Tíminn - 10.09.1968, Page 11
ÞRroJUDAGUR 10. september 1968.
TIMINN
n
Bún spur'ði mann sinn:
— Segðu mér. ertu alveg
bættur að spila billiard við
Hansen?
— Jlá.
—• Hvers vegna?
— Miundir þú vilja spila
biUiard við mann eem ekiki að
eins hefúr rangt við heldur
Skrifar líka vitlausar töluir á
töfluna?
— Auðvita'ð elcki.
— Þarna sérðu — það vildi
Hansen e'kki heldur.
1. vinkona: Nýi kærastinn
minn vafði mig örmum fjórum
sinnum í gær.
2. vimkona: Jesús, hann hlýtur
að hafