Vísir - 06.04.1977, Qupperneq 3

Vísir - 06.04.1977, Qupperneq 3
VISIR Miðvikudagur 6. apríl 1977. 00 „Þetta er ekki einu sinni nóg til að halda áhuganum vakandi.” Ljósm. JA til tvær vikur. Við spurðum Þór- arin hvernig það samrýmdist fjölskyldulífi. „Það hefur gengiö vel hingað til þvi við hjónin dönsuöum saman og tókum son okkar með i ferðirnar. Nú er drengurinn orðinn 4ra ára og byrjaður i skóla og þá er þetta ekki eins auðvelt viðfangs. Konan min, Margaret Cameron, varð að hætta feröalögunum og kennir nú við skóla sem starfræktur er við flokkinn i London. Dans- flokkurinn reynir yfirleitt að haga feröum sinum þannig að við komum til London eftir vik- una og erum þar um helgar.” Alltaf gaman aö koma heim Þórarinn dansaði sem gesta- dansari i Coppeliu fyrir 2 árum og sagðist hann álita að islenska dansflokknum hefði fariö mikiö fram á þessum tima. Um þessa heimsókn hafði hann þetta að segja: „Mér likar ágætlega að dansa með Islenska dansflokknum. Músikin við Ys og þys er létt og skemmtileg og það er ánægju- legt að læra af hinum gesta- dansaranum, Marius Liepa, sem er einn af aðaldönsurum við Bolshoiballettinn i Moskvu. Svo er llka alltaf gaman aö koma heim.” —SJ Hátíðahöld á Selfossi: Eitthvað fyriralla! Það veröur heilmikiö um aö vera á Selfossi yfir hátiöirnar. Þá gengst knattspyrnudeild ungmennafélagsins fyrir miklum hátiöahöldum sem byrja strax i kvöld meö dans- leik fyrir krakka i Tryggva- skála. Siðan veröur eitthvað um að vera á hverjum degi, m.a. Bingó, dansleikir, útiskemmt- anir og fleira og fleira. Nánar verður sagt frá hátiðardag- skránni I dreifibréfi sem borið verður I hús á Selfossi. —GA Líður oð lokum Endatafls Hiö fræga leikrit Nóbels- verölaunahafans Samúel Becketts ENDATAFL hefur nú veriö sýnt I nokkur skipti á Litla sviöi Þjóöleikhússins en þetta er i fyrsta skipti sem verkiö er flutt á sviöi hérlend- is. Endatafl var samið fyrir 20 árum og þykir eitt af tima- mótaverkun nútimaleikritun- ar. Næsta sýning á Endatafli er I kvöld og leikritiö veröur svo sýnt aö kvöldi annars dags páska. RITHOFUNDAR SEMJA VIÐ RÍKISÚTVARPIÐ Samningar hafa tekist milli Rikisútvarpsins og rithöfunda- sambands tslands og á fundi sambandsins fyrir helgina var nýi samningurinn samþykktur án athugasemda. Samningur þessi gildir frá 1. mars 1977 til 31. desember 1978. Nokkrar breytingar til hækk- unar voru geröar á töxtum fyrir flutning á ritverkum félaga Rit- höfundasambands íslands i hljóðvarpi og sjónvarpi. Að auki voru gerðar nokkrar orðalags- breytingar á fyrri samningi þessara aðila sem sagt var upp af Rithöfundasambandinu 1. okt sl. Samningagerö sóttist nokkuð seint og bar mikið á milli i upphafi. Það skal tekið fram að nú i nokkur ár hafa rithöfundar fengið sjálfkrafa hækkanir á launum sinum hjá Rikisútvarp- inu i samræmi viö hækkanir á lanunum opinberra starfs- manna auk visitöluuppbóta. Samningarnir voru undirritaðir af formönnum samninganefnda < sem voru Andrés Björnsson út- varpsstjóri fyrir hönd Rikisút- varpsins og Björn Bjarman rit- höfundur fyrir hönd Rithöf- undasambands Islands. Páska-rally Bifreiða- íþróttamanna