Vísir - 03.04.1977, Side 16

Vísir - 03.04.1977, Side 16
Sunnudagur 3. aprfl 1977. vism framhald af blaðsíðu 15 16 svoliti& sérstakan i sniöum, sangria og brauð. En að morgun- snæðingi loknum var keyrt af stað i ævagömlum langferðabilum, sem vægast sagt litu skrautlega út, málaðir i öllum regnbogans litum, rúðulausir og hávaðasam- ir. Á þessum farartækjum var keyrt enn lengra upp i fjallgarð- inn og stansað viö hið svokallaöa Kon-Tiki-vatn, sem i raun og veru er uppistöðulón fyrir raforkuver þarna i nágrenninu. A bökkum vatnsins var margt gert sér til skemmtunar yfir daginn. Til dæmis var fariö I siglingaferðir á eintrjáningum. Siðan gæddi hópurinn sér á glóðarsteiktum lambarifjasteikum og söng og dansaði fram tilklukkan 16.30, en þá var lagt af staö heim við mikla kátfnu og komiö heim á hóteliö um kl. 18. Fljótlega kom I ljós að hópurinn var of stór, aðallega vegna þess hve dreift við bjuggum og bar á nokkurri óánægju vegna þess meðal starfsfólks og sjúklinga. En kostir þess að búa svona dreift koma einnig I ljós. Fólk varö aö treysta meira á sjálft sig og hvatti það meira til sjálfs- bjargar. Allflestir sjúklingarnir voru frjálsir sinna feröa og gátu farið og komiö eftir vild. Mikið var um heimsóknir fólks á milli ibúöa án þess þó aö þaö virkaöi á nokkurn hátt uppáþrengjandi. Af 29 sjúklingum voru það aöeins 10 sem voru ekki færir um að hafa og ráðstafa eftir eigin geðþótta sinum gjaldeyri og þurfti þvl aö skammta þeim peninga. Allflestir sjúklinganna voru á einhverri tegund geðlyfja. Ekki var það óalgengt að 1-2 lyfjagjöfum á dag værisleppt úr og virtist þaö engin áhrif hafa á einstaklinginn. Heilsufar var almennt gott, nema hvað einir 3-4 einstaklingar urðu fyrir þvi aö brenna nokkuð illa, en ástæöan fyrir þvi getur verið aö þeir voru á geölyfjum, sem gerir þá sérstaklega næma fyrir sól. A milli þess sem farið var i skoöunarferðir hélt fólkið sig aöallega niöri á strönd, og fariö var á fótstignum báti út I litla eyju, siglt hringinn I kringum hana og siöan aö landi. Helstu skoðunarferðirnar, sem farið var i var meðal annars Formentorferð. Keyrt var frá Pálmaborg, höfuðborg Mallorca snemma morguns og tekin stefna norður með fjallgarðinum og fyrst stansaö I þorpinu Santa María. 1 Santa Maria heimsóttum viö gamalt nunnuklaustur, sem nú er starfrækt sem leöurverk- smiðja. Þaöan var haldið enn lengra norövestur meö fjallgarð- inum og var næst stansað á stað, sem heitir Fabrica de Cristal, en þaö er ævagömul glerverksmiðja, sem starfrækt er i dag með sömu glerblástursaöferðinni og tiökað- ist áöur fyrr og sums staðar enn. Eftir að hafa séð glerið blásiö, mótað og myndað, var litið inn i litinn málverkasal á sama stað, ogvaktihann almenna hrifningu, en þar hengu málverk eftir fræga listamenn. En feröinni var haldið áfram og næsti áfangastaður var hinn rómverski hafnarbær Portot De Polensa, sem stendur fyrir miðjum Polensaflóanum. Þar var snæddur hádegisverður, fiskrétt- ir innfæddra, sem bragöaöist al- veg sérstaklega vel. Haldið var til baöstrandar á Formentorskagan- um. Við höfðum öll tekið með okkur sundföt, þvi að viö höfðum búist við þvi aö geta legið á ströndinni i 2 klukkutima. En aldrei