Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 2
2 STAKIR ELDHÚSSKÁPAR MIKIÐ ÚRVAL Á LAGER EINNIG VASKBORÐ, KÚSTASKÁPAR OG ÝMSAR GERÐIR EFRI OG NEÐRI SKÁPA. HÚS OG SKIP HF Laugavegi 11. Sfmi 21515. / Gúmmfvinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 Skrif stofustúlka Stúlka óskast til starfa á skrifstofu í miðbænum. Yngri stúlka en 20 ára kemur ekki til greina. Þær sem áhuga hefSu á starfi þessu, leggi nöfn sín og símanúmer, ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun, inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Skrifstofustúlka“. Trúin flytur fjöll. — Vi3 flytjum allt annaö SENDIBfLASTÖÐIN BlLSTJÖRARWIR aðstoða SlMI í\ /LÖXÍ&J :=i ISKARTGRIPIR [JW^^L —i Modelskartgripur er gjöt sem ekki gleymist. — - SIGMAR & PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Síml 21355 og Langav. 70. Siml 24910 ■ ■.............. ..............- TIMINN FIMMTUDAGUR 6. september 1968. Fljúgandi ástralskir kjúklingar íbúar Indlands átu í fyrra egg fyrir meira en 100 mdilj. dollara meira virði en fyrir fimm árum. Nokkur þúsund innfluttir kjúklingar og nokkuð af tækj um og sérfræðileg aðstoð frá Ástralíu hafa hjálpað til við þessa aukningu frá sex eggj- um á mann á ári 1961 til 10 eða 12 1966. Áður voru egg framleidd til sölu of dýr fyrir hina venju- legu fjölskyldu í Indlandi, en núna, í fyrsta skipti og á breið um grundvelli, eru þorpsbúar að byrja að ala upp kjúklinga í litlum ódýrum stráhúsum með fæðu og vítamínum til jafnað- ar, og selja egg með hagnaði og nokkur að auki fyrir eigin neyzlu. Hagnýt næringaráætlun, studd af umboðsmönnum Sameinuðu þjóðanna, hefur aðstoðað stjórn aráform með að hleypa nýjum krafti í alifuglaiðnaðinn. Grund völlur fyrir áætlunina er 1 mllj. dollara framlag frá Herferð gegn hungri, til að flytja inn og kynbæta kjúklinga, fæða þá betur, nota mykjuna sem áburð, og þjálfa aðstoðarfólk og bænd- ur í nýtízku alifuglaræktunar- aðferðum. Ástralia leggur fram 130.000 dollara af heildarkostn- aðinum fyrir tæki og kjúklinga, og Indlandsstjórn borgar 870. 000 dollara fyrir byggingar, starfslið, land og þægindi. Áætlun Herferðar gegn hungri var aukin ákaflega 1965 með tilkomu loftleiðis (flugfélög frá fjórum löndum), 10.000 dagsgamalla kjúklinga frá Ástra líu. Áætlunarstjórinn og ráð- gjafi FAO í alifuglarækt fyrir Indlandsstjórn, Allan McArdli, en hann er sjálfur Ástralíumað ur og velþekktur alifuglasérfræð ingur í því landi, lýsti við- brögðum bænda í kringum Babugarh, sem er stór ríkis- jörð nálægt Delhi, en þangað var farið með fyrstu 2.000 þess ara kjúklinga. „Þeir gátu varla trúað því, að kjúklingunum hefði verið ungað út i Ástra- líu og aldir í Indlandi í fyrsta skipti. En hvað um það, kjúkl- ingar eru mun harðari en held ur, þeir geta lifað . fyrstu 60 tíma lífs síns án fæðu, vegna þess að rétt fyrir klakið gleypa þeir eggjarauðuna. Að fljúga kjúklingunum þurfti samt sem áður mjög nákvæmar tímasetn ingar og samstarfs flugfélag- anna og indverskra fulltrúa, en það tókst með engu meira tapi, en hefði þeim verið flogið frá einu ríki til annars í Ástralíu. Kjúklingarnir (sem ef til vill vérða 15.000) munu ekki aðeins verða kjarninn í kynbótaáætl- un fyrir Babugarh, en einnig fyrir 14 aðrar ríkisjarðir. Þeir samanstanda af Australorps og White Leghorns, og eru taldir gefa kynblendinga