Einar tuttugu og fimm bif- reiðar hafa nú veriö skráöar til keppni i Páska-rally Bifreiöa- iþróttaklúbbs Reykjavikur, sem haldinn veröur niunda aprll næstkomandi, kl. 10 fh. Það er töluverður spotti sem menn eiga að keyra, þvi þaö er lagt upp af.gamla flugvallar- veginum og keyrt austur aö Þingvöllum, fyrir Þingvalla- vatn, I suðurátt, niður I ölfus og fyrir Ingólfsfjall og þaöan eftir krókaleiöum út á Reykjanes, áður en haldið verður 1 bæinn aftur. Þessi keppni er aöeins fyrir fólksbifreiðar með drifi á einum öxli og skal hver þeirra hafa hlotið þátttökuheimild frá keppnisstjórn. Tveir ökumenn veröa I hverri bifreiö Lögreglustjórinn i Reykjavlk, Sigurjón Sigurðsson, startar fyrsta bilnum, og haft er sam- band við viðkomandi yfiFvöld, hvar sem um er farið. —ÓT ÓMAR OG SVAVAR Á KABARETTBINGÓI Þaö ætti aö veröa Ifflegt bingóiö hjá kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatl- aöra annaö kvöld, þvi aö þar veröa tveir af hressustu niönn- um landsins i sviösljósinu, þeir Svavar Gests og ómar Ragnarsson. Þetta Kabarettbingó verður I Sigtúni við Suöurlandsbraut og hefst klukkan átta á fimmtu- dagskvöld. Konurnar, sem að þessu standa benda fólki á aö koma timanlega vegna þess aö undanfarin ár hefur fjöldi fólks orðið frá að hverfa. Verðmæti vinninganna á bingóinu er um 800 þúsund krón- ur þar á meöal eru þrjár utan- landsferðir, málverk, dvöl i skiðaskálanum I Kerlingarfjöll- um, vöruúttektir, rafmagnsvör- ur og fleira. Ómar Ragnarsson mun skemmta ásamt undirleikara sinum Magnúsi Ingimarssyni og einnig syngur sönglagatrióiö Bónus. Lágmarksverðmæti vinninga I hverri umferö er 20 þúsund krónur, en spilaöar verða 18 umferðir. Félagskonur sem unnið hafa undanfarið að undirbúningi þessa Kabarettbingós, segjast treysta þvi aö nú sem endranær fjölmenni velunnarar félagsins á þessa skemmtun og styðji þar meö starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um leið og þeir njóti góörar skemmtunar. Tveir listamenn sýna að Kjarvalsstöðum 1 vestursal Kjarvalsstaöa veröur opnuö sýning á verkum tveggja listamanna á laugar- daginn. Þar sýnir Þorbjörg Höskulds- dóttir um 20 oliumálverk og álika margar teikningar og frumdrög aö teikningum. Hauk- ur Dór Sturluson sýnir þarna 20 stór oliumálverk og eru flest þeirra til sölu. Undir lok sýningarinnar eða sunnudaginn 22. april mun Reykjavikur Esemble flytja verk I syningarsalnum. —SG Fjórir prestar ó kirkju kvöldi í Dómkirkjunni Hiö árlega kirkjukvöld bræðrafélags Dómkirkjunnar veröur haldiö á skirdagskvöld og taka þátt i þvi fjórir dóm- kirkjuprestar. Hefst dagskráin klukkan 20.30. Dómkirkjuprestarnir séra Hjalti Guðmundsson, séra Ósk- ar J. Þorláksson fyrrverandi dómprófastur, séra Jón Auöuns fyrrverandi dómprófastur og séra Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur halda ræöur. Dómkórinn syngur og Ragnar Björnsson dómorganisti leikur á orgelið. ~SG OPIÐ laugardag fyrir páska kl. 9-12 # # # Mikið úrval af fallegum gjafavörum v v v Vörur fyrir alla Verð fyrir alla ILIilí” liHISTVLI Laugaveg 15 sími 13111

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.