Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 6
 TIMINN FIMMTUDAGUR 6. september 1968. Skálin og diskurinn fremst á myndinni eru gerð úr viði, sem látinn hefur verið liggja i mykju. - Keramikgripur eftir danska listamanninn Axel Salto. LITIÐ INN I NORRÆNA HOSIÐ Þar stendur nú yfir listsýning Úti í Vatnsmýrinni er nýlega risið sérstætt mannvirki — sér- stætt að byggingu, sérstætt að markmiði. Það er ekki ýkja stórt og viðamikið, og ekki er ráð fyr- ir því gert, að innan veggja þess verði leystir hinir ýmsu liðir lífs- gátunnar. Þau störf, sem þar verða unnin, verða ekki í þágu tækni, vísinda, bættra lífskjara, og þau munu ekki marka, nema að mjög litlu leyti framþróun í þeim efnum, sem flestum finnast þyngst á metunum. Markmið þess- arar stofnunar, Norræna hússins í Reykjavík, er hins vegar það, að efla og treysta samvinnu og skilning norrænna þjóða í menn- ingarlegu tilliti. Hlúa að gömlum menningarlegum sérkennum þjóð anna, og veita vaxtarskilyrði ný- græðingum, sem á komandi tím- um munu vonandi spretta upp úr hinum gamla, norræna jarðvegi. í sýningarskrá norrænnar list- munasýningar, sem um þessar mundir stendur yfir í Norræna húsinu, segir m.a.: „Sameiginleg öllum smáþjóðum ans er hin gífurlega utanaðkom- andi menningaráþján, hin ein- kennasnauða jöfnunartilhneiging, sem eyðir sérkennum þjóða með vaxandi þunga. Sá gífurlegi þrýst- ingur mun aukast í náinni fram- tíð. Vorar eigin lífsvenjur munu taka hröðum stakkaskiptum í sam ræmi við þessa múgjöfnun um gjörvallan heiminn. Hugsanlegt er að gleðjast yfir þessu, ellegar þá að harma það, en vér getum alls ekki látið sem vér sjáum það ekki, að .minnsta kosti meðan við höfum eigi sætt oss við að farga sérkennum þjóða vorra. Menningarlíf Norðurlanda er sí felldum breytingum háð. Nor- Kjólar úr ofnum efnum, annar íslenzkur, hinn norskur-.Þeir hafa valtiö mikla athygli erlendra sýningargesta. rænir menn hafa frá upphafi sögu sinnar tekið við utanaðkomandi áhrifum — stundum með varúð, stundum gagnrýnislaust. Þegar á heildina er litið, má telja, að á- hrifunum hafi verið beint í rétt- an farveg, og að þau hafi gert líf vort auðugra. Nú eru hins veg ar teikn á lofti, sem slíku er sam- fara, ef ekki verður að gert.“ Markmiðið með stofnun nor- ræna hússins var fyrst og fremst það, að leitast við að sporna gegn þessari þróun, og efla sam- stöðu og einhug hinna norrænu þjóða, skerpa skilning þeirra á menningarverðmætum hverrar um sig í því skyni að skapa þeim varanlegri sess í hugum okkar. sem Norðurlönd byggjum. Þetta verður gert á ýmsa lund. M.a. mun verða komið upp góðu bóka safni í hinum skemmtilegu húsa- kynnum, og þangað getur fólk sótt þann fróðleik um Norður- lönd, er það helzt girnist. Nor- ræna húsið mun efna til nám- skeiða og móta, bæði samnor- rænna og tveggja þjóða í senn, hljómleika, fyrirlestra og umræðu funda, bókmenntakynninga, bóka sýninga og einnig list- og list- iðnaðarsýninga. í sambandi við vígslu Norræna hússins fyrir hálfum mánuði var opnuð skemmtileg samnorræn list iðnaðarsýning, og mun hún standa til mánafjamóta að minnsta kosti. Þetta fyrsta verkefni Norræna hússins lofar góðu um starfsemi þess, því að sýningin er einstak- lega fjölbreytt og vel skipulögð. Hún gefur