Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. ágúst 196«. Útgefandt: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimkvaemdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Stemgrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán tnnanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Ottinn við frelsið Vafalaust hafa þeir leiötogar Sovétríkjanna, sem ákváðu innrásina í Tékkóslóvakíu, gert sér það ljóst fyrirfram, að hún yrði fordæmd um allan heim. Þeim hefur meira að segja verið kunnugt um, að dygg- ustu fylgjendur og skoðanabræður þeirra í lýðræðis- ríkjunum, myndu ekki treystast til annars en afneita þeim. Hvað er það, sem knýr þá til að fremja þennan verknað, sem þeir vita að muni gera þá óvinsæla og fordæmda um allan heim? Skýringin er ekki sú, sem sumir virðast gizka á, að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir, að Tékkó- slóvakía færi úr Varsjárbandalaginu og þannig veiktist hernaðaraðstaða bandalagsins og Sovétríkjanna. Stjórn- endur Tékkóslóvakíu voru traustir fylgjendur Varsjár- bandalagsins og ekkert benti til, að það myndi breytast. Það var því ekki þetta, sem valdhafar Sovétríkjanna óttuðust. Ástæðan var önnur. Hún var sú, að hinir nýju valdhafar Tékkóslóvakíu ætluðu að leyfa aukið málfrelsi í landinu. Ætlun þeirra var þó ekki að leyfa fullt mál- frelsi að sinni. Það átti t.d. ekki að leyfa starfsemi nýrra stjómmálaflokka né að gefa andstæðingum kommúnista kost á blaðaútgáfu. En innan kommúnistaflokksins sjálfs átti að leyfa frjálslegri skoðanaskipti, taka upp leynileg- ar kosningar og fleira af slíku tagi. Hömlurnar, sem kommúnistaleiðtogarnir gátu lagt á frjálsræði manna, átti ekki að vera jafnmiklar og áður. Kröfur um slíkt aukið frjálsræði vaxa nú óðum í öllum löndum komm- únista. Það bólar á þeim í Sovétríkjunum ekki síður en annars staðar. Það, sem leiðtogar Sovétríkjanna óttuðust, var öðru fremur það, að yrði slíkt frjálsræði leyft í Tékkóslóvakíu, kynni almenningur í Sovétríkjunum að krefjast hins sama .Og þá gæti núverandi valdakerfi kommúnista orðið hæ-tt. Þess vegna gæti slíkt fordæmi Tékka orðið hættulegt. Þess vegna yrði að afstýra því hvað sem það kostaði. ' Það er óttinn við aukið frelsi, sem öllu öðru fremur hefur stjórnað ofbeldisgerðum Rússa í Tékkóslóvakíu. Það er sami óttinn, sem stjórnaði ofbeldisverkum Stalíns, bæði innan og utan Sovétríkjanna og var meginorsök hinna mörgu „hreinsana" hans. Menn voru farnir að vona, að Sovétríkin væru að hverfa frá Stalinismanum. Það gerir atburðina { Tékkó- slóvakíu ekki sízt óhugnanlega, að þær veikja þessar vonir. Þessir atburðir sÝna, að núverandi valdhafar Sovét- ríkjanna óttast frelsið litlu minna en Stalín. Það verður að vona í lengstu lög, að sá ótti þeirra leiði þó ekki til þess að þeir fremji öll óhæfuverk Stalíns. En þeir eru og komast óhugnanlega langt út á þá braut. Innrásin í Tékkóslóvakíu talar skýru máli um það. Þess vegna skapa atburðirnir í Tékkóslóvakíu enn meiri ugg en ella. Þess vegna bíða menn milli vonar og ótta þangað til þessi mál skýrast