skáp, en slikt geta ekki allir sagt sem heimsótt hafa Sundhöllina aö undanförnu. Ljósm. LA. Þjófar á ferð í Sundhöllinni Gengið í skápa baðgesta og tekin verðmœti sem þar eru. „Nýjar lœsingar fást ekki á skápana“ segir starfsfólkið ,,Það sást ekkert á skápnum eöa skránni, svo ég veit ekki hvernig þjófurinn hefur komist inn, en hann haföi á brott meö sér veskið mitt og allt sem i þvi var, en þaö voru meöal annars um þrjátiu þúsund krónur i pen- ingum.” Þetta sagöi Vilhjálmur Vil- mundarson tollvörður, sem á mánudaginn auglýsti i VIsi eftir svörtu seölaveski, sem hann hafði tapáð I Sundhöllinni. Okk- ur lék forvitni á aö vita hvað hefði komið fyrir og hringdum þvi i hann til að fá nánari upp- lýsingar. ,,Ég skrapp þarna I sund eftir hádegi á íaugardaginn eins og ég er vanur. Ég lét veskið með fötunum inn i skáp. En i þvi voru meðal annars peningar sem sonur minn átti. Ég gleymdi aö leggja veskið I geymslu til sundvarðanna eins SísTs'l teugardag i SundhöL ^Reykjavikur. Finnandi vinsam Shringi i sima 74017 og ég er vanur, og þvi var ekki að sökum að spyrja, að það var horfiö þegar ég kom aftur. Þetta er aö sjálfsögðu mér að kenna.en þaö sem kom mérá ó- vart var aö það sást ekkert á læsingunni á skápnum né hurö- inni. Það virðist þvi vera auð- velt að komast I skápana, þótt þeir eigi að vera læstir. Ég hef frétt að atburðir eins og þessi séu ekki óalgengir þarna I Sundhöllinni, og að þó nokkuð sé um að stolið hafi ver- ið úr skápunum þar, Er áreið- anlega kominn timi til að skipta um læsingar á skápunum eða gera aörar ráöstafanir, þvi þótt maöur fari með peninga og önn- ur verðmæti i geymslu til sund- varðanna, geta verið ýmsir aör- ir hlutir eftir i skápunum, sem fólki er annt um.” Viö fengum þær upplýsingar i Sundhöllinni, að þaö væri ekki algengt aö stolið væri úr skáp- um baögesta, en það kæmi þó fyrir við og viö. Búið væri að fara fram á aö fá nýjar læsingar á skápana, og væri langt siðan það hefði veriö gert. En þaö mál — eins og svo mörg önnur — væri enn i athug- un hjá borgaryfirvöldum, og á meöan yrði fólk að sætta sig viö gömlu læsingarnár hvort sem það treysti á þær eða ekki. —klp—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.