Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 11
11 vism Sunnudagur 13. mars 1977 „Mjög vafa- samt, að verkalýður- inn eigi nokkurn full- trúa ó Alþingi" — rœtt við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, formann Starfsstúlknafélagsins Sóknar um lif hennar og starf, verkalýðshreyfinguna, stjórnmólaflokkana og kjarabaróttuna I 1 „Ég er sjálf alin upp i mikilli fátækt og hef lengst af ævinni haft þaö þannig, aö ég hef haft til hnifs og skeiöar og stundum illa þaö. Og þaö fólk, sem svipaö er ástatt um, er mér næst. Þaö skilur mig — og ég skil þaö”. Þetta segir Aöalheiöur Bjarn- freösddttir, formaöur starfs- stúlknafélagsins Sóknar.sem aö undanförnu hefur veriö skelegg- asti baráttumaöur láglauna- fólks. Hún hefur vakiö mikla at- hygli fyrir einurö og hikleysi, jafnt I baráttunni fyrir kjörum láglaunafólks sem auknu jafn- rétti kvenna og karla. Hún varö fyrst landsfræg á kvennafridaginn, 24. október 1975, þegar hún flutti ræöu á gif- urlega fjölmennum útifundi á Lækjartorgi og hvatti þar Is- lenskar konur til dáöa. En hver er hún, hvernig hefur lif hennar veriö, og hverjar eru skoöanir hennar á þjóömálum og verkalýösbaráttu? Til þess aö kynnast þvi örlitlu nánar heimsóttum viö hana, og aö venju var hún ófeimin aö segja skoöanir sinar á mönnum og málefnum. Aöalheiöur fæddist á Efri-Steinmýri f Meöallandi I Vestur-Skaftafellssýslu 8. ágúst 1921. Foreldrar hennar voru Bjarnfreöur Ingimundarson og Ingibjörg Sigurbergsdóttir. „Foreldrar mínir voru báöir ættaðir úr Meöallandi og bæöi skaftfellingar aftur fyrir eld, eins og viö segjum fyrir aust- an” sagöi Aöalheiöur. „Aö vfsu er fööurætt fööur mins frá Vest- mannaeyjum, en afi hans var danskur kapteinn, sem sendur var til aö kenna mönnum hér hernað og byggöi m.a. skansinn I Vestmannaeyjum. Hér var hann I eins konar útlegö, senni- lega vegna þess, aö hann var fullkvenhollur”. „Sjöunda i hópi tuttugu systkina” „Ég var sjöunda I hópi tutt- ugu systkina. Fátækt var ákaf- lega almenn á þessum árum. Sá taldist ríkur, sem haföi nóg aö borða. Auövitaö vorum viö fátækust, enda flest I heimili.” A þessum árum var algengt aö stúlkur færu I vetrarvist til Reykjavlkur, en piltar á vertlö, ýmist til Eyja eöa suður meö sjó. „Ég fór I vist til höfuöstaöar- ins 16 ára gömul og var siöan I nokkur ár I vistum þar á vet- urna, en yfirleitt I kaupavinnu á sumrin. Þetta voru atvinnuleysisár og oft fengu piltarnir enga vinnu. Stúlkunum gekk betur. Þær fengu yfirleitt vist, enda var kaupið svo lágt, aö jafnvel þeir, sem voru á bænum hér I Reykjavík, gátu haft vinnu- konu. Fyrsta áriö, sem ég fór I vist, þ.e. 1937, haföi ég 25 krónur I laun á mánuöi. Þetta hækkaöi siöan svolltiö og komst kannski upp I 40-50 krónur á mánuö’. Þannig gekk þetta þar til allt breyttist viö tilkomu hersins, en þá hækkaöi allt kaup. Einhvern veginn átti ég erfitt með aö sætta mig viö erlendan her á Islandi. Ég þoldi ekki Reykjavlk eftir að hermennirn- ir komu hingaö og fór sem vinnukona upp I sveit og var þar mestan hluta strlösáranna”. „Ég gekk i Félag ungra kommúnista” „Ég hef alltaf verið mjög póli- tlsk og reyndar alin upp viö þaö. Foreldrar mlnir voru miklar jónasarmanneskjur og þjóö- málaáhugi mikill á heimilinu. Okkur börnunum var heldur aldrei haldiö utan viö umræöur um þjóömálin. Ég á mjög skemmtilegar