þetur. Sá ótti og uggur knýr vestrænar þjóðir til að gæta vöku sinnar og samheldni. Góður sjónvarpsþáttur Sjónvarpsviðtalið, sem tveir fréttamenn sjónvarpsins áttu við formenn stjórnmálaflokkanna um atburðina í Tékkóslóvakíu, var til fyrirmyndar. Það var glöggt dæmi þess, hvernig sjónvarpið á að haga vinnubrögðum sínum. TIMINN ERLENT YFÍRLIT Hvað gera valdhafar Sovét- ríkjanna við Alexander Dubcek? Spurning, sem er á allra vörum um þessar mundir. I SENNELEGA hefur enginn spurning verið ofar í hugum manna eftir innrásjna í Tékkó slóvakiu en sú, hvert verði hlutskipti Alexanders Dubceks. Það væri í fullu samræmi við fytrri reynslu, að hann yrði lát- inn hverfa með einhverjum hætti af sjónarsviðinu og þá sennilega frekar þegjandi og hljóðalaust en að afstöðnum miklum 'réttarhölldum, svipuð- um þeim, er fóru fram í tíð Stalíns. Réttarhöld yfir Alex- ander Dubcek myndu ryfja aðdraganda innrásarinnar svo óiþægilega upp, að þau geta eikki talizt líkleg. Þess vegna er trúlegra, að fundinn verði eimhver önnur leið. En víðs vegar um heirn,, mun fylgzt meira með örfögum hans en nokkurs annars manns í rtáinni framtíð. Það verður fylgzt jafnvel enn meira með þeim en örlögum Andreas Papandreous, þegar hann sat í fangelsi grísfcu fasistanna í fyrra, en um margt er. aðstaða þeirra svipuð. Þótt CIA ætti vafálítið sinn þátt í valdaráni grísku fasistanna, má stjórn Randaríkjanna eiga það, að hún fékk fastistana til að láta Papandreou lausan. En hvað gera valdhafar Sovétríkjanna við Dubcek? Það er spurning- in, sem heimurinn spyr í dag. FERILL Alexanders Dubceks er slikur, að hann hlýtur að vekja tortryggni kommúnista á alt valdafcerfi sitt. Dubcek er alinn upp í strangri trú á valda kerfi bommúnista. Það er ekki nema 10 ár síð-an hann laufc þriggja ára námi við helzta flokbsskóla bommúnista í Moskvu. Á hverju getur ekki verið von, þegar slíkir menn bregðast? Alexander Dubcefc er fædd- ur 27. nóvember 1921 í Uriho- vek í Slóvakáu og munaði litlu að hann yrði bandarískur ríkis borgari. Faðir hans flutti til Bandarífcjanna skömmu fyrir fyrri heimstyrjöldina, gekk þar í kommúnistaflokfc (Social- ist Party of Illdnois), og starf- aði mikið fyrir hann meðan hann dvaldist vestra. Hann sneri heim til Slóvafcíu snemma árs 1921. Hann tófc þátt í samtökum kommúnista þar, en missti brátt trú á, að hægt yrði að koma á komm- únisma í Tékkóslóvakíu. Þess vegna hélt hann til hins mikla föðurfands sósíalismans, Sovét- ríkjanna, árið 1925, ásamt fjöl- skyldu sinni og 300 landsmönn um sínum. Þeir vildu leggja fram sinn skerf til að byggja upp fyrsta ríki sósíalismans. Gamli Dubcek fékk vinnu á samyrkjubúi í Kirghis-hérað- inu, sem er í Asíu, og þar dvaldist hann með fjölskyldu sinni til 1938. Þá hélt hann heim með fjölskyldu sína aft- ur. Alexander var þá orðinn 17 ára aldri og hafði lokið námi við tilskilda skóla i Sovét Alexander Dubcek. ríkjunum, ásamt góðri tilsögn í fræðrim kommúnista. FÁUM mánuðum' eftir að Dubcek-fjölsfcyldan settiíi aft- ur að í Slóvakíu, hernam Hitiler Tékkósl'óvakíu. Gamli Dubcek var