Vísir - 20.01.1977, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 20. janúar 1977.
vism
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Redford
og Loren
vinsœlust
Sophia Loren og Robert Red-
ford voru vinsælustu kvikmynda-
stjörnurheims á siöasta ári, sam-
kvæmt skoöanakönnun, sem
Reuter-fréttastofan geröi fyrir
blaöamannafélag Hollywood.
Byggöist könnunin á upplýsing-
um frá miöasölum kvikmynda-
húsa i 56 löndum.
Viö sérstaka viöhöfn veröa
þessum tveim leikurum afhent
„Golden Globe”-verölaunin þann
29. janúar.
Þetta veröur i annaö sinn, sem
Redford vinnur til þessara verö-
launa. Fyrra skiptið var 1974. —
Hinsvegar er þetta i fyrsta skipti,
sem Sophia Loren vinnur þau.
Flóð í
Brasilíu
Slökkviliðsmenn notuð-
ust við báta til þess að
bjarga þúsundum íbúa Sao
Poulo/ eða öllu heldur þeim
hlutum borgarinnar, sem
liggja lægst. Fólkið hefur
orðið að leita skjóls uppi á
húsþökum undan flóðum#
sem lagt hafa heilu hverfin
undir vatn.
Tvær ár i þessum hiuta Brasiliu
hafa flætt yfir bakka sina eftir úr-
hellisrigningar einnar nætur. Svo
mikill hefur vatnagangurinn ver-
ið, aö áætlunarbilar og einkabilar
eru strandaöir á vegum, sem
liggja núna undir vatni.
1 héraöinu Mato Grosso hafa
flóöin valdiö usla á nautabúum.
Nokkur þúsund nautgripir hafa
drukknaö.
Klífa fjöll á
móforhjólum
Fimm spænskir fjallgöngu-
menn hafa ráöist á hæsta tind i
vesturheimi meö mótorhjól, og
hafa raunar þegar slegið hæöar-
met þessara farartækja, þvi aö
þeir eru komnir langleiöina upp á
tindinn.
Fréttist af þeim i fyrradag, þar
sem þeir voru staddir i 6,400
metra hæö á fjallinu Aconcagua i
Argentinu, en þaö er 6,959 metr-
ar. — Þessir sömu fjallgöngu-
menn áttu eldra hæðamet mótor-
hjóla, þvi aö þeir fóru upp á f jalliö
Kilimanjaro i Afríku (rúmir 6
þúsund metrar) á mótorhjólum
fyrir tveim árum.
Þeir nota spænsk 350 cc Bul-
taco-torfæruhjól meö nagladekkj-
um.
Jimmy tekur við
Jimmy Carter/ 39. for-
seti Bandaríkjanna, flaug
i gærkvöldi frá Plains í
Georgíu til Washington
vegna embættistökunnar/
sem fram fer í dag.
Um kl. 17 I dag að ís-
lenskum tíma mun Carter
sverja embættiseiðinn/
fyrsti suðurríkjamaður-
inn í nær heila öld/ sem
sest i forsetastólinn.
Hann ræddi viö fréttamenn
viö brottför sina frá Georgiu i
gær og sagöi: ,,Ég trúi, aö viö
stefnum nú til mikilfenglegri
tima en viö höfuö lifaö áöur.”
„Ef ég get staöiö þjóöinni nær
og ekki valdiö henni vonbrigð-
um, tel ég, aö ég eigi möguleika
á þvi aö veröa mikill forseti. —
Ég mun gera mitt besta, og ég
f dag
held, aö ég hafi þaö til aö bera —
og i nógu miklum mæli — sem
þarf til þess að þjóna banda-
risku þjóðinni vel og afreka
miklu. — Allur heimurinn vill,
aö mér heppnist ætlunarverk
mitt og þaö veitir mér öryggi.”
Siöasti dagur hans sem
óbreytts borgara var likur
þeim, sem gengur og gerist hjá
fólki fyrir ferðalög. Siöustu
verkin heima i Plains lutu aö þvi
aö skrúfa fyrir vatn og raf-
magn, loka gluggum og læsa
dyrum.