mjög góða mynd af því, sem verið er að gera á sviði listiðnaðar'á Norðurlöndum, sumt af því er byggt á gömlum merg, en annað í nútímalegri stíl. Sýningunni er að mestu komið fyrir í tveimur sölum, hljómleika salnum og væntanlegu bókasafni, en einnig er nokkrum veggmynd- um, teppum o.fl. komið fyrir í anddyri hússins. Norskur skreyt- ingamaður, Roar Höyland, setti sýninguna upp og valdi jafnframt sýningargripi frá íslahdi, en fé- lög listiðnaðarmanna völdu fyrir hin Norðurlöndin. Hver gripur er númeraður og jafnframt merktur þjóðfána þess listamanns, sem gerði hann. Samtals eru hlutirn- ir 527, en misjafnir að fyrirferð og listagildi. í hljómleikasalnum eru sýndir skartgripir, einkum silfurmunir, sem helzt eru í tízku um þessar rpundir. Þeir eru eftir færustu skartgripasmiði Norðurlanda, af fslands hálfu má nefna Leif Kaldal og Guðbrand Jezorski, dönsku gripirnir eru flestir gerð- ir á hinum nafntoguðu vinnustof- um Hans Hansen og Georg Jen- sen. Þá getur að líta þarna gler- og kristalsmuni. flesta frá Sví- þjóð og Finnlandi. Keramik er vinsæl listiðnaðargrein á Norður-j lönlum og fulltrúar allra þjóð- anna sýna ýmsa fagra og sérkennij lega leirmuni í bókasalnum. Allt: eru þetta hlutir, sem notagildi' hafa, skálar, könnur, krúsir, boll-' ar, öskubakkar, alla vega litir með alla vega skreytingum. Þjóð- legum stefnum í þessari grein er bersýnilega ekki til að dreifa, og' ekki er nokkur leið að gera greim armun á t.a.m. sænskri eða danskri leirkerasmíði. Finnar og Norðmenn sýna mikið af gler og kristalsvörum, fagurlega unnum, íslenzk stúlka, Jónína Guðnadótt- ir sýnir þrjá glervasa, sem standa þeim lítt eða ekkert að baki. Hlutur Færeyinga í þessari sýn ingu er langminnstur að vöxtum. Þeir sýna eingöngu hluti úr smíða járni, látúni, beini og tré, en þetta eru ljjmandi fallegir gripir og þjóðlegir. Nokkuð er þarna um vefnaðar- vöru og hannyrðir, o.fl. í þeim dúr. Úlpur Og jakkar úr sauða- skinni vekja sérstaka sthygli okk- ar. Þeir eru handunnir að öllu leyti og áferðin minnir helzt á rúskinn, en loðnan snýr inn. Fal- leg mynstur eru þrykkt á ytra byrðið, og betta eru hinir mestu kjörgripir. íslendingar sýna lopa- varning og ofna kjóla, og leið- sögukona okkar á sýningunni seg- ir okkur, að kjólarnir séu þeir sýningargripir, sem helzt hafi vak ið athygli erlendra gesta á sýn- ingunni. Þarna eru og ofin teppi, púðar, ryjateppi og sitthvað fleira sem flokkast undir hannyrðir. Okkur er tjáð, að aðsókn að sýningunni hafi verið prýðileg, og sennilega hafi komið á 2. þúsund manns að skoða hana síðastliðinn sunnudag. Ætlunin er að hafa hana opna til mánaðamóta að minnsta kosti, en verði aðsókn góð verði hún ef til vill fram- lengd. Er henni lýkur verður sett upp bókasýning í þessum salar-. kynnum, en sjálft bókasafn húss- ins verður sjálfsagt ekki tilbúið fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Þá fyrst kemst starfsemi Norræna hússins í eðlilegt horf. Sameiginleg listkynning sem þessi hefur margvíslegt gildi bæði fyrir listamenn og almenning, ekki sízt fyrir okkur íslendinga, sem aðstöðu okkar vegna eigum erfitt með að fylgjast með því, sem er að gerast á þessu sviði meðal frændþjóða okkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.