Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1968. Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum: Orðið er frjálst: Náttúruskyn Þórhalls og Ijóðasmekkur Steingríms Þegar ég var staddur í Reyikja- vík fyrst í apríl sá ég og heyrði 'auglýst, að halda ætti námskeið í sögu í háskólanum. Þessu var svo breytt vegna miki'llar aðsókn- ar, og kennslan fór fram í Há- ' skólabíói. Þar er salur, sem tekur 1000 menn. Kennari var Þórhall- ur Vilmundarson prófessor, sem er nú frægastur allra lærðra manna á íslandi og getur með sanni sagt hið sama og Pompeius mikli, herforingi Rómverja: „Þar sem ég stappa niður fótum, er . kominn her manns.“ Húsið var næiTi fuilt. Svo hófst kennslan, og af því að fólkið í dreifbýlinu veit ekki, hvað hér er á ferðinni, þá ætla ég að skýra frá því í stórum drátt um, hver er nýja stefnan í há- skólavísindum. Háskólinn hefur nefnilega sett þarna upp slátur- hús og Þónhallur er siátrarinn, og hann er að slátra landnámsmönn- um. Það má segja, að ekki er andskotinn iðjulaus fremur en fyrri daginn. Það fyrsta, sem blasti við aug- um, þegar menn gengu í salinn, var heljarstórt spjald með tölu- stöfum, og það sýndi, hve Langt var komið slátruninni á hverjum tíma íslandssögunnar. Á timanum frá landnámstíð og fram að árinu 3000 voru aðeins 14 menn, sem höfðu komizt lífs af. Nákvæmt skal það vera, og mig furðaði að ekki skyldi standa á hálfum. Þór- hallur hefur ekki gætt þess að stinga nálum í iljarnar á þeim, sem hann drap, því nú fóru þeir að ganga aftur, landnámsmenn- irnir, og fjölgaði talsvert með kristnitökunni. Þetta þarf þó skýringar við, því að ég býst við, að bændur með nokkurn veginn heilbrigða skynsemi sikilji ebki, hvað hér er á ferðinni. Þetta eru þeir land- námsmenn, sem jarðirnar eru kenndar við. Þeir eru 14 í allt um árið 1000. Náttúrlega er úti- lokað að gera þessu máíli nokkur skil, heldur aðeíns koma mönnum í skilning um, hvað liér er á ferð- inni. Það stendur nefndlega ekki steinn yfir steini í öllum okkar fornritum. Ari fróði er mesti lyg- ari, sem við höfum átt, eftir þessu að dæma og Latidnáma mesta lygasagan. Ég hlustaði á einn fyrirlestur hjá Þórhalli í fyrra, og þetta var hálfu verra. Manni getur orðið hálfillt af að heyra svo margtvinn aðar saman vitleysurnar, þegar þær á annað borð eru svo auvirði legar, að ebki er hægt að hlæja að þeim. Ég tók neyð út með að halda mér vakandi, og sögu- kennsla, sem mig syfjar undir. hún er ekki á marga fiska. Það þori ég að fullyrða. Stefnan er þessi: Allar jarðir á landinu, sem sagt, eru nefndar eftir landslí>gi, og því heitir þetta nattúrunafnakenningin.. Það er hliðstætt því, þegar Narfi heitinn á Brú í Bjskupstungum var að fara í Bakkaferð og setti sér það mark að fara beina línu. En það kostaði það, að hann varð að fara yfir eldhússtrompinn á Galtalæk og heygarðinn í Bræðratungu. Nú er bezt að útskýra þetta nokkuð. Prófessor Þórhallur ferð aðist um landið í sumar, að mér skildist, til þess að renna sem styrkustum stoðum undir þessa nýstárlegu kenningu sína. Meðal annars kom hann til mín að