Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 13.03.1977, Blaðsíða 15
15 m VISIR Sunnudagur 13. mars 1977 í Framtíð á öðrum stjörnum 1 okkar vetrarbraut eru millj- onir stjarna. Utan hennar eru milljónir annarra sem hver um sig er með milljónum stjarna. Likurnar, ef viö höfum bara hliðsjón af likindareikningi á aö lif sé á öðrum hnöttum, eru þvi nær algjörar. Við sem erum hér á þessum hnetti, eigum okkar framtið, eftir að lifi okkar hér lýkur, að sögn nýalssinna. Við eigum eftir að endurfæðast á öörum hnöttum. Það fer eftir liferni okkar á hvaða hnetti við lendum. Hvort það séu hnettir þar sem okkur liður vel eða illa. Eftir að viö höfum lent á öðrum hnöttum aö loknu þessu lifi getum við hafið upp- byggjandi starf á sjálfum okkur sem siðar getur leitt til að við komumst á aðra hnetti. Þannig gengur þetta koll af kolli, eftir þvi sem viö bætum okkur. „Allt sem við gerum öðrum illt, það gerum við okkur sjálfum” segir dr. Helgi Pjeturss i einu rita sinna. Vísindaathuganir styðja kenningar Helga Nýalssinnar telja að á siðustu árum hafi vísindarannsóknir fært heim sanninn um margt af þvi sem dr. Helgi Pjeturss hafi haldið fram I ritum sinum. Þá hefur mönnum tekist að taka myndir af lifgeislum sem áður þótti fjarstæða. Sovétmenn hafa stundað umfangsmiklar rannsoknir á fjarhrifum á milli manna og dýra, sem allar renna stoðum undir hugmyndir dr. Helga. Nú er orðið alþekkt fyrir- brigði ,,að tala við blómin.”. Menn hafa uppgötvað aö miklu skiptir fyrir blómin hvort menn tala hlýlega til þeirra eða hrakalega. Séu menn hörku- legir, visna blómin, en dafna við hlýlegt viðmót. islensk heimspeki Þessi stutta grein er ekki tæmandi lýsing á hugmyndum dr. Helga Pjeturss. Langt þvi frá. Enn er fjölmörgum spurn- ingum ósvaraö. Bækur dr. Helga eru fullar af kenningum sem koma mönnum spánskt fyrir sjónir. En menn skyldu hafa þaö i minni er þeir lesa bækur og heyra um kenningar hans að dr. Helgi var visinda- maður og virtur i sinni grein. Og það er ekki heldur úr vegi að hafa þaö i huga aö skrif dr. Helga voru sjálfstætt kenninga- kerfi, sem snerta raunvisindi jafnt sem heimspeki. Af hvorugu eigum við neitt af islendir.gar sem heitiö getur. Dr. Helgi Pjeturss fullyrti að Iffgeislar væru til en þvf trúðu fæstir. Með sérstakri tækni sem nefnd er Kirlian ljósmyndun, tókst mönn- um aö ljósmynda lifgeisla. A þessari mynd sem tekin var samkvæmt Kirlian aðferðinni sjást lifgeislar, það eru svörtu angarnir sem teygja sig. Þeir koma frá likama tveggja manna. A þeirri mynd þar sem lifgeislarnir snertast hefur sambandið milli einstaklinganna tveggja veriö gott. A hinni myndinni hafa einstaklingarnir ekki verið sáttir og þvf ná lffgeisl- arnir ekki að snertast. Lifgeislar nefnist rit nýals sinna. Þaö flytur efni sem snert- ir kenningar dr. Helga Pjeturss. efni fyrir alla

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.