Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 9
riMMTUDAGUR 5. september 1968. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson, Aug- lýsingas.tjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323, Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. ■ " Akvörðun ríkis- stjórnárinnar einnar Ríkisstjórnin hefur gripið til þeirrar bráðabirgða- ráðstöfunar að leggja 20% innflutningsgjald á allar vörur, sem fluttar eru til landsins. Rök hennar eru þau, að þetta hafi verið óhjákvæmileg ráðstöfun vegna efna- hagsástandsins. Sökum þess hafi ekki verið hægt að bíða eftir niðurstöðum þeirra viðræðna, sem eru að hefjast milli stjórnmálaflokkanna um lausn hinna efna- hagslegu vandamála. Það hefur komið ýmsum kynlega fyrir sjónir, að þessi bráðabirgðaráðstöfun er tilkynnt sama daginn og viðræður flokkanna hefjast. Fljótt á litið gætu ókunn- ugir dregið af því þá ályktun, að ríkisstjórnin hafi haft um þetta einhver samráð við stjórnarandstöðuna. Þessu er þó síður en svo til að dreifa, eins og kom fram í við- tali við formann Framsóknarflokksins hér í blaðinu í gær og einnig var áréttað í sameiginlegri yfirlýsingu frá viðræðunefnd stjórnmálaflokkanna. Ríkisstjórnin ein ber alla ábyrgð á þessari ákvörðun, og tók hana án nokk- urs samráðs við stjórnarandstöðuflokkanna. Viðræður stjórnmálaflokkanna eru rétt að byrja og enn hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram neinar fullnægj- andi upplýsingar um, hvernig raunverulega er ástatt. Þvert á móti er sagt, að það geti enn tekið margar vikur að safna gögnum. Þetta sýnir í hæsta máta léleg vinnu- brögð, þar sem ríkisstjórninni mátti löngu vera ljóst að hverju stefndi. En ráðherrarnir þurftu sín sumar- leyfi og það varð að ganga fyrir því, að hinum mest aðkallandi verkum væri sinnt fyrr en komið var í óefni. Ef rétt hefði verið á málum haldið áttu viðræður flokkanna að hefjast svo tímanlega, að þeir hefðu haft tækifæri til að ræða um bráðabirgðaaðgerðirnar áður en þær voru ákveðnar af ríkisstjórninni. Jafnframt hefðu fullnægjandi gögn þá strax átt að vera ifyrir hendi. Allt eru þetta vinnubrögð, sem bera vott um værukæra og uppgefna ríkisstjórn. Misheppnuð stefna Hinn stórfelldi innflutningsskattur, sem ríkisstjórnin hefur gripið til, sínir mat hennar á efnahagsástandinu. Það er játning hennar á því, að hér sé raunverulega allt að fara í strand, þrátt fyrir góðærið á árunum 1961—66 log margskonar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar síðan. Vissulega hafa ýmsir erfiðleikar bætzt við seinustu misserin, en vegna þeirra þyrftu at- vinnuvegirnir, ríkisbúskapurinn og þjóðarbúskapurinn ekki að vera í rúst, ef rétt hefði verið stjórnað á góðæris- árunum. Það, sem hér blasir við, eru rústir óhyggileg- ustu stjórnarstefnunnar, sem hér hefur verið fylgt, við- reisnarstefnunnar svonefndu. Vegna ófaranna af völdum hennar, gerir ríkisstjórnin nú neyðarráðstafanir til bráða- birgða og biður andstæðingana um hjálp. Það ætti því ekki að þurfa að vera þrætuefni lengur, að s*l stjórnarstefna, sem fylgt hefur verið að undan- förnu, hefur misheppnazt, og nú getur ekkert hjálpað nema víðtæk stefnubreyting. Því aðeins verða viðræður flokkanna þjóðinni til gagns, að þeir gangi til þeirra með þessum skilningi og hugarfari. Richard D. Lyons, New York Times: Olvun er meginorsök dauðaslysa á þjóðvegum Bandaríkjanna Ölvun veldur árlega um 25 þús. dauðsföllum í umferðinni. HUGQUM okkur, að íbúum Manhattan eytjar væri eytt, sér- hverjum karlmanni, konu og barni, sem búa á hinu þéttbýla svæði milli Harlemú og Batt- érygarðs. Erfitt virðist að hugsa sér slíkt, en þó hefir þetta hræði lega mannfall orðið hér hjá okkur Bandaríkjamönnum — 1,7 milljónir manna á þessari öld. Þetta er gjaldið—, sem við höfum greitt fyrir þægindi bif- reiðanna. Siðustu tvö árin hafa rúmlega 100 þúsundir Bandaríkjamanna látizt í slys- um, sem vélknúin farartæki á landi hafa lent í. Þeir, setn láta sér annt um öryggi manna, hafa fyrir ’öngu krafizt, að komið verði í veg fyrir þetta blóðbað. Samt,halda hin vélknúnu farartæki áfram að brytja fólkið niðjr dag eítir dag og ástæðan er, sins og einn hinna kj'örnu embættis manna í Bandaríkju'num hefur komizt að orði: „Það er óvinsælt stjórnmála lega að draga úr réttindum öku manna og þar að auki lætur enginn sig.varða þetta verulega fyrri en að hann sjálfur eða einhver úr fjölskyldu hans verður fyrir þvi.