Vísir - 07.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 07.03.1977, Blaðsíða 5
e. ~~ ) 40 hœða hús í rústum Ferleg eyðilegging eftir Enn leituðu björgunar- sveitir í nótt, þriðju nóttina í röð, í rústum eftir jarð- skjálftann mikla í Rúmeníu, en vonir manna hafa nú dvínað um að finna megi ennþá lifandi fólk grafið undir braki. Þúsunda er saknað. Grafin hafa verið upp um 600 lík og samkvæmt síðustu tölum í gærkvöldi höfðu rúmlega 3.000 manns fundist slösuð. Orvinda hermenn og borgarar, sem vart hafa fest blund á brá, leituðu aballega f rústum 40 hæö ibúba blokka i Búkarest, en þær hrundu niður eins og spilaborgir i jarðskjálftanum á föstudags- kvöld. 7,2 stig á Richter Jarðskjálftinn, sem fannst alla leið til Vinarborgar og Moskvu, mældist snarpastur 7,2 stig á Richterkvarða og varð valdur að ferlegri eyðileggingu i sex sýslum (af 40) i Rúmeniu. Þótt unnið hafi verið látlaust viö björgunar- og hreinsistarf i höfuðborginni, Búkarest, nótt sem nýtan dageru viða enn að sjá allt að sjö hæða háar steinsteypu og járnbitahrúgur, sem eitt sinn hétu háhýsi. Björgunarmenn notast við hunda, sem reyna að þefa uppi fólk i brakinu. Annað veifið gera kranar og jarðýtur hlé til þess að alger þögn riki, meðan björgun- armenn reyna að hlusta, hvort einhvers staðar heyrist stuna eöa óp úr brakinu. íbúar fjarlœgðir Ffettamaður Reuters i Cari- ova, sem er bær um 200 km vestur af Búkarest segir i fréttaskeyti þaðan, að um 1.500 hús, heimili 2.400 fjölskyldna, séu svo illa far- in, að það liggi ekkert fyrir þeim annað en að jarðýturnar jafni úr hrúgunum. Við sumar götur er annað hvert hús i slikum rústum. íbúar hafa verið fjarlægðir úr 3.000 húsum, sem skemmdust svo i jaröskjálftanum, að ekki þykir óhætt að búa i þeim. Hermenn standa vörö við sumar byggingar til þess að hindra fólk i að fara inn i gær til að bjarga eigum slnum, Sr sem hætta er talin á þvi að ir hrynji þá og þegar. I tfenwood TV*OBN ■ þURRK^R' AU»ve«dUr_?^,,a' eöa viökvæm efn astti að fuUþurrka á frá strax. ■ „Scinteia”, málgagn kommún- istaflokksins, skrifaði aö jarð- skjálftinn hefði valdið sprenging- um og ikveikjum i efnaverk- smiðjum i iðnaðarborginni Ploiesti, sem er um 65 km noröur af Búkarest. 1 Rúmeniu er eitt stærsta oliu- vinnslusvæði Austur-Evrópu fyrir utan Sovétrikin, en raflinur til oliubrunnanna rofnuðu i jarö- skjálftanum. Hinsvegar hafa engar skemmdir orðið á vökva- drifnum oliubrunnunum i Pitesti um 100 km norðvestur af höfuð- borginni. Blaðamönnum var leyft að fara þangaö i skoðunarferö i gær. Hinsvegar fengu þeir ekki að fara til Ploiesti eða Vrancea, sem er um 180 km norðaustur af Búka- rest, en þar sögðu visindamenn að jarðskjálftinn hefði átt upptök sin. Leita aðstoðar Rúmenia hefur leitað eftir er- lendri aðstoð við hjálparstarfið, eftir þvi sem skrifstofa hamfara- jarðskjálftann i Rúmeníu hjálpar Sameinuðu þjóðanna skýrði frá i Genf i gær. Mest er þörfin fyrir hjúkrunargögn, sjúkrabila, þurrmjólk og vélar til þess aö vinna við hrundar bygg- ingar. — Nokkur vestræn riki hafa þegar lofaö aðstoð sinni. Kosningar i Pakistan Flestir ætla, að stjórn Zulfikar Ali Bhuttos, for- sætisráðherra Pakistan, muni halda velli í kosning- unum, sem fara fram í dag. — Það eru fyrstu kosningarnar undir borgaralegri stjórn. Bhutto gengur sjálfur mjög öruggur til kosninganna og viss um eiginn sigur, en ýmsir spá þvi, að eitthvað mun saxast á meiri- hluta hans. — Bhutto tók viö völd- um af Yahya Khan hershöföingja eftir striðiö viö Indland 1971, en þá klofnaði Austur-Pakistan frá og myndaði rikið Bangladesh. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa niu tekið sig saman og myndað kosningabandalag, sem gerir kosningabaráttuna tvísýnni en ella. Alþýðubandalag Pakistan (PNA), eins og kosningabanda- lagið er kallað, berst gegn verð- hækkunum og spillingu i skrif- stofubákni þess opinbera. Hefur PNA veist að.ei.nsmannsstjórn Bhutto”, eins og stjórnarand- stæöingar kalla það, og hroka- fengnu ráðriki flokks hans, PPP. Asgar Khan, fyrrum flugmar- skálkur er aðalleiðtogi stjórnar- andstöðunnar, og hefur veist harkalega að Bhutto. Þrir stjórnmálamenn andstöð- unnar hafa háö kosningabaráttu sina úr fangaklefum, en þeim er haldið i fangelsi i krafti neyðar- ástandslaga og gefið aö sök aö hafa flutt ræður i óþökk stjórnar Rhuttos. Kosningabaráttan hefur staðiö tvo mánuði, og hafa bæði PPP og PNA skorað á kjósendur aö stuðla að þvi aö kosningarnar fari friðsamlega fram. Margsinnis hefur komiö til óeiröa i kosninga- baráttunni, sem kostað hefur 25 manns lifiö. Herinn er viða hafður til taks i dag, til þess aö gripa i taumana, ef til uppþota kæmi. AMIGO 105 -kr.ca. 880.000. AMIGO 120 L - - - 950.000,- AMIGO 120 LS-- - 1000.000.- þúgerir hvergi betri kaup Skoda Amigo er mjög falleg og stllhrein bifreió. Hún er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur veriö aukió til muna. Komió og skoóiö þessa einstöku bifreió JÖFUR HF Tékkneska b'freióaumboóió á Isbndi AUOMÉWCU 44-46 - KÖPAVOGl - StMl 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.