Vísir - 03.04.1977, Síða 20

Vísir - 03.04.1977, Síða 20
— rabbað við jónas guðvarðsson, fararstjóra „CÆT/Ð YKKAR Á SÓLINNI" Til þess aö fá nokkur almenn, góö ráð, tókum viö hús á einum þaulreyndum fararstjóra, Jón- asi Guövaröarsyni sem hefur starfaö fyrir úrval á Kanarieyj- um, Mallorca og viöar, i mörg ár. ,,Það er best aö byrja á aö gefa fólki ráö um ýmsa hiuti sem þaö ætti aö gera, áöur en það fer að heiman. Og þá vil ég fyrst nefna tryggingar. Ég vil eindregið ráðleggja mönnum aö tryggja sig i bak og fyrir. Sjúkra- og slysatrygging er sjálfsögö. Sjúkrasamlagiö tekur ^ aö visu viö töluverðum kostnaöi, en þóaðeins sem nemur þvi sem sérfræðingshjálp og sjúkralega nemur hérna heima. En kostn- aður þar fyrir utan getur oröiö töluveröur”. Ekki of mikið af fötum ,,Þá er einnig sjálfsagt aö taka farangurstryggingu, þvi það eru töluverð verðmæti sem fara forgörðum ef ein ferða- taska týnist. Menn ættu að at- huga i þvi sambandi að almenn farangurstrygging nær ekki yfir ýmsa dýra hluti sem þeir hafa með sér i ferðalög”. „Þar má til dæmis nefna myndavélar, útvörp, segulbönd og skartgripi. Allt þetta þarf að tryggja sérstaklega, ef menn vilja fá það bætt, verði þeir svo óheppnir að týna þvi”. ,,Og svo er það þegar menn eru að búa sig að heiman. Lang- flestum hættir til að taka alltof mikið með sér, og þá sérstak- lega af fötum. Þetta er tilhneig- ing sem er ákaflega rik i mönn- um, ég hef staðið sjálfan mig að þvi að gera þetta, jafnvel eftir mörg ár sem fararstjóri”. ,,Það er ekki óalgengt að kon- ur séu með tvo eða þrjá siða kjóla, og mennirnir með tvenn eða þrenn jakkaföt. Fyrir hálfs- mánaðar til þriggja vikna dvöl i sólinni, er þetta óþarflega mik- ið”. „Flestir skemmtistaðimir i sólarlöndum eru mjög óform- legir, og i svipinn man ég til dæmis ekki eftir öðrum stað en Titos, á Mallorca, sem krefur menn um hálstau. Menn skemmta sér kannske eitt kvöld þannig að þeir þurfi að vera formlega búnir. Föt þar framyf- ir eru þvi bara aukakiló sem ekkert gagn er að”. Ekki ofkeyra líkamann „Hinsvegar getur verið gott að taka með sér ýmsa smáhluti að heiman, sem koma að veru- legu gagni. Þar má nefna hand- klæöi, vekjaraklukku, visku- stykki, litinn dósahnif, kork- trekkjara, heftiplástur og snær- ishönk”. „Það er hreint ótrúlegt hve marga vantar snærisspotta þeg- ar niðureftir er komið, til þess að nota sem þvottasnúrur, til að binda aftur töskur og þar fram- eftir götunum”. „Ýmislegt af þvi sem ég hef nefnt hér ætti að vera i ibúðum. En það vill oft vanta og þótt spánverjar séu yndislegt fólk eru þeir. ekki ailtaf snarir i snúningum. Það getur þvi liðið hálft sumarfri áður en visku- stykkið kemur”. „Eitt það mikilvægasta sem menn taka með sér i sumarfriið, er heilsan og hún er stundum vandmeðfarin i sólarlöndum. Það er oft talað um að fólk fái matareitrun og það er lika til i dæminu. En oft er það lika það sem við köllum ferðamanna- veiki”. „Fólk leggur oft geysimikið á likama sinn þarna niðurfrá. Hit- inn er miklu meiri, menn drekka (i mörgum tilfellum) miklu meira áfengi en heima, mataræðið er allt annað, vökur eru oft meiri”. „Ef likamanum er freklega ofboðið, gerir hann uppreisn. Menn ættu þvi að reyna að gæta hófs, og taka sér hvild öðru hverju frá hinu ljúfa lifi annars getur það eyðilagt mikinn hluta sumarleyfisins.” Takið sólina í smá- skömmtum „Sólin getur lika verið stór- hættuleg og það verður ekki brýnt um of fyrir fólki að með- taka hana aöeins i smáskömmt- um til að byrja með. Það virðist þvi miður vera sama hve mikið þetta er predikaö, það eru alltaf einhverjir sem brenna sig á þessu, i orðsins fyllstu merk- ingu”. „Og svo að lokum aðeins aft- ur, um fjárhagshliðina. Margir leigja sér orðið bifreiðar til að geta farið eigin leiðir, og það er alveg stórfint. Menn ættu þó að gæta þess vel að taka alltaf full- ar tryggingar fyrir öllu sem fyr- ir gæti komið. Þær tryggingar er hægt að kaupa á bilaleigun- um. Þá má, geta þess að hjá spönskum bilaleigum er „Sólar- hringurinn” tólf timar, en ekki túttugu og fjórir eins og hérna heima. Ef menn leigja t.d. bil kl. 9að morgni og skila honum kl. 9 morguninn eftir, eru þeir rukkaðir um annan dag. Og það er engin leið út úr þvi”. „Eftir allar þessar ráðlegg- ingar mætti ætla að það sé stór- hættulegt fyrirtæki að fara i sólarreisu, en það er fjarri þvi. Ef menn gæta aðeins hófs með sjálfan sig og sýna dálitla fyrir- hyggju, leikur lifið viö þá”.óT öllum er ráðlagt að fara varlega i sólinni Jónas Guövarðarson, Vlsismynd Jens. Það er dálitið öfui snúið, en samt satt, að sólin, sem menn eru aö sækjast svo mikið eftir i sumarleyfisferðunum, getur orðiö til þess að eyðileggja ger- samlega fyrir þeim friið. Sömu sögu er að segja um ýmsar aðr- ar lystisemdir lifsins þarna syöra. Ýmsir smáhlutir og arg og þras geta lika gert mönnum lifiö erfitt. Það er þvi eiginlega tölu- verð list að fara I sólarlanda- ferðir, enda hafa verið skrifaðar um það bæði handbækur og ieik- rit. það er leikur ð verða brúnn [ivea sólarvörurnar veita húöinni þá vörn sem hún þarfnast Igagnvart sólargeislunum. Meö Nivea veröur húöin brún Sólarlandafarar gleymið ekki því nauðsynlegasta Takið með ykkur Nivea Nivea sólarolíu Nivea sólarmjólk Nivea eftir sól.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.