Vísir - 07.03.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 07.03.1977, Blaðsíða 9
vism Mánudagur 7. mars 1977 9 „Smásöluverslunin úti á landi stendur nú mjög höllum fæti, og hún hlýtur aö fara mjög illa, ef ekkert veröur gert til úrbóta”, sagði Gunnar Hjaltason, frétta- ritari Vísis á Reyðarfirði, i viö- tali við blaðið. Gunnar sem rekur verslun á Reyöarfirði kom til Reykjavik- ur i siöustu viku og sat fund Kaupmannasamtakanna. Við notuöum tækifærið og spuröum hann um helstu framkvæmdir á Reyðarfirði. Loönan skapar mestu atvinnuna ,,Nú að undanförnu hefur mest atvinna veriö i sambandi við loönuna”, sagöi Gunnar. „Það er búið að koma upp mjög fullkomnum löndunarútbúnaði hjá verksmiðju SR á staönum, en hún er búin að taka við hátt I 20 þúsund tonn. Einn bátur er gerður út á loðnu hjá okkur, og hefur hann fengið 17-18 hundruð lestir. Einn bátur hefur verið á linu, en gengið fremur illa.” Hefðbundið félagsllf „Veðurbliða hefur verið mikil I vetur og samgöngur viö stað- inn þvi yfirleitt i góðu lagi. Góöa veðriðhefur einnig veriö notað til þess að fara á skiði, og fyrir um hálfum mánuði var bú- in til skiðalyfta rétt fyrir ofan bæinn. Hún varðmikil lyftistöng fyrir skiðaiþróttina.” Annars er félagslif á Reyða- firöi svipað og á öðrum slikum stööum. Þar starfa kvenfélag, Lionsklúbbur ungmennafélag og verkalýösfélag, og rekiö er Félagsheimili sem nokkur félög eiga og reka ásamt sveitarfé- laginu. Þvi miður hefur reynst frekar illa að reka félagsheimil- ið hjá okkur eins og viðar og veldur mannfæðin þvi aö sjálf- sögðu. Leikfélag var til hjá okkur, en það er núna þvi miður stein- dautt.” Jollvörugeymslan er mikilvœgt hagsmunamál' — rœtt við Gunnar Hjaltason, kaupmann, fréttaritara Vfsis á Reyðarfirði iþróttahús í smíðum. „Af framkvæmdum hjá sveit- arfélaginu má nefna, aö verið er að byggja iþróttahús. Það var byrjað á þvi I hitteðfyrra, og stefnt er að þvl að gera það fok- helt á þessu ári. Þá var I fyrra lögð oliumöl i gegnum bæinn. Það verk fór hins vegar um fimm milljónir fram úr áætlun, og þess vegna á sveitarfélagið i nokkrum fjár- hagslegum erfiðleikum. En það er gffurleg bót að þessu, þvi rykið var alveg óskaplegt sér- staklega vegna sumarum- feröarinnar. Þetta er eins og allt annar heimur eftir að oliumölin kom.” Tollvörugeymslan mikið hagsmunamál „Smiði tollvörugeymslunnar á Reyðarfirði er mikið hags- munamál fyrir okkur, en þessi geymsla veröur fyrir allt Aust- urland. 1 hlutafélaginu eru margir bæði fyrir austan og eins syöra, t.d. skipafélög. Búið er aö steypa grunninn, og væntanlega verður húsnæðið gert fokhelt á þessu ári. Tollvörugeymslan stendur rétt hjá nýja hafnargarðinum, þar sem dýpkað var i desember siöastliöinn. Ranglátar reglur um álagningu A fundi Kaupmannasamtak- anna minntist Gunnar sérstak- lega á vanda smásöluverslunar I dreifbýli. „Já, það er mikið vandamál”, sagði hann, „og spurningin er hreinlega, hvort verslun I dreif- býlinu á að leggjast niöur. Astandið er þannig, að það er orðinn hagur I þvi að draga saman og minnka þjónustuna, og það er hið eina, sem maður getur gert. Til úrbóta er fyrst og fremst Reyðfiröingar notfæra sér nýju skiðalyftuna fyrir ofan bæinn. Ljósmynd Gunnar Hjaltason að gera álagninguna á þær vör- ur, sem eru uppistaöan i smá- söluversluninni, eins og t.d. landbúnaðarvörur, að raun- verulegri álagningu. í dag er á- lagningin af ásettu ráði sett of lág af verðlagsyfirvöldum, og siðan eiga aðrir vöruflokkar að greiða kostnaðinn viö að dreifa þeim vörum. Hið eina eðlilega væri að reikna út hvaö það kostar aö dreifa viðkomandi vöruflokk- um, og haga álagningu I sam- ræmi við það, en ekki segja — eins og nú er gert — aö þessi vöruflokkur megi hafa of lága álagningu, en I staðinn megi hafa meiri álagningu á ein- hverjum öðrum vöruflokkum.” Eigum í samkeppni við þéttbýlið „Þaö er margt annað, sem gerir okkur erfitt fyrir, og þá ekki sist verðbólgan og rekstr- arfjárskorturinn. Þá má einnig geta þess, að viö eigum i mun meiri sam- keppni við þéttbýlisverslunina en margir halda. Þetta á alveg sérstaklega við um ýmsar stærri og dýrari vörur, svo sem heimilistæki, fatnað og fleira. Og fólk fylgist oröiö vel með verði annars staðar. Þetta er þvi mikil samkeppni, og sem betur fer að minu áliti, þvi ég tel að samkeppni sé til góðs”. Vonlaust að stofna verslun úti á landi „Ég tel, að það sé alveg von- laust að ætla að stofna smásölu- verslun i dreifbýli i dag. Það er ekki glóra I þvi að ætla að fara aö byrja að versla þar eins og málum er háttað. Nú er starfandi nefnd á veg- um viðskiptaráðuneytisins, sem fjallar um þessi mál, og ég vona að eitthvað komi út úr þvi starfi, þvi það er skylda stjórnvalda að huga að þessu máli i fullri al- vöru”, sagði Gunnar aö lokum. —ESJ. Sýning frá Haandarbejdets Eremme Kaupmannahöfn Norræna Húsinu 26. fébr-13.mars 77 SÝNINGARSALIR (kjallara) OPNIR, DAGLEGA kl. 14 00-19 00 cr Óðalsosturmn þinn holóttur? Ef ekki, þá er eitthvað að. Óðalsostur er nefni- Og hefur þú lega íslenska afbrigöið af nokkurntíma heyrt um hinum fræga svissneska nokkuð jafn holótt og Emmenthaler osti. svissneskan ost?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.