Eiötakan i dag mun fara fram
á tröppum þinghallarinnar, og
mun forseti hæstaréttar, Warr-
en Burger, taka af Carter eiö-
inn. — Carter mun flytja tiu
minútna ræöu.
Aö lokinni þessari athöfn
munu þau Ford fráfarandi for-
seti og kona hans, Betty, fljúga
burt úr höfuðstaðnum og til
Kaliforniu, en Jimmy og kona
hans munu aka i skrúðgöngu
langleiðina til Hvita hússins, en
ganga siðasta spölinn um 200
metra. Þar munu þau standa á
sérstökum viðhafnarpalli i
garöi Hvita hússins og horfa á
skrúögöngu, sem framhjá fer
næstu þrjár klukkustundirnar.
Eitt af þvi sem Carterfjölskyid-
an flutti meö sér til Hvita húss-
ins frá heimili þeirra I Georgiu
er dúkkuhúsið hennar Amy,
dóttur þeirra.
„Hrœddur er ég um, að við sœkjum
ekki vel að þeim, Cyrus minn! Það er
ekki eining innan fjölskyJdunnar."
Sadat hœtti við
verðhœkkanir
vegna óeirða
Átök áttu sér enn stað
i morgun i sumum út-
hverjum Kairó, þar sem
óeirðir brutust út vegna
óánægju almennings
með fyrirhugaðar verð-
hækkanir.
Óeiröirnar brutust út á þriðju-
dag og hefur lögreglan orðiö aö
hafa hemil á óeirðarseggjum. —
30 hafa látiö lffið i þessum átök-
um.
Þetta eru verstu uppþot, sem
oröiö hafa i Egyptalandi siðan
matvælaóeiröirnar I janúar 1975.
Stjórnvöld hafa séö sig tilknúin
aö fresta veröhækkunum, en þaö
hefur ekkimagnaöað friöa fólkiö.
— Lýst hefur nú veriö yfir 14
Það hefur hitnaö i kolunum hjá
Sadat, egyptalandsforseta.
klukkustunda útgöngubanni i
Kairó og Alexandriu og lögregl-
unni gefin fyrirmæli um að hika
ekki við að beita skotvopnum
gegn hverjum þeim sem rýfur
friðinn.
Chirac borgarstjóri
Parísarborgar?
Jacques Chirac,
fyrrum forsætisráð-
herra Frakklands,
leiðtogi gaullista, brá
öllum að óvörum fæti
fyrir áætlanir Giscards
D’Estaings forseta i
gær, þegar hann lýsti
því yfir, að hann ætlaði
að bjóða sig fram til
borgarstjóraembættis
Parisar.
Chirac, sem sagöi af sér
embætti forsætisráðherra i
ágúst I fyrra vegna stefnu-
ágreinings viö forsetann,
sagöist bjóöa sig fram til þess
aö koma i veg fyrir aö höfuö-
borgin félli i hendur hinni
vinstrisinna stjórnarandstöðu.
D’Estaing hefur hins vegar
lýst yfir stuöningi viö framboö
eins ráöherra sinna, Michel
D’Omano, iðnaöarráöherra.
Paris hefur veriö borgar-
stjóralaus I meira en öld, en
borgarstjóraembættið hefur nú
verið endurlifgaö. Þykir sá
maður, sem gegna mun þvi lik-
legur til mikilla áhrifa I stjórn-
málalifi Frakklands og margir
skoöa þaö sem liklegan stökk-
pall I forsetaembættiö sjálft.
Chirac etur kappi viö D’Estaing
forseta.
Hœttuleg vopn
Tengdamóðirin, Mar-
garet Johnston, til
heimilis i Middles-
brough á Englandi, var
dæmd fyrir að hafa i fór-
um sínum stórháskalegt
vopn. Nefnilega köku-
kefli.
Áöur hlýddi dómarinn á skýrslu
um, hvernig hún heföi lamið
tengdason sinn i höfuöiö meö
kökukeflinu, eftir aö hann haföi
lent I rifrildi við eiginkonu sina. —
Einhvern tima áöur haföi hún
brotiö á honum nefið, sömuleiöis
meö kökukefli.
Þessi fimmtuga skapharöa
kona fékk skilorðsbundinn dóm,
eftir aö hafa lofað aö gripa aldrei
til þessa vopns aftur.