Vísir - 03.04.1977, Síða 3
viarn Sunnudagur 3. apríl 1977.
/ ..............................
3
„IBIZA [R ÖÐRUVÍSI"
— segir steinn lárusson, framkvœmdastjóri úrvals
(Jrval býöur upp á mikiö úr
val af úrvalsferöum fyrir úr-
valsfarþega, segir I auglýsing-
um. Og i sumar veröur þessu
úrvalsfólki stefnt til tveggja
eyja i Miöjaröarhafi, Mallorca
og Ibiza. Mallorca hefur liklega
fengiö fleiri islendinga i heim-
sókn yfir árin, en Vestmanna-
eyjar, svo þaö er ekki ástæöa til
aö vera langoröur um hana.
En úrvalsframkvæmdastjór-
inn Steinn Lárusson er ekki siö-
ur hrifinn af Ibiza, sem feröa-
skrifstofan byrjaöi meö I fyrra.
,,Þaö varö áttatiu prósent
sætanýting strax á fyrsta árinu.
Viö vorum skiljanlega ánægöir
meö þaö og ég held aö þeir far-
þegar sem fóru til Ibíza hafi
ekki veriö siöur ánægöir”.
„Ibiza er dálitiö ööruvisi. Hún
er „primitivari” en þessir há’-
þróuöu feröamannastaöir. Þú
hefur á tilfinningunni aö þaö sé
ennþá pláss fyrir þig. Þaö þarf
heldur ekki aö fara langt til aö
vera komin útfyrir alfaraleiö og
þá getur maöur alveg imyndaö
sér aö maöur sé fönikiumaöur á
feröinni 800 fyrir Krist.”
„En Ibiza er lika ung og þar
er fjölbreytt og skemmtilegt
næturlif, fyrir þá sem þaö vilja,
Þaö geta þvi allir fundiö eitt-
hvaö viö sitt hæfi.”
Blómleg hippamenning
„Eitt hefur Ibiza til aö bera
sem gefur höfuðborginni dálitiö
sérstakan sjarma en þaö eru
hipparnir. Hippar þóttu frekar
leiöir gestir hér fyrr á árum og
þeir voru orðnir hálfgert til
vandræöa á Ibiza.”
„En yfirvöldum tókst mjög
vel upp i „viðureign” sinni við
þá. Þeim voru sett viss skilyrði
fyrir aö fá aö vera áfram á
eynni. Arangurinn varð sá aö
þeir eru nú orðnir hluti af
borgarlifinu. Þeir búa á af-
mörkuöu svæöi upp af höfninni
og halda sig þar aö mestu. En á
kvöldin frá kl. 6-7, koma þessar
einkennilegu verur „upp á yfir-
boröið”.
„Þeir setja þá upp markað og
selja þar allskonar dót, viö
vægu verði. Sumt af þvi er auö-
vitað bara drasl en sumt er þess
eölis að það eru auðsjáanlega
handlagnir menn i hópnum.”
„Klæðnaðurinn er mjög
skrautlegur eins og við er að bú-
ast, og ekki eru allir vel til hafð-
ir. En þetta er friðsamlegt fólk
og það þykir hin besta skemmt
un að rölta á hippamarkaðinn á
kvöldin. Yfirvöldunum tókst
þannig að breyta vandamáli I
ferðamannaaðdrátt.”
Allt ódýrara meö ferða-
skrifstofu
Fyrir utan sólarlandaferðirn-
ar er (Jrval svo með ferðir til
Stokkhólms. Crval er þarna
umboðsaðili fyrir Flugleiðir
sem annast flutningana.
En það er nokkurn veginn
sama hvert er verið að fara, það
er yfirleitt hægt að fá ferðina ó-
dýrari i gegum feröaskrifstofu.
Þar vinnur fólk sem er öllum
klækjum kunnugt og það þarf
lika meiriháttar sérfræðing til
að komast sem best úr úr þeim
frumskógi sem flugfargjöld eru
oröin.
Orval er einnig meö umboð
fyrir færeysku bilferjuna Smyr-
il, sem nýtur sivaxandi vin-
sælda hér á landi. Með henni er
hægt að fara til Noregs.Fæ'reyja
og Skotlands, og fyrir bifreiða-
eigendur opnast þarna leiö til
langra ferðalaga um Evrópu.
Þeim fjölgar lika stöðugt sem
notfæra sér þetta.
Smyrill fer frá Seyðisfirði alla
laugardaga frá 4. júni til 8.
september. __<yx
Steinn Lárusson
PRIMETTA
sólgleraugu 1977
eru komin ó markaðinn!
Primetta horfir inn í framtíðina og hið full-
w komna úrval sker sig
^ úr vegna fjölbreytni
í litum og gœðum.
Hvar sem verið er
og sól er á lofti,
muna allir eftir
Primetta
Ökumenn akið óvallt með Primetta
höggvarin sólgleraugu.
PRIMETTA UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI
H.A. TÚLINÍUS heildverzlun
PRIMETTA fœst um land allt