endurminningar frá bernskuárunum. Allt sem við lásum var sérstaklega rætt á heimilinu, og þaö tóku allir þátt I umræöunum. Þetta uröu mjög fjörugar umræöur I baöstofunni, og stundum gat hlaupiö nokkur hiti I þær, en þá áttaöi einhver sig oftast nær og sagöi eitthvaö, sem var svo fyndiö aö allir fóru aö hlæja og allir skildu sáttir. Þegar ég kom til Reykjavlkur tók ég nokkurn þátt I félags- starfi þar. Ég fór t.d. á pólitiska fundi, I kröfugöngur 1. mal og keypti Þjóöviljann, sem þá var baneitraöblað. Þaö geröum viö, sem vorum róttæk, af þessum litlu tekjum okkar og máttum þó ekkert missa. Þá var þetta hugsjón. Ég var fyrst sem unglingur I Félagi ungra kommúnista, en slöar gekk ég I Sósíalistaflokk- inn I Vestmannaeyjum”. Formaður í verka- lýðsfélagi 24 ára Aöalheiöur fór fyrst til Vest- mannaeyja áriö 1944 og vann þar I fiski. Þar hóf hún fyrir al- vöru afskipti af verkalýösmál- um. „Ég varö formaöur I verka- kvennafélaginu I Vestmanna- eyjum mjög ung, ég held þaö hafi veriö 1945. Jafnframt starf- aöi ég þar I Sósialistafiokknum og lenti m.a. inn I bæjarstjórn. Mér fannst verkalýösbaráttan I Eyjum frekar róleg á meöan ég var þar, en áöur höföu veriö þar mjög harövltug átök. Ég var hins vegar ókunn og átti ekki I persónulegum útistööum viö neinn, svo aö mér reyndist frekar auövelt aö eiga viö þetta”. „Engin pólitisk afskipti i 20 ár” Aöalheiöur er tvlgift og hefur eignast fimm börn, sem öll eru uppkomin. 1 Vestmannaeyjum giftist Aðalheiöur I fyrra sinn, en eftir nokkurra ára dvöl þar veiktust þau bæöi hjónin af berklum. „Þetta varö til þess, aö heim- ilinu var skipt upp og viö fórum bæöi á Vlfilsstaöi. t þaö sinn var ég þar I fjórtán mánuöi. A árun- um 1952-1954 fór ég tvisvar sinn- um aftur inn á Vífilsstaöi, 1 f jóra mánuöi og nlu mánuöi. Veikindin breyttu auövitaö mikiö högum okkar, og ég má segja, aöfrá þvlég veiktist fyrst af berklunum og I ein tuttugu ár hafðiégenginafskiptiaf pólitlk, þótt ég fylgdist auövitaö meö eins og hver annar. Leiö mín og fyrri eiginmanns- ins skildu eftir 17 ár, og þá var ég fyrst ein meö börnin hér I Reykjavlk og starfaöi sem bréf- beri. En slöan fór ég sem ráös- kona 1 sveit aö Köldukinn I Holt- um, og giftist sföar bóndanum þar Guösteini Þorsteinssyni, sem nú starfar hjá Sambandinu á Kirkjusandi. Mér féll aö mörgu leyti vel viö búskap og heföi ég mátt ráöa mlnu lífsstarfi sjálf, heföi ég oröiö garöyrkjumanneskja. Hins vegar er búskapur mjög erfiður og varla nema fyrir fólk á góöum aldri. Ég var I Köldukinn I ellefu ár. Viö fórum frekar illa út úr kalárunum.og aö lokum ákváö- um viö aðflytja til Reykjavlkur. Þá voru börnin oröin uppkomin og viö þreytt. Þaö var áriö 1974 sem viö fluttum hingaö. En ég get ekki neitaö þvl, aö ég sakna oft sveitarinnar.” „Dálitið óþægilegt að vera i sviðsljósi” Þegar Aöalheiöur kom aftur til borgarinnar hóf hún störf á sviöi Sóknar og fór aö vinna aö jafnréttismálunum. „Ég hef alltaf verið mjög fé- lagslega sinnuö og því alltaf tekiö einhvern þátt I félags- starfi. Og einhvern veginn fór þaö svo, aö ég fór aö starfa aö undirbúningi varðandi kvenna- frldaginn, þótt ég lenti nú mun meira I þvi starfi heldur en mig óraöi fyrir I upphafi”. A kvennafrldaginn hélt Aöal- heiöur ræöu og varö á samri stundu landsfræg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.