þessu vant var óheppnin með okkur. Það var köld gola og gekk á með rigningarskúrum, svo að flestir voru fegnir þvi þegar lagt var af staö heim á leiö eftir stutta viðdvöl á baöströndinni. A leiðinni heim var komið við i einu vaxmyndasafninu á eyjunni, sem er sérstakt sinnar tegundar, vegna þess til dæmis að utan um þaö hefur verið byggður kastali I fomum stil og vaxmyndunum er raðað uppí réttri timaröð, allt frá sögu frumbyggjanna fram á okk- ar tlma, þannig að I hverjum bás er leitast viö að lýsa þeim atburð- um, sem ollu hvaö mestum þátta- skilum I sögu Mallorca. Þvl næst var haldið heim á leið og komiö við I llkkjörsverksmiöju, þar sem allir áttu kost á þvi að fá sér 1, 2 eöa 3 likkjörsglös. Komið var heim á hóteliö um kl. 7.30. Lagt var af stað að morgni, keyrt út á austurhluta eyjunnar og stoppaö I stærstu borg eyjunnar „Mana- cor”. Þar skoöuðum við perlu- verksmiöju og fylgdumst með framleiðslunni. Hellar, kirkjur, nætur- klúbbar Þvl miöur voru það allt of fáir, sem höföu áhuga á þvi að fara 1 Granadaferð, vegna þess að greiða þurfti I gjaldeyri. Einn- ig var þaö álit sumra aö hún væri of erfiö fyrir marga sjúklingana, sem er rétt. En til Granada var lagt af staö snemma um morgun og keyrt i suðurátt frá Torremol- inos til hinnar frægu borgar Granada, en sú borg er þekktust vegna dvalar máranna, en þeir réöu rlkjum frá 710 til 1494. Það sem gerir þessa ferð aö bæöi heillandi útsýnisferð og kennslu- stund er samspil náttúrufegurð- arinnar og frásögn leiðangurs- stjóra um sögu þeirra, er mótaö hafa þann stað og myndað á liðn- um öldum. Stansað varfyrir utan Alhambrahöllina og hún skoðuð. Aö sögn er hún slðasta vlgi már- anna á Spáni. Ekki má gleyma garðinum, sem var sérkennilega hannaður af listamannahöndum. Eftir að hafa skoöað höllina og garöinn, var snæddur hádegis- veröur og slöan var kirkjan skoð- uð, þar sem konungshjónin Ferdinand og Isabella hvlla. Eftir þaö var frjáls timi I rúma klukku- stund og notaði fólk tlmann til aö skoða sig um. Slðan var haldið heim á leið- En keyrslan var löng, eða I allt um 300 km. Komið var heim um klukkan 8 um kvöldið. Þeir, sem þátt tóku I Granada- ferö, voru ánægðir með ferðina I alla staði, en þreyttir voru ferða- langarnir aö kvöldi og fegnir hvlld. Þetta var siðasta skoð- unarferöin, sem fariö var I. Sýnilegur bati Mjög erfitt er að meta árangur af svona ferö, en óhætt tel ég að fullyrða að enginn hlaut skaða og sýnilegur bati hefur orðið hjá sumum.hvortsem það erferðinni að þakka að hluta eöa einhverju öðru. Þaö er trú min að eftir nokkur árþyki það orðið sjálfsagt að langdvalarsjúklingar á geð- sjúkrahúsum skipti um umhverfi einu sinni á ári og fái tækifæri tU þess að lifa eölilegu lifi aö svo miklu leyti, sem hægt er. Þvl að ef við setjum okkur I spor siúkl- inganna, sem dveljast á 15-20 manna deild ár eftir ár, deila svefnherbergi með 2, 3, 4 eða 5 öðrum munum viö skynja hversu mikillar þolinmæöi þetta kref st af einstaklingnum og gera okkur grein fyrir þvi aö þetta getur ekki haft jákvæö áhrif á neinn til lengdar, jafnvel þótt starfsfólk deildarinnar leggi sig fram eins og það getur. Þann 30. mai 1976 lagði 40 manna hópur af staö klukkan 9 að