Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 6. september 1968. Mimulist Marceau i Þjóðleikhúslnu Það voru þakklátir áhorfend ur, sem fögnuðu Marcel Mar- ceau, hinum heimsfræga lát- br.agðsleikara í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Hann sýnir hér í annað sinn, og af aðsókn má draga þá ályktun, að Þjóð- leikihúsið mætti gefa mönnum þriðja tækifærið til þess að sjá hann áður en langt um líður. íslendingar hafa ekki átt mörg tækifæri til þess að kynn ast þessari listgrein i sínu full- veldi síðan þöglar myndir Ohaplins hættu að sjást hér. En þegar menn sjá Marceau á sviði, skilst vel, að list hans er annað og meira en sá skilning- ur, sem við leggjum venjulegia í orðið láthragðslist. Þvi má vel við una að tefla fram nýju orði, mímu, þó að ekki sé það af íslenzkum stofni, en það hef ur sér til ágætis að vera leitt af hinum aliþjóðlega heiti, vena stutt og falla mjög vel að lög- málum íslenzkrar tungu. Míman er forn list og göfug og meginríki hennar hefur ver- ið á austurhveli jarðar en ný- lendur meðal Grikkja og síðar ítala. Nú á dögum nær hún hæst í Frakklandi hér í Evrópu og Marcel Marceau er þar mestur mímu-meistari. Hann er lærisveinn Decroux og arf- taki Deburau, eins og segir í skýringargrein í leikskrá. Marceau sjálfur segist hafa gert hið sama fyrir leiksviðið með mímulist sinmi og Ohaplin fyrir kvikmyndirnar á sínum tíma, og má vafalaust á það fallast. Hann hefur helgað sig þessari listgrein af fórnfúsri alvöru og unnið þrekvirki. Hann er ekiki aðeins frábær túlkandi heldur einnig höfund- ur og kennari. Hann hefur stofnað fræga mímu-leikflokka og samið verkefni fyrir þá, og hann hefun- á síðustu árum leik ið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars nýlega í ágætri kvikmynd, sem hann gerði fyr- ir sjónvarp á Norðurlöndum. Vonandi fá íslenzkir sjónviarps áhorfendur að sjá hana á sín- um tíma. Sýning Marceau hér að þessu sinni var ekki sízt merkis 'ið- burður fyrir þá sök, að hann frumsýndi þar tvo nýsamda þætti, er síðar verða á leik- skrá hans. Fyrsti þátturinn . á efnis- skránni var Sköpun heimsins. Sá þáttur liggur varla í augum uppi hverjum óvönum mímu- áhorfanda, ekki sízt ef hann hefur lítil kynni áður af Mar- ceau. Hefði hann ef til vill skil- izt betur, ef hann hefði verið síðast í leikskrá. Eigi að síður duldist hvergi sfcáldlegt innsæi í þessa gömlu trúarsögu. Miklu nærtækari varð mönnum þátt- urinn Hendurnar, enda nær list meistarans vafalaust hæst í „fingramáli“ hans og handa- hreyfingum, sem stundum megna að geira. ímyndaða hluti allt að því áþreifanlega ef efcki sýnilega. Þessi þáttur er sem til þess saminn að sýna töfra- h-reyfingar meistarans með höndunum einum, en þær eiga sér engan líka. Þriðja sýningaratriðið hét Skemmtigarðurinn, og var af- burðasnjiöll túlkun með skop- legu ívafi. Túlkunin var svo nærtæk, að áhorfandanum fannst sem hann ræki sig á glervegginn eins og Marceau, og hreyfingar hans fluttu veggi og hús inn á sviðiö. Fólkið, sem Marceau lék í Almenningsgarðinum var furðu lega kunnuglegt og drættir þess einfaldir, og lítil svipbreyting eða handsveifla leiddi það ljós lifandi fram. Þátturinn Æska, fullorðinsár, elli og dauði er afar fögur myndasyrp-a ijieð einföldu-m línum mannsævinna; frá vöggu til, grafar. oj Síðari hluti sýningarinnár var Marchel Marceau allur um Bip, kómiska