Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1968. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 'iií ' íi'r} : Á laugardaginn fer fram á Melavellinum, leikur milli neðstu liðanna í 2. deild, þ.e. Víkings og ísafjarðar, og verður það leik ur, sem sker úr um það, hvort liðið heldur sæti sínu í 2. deild. Hefst leikurinn kl. 5. Liðið, sem tapar, tekur þátt í fjögurra liða keppni um 2 sæti, sem losna í 2. deild. 3. deildar liðin þrjú, sem taka þátt i þess- ari keppni, auk annað hvort Vík- ings eða ísafjarðar, eru sigurveg- arar í hinum þremur riðlum 3. deildar, HSH, Völsungar og annað hvort Þróttur eða Leiknir úr Aust fjarða-riðlinum. Kí Hvernig verður QL-klæBnaðurinn? \ Að mörgu þarf að hyggja í sambandi við þátttöku í Olym píuleikum. Til að raynda lætur hver þátttökuþjóð útbúa sér- stakan klæðnað handa keppend um sínum, sem notaður er við setningu leikanna og utan vall ar. — Á myndunum að ofan sjáum við OL-klæðnað Ber- muda-manna og Finna. Athygli vekur, að Bermuda-maðurinn, sem við sjáum á myndinni til vinstri, er í stuttbuxum, gulum að lit, en jakkinn er Ijósblár. Finnska „parið" á myndinni til hægri er í tvíhnepptum jakka, bláum að Iit. með hvít- um röndum. Buxurnar og pils- ið eru úr Ijósu efni. Ekki höfum við haft spurn- ir af því, hvernig ísl. blæðn- aðurinn verður, en ef að líkum Iætur, verður um bláan jakka að ræða við Ijósgráar buxur eða pBs. ÓSKAR LYFTI 430 KG í KEPPNI I NOREGI ISÍ hefur beðið Olympíunefnd að tilkynna þátttöku íslands í lyftingum. Atf.—Reykjavík. — Eins og skýrt hefur verið frá hélt Óskar Sigurpálsson, lyftinga- maður úr Ármanni, utan til keppni. Nú hafa borizt fregn ir frá Noregi, þar sem Óskar tók þátt í æfingamóti, sem Palmer Stangeland, aðaldóm- ari og lyftingaþjálfari Norð- manna, hafði umsjón með. í skeyti, sem Palmer sendi Gunnari Eggertssyni, form. Ármanns, segir, að Óskar hafi lyft samtals 430 kg., sem er mjög góður árangur, og að- eins 7,5 kg. minna en OL- lágmark Alþjóða Olympíu- nefndarinnar. Reykjavíkurféiögin sldptu mótunum bróð- á milli sín urlega — KR vann í 5. flokki og Valur í 3. flokki Alf-Reykjavík, — Nú er öllum landsmótum yngri flokkanna í knattspymu lokið. Síðustu úrslita leikirnir fóru fram í gærkvöldi á Melavdlinuni. Þá sigraði KR Vest mannaeyjar i endurteknum leik, 4:1, og í 3. fiokki sigraði Valur KR með 3:1. Yfirfaurðir KR í 5. flokki voru) meiii en hægt var að ímynda sér eftir að hafa séð leik þessara sömui liða í fýrrakvöld, en honum lauk með jafntefli, 0:0. KR-ingar voru miklu ákveðnari í þessum leik og) höfðu yfir í hálfleik 2:0. Þeir bættu tveimur mörk- um við í síðari hálfleik og var staðan um tíma 4:0. Fyrir leiks lok skoruðu Eyjamenn eitt mark. Úrslitaleikuripn í 3. flokki milli Vals og KR var að mörgu leyti skemmtilegur. Valsmenn voru mun betri í fyrri hálfleik og skoruðu þá tvö mörk. Voru verki þeir Jón Geirsson og Tryggvi Tryggvason. f siðari hálf leik skoruðu KR-ingar sitt eina mark úr vitaspyrnu. Árni Steins son framkvæmdi hana af miklu öryggi. Valsmenn innsigluðu sig urinn með glæsilegu marki, sem Sigurður Jónsson skoraði, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Reyfejavíkurfélögin hafa skipt landsmótum ýngri flokkanna bróð urlega á milli sín. Þannig vann KR 5. flokk, Víkingur 4. flokk, Valur 3. flokk og Fram 2. flokk. Ólíklegt er, að norski þjálf- arinn hafi látið Óskar taka veru- lega á, því að hann tekur bráðl. þátt í erfiðri keppni í Finnlandi, svoikallaðri Baltic-keppni, en í henni verða keppendur frá Norð- urlöndunum og nokkrum austan- tjalds-löndum. Fer sú keppni fram um helgina. Þess má geta, að ÍSÍ hefur ósk- að eftir því við Olympíunefnd fs- lands að hún tilkynni þátttöku ísilands í lyftingakeppni Olympíu leikanna í Mexíkó. Að sjálfsögðu þýðir það ekki, að endanlega sé ákveðið, að Ós'kar keppi í Mexíkó. Hér er verið að tilkynna þátttöku með fyrirvara. í sambandi við þetta hefur ÍSÍ sent út eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Á síðasta fundi framkvæmda- stjóniar ÍSÍ, sem haldinn var mánudaginn 19. ágúst 1968, var rætt um hinn ágæta árangur Óskars Sigurpálssonar í lyfting- um. Framkvæmdastjórn íþróttasam bands fslands, er virkar sem sér- samband fyrir lyftingaíþróttina, fórþeim Stefáni Kristjánssyni og Höskuldi Goða, að athuga nánar um árangur Óskars og það hvað íþróttasambandið gæti gert bezt í málinu. Samkomulag varð um það, milli Glímufélagsins Ármanns og íþróttasambands fslands, að Óskar færi utan til keppni á viðurkennd lyftingamót, þar sem þar ætti þá að koma í ljós geta hans við viðurkenndar aðstæður á alþjóða vettvangi. íþróttasamband íslands hefur óskað eftir því að Olympíunefnd íslands að hún tilkynni þátttöku íslands í lyftingum." Þau óvæntu úrslit urðu á Eng- landi í fyrrakvöld, að Leicester sigraði ensku meistarana, Manch. City, með yfirburðum, 3:0, og skoraði A. Clarke öll mörkin. Ann ars urðu úrslit þessi: Óskar lyfti 430 Noregi. 1. deild. Leicester — Manch. C. 3—0 Manch. Utd. — Coventry 1—0; Newcastle — Chelsea 3—2 Tottenham — West Brom. 1—1. Wolves — Arsenal 0—0 2. deild. Bury — Cardiff 3—3, Fulham — Hull City 0—0; Oxford Utd. — Blackpool 0—0. Portsmouth — Blackburn 0—1 í 1. deild hefur Leeds forystu,’ hefur hlotið 8 stig. Arsenal er í öðru sæti með 6 stig. í 2. deild eru Middlesbro og Crystal Palace efst. I 2. deild ieika saman f: v/cíV.:;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.