Hrafnkelsstöðum til þess að útskýra sína vizku. Ég hefi alltaf átt heima á Hrafnkelsstöð- um og leiði landnámsmannsins er ennþá til og til sýnis. Rétt við túnið rennur Litla-Laxá og Stóra- Laxá er á sveitarmörkum, og báð ar ágætar laxveiðiár, meðan neta veiði var stunduð. Við höfum nú enga skýringu þurft á þessum nöfnum. Ekki þoldi þétta samt dóm vísindanna og Þórhallur sá fljótt það rétta í málinu. Litla- Laxá er bergvatn og hefur verið svo dökk á litinn, að hún hefur verið skírð Hrafnkela, og af henni dregur bærinn nafn. Ég hefði nú haldið, að úr því yrðu Hrafn- kelustaðir. Svo fór ég að spyrja hann um nafnið á bæ norður í Húnavatns- sýslu, Útibleiksstöðum, sem hann var að skýra í fyrra, og kemst þá að því að hann heiti Útyflis- staðir. Það væri auðséð, þeg’ar lit- ið væri yfir sveitina. Bæirnir uppi við fjallið eru innyflin, en bær- inn niður Við ströndina er útyfl- ið. Ég hef nú leitað í orðabókum að þessu útyfli og ekki fundið. Ég sagði Þórhalli, að ég hefði heyrt nefnd innyfli og jafnvel dauðyfli, en hvað er þá útyflið í skepnunni? „Það er allt hitt“ sagði prófessorinn. Þá fáið þið spánýtt orð, bændur góðir. Allt, sem ekki eru innyfli í skepnunni, það eru útyfli. Þá förum við niður í Flóa. Þar er jörð, sem heitir Byggðarhorn og hefir svo heitið um aldir. Þór- hallur var fljótur að ráða þá gátji, hvernig þetta nafn var myndáð. Hann sá á kortinu hjá sér, að þarna voru tveir lækir, sem komu saman og mynduðu horn, og þarna hefur byggðin sennilega endað til forna. Þegar Flóamenn fóru að at- huga lækina, sem Þórhallur sá á kortinu, þá reyndust það vera skurðir, sem voru grafnir fyrir nokkrum áratugum, þegar Flóaá- veitan var gerð. Nú er nýbýli í Flóanum rétt við veginn, sem heit ir Kjartansstaðir, sem er heitið í hausinn á þeim, sem reisti þar býli fyrir nokkrum árum. Hvað segir Þórhallur þar um? Ég spurði Þórhall, hvort hann gæti örugglega fundið öll bæjar- nöfn út úr landslagi. Hann hélt nú það. Þá bað ég hann að út- skýra nafn á bæ rétt hjá Hrafn- kelsstöðum, sem hét Snússa. Hvaða landslag hefur heitið Snússa? „Það veit ég ekki, hver fjand- inn er,“ sagði prófessorinn, og þá hafði ég náð tilganginum. Þetta verður svo síðasta sagan í Þórhalls þæfti Vilmundarsonar: f einni af ferðum sínum um Qandið í náttúrunafnaerindum, kom Þórhallur Vilmundarson að kunnum bæ fyrir norðan. Hitti hann bónda úti i varpa, tók hann Helgi Haraldsson tali og innti fyrst orða, hvað bær- inn héti. Þórunnarstaðir kvað bóndi. Prófessor Þórfiallur tók því líklega og kunni þegar skil á nafninu, benti bónda á allmik- inn fjallhnúk yfir bænum og kvað þar koma réttnefnda Þórunni eftir náttúrunafnakenningunni. Ganga þeir nú til stofu með glað- legri viðræðu, en húsfreyja kem- ur á vettvang og ber gestunum kaffi. „Má ég kynna,“ mælti þá bóndi, „þetta er konan m£n, Þór- unn Þórarinsdóttir. Eftir henni heitir bærinn, sem nefnilega er nýbýli,' reist fyrir nokkrum ár- um.