morgni frá Kleppspltalanum og var ferðinni heitið til Mallorca. Gist skyldi á Hótel Maria Elena á Mallorca, höföum viö fengiö þar tilumráða 8 ibúöir. Eins og I fyrri feröinni var búið að raða sjúkl- ingum og starfsliði niöur I i ibúð- ir. En viö höföum lært af reynsl- unni, svo að núna voru sjúklingar af báðum kynjum I flestum Ibúð- anna. Þessi hópur virkaði á ytra borðinu að minnsta kosti, miklu öruggari með sig en sá fyrri, en sex af þátttakendunum höfðu ver- ið meö i fyrri feröinni. Ferðin til Mallorca gekk mjög vel. Erfiðleikarnir byrjuöu ekki fyrr en við komum heim á hótelið, en þá reyndist þaö vera svo að ibúðunum var dreift á Hótel Maria Elena I og II og sumir voru I ibúðum á fyrstu hæð, aðrir á annarri eða á sjöundu og áttundu hæð. Voru þetta mun óvistlegri óbúöir heldur en þær sem við höföum kynnst á Costa del Sol. í Ibúðunum var hvorki simi né sjónvarp eins og á Hótel Las Esterellas. Kostir og gallar Næsta ferö var hellaferð. SIðan var ferðinni haldið áfram dreka- hellarnir alkunnu heimsóttir en það eru griðarstórir dropasteins- hellar, semheilla unga sem aldna vegna hinnar miklu fjölbreytni, sem gætir i lögun dropasteinsins. Hlýtt var á tónlist eftir Bach á bökkum vatnsins i botni hellisins. Svo hljótt var aö heyrt hefði mátt saumnál detta. Sumir sjúkling- arnir og starfsfólk haföi orð á þvi að það hefði aldrei upplifað jafn hátlölega stund. En ferðinni var haldið áfram og hinn sérstæði dýragarður Autosafari var heimsóttur, en dýragaröur þessi erfrábrugðinn öðrum aðþvl leyti að dýrin ganga laus I slnu náttúrulega umhverfi, en við vor- um lokuð inni I bllnum á meðan hann ók I gegnum garöinn. Vakti þetta almenna hrifningu I hópn- um og allir þeir sem voru með myndavél smelltu af I grið og erg, sumir eyddu einni filmu og aörir tveimur. Einnig voru allir vel nestaöir af brauöi og banönum til þessaö gefa dýrunum, en ég held aö flestum hafi þótt skemmtileg- ast að henda banönum til apanna. Garöur þessihefurað geyma flest dýr merkurinnar og heimsóknin ógleymanleg flestum þeim, er þangað komu. Var komiö heim á hótelið laust fyrir kvöldmat. Eina skoöunarferö settu leiðangursstjórar Sunnu alveg sérstaklega upp fyrir þennan hóp. Var hún til þess aö auka fjöl- breytni ferða fyrir okkur og heimsækja þá staði inni I Pálma- borg, er hvað mesta athygli vekja. Feröin hófst klukkan 9 um morguninn með þvi aö siglt var inn til Pálmaborgar meðfram Magalufströndinni og tók sigling- in um 40 m. A leiðinni blasti við fallegt landslag og sögufrægár slóðir, en þegar nálgast tekur borgina blasir viö hin mikla dóm- kirkja Mallorca, Marlukirkjan, en hún er talin fimmta stærsta kirkjan I heiminum I dag. Kirkjan var byggð vegna áheits fyrsta kristna konungs Mallorca og á ferö okkar um kirkjuna var okkur sagt frá aödraganada þessa á- heitsog leitast viö að lýsa þvl sem fyrir augu bar. Eftir klukku- stundar dvöl I kirkjunni var ferð- inni haldið áfram og heimsótt gamalt spánskt þorp, þar sem margt skemmtilegt var að sjá. Hádegisverður varsiöan snæddur á gömlum matsölustað i hjarta borgarinnar, og þar var boðið upp á þjóðarrétt spánverja, pæluna. Aömáltið lokinni heimsóttum við Delfinarium.eða sædýrasafnið og horfðum