Vísir - 19.02.1977, Qupperneq 3

Vísir - 19.02.1977, Qupperneq 3
vism Laugardagur 19. febrúar 1977 3 — Rannsóknarstofnun heimsótt ó loðnuvertíðinni hringja verksmiöjurnar til að fá fréttir af þessu, og þurrefna- mælingunum. Skýrslugerðir eru töluveröar vegna mælinganna. Er verk- smiðjum, útgerðarmönnum og Verðlagsráði Sjávarútvegsins sendar skýrslur um mælingarn- ar. Fjórir vinna við mælingar vegna loðnunnar. Þá eru á úti- búum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaöarins i Vestmannaeyj- um tveir, og i Neskaupstað er einn. Aðrir starfsmenn á stofnuninni i Reykjavik, vinna einnig við mælingarnar á kvöld- in til aöleysa föstu mennina af. —EKG Siguröur Pálsson undirbýr þarna mælingar á þurrefnisinnihaldi loðnunnar. Þeir sóttu um Sölu varnarliðseigna Sex drógu nöfn sín til bakn Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra hefur nú birt lista með nöfnum þeirra manna sem sóttu um stöðu forstjóra Sölu varnar- liðseigna. Á lista utanrikis- ráðherra voru aðeins þeir menn sem ekki höfðu dregið nöfn sín til baka er staðan var veitt Alfreð Þorsteinssyni. Eftirfarandi formála hafði Einar Agústsson með nafn- birtingunni. „Enda þótt ég telji að skiln- ingur minn á skyldu til birtingar á nöfnum þeirra manna sem sóttu um starf forstöðumanns Sölu varnarliðseigna sé réttur sé ég enga ástæðu til annars en að birta nöfn þeirra manna sem sóttu um og ekki höfðu dregiö umsókn sina til baka er sett var I stöðuna. Að þvi er ég best veit eru nokur dæmi um þaö að nöfn umsækjenda hafi ekki verið birt fyrr en um leiö og embættum hefur veriö ráöstafaö. — Auk Alfreðs Þorsteinssonar sóttu eftirtaldir menn um áðurgreint starf. Aðalsteinn P. Maack, forstöðumaöur byggingareftir- lits rfkisins, Agnar R. Hall- varðsson vélstjóri, Alvar Óskarsson skrifstofustjóri, Björn Stefánsson fulltrúi SÍS, Friðrik Stefánsson fulltrúi rannsóknardeildar rikis- skattstjóra, Franklin Friðleifsson aðalfulltrúi Bifreiðaeftirlits rikisins, Guðmundur Karlsson blaða- maður, Guömundur Marteins- son sjómaður, Gunnlaugur M. Sigmundsson fulltrúi i fjármálaráöuneytinu, Hrafn Einarsson verslunarmaður, Ingi B. Arsælsson fulltrúi i rikis- endurskoðun, Ingibergur Þor- kelsson atvinnurekandi, James A. Wilde framkvæmdastjóri, Július M. Magnús atvinnu- rekandi, Kári Guömundsson heilbrigðisráðunautur, Kristinn Gunnarsson deildarstjóri I sam- gönguráðuneytinu, Ólafur Karvelsson deildarstjóri i inn- flutningsverslun, Páll Andreas- son kaupfélagsstjóri, Páll Vida- lin Valdimarsson deildarstjóri Sindrastáls, Ragnar Pétursson sölustjóri SÍS, Siguröur Jónsson iðnrekandi, Sigurður Orn Ingólfsson, tæknimaður, Sigur- jón Guðbjörnsson fulltrúi i Fri- höfninni á Keflavlkurflugvelli, Sigurjón Magnússon atvinnu- rekandi, Sigurjón Friðgeirsson skrifstofustjóri tollstjóra, Skúli Ólafs atvinnurekandi, Vilhjálm- ur H. VilhjálmSson stórkaup- maður, og Þröstur Sigtryggsson skipherra. Þess má geta að I hópi þeirra sem upphaflega sóttu um starf forstjóra Sölu varnarliöseigna var Stefán Skarphéðinsson skrifstofustjóri fyrirtækisins. Eins og fram kom i VIsi óskaöi hann eftir aö fá nöfn umsækj- enda i hendur en fékk ekki Stefán dró umsókn sina til baka áður en formlega var i hana veitt. Ekki hefur Stefán þó verið einn um að draga umsókn sina til baka áður en staðan var veitt. Þvi eins og sjá má af list- anum voru það eingöngu 28 nöfn sem eru birt, en opinberlega var búið að gefa út áður að 34 hefðu sótt um. —EKG Hœstiréttur um verðtryggingarákvœði í byggingarsamningi við BSAB: í fullu gildi þrátt fyrir lögin frá 1966 Hæstaréttur hefur staöfest