“ FÁEINIR menn eru þó farn ir áð láta þetta til §ín taka upp á síðkastið, og er þar bœði um að ræða almenna borgara og sérstaka áhugamenn. Krafa þeirra um að ,,ríkisstjórnin“ aðhafist eitthvað hefir leitt til þess, áð opinberir embættis- menn hafa leitazt við að kom- ast að raun um orsakir bif-' reiðaslysavandans og finna leið ir til úrbóta — ef einhverjar eru. Árangur einnar af fyrstu til- raunum samríkisins til þess að gera sér grein fyrir orsök um bifreiðaslysanna pg hugsan legum úrbótum var birtur nú f\*rir skörnmu. Þar var tekið til meðferðar samhengið milli áfengis og öryggis á þjóðveg- um Og sú skýrsla er sannar lega til þess fallin að af mönn um renni. í skýrslunni er talið, að ár- lega séu a.m.k> 25 þús. dauðs föll á þjóðvegum að einhverju leyti að kenna áfengisneyzlu ökumanns farartækis, sem vald ið hefir dauðaslysi, eða vegfar andans, sem fyrir því hefir orðið. Auk þessa er talið, að um 800 þúsund af þeim fjórtán milljónum ökuáfalla, sem ár- lega verða allt fmá minni hátt ar óhöppum til stórslysa, mcgi að einhverju leyti rekja til áfengisneyzlu. HÖFUNDUR áminpstrar skýrslu er dr. William Haddon yngri, en hann er forstöðumað ur umferðaöryggisdeildar sam göngumálaráðuneytisins. Skýrsl an er 184 blaðsíður og þar er Ilögð á það sérstök áherzla, hve ótrúlega fámennur hópur öku manna, sem eru ofdrykkju- í menn eða eiga við erfiðleik-. Þau eru mörg umferðarslysln, sem orsakast vegna ölvaðra öku- manna. að stríða á þvi sviði, hafi lent í furðulega mörgum af alvarleg ustu umferðaslysunum Að minnsta kosti annað hvort dauðsfall ökumanna í slysum, sem ein bifreið lenti í og nálega helmingur þeirra dauðaslysa, sem meira en eitt farartæki lentu í, reyndust vera af völdum ökumanna, sem teljast verulegir drykkjumenn, en þeir eru ekki nema einn til fjórir af hundraði allra þeirra, sem bifreið aka í Bandaríkjun um. Við nánay athugun kom í ljós, að fjölmargir ökumenn, sem lent höfðu í alvarlegum umferðaslysum, reyndust „að einhverju leyti öðru vísi en aðrir ökumenn, hvort sem þeír voru drykkjumenn eða ekki.“ Meðal annars reyndust hlut- fallslega margir þeirra hafa ver ið handteknir og dæmdir áður fyrir umferðabrot, auk þess sem æviferilsskýrsla þeirra leiddi í ljós félagsleg áföll eða heilsubilun, sem að einhverju leyti stóð í sambandi við áfeng isneyzlu, svo sem ófarsælt hjónaband, lifrarsjúkdóma o. s. frv. f skýrslunni er hvatt alveg sérstaklega til aukinnar alúðar við lausn á vandanum, sem tengdur er drykknum öku- mönnum, þar sem „nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að allhár hundraðshluti þeirra, sem sviftir hafa verið ökuleyfi um lengri eða skemmri tíma vegna áfengisafbrota, halda áfram að aka.“ Bent er sérstaklega á þrjór leiðir í þessu efni: Eflda eftir litsþjónustu að næturlagi og henni dregið en slys eru tíð- um helgar, þegar helzt er úr ust, aukið aðhald um bættan akstur, bæði með auknu og bættu lögreglueftirliti og áhrifameiri lögum en áður. Þá er og hvatt til þess í. skýrslunni, að notfæra sér í auknum mæli ýmsar athuganir til þess að koma upp um lög- brjóta, eins og til dæmis þær, sem farið var að nota 1 Bret landi árið sem leið. Þarna er átt við ,,andardráttarkönnun ina“, þar sem grunaður öku maður er látinn anda í plast belg til þess að áikveða, hvort hann sé undir áhrifum áfeng ÞE9SARI könnun, ásamt þyngri refsingu en áður fyrir afbrot, er einkum þakkað það, hve. mjög umferðaslysum al- mennt og dauðaslysum á þjóð vegum hefir fækkað í Bret- landi. Tiltölulega auðvelt var að koma þessarri könnun á i Englandi, miðað við það sem væri í Bandaríkjunum, sem skiptast í 50 fylki með mismun andi löggjöf. Höfundur skýrslunnar hefur auðvitað gert ráð fyrir þessu og mællr með samþykkt nýiTa laga, þar sem það sé viður kennt afbrot að aka bifreið ef áfengisprósentan i blóðinu fer upp fyrir ákveðið mark. Með þessu móti yrði miklu auðveld ara en áður að grípa til athug ana- eins og ..andardiráttarkönn unarinar", auk þess sem sak- sókn á hendur lögbrjótum yrði greiðari en áður. Lög hinna ýmsu fylkja um ölvun við akstur eru í ákaftega mismun andi. Skýrslan sætti verulegri gagnrýni fyrst eftir að bún kom út, einkum þó af hálfa | Framhald a bls. 15. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.