með meiri lagningarhæfni og framleiða þyngri hana „á borðið“. Af- kvæmum þeirra mun síðan verða dreift til alifuglabænda. Myllur til blöndunar á ali- fuglafæðu_ komu einnig frá stralíu. „í árslok 1967 verða meiri en 100 tmyllur í gangi und ir stjórn Herferðar gegn hungri og „Hagnýtra næringaráætlana“ sagði McArdle. „Myllur þessar geta framleitt fæðu fyrir nógu marga kjúklinga til að leggja fjögur aukaegg á einstakling um gjörvallt Indland, en við erum aðeins að fást við léið- söguáætlanir. Þeim er ætlað að setja leiðarlínur til fæðingar og fóstrunar. Það er augljóst, að aukning um fjögur egg á mann er ekki nægileg, en það er hvetjandi. Á síðastl. fimm árum er reiknað með að eggjafram- leiðsla í Indlandi hafi tvöfald- azt, og það er vonað að hún hafi tvöfaldazt aftur 1970. En það er löng leið þar til náð verður eggjaneyzlu hinna þró- uðu landa — 220 egg á mann á ári í stralíu og um 300 í Bandaríkjunum". Fóðurblöndunarmyllur hafa nú þegar haft greinileg áhrif. McArdle hefur fundið upp ó- dýra samanþjappaða reglu, sem samanstendur af baunmjöli, fiskimjöli, beinamjöli, möl og fjörvaviðbæti — og notað með hrísgrjónahýði og korni til jafn aðar. „Alheimsfæðu áætlunin" (World Food Program), sem er stjórnað af Sameinuðu þjóðun- um og FAO, hefur gefið byrj- unar maisbirgðir fyrir fóðrið, og þetta hefur átt sinn þátt i því að lækka verðið — en hið lága verð þess orsakast einnig vegna þess að ódýrt innlent efni er notað að auki. Fóðrið hefur aukið^ eggjaframleiðsluna mikillega. Áður urpu 100 fugl- ar í mesta lagi 30 eggjum á dag. Nú verpa þeir 70. Vegna jöfnunarfóðursins, sem inniheldur fjörva, þá er hægt að ala heilbrigða fugla upp í leirkofum — burt úr sólskin- inu — á strálagi, þurrum lauf- blöðum eða hnotuskurni, sem ásamt taðinu, myndar verð- mætan, lífrænan áburð, sem nú er mikil eftirspurn eftir, og færir þeim hátt verð á markaðn um. Ef bóndinn selur ekki á- burðinn, getur hann notað hann á eigin uppskeru og fengið meiri hagnað. Mikil eftirspurn er nú eftir þessum áburði, eftir því sem Ardle segir. Ríkisjarðir hafa selt allan sinn og þorpsbú ar neita að selja, jafnvel nú þe'gar verðið er sagt fimm sinnum hærra en fyrir fáum ár um, þegar áburðurinn var næst um óþekktur. Þessi áburður, segir McArdle, er nú skoðaður sem jöfnunarfaktor í hænsna- ræktun, gerir það að fjárhags- legri staðreynd. McArdle reiknar með að bóndi með um 100 fugla og sem býr nálægt borgarmarkaði geti nú grætt um 1.000 rúpíur á ári (um Í30 dollarar) af sölu fugla, eggja og áburðar. Fyrr á tímum, er hann lét fuglana sína leika lausum hala, fram leiddu þeir færri egg og engan áburð og hann fékk ekki nema einn fimmta þessarar þjónustu, telur McArdle. Áhrifin af þessari leiðbeining aráætlun finnast, en ekki nógu greinilega enn sem komið er. Eitt af aðalmarkmiðunum er að þjálfa útbreiðsluverkamenn til að þjálfa bændur. þessu hef ur verið komið í framkvæmd Pabugarh, þar sem yfirmönnum, sem munu manna héraðssýning ar jarðir, eru sýndar nýjar að- ferðir í hænsnaræktun. Einnig eru á Babugarh jörðinni ástralsk ar útungunarvélar, sem munu klekja út dagsgömlum kjúkling um til dyeifingar meðal bænda Sjóðir Herferðar gegn hungri hafa einnig borgað fyrir þessar vélar, blandarana og malað korn og önnur áhöld Mr. McArdle, að hluta í sam Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.