strax settur í fang- elsi og sat þar öll stríðsárin. ALexander og Julius bróðir hans, sem var einu ári eldri, gengu strax í mótspyrnusam- tök kommúnista og fóru huldu höfði öll stríðsárin, Á nýárs- dag 1945 áttu þeir bræður vopnaviðskipti við nazista, Julius féll, en Alexander slapp særður. Að styrjöldinni lokinni hóf Alexander að vinna í verk smiðju í Trencin í Slóvakíu, en stundaði jafnframt bréfa- skólanám í lögfræði. Hann gerðist strax virkur félgi í Kommúnistafokfcnum og varð fljótlega erindreki hans í Trencin-héraðinu. Nokkru síð- ar var hann kosinn í stjórn Kommúnistaflokks Slóvakíu. Hann þótti þá svo traustur flokksmaður, að 1955 var hann sendur á flofcksskóla í Moskvu, sem eingöngu er ætlaður verð andi foringjum kommúnista. Hann lauk námi við þennan skóla þremur árum síðar og hækkaði óðum í tign eftir að hann kom heim aftur. Árið 1963 varð hann ritari eða fram kvæmdastjóri Kommúnista- f'lokks Slóvakiu, en nokkru áð- ur hafði hann verið kosinn í framfcvæmdastjórn Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu og þar hefur hann átt sæti síðan. ÞAÐ FÓRU ekki miklar sög ur af Dubcek sem framkvæmda stjóra kommúnista í Slóvakíu. Almennt var litið á hann sem trúan þjón flokkskerfis. Nú er hins vegar upplýst, að hann hafi sem framkvæmdastjóri flokksins í Slóvakíu, látið það átölulaust, þótt blaðamenn og rithöfundar nytu þar meira frjálsræðis en annars staðar í Tékkóslóvakíu. En þetta var ekki kunnugt þá, og yfirleitt var Dubcek þá óþekktur mað- ur utan flokksins. Hann er líka hlédrægur að eðlisfari og vill vinna sem mest í kyrrþey. ÞAÐ kom því flestum á óvart, þegar Duibcek gerðist leiðtogi frjálslynda armsins í flokksstjórninni, eftir að átök hófust í henni á síðastl. vetri. Eftir að hann tók við flokks- forustuhni af Novotny var hann Mka tortrygður af báðum örmum flokksins. Hægri menn, eða gamlir fylgismenn Novotn- ys litu ekki aðeins á hann sem svikara, heldur töldu hann svo lítinn skörung, að hann myndi brátt missa forustuna og aðrir verri taka við af honum. Vinstri menn, eða þeir, sem vildu fá sem mest frjálsræði, áliitu Du-bcek hins vegar of háð an hinum gömlu fræðum og ekki nógu sfceleggan til að halda stefnu sinni fram. Segja má, að það hafi ekki verið fyrr en I sumar, þegar Du-bcek sýndi að hann lét Rússa ekki segja sér fyrir verkum, að hann vann sér tiltrú almenn- ings. Fyrst urðu þó vinsældir hans almennar og miklar eftir fundina í Chierna og Brati- slava. Þá sýndi þessi hægláti maður, að hann var skörungur, þegar á reyndi. Á fáum dögum náði hann þvílíkum vinsældum að slíks eru ekfci dæmi í Tékkó slóvakíu síðan á dögum Masa- ryks eldri. Hann varð í senn þjóðhetja og tákn háleitustu hugsjónar þjóðarinnar, hugsjón arinnar um aukið frelsi. f dag spyr því heimurinn: Hver verða örlög Alexanderr, Dubceks? Hvaða hlutskipti ætla valdihafar Sovétríkjanna að velja honum? En hvað sem þeir gera, geta þeir ekkf breytt þvi, að Dubcek verður áfram ógléymamlegur merkis- béirí hugsjóna, sem ofbeldið fær aldrei sigrað. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.