“ Þórhallur virðist ekki fara eft- ir þeirri kenningu, sem einu sinni 'Var haldið fram. Sögurannsókn Fyrri hluti er að reyna að skrá sannleikann á réttu gengi, en ekki fella það. Sögurannsókn Þórhalls virðist hafa fylgt krónunni okkar. Ann- ar sögumaður orðaði þetta þann- ig: Sagan er eins og hrátt kjöt. Það er undir því komið, hvernig það er soðið og matreitt. Það, sem ég fékk í Háskólabíói, fannst mér hvorki hrátt né soðið og í sannleika sagt hreint óæti. Það minnti mig á vísu Páls Ólafsson- ar, sem er þannig: Flatbraúðið hérna er f jand- ans tað, þó fjöldi manns á því glæpist. Ef andskotinn sjálfur æti það, er ég viss um hann dræpist. Það er bezt að Ijúka þessu spjalli við Þórhall með skrítlu, sem sögð var um skáldið Hol- berg, sem var fyndinn og ein- kennilegur í háttum Eitt var það, að hann fór alltaf eftir miðrf götunni. og allir urðu að víkja fyrir honum. Svo bar það við, að hann mætti konunginum, sem líka fór alltaf beint. Þeir runnu svo blint hvor á annan, þar til konungur þrumar: „Ég vík alls ekki úr vegi fyrir hálfvita.“ v „En það geri ég,“ sagði Hol- berg og labbaði út af götunni. Ég fer eins að og labba út af götunni. En það eru fleiri í háskólanum en Þórhallur Vilmundarson, sem eru eitthvað myglaðir. Einn var að fræða okkur fávísa hlustend- ur um sögu. Hann hefir nú tekið meistarapróf í íslenzkum fræðum við háskólann og er sonur Guðna Jónssonar prófessors. Hann fræddi okkur á því, að Njála væri skáldsaga. Hin aldna kempa, Bene dikt, hefur nú aðeins danglað í endann á þessum piltungi í sjón- varpinu og hefði mátt gera það betur. Grettir gerði Gísla betri skil. Annars væri það vonlaust verk að ætla að ræða við alla þá moðhausa, sem hafa sprottið upp í þjóðfélagi okkar hin síðustu ár eins og gorkúlur á haug á góðu vori. Mér þykir til dæmis svo vænt um Njálu, að ég mundi aldrei svívirða hana með því að ræða um það við neinn, hvort hún er skáldsaga frá rótum. Ég ætla nú að fara eins að og Eiríkur jarl Hákonarson og freista uppgöngu á Orminn langa. í lyftingu á Orminum stendur dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, auð- vitað grár fyrir járnum og sjálf- sagt göldróttur í þokkabót, Til skamms tíma hélt ég, að hægt væri að segja um þennan mann það sama og Matthías Joch- umson sagði um séra Skúla Gísla- son: „Þar á drottinn þó alltaf einn ærlegan sauð á f jalli.“ En nýlega flutti Steingrímur fyrirlestur um ljóðaskáldskap, og þá heyrði ég mér til sárrar gremju, að krosstré bregðast eins og aðrir raftar, og andskotinn hefur líka haft hendur í hári hans, þótt furðulegt megi heita. Nú má nærri geta, að engin vopn bíta á, Steingrím, nema þau séu þaulvígð. Þess vegna tók ég traustataki öxina Flugu, sem var forðum kunn að Mývatni, og um hana var eitt sinn sagt: „Veiddi nú Fluga Flatnefjunginn, þó hann sæti milli tveggja goðanna." Ég hef trú á því, að vinur minn, séra Gunnar Arnason frá Skútu- stöðum, reiði ekki svo vopn að manni, að ekki komi við. í Kirkju ritið síðasta ritar hann grein, sem rann nefnir „Óvænlegar horfur“ og er á þessa leið. „Dr. Steingrímur Þorsteinsson flutti nýlega fróðlegan fyrirlest- ur um ljóðaskáldskap. Var þetta útvarpserindi mjög athugunarvert eins og vænta mátti. Þessi víð- kunni bókmenntafræðingur stað- hæfði. að formið réði engu um það, hvort einhver skáldskapur væri ljóð eða’ekki, og talaði mjög lofsamlega um samtíðarljóðlistina sem mest er í lausu máli. Mér leið hálfilla, þegar upp var stað- ið. vegna grunsemdar, Sem sló allt í einu niður í huga mínum. Fyrst svona er komið, að hæsta- réttardómur er fallinn um, að ó- , bundið mál er jafngilt Ijóð og; rímað eða stuðlað mál, og öll’. yngri skáld að kalla hafa hætt; að yrkja á íslenzku eins og Jón, Helgason orðar það — er auð-’, sætt, að rím og stuðlar verða vart' teknir upp aftur. Jafnframt hlýt-.. ur gangurinn að vera sá, að næsta, kynslóð hættir alveg að lesa ljóð. í hinum gamla búningi nema þeir,: sem neyðast til þess í skólum. Mönnum finnst þau óhjákvæmi- lega leið og torskilin, þegar brageyrað er orðið sljótt og rím- ið gamaldags hjákátleiki. Kvæði Einars Benediktssonar og Stefáns G. verða mönnum þá sannarlega lítt skiljanleg eða hugljúfari en flestum eru nú elztu fornkvæði. Og ég spurði sjálfan mig: Hvað verður um sálmabókina? Heldur hún nokkuð frekar velli á öld rdmleysis en annað bundið mál? Það liggur í augum uppi, að slíkt kemur ekki til mála. Kirkjan hefur að visu löngum verið íhaldssöm, en hún spymir ekki lengi á móti broddunum frekar en aðrir. Þótt kaþólska kirkjan hafi haldið latneskum söngvum fram á þennan dag, vita mótmælendur, að með þvi hefir, hún sungið sig úr samfylgd kyn-> slóðanna. Að undanskildum versum úr sálmum Hallgríms Péturssonar og! Allt eins og blómstrið eina, eru flestir sálmar núgildandi sálma-. bókar ortir og þýddir af mönn- um, sem uppi voru á seinni hluta. 19. aldar. Þúsundir sálma af eldri sortinni eru löngu gengnir úr. móð, og munu engir fást til að, syngja þá. Samt munu þeir vera miklu líkari sálmabókarsálmun-1 um en órímaðir og óstuðlaðir sálmar. Ég er með þessu einvörð- ungu að benda á staðreynd, sem. kirkjan verður að horfast í augu við. Sama skáldskaparform verð-: ur að gilda innan kirkjunnar og utan, ef trúarskáldskapurinn á. að ná til fólksins, fyrir því þarf. að hugsa og jafnframt hvernig’ fari með sálmasöngbókina. Þarfn' ast hún þá ekki allmikillar end-; urnýjunar? Finnist einhverjum þetta ýkjur og eins og grín, bendi ég þeim á að kanna, hvort sömu lög og sömu ljóð eru almennt. sungin og var fyrir 30—40 árum.' Hvaða ljóðskáld unglingarnir lesi.' Hvort hugmyndir manna um ljóð • hafi ekkert breytzt frá því um 1920, samanber erindi dr. Stein- gríms. Og hvort Davíðssálmar verði sungnir undir sömu lögum eða líkum lögum og eru í núgild- andi sálmasöngbók. En form fram tíðarsálmanna hlýtur að hníga í átt þess forms, sem á þeim er, ef sálmakveðskapurinn á að fylgj ast með þjóðinni á framtíðar- göngunni. Svo fremi, að áfram stefni sem nú horfir, en með því mæla allar líkur.“ Þá hefir presturinn lesið okk- ur sitt guðspjall, og hvernig lízt mönnum á næ<u kynslóð? Það er bezt að hver svari f>TÍr s:g. En nú á ég eftir að leiða fram á sviðið minn fulltrúa, sem oft hefir gefizt mér vel, og segja eins 'og Kolbeinn grön eftir Flugu- Framhald á bls. 15. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.