Vísir - 03.04.1977, Qupperneq 18
18
Sunnudagur 3. apríl 1977. vism
■ / ■ ■ '
J
Baldur Sveinsson og Jón Arni Baldursson, sonur hans, sem llka fór f
sólarlandaferö og þótti ofsalega gaman. Visismynd: —BG.
skammti sem maöur fær i banka
hérna heima. Þaö er vonlaust
nema menn lifi þá algeru sultar-
lifi, svo ég fékk mér viöbót”.
,,í tvö siöari skiptin var ég i i-
búb meö tveimur kunningjum
minum. Viö erum allir á góöum
aldri og þaö var alltaf lif og fjör,
en ekkert alltof mikiö. Ég fann
allavega ekki til neinnar þreytu
eftir aö ég kom heim, heldur
þvert á móti úthvildur og af-
slappaöur”.
—ÓT
„Allt í lagi þótt
dagarnir séu líkir"
Baldur Sveinsson, kenn-
ari:
,,Ég hef farið til Mallorca,
Costa del Sol og Kanarieyja, meö
fjölskylduna og ég held aö svona
feröir séu nauösynlegar fyrir all-
an almenning.”
„Viö vorum aldrei i vandræöum
meö að finna eitthvað að gera, og
þótt sumir dagarnir væru öðrum
likir, gerði þaö ekkert til. Okkur
leiö svo vel þarna I sólinni.”
„Adæmigeröum degi fórum viö
á fætur og fengum okkur morgun-
verö, áöur en við töltum niöur á
strönd, hjónin og tvö börn. Þar
var legið í sólbaöi og synt fram aö
hádegi. Þá var hádegisverður og
svo aftur á ströndina, eöa rölt um
bæinn.”
„Eftir kvöldmat var svo farið i
tivoli með börnin, labbað um,
setiö heima.horft á sjónvarp og
lesið, eöa fariö út á skemmti-
stað.”
„Við drekkum ekki áfengi svo
ekki fóru peningar i þaö, en þrátt
fyrir þaö er vonlaust að lifa á
þeim nánasarlega gjaldeyris-
skammti sem viö fáum hérna
heima. Við gerðum þvi þaö sama
og allir aðrir og fengum okkur
aukapening áður en viö lögöum af
staö.”
„Við fórum ekki mikið i skoð-
unarferöir með feröaskrifstof-
unni, en leigöum hinsvegar bil i
eina viku og fórum I leiöangra upp
á eigin spýtur.”
„Þaöer geysigóð hvild i svona
feröum og menn búa lengi aö
skemmtuninni og tilbreyting-
unni.”
—ÓT.
Elisabet Finnbogadóttir. — Visismyndir BG.
„ Kynnisferðirnar
alger nauðsyn"
Elísabet Finnbogadótt-
ir:
„Ég hef farið i tvær sólarlanda-
reisur, i annaö skiptiö til Mall-
orca en hitt skiptið til Lignano á
italiu. Ég er nú ekkert fyrir aö
liggja mikiö i sólbaöi á ströndinni
og viö fórum þvi mikiö I kynnis-
feröir og til aö skoöa okkur um,
þótt ströndin væri auövitaö ekki
alveg vanrækt”.
„Ég tel kynnisferöimar vera
algera nauösyn, þvi þaö eru svo
margir sem ekki sætta sig viö aö
liggja i sólbaöi alla daga. Þaö
verður aö gefa fólki kost á aö sjá
eitthvaö annaö en sandinn”.
„Mér finnst maöur hvilast
mjög vel f-svona feröum og ekki
hægt að telja þær til munaöar.
Þaö er kannske óþarfi aö fara á
hverju ári, en þaö ættu allir aö
geta notiö þess ööru hverju”.
„Þaö er eiginlega nauösynlegt
aö hafa aö minnsta kosti þrjár
vikur. Þaö tekur alltaf nokkra
daga aö falla til og læra á
umhverfiö. En eftir þaö hefur
maður þaö lika afskaplega gott”.
—ÓT
Sjóvá
Ferðaslysatrygging SJÓVA greiðir bætur við
dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku
og vikulegar bætur. þegar hinn tryggði verður óvinnufær vegna slyss.
Ferðaslysatrygging SJÓVA er nauðsynleg,
ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun, allra ferðamanna.
TIMALENGD DANARBÆTUR ÖRORKUBÆTUR DAGPENINGAR A VIKU IÐGJALD
14 dagar 2.000.000.- 10.000.- 1.168.-
17 dagar — — — — 1.262.-
1 mánuður — — — — 1.720.-
Dæmi um iðgjöld af
ferðaslysatryggingum
SJÓVA:
(Söluskattur og
stimpilgjöld innifalin).
f
SJOVA
SUDURIANDSBRAUT 4 REYKJAVÍK SÍMI 82500
UMBOÐSMENN UM IAND ALLT
„Bláa höllin” i Lignano