ddm undirréttar i máli, sem Jó- hannes Long höfðaði á hendur Byggingasamvinnufélags at- vinnubifreiðastjóra (BSAB), þar sem Jóhannesi voru dæmd- ar visitöiubætur á framlag sitt til lbúðakaupa hjá félaginu. Mál þetta var höfðað meö stefnubirtri 13.mars 1973, en 21. nóvember sama ár var dómur kveðinn upp á bæjarþingi Reykjavikur. BSAB áfrýjaði málinu til Hæstaréttar, sem kvaö upp dóm sinn 1. febrúar s.l. Málavextir voru þeir I stuttu máli, að Jóhannes gekk i BSAB i febrúar 1972, og gerði samning um kaup á ibúð, sem félagið ætl- aði að reisa við Asparfell. Um sama leyti seldi hann Ibúð, sem hann átti og greiddi samkvæmt samningi 647 þúsund krónur til greiðslu á byggingarkostnaði þeirrar ibúðar. Aætlað var þegar hann geröi samninginn, að húsið yrði ibúðarhæft á árinu 1973, sem skipti hann miklu máli, þar sem hann hafði þegar selt ibúð sina. Hætti við ibúðakaup vegna tafa á smiðinni Brátt kom I ljós, aö mikill dráttur yröi á byggingafram- kvæmdum við húsið. Taldi hann þá augljóst, að hann gæti ekki staðið fjárhagslega undir um- ræddri ibúö, þar eð kostnaðar- verð hennar færi af þeim sökum sihækkandi vegna sihækkandi byggingarkostnaöar. Akvaö hann þviaö segja sig úr félaginu og geröi þaö með bréfi 22. nóvember 1972. Óskaði hann siðan eftir að fá endurgreitt framlag sitt, 647 þúsund krónur, ásamt visitöluálagi, en I 8. grein byggingarsamningsins sagði um siöastnefnda atriðiö, að ef samningsaðili drægi sig i hlé áð- ur en smiði Ibúðarinnar væri lokið og hann heföi veitt henni viðtöku, „skal stjórn félagsins ráöstafa ibúð hans i samræmi við lög félagsins og endurgreiöa honum framlag sitt án vaxta, að viðbættri hækkun samkvæmt húsbyggingarvisitölu, en að frá- dregnum umboöslaunum, aug- lýsingum og öðrum óhjákvæmi- legum kostnaöi”. BSAB greiddi að lokum 2. febrúar 1973 hina innborguöu upphæð, en neitaði að greiða visitöluuppbót. Þess vegna var mál höfðað á hendur BSAB. Fyrir héraðsdómi geröi BSAB kröfu um sýknun á þeirri for- sendu, að ekki bæri aö greiða visitöluhækkun á byggingar- framlag, ef framkvæmdarfjár- magn samkvæmt samningi stæöi skemur en eitt ár, og jafn- framt, að báðum aöilum væri heimilt aö verðtryggja þannig byggingarsamning vegna á- kvæða laga frá 1%6 um verö- tryggingu fjárskuldbindinga. Verðtryggingin var heimil Héraðsdómur visaði báöum þessum fullyröingum á bug i dómi sinum. Þar er bent á, aö lögin frá 1952 um byggingar- samvinnufélög geri ráö fyrir þvi, aö söluverð Ibúöa miðist við stofnverö aö viðbættri verð- hækkun samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Þessi á- kvæöi séu i samþykktum BSAB °g byggingarsamningurinn á þeim byggður. Héraösdómur taldi eigi ætl- andi, að það hafi verið tilgangur löggjafavaldsins meö lagasetn- ingunni 1966 aö fella þessi ákvæöi eldri laga úr gildi og þar með samsvarandi ákvæði i samþykktum byggingarsam- vinnufélaga, þar sem slikt hefði haft mjög afdrifarikar og ó- væntar afleiðingari förmeð sér. Þá var einnig bent á, að ekk- ert heföi komiö fram, sem gæfi til kynna, að vandkvæði hafi verið á þvi fyrir BSAB að ráö- stafa umræddri ibúð á stofn- veröi að viðbættri hækkun sam- kvæmt byggingarvisitölu. Að öllu þessu athuguðu komst héraðsdómur að þeirri niöur- stöðu, að BSAB bæri aö greiöa Jóhannesi umræddar visitölu- bætur aö frádregnum kostnaði, sem aðilar voru sammála um, en aö viðbættum vöxtum frá 2. febrúar 1973. Einnig var BSAB gert að greiða málskostnað. 1 dómi Hæstaréttar er þessi úrskurður staöfestur og BSAB einnig gert að greiöa máls- kostnað. —ESJ A mw fœrum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.