þar á höfrunga, sæljón og önnur skemmtileg dýr sýna listir sinar. Komiö var heim á hótelið um kl. 17. Þessi ferö hefur reynst ógleymanleg öllum þeim sem þátt tóku i henni. Einnig var eitt kvöldiö frægasti næturklúbbur i Suður-Evrópu heimsóttur, en þaö er nætur- klúbburinnTitos. Allir klæddu sig I sin bestu föt og mikil eftirvænt- ing skein út úr andlitum þeirra, sem aldrei höfðu á næturklúbb komiö. Þar sáum viö fræga ilamengódansarasýna listir si'nar ásamt töframönnum, fjölleika- mönnum og söngvurum af hinum ýmsu þjóðernum. Fólk dansaði og skemmti sér vel fram yfir miö- nætti, en þá var haldið heim á leið. Siðasta ferðin, sem farin var, var I eina af þessu frægu grisa- veislum. Þar var á boöstólum gnægð matar, grisakjöt, kjúkl- ingar, kartöflur og góðar veigar. Mikið varsungiðundir borðum og skemmtu allir sér vel. Eftir aö matast hafði verið gengu allir út og dönsuðu úti undir berum himni, þangað til lagt var af stað heim laust eftir miðnætti. Siðasta kvöldið, sem hópurinn dvaldist á Mallorca bauð ferða- sjóöur öllum i mat og gat fólkið valiö um þaö hvort það vildi held- ur nautasteik eöa kjúklinga. Eftir sameiginlegt borðhald á hótel Treamon.flutti allur hópurinn sig út á veröndina fyrir utan hóteliö. Þar sátum við og töluðum saman og sungum, flest meö góöar veig- ar I glasi, eöa þeir sem það vildu, fram að miðnætti, en þá var hald- ið heim. Einn laugardagsmorguninn var fariö á sigaunamarkað. Lagt var af staö kl. 8 að morgni. Þvl miður var þetta einn af þeim þremur rigningardögum, sem viö fengum I þessari tveggja vikna ferð, og dró þaö nokkuð úr ánægju fólks. En þaö lét ekki rigninguna aftra sér frá þvl að fara. Þegar á markaðinn var komið, tvfstraöist hópurinn fljótlega. Mismunandi vel gekk sambýlis- fólki að halda hópinn, en þó að hópurinn tvistraðist kom það ekki að sök, þvi að sá sem týndi sínum hópi slóst bara I förina með fólki úr öðrum hópi. Og allir komust heim á lokum, reynslunni rikari. Þaö má segja aðfyrirsuma einstaklinga Ihópn- um var atburðarásin ef til vill heldur hröö þvl allt var var svo nýtt og framandi. En allflestir sýndu alveg sérstakan dugnað og mikið úthald, voru mikið á ferð- inni og reyndu að koma I veg fyrir að nokkuð markvert færi fram hjá þeim. Við vonumst til þess að geta farið meö hóp sjúklinga til Kanarieyja næstkomandi haust, en eitt vandamál er til staöar. Hvaða leiðir er hægt að fara til aö afla fjár til ferðarinnar? Ekki er endalaust hægt að treysta á gjaf- mildi stofnunarinnar. Ef einhver, sem les þessa grein býr yfir góöri hugmynd, þá er hann vinsamleg- ast beðinn að koma henni á fram- færi. Að endingu vil ég nota tækifær- ið og þakka starfsfólki Sunnu og sérstaklega Ingólfi Guðnasyni allan þann velvilja, sem hann hefur sýnt okkur. Jafnframt þakka ég starfsfólki Kleppspltal- ans fyrir sitt framlag og vinnu I þágu feröasjóðs. vítfa er þörf fyrir vasatölvu Taktu hana med til sóianianda. þá geturdu reiknad hvacJ hlutimir kosta og yfirfœrslan nýtist betur. Mundu ad láta skrá hana hjá Tolli vid brottför. Urval úrvals-vasareiknivéla fœrdu hjáokkur ^Wh‘< med heils áns ábyngd. SKBIFSTDFUVELflR H.F. _________ sz Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.