Vísir - 20.01.1977, Síða 19

Vísir - 20.01.1977, Síða 19
vism Fimmtudagur 20. janúar 1977. Útvarp í fyrromálið kl. 10.25:1 ÚTVARPSLEIKRITIÐ í KVÖLD KLUKKAN 19.41 Mynd frá æfingu á leikritinu Háttsettum komma stungið inn fyrir að víkja af „línunni" Tveir sœnskir vísnasöngvarar kynntir af Nirði P. Njarðvík Myrkur um miðjan dag, eöa Darkness at Noon heitir út- varpsleikritið sem flutt verður i kvöld. Það er eftir Sidney Kingsley, byggt ó samnefndri sögu eftir Arthur Köstler. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Meö aðal- hiutverkin fara Jón Sigur- björnsson, Róbert Arnfinnsson, Gisli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Guðmundur Pálsson. I leikritinu segir frá félaga Rubashov, sem hafði veriö hátt- settur i sovézka kommúnista- flokknum, en er hnepptur i fangelsi fyrir að vikja út af „lfn- unni”. Ekki er nóg með það að lögreglan kvelur hann, heldur kvelst hann lika yfir eigin hugs- unum og hljóðum endurminn- ingum . Hann rekur meö sjálf- um sér þá atburði, er leiddu til handtöku hans, og honum finnst það kaldhæðni að hann skuli hafa lagt hönd að þvi að byggja upp það kerfi, sem nú er að svíkja hugsjónír hans. Efni sögu Köstlers, sem leik- ritið byggist á, er sótt i Moskvu- réttarhöldin svonefndu á árun- um 1936-38, en þau eru aðeins umgerö verksins, sem höfundur fyllir upp i. Sjálfur þekkir Köstler fangelsi af eigin raun, þvi að hann var tekinn höndum I spænsku borgarastyrjöldinni og dæmdur til dauða, en náöaður. Hann var einnig i fangelsi i Frakklandi, i byrjur, heims- styrjaldarinnar, en slapp til Englands, þar sem hann er nú búsettur. Arthur Köstler er fæddur i Búdapest áriö 1905, sonur gyö- ingakaupmanns. Hann stundaöi m.a. nám i heimspeki og bók- menntum við háskólann i Vin. Var siöan um skeið fréttaritari i austurlöndum nær. Hann ferðaðist um Sovétrikin árin 1932-33, en eftir Moskvuréttar- höldin sneri hann baki við kommúnismanum, reynslunni rikari. Auk skáldsagna hefur Köstler skrifað allmargar rit- gerðir. Sidney Kingsley er banda- riskur leikritahöfundur og leik- stjóri, fæddur árið 1906. Hann vann sin fyrstu verölaun sem höfundur fyrir broadway- uppfærslu á Men in White, sápuóperu sem gerist á spitala. Næsta verk hans Dead End er hins vegar nöpur þjóöfélags- ádeila (kvikmyndin sem gerö var áriö eftir er jafnvel ennþá betri) um baráttu barna i fá- tækrahverfi, gegn fátæktinni og gangsternum Baby Face Martin. Félagslegar ádeilur eru ætið viðfangsefni Kingsleys og margar af persónum hans eru frægar um öll bandarikin. Hann hefur m.a. hlotið Pulitzer-verö- launinfyrir leikrit sin. „Myrkur um miðjan dag”, sem hann breytti I leikritsform árið 1950, var frumsýnt i janúar 1951 og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Leikritið hefst klukkan 19.40 og tekur tvær klukkustundir og tuttugu minútur i flutningi. — GA Njörður P. Njarðvik kynnir i fyrramálið tvo sænska visna- söngvara, þau Rune Anderson og Lenu Nyman. Þessi dag- skrárliður hefst klukkan 10.25 eða á sama tima og óskalögin * sællar minningar. Rune Anderson og Lena Nyman koma hingaö til lands eftir nokkra daga á vegum Is- lensk-sænska félagsins, og syngja vísur nokkrum sinnum, 1 sennilega I Norræna húsinu. Sænsk vfsnahefö er sterk og stöðug skýtur upp nýjum visna- túlkendum i Sviþjóð. Rune Andersson er meðal yngri visnasöngvara svia og eins og svo margir, lætur hann sér ekki nægja að túlka visur annarra, heldur semur ljóð og lög. Lena Nyman er meðal þekkt- ustu leikara Sviþjóðar. Margir góðir þarlendir leikarar hafa hin síöari ár spreytt sig áýfsna- túlkun, og hún er engin undan- tekning. Mest hefur hún unnið I félagi viö sambýlismann sinn Rune Anderson. Þótt hún sé að- eins 32 ára að aldri á hún að baki sér litríkan feril. Hún kom fyrst fram I kvikmyndum 7 ára og allan sinn aldur hefur hún aliö i námunda viö leikhúsið. Frægö á alþjóöavettvangi hlaut hún fyrir leik sinn i hinum umdeildu kvik- myndum Vilgots Sjömanns „Forvitin gul” (1967) og „For- vitin blá” (1968). Hún er nú ein af aöalleikendum Dramatens I Stokkhólmi og hefur leikiö þar hvert hlutverkið öðru stórbrotn- ara. Einnig hefur nún starfað við TV-Teatern. Lena Nyman og Rune Ander- son koma aðallega fram á vlsnakvöldum, og hafa gefið veriögefnar út hljómplötur með söng þeirra, en þær mun Njörö- ur væntanlega kynna 1 fyrra- málið. Saman hafa þau sungið inn á plötu, sem á eru sænskar ástarvisur eftir Egerbladh. Þá hefurLena Nyman sungið vlsur Karin Boye inn á plötu. Meðal þess sem Rune Ander- son hefur gefið út er plata meö eigin vfsum um málefni fatl- aöra. — GA Lena Nyman er þekktust fyrir leik sinn I forvitnu myndunum svonefndu. 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Listþankar, annar þátt- urSigmars B. Haukssonar. Fjallað um dægurlög sem list eða iðnað. 15.00 Miðdegistónleikar, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 „Týndur”. Smásaga eft- ir Arnulf överland. Sigurjón Guðjónsson þýddi. Benedikt Arnason leikari les. 17.00 Tónleikar 17.30 Lagiö mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar.Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: „Myrkur um miðjan dag” eftir Sidney Kingsley Gert eftir sam nefndri skáldsögu Arthurs Köstlers. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Gunnar Eyjólfsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 23.15 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.