en lífs- sanua persónu, sem Marceau hefur mótað, eins konar afkom- anda Ohaplins-persóna. Kynnir á sýningunni var Pierre Verry. Kynnti hann ati riði með áletruðum spjöldum á' mjög stílhreinan og skemmtileg ■ an -bátt. Sýningunni var að von um afbragðsvel tekið. AK. Hlaut verðlaun lceland Review Gunnar Magnússon Syning Félags húsgagnaarki tekta í nýbyggingu Iðnskólans hefur nú verið framlengd til næstkomandi sunnudagskvölds og er hún opin daglega kl. 14—22. Gunnar Magnússon arkitekt, hefur hlotið viðu-rkienningu tímaritsins Iceland Review fyr ir stól úr furu, sem hann sýnir. En tímaritið Iee-land Review hafði ákveðið að veita viður- kenningu höfundi þess grips, sem þætti athyglisverðastu-r að fiormi og gerð og líklegastur til að vekja á-uhga með út- flutning í huga. Dóm'nefnd skip uðu Skarphéði-nn Jóhannsson frá Arkitektafélagi íslan-ds, Hörður Ágústsson, skólastjóri Myndlistar- og handíðaskóláns, Guðmundur Hraundal frá Fél. h-úsgagnameistara, Rafn Hrafn fjörð frá Félagi ísl. iðnrekenda og Haraldur J. Hamar, ritstjóri Icelan-d Review. Stóllinn, s-em hlaut þessa sér Stök-u viðurkennin-gu er ljós furustóll, smáðaður i Nývirki h.f. og bólstraður af Þorsteini ' Ei-narssyni ,Er Gunnar Magnús son nú að sýna hann hér i fyrsta sinni. Stólinn er hægt að taka í sundur, og kveðst höfun-dur hans sérstaklega hafa haf-t í huga, að þannig sé þægi legt fyrir fr-amleiðanda að flytja hann óg geyma. Einnig má þá skipta um einstaka hluti{ sem kunna að skemmast í honum. Armurinn er breiður. með tilliti til þess að hægt sé að hafa þar kaffiboll-a eða bók. Jafnfram-t lagði Gunnar kapp á að hafa s-tólinn einfald- an og auðskilinn í uppbygg- ingu. Hann kveðst upphaflega hafa ætlað að gera hann úr alísle'iizku efni, og nú hugsar hann sér að leggja bapp á að láta smíða hann úr ísl. greni með áklæði úr sútaðri sauðar- gæru. Þannig verði hann al- íslenzkur í formi og efni. Gunnar Magnússon, húsgagna arkitekt, er ungur maður. fædd ur 4. ágúst 1033 í Ólafsfirði. Að loknu námi í húsgagna- smjði hér heiima og í Dan- mörku, stundaði hann 'nám við li-stiðnað-arskólann (Kunsthánd værkerskolen) í Kaupmannah., og lauk þaðan prófi árið 1963. Hann hefur hl-otið mörg verð- laun fyrir húsgögn sin, mest erle'ndis og eru húsgögn eftir hann þar í framleiðslu. Meðan hann var enn í skóla, fékk hann 1. og 2. verðlaun í samkeppni dönsku húsgagnameistarasam- takanna. Eftir það sýndi hann gripi á vegum meistarasamtak anna og fékk viðurkenningu og verðlaun fyrir innskotsborð, sem síðan hefur verið í fram- leiðslu í Danmörku og á fs- 1-andi. 1063 tók Gunnar þátt í alþjóðasamkeppni, sem Daily Mirror ef-ndi til, og tóku þátt í hen-ni 1000 manns frá 33 löndum. Hlaut hami 4. verð- laun fyrir svefnherbergishús- gögn úr furu, sem bfáðlega koma hér á markað, og fylgdi á eftir boð um að sýna á Earl Oourt. Þá teiknaði hann fyrir tvo danska meistara og tók sjálfstæðan þátt í sýningu í Listvinasafninu í Danmörku. Til gamans má geta þess, að þar var m.a. sýnt rúm, sem Riockefellersfj'ölskyldan fceypti 3 sett af. Auk þess hefur Gunn ar oft átt ein-staka hluti .á sýn- ingurn í Det Permanente í Kau'pmannahöfn. Gunnar vann fyrir danskar verksmiðjur og átti þá sjálfstæða deild á kaup st-efnunini í Fredrecia. Og á Iðn sýningunni hér í fyrra hlaut Gunnar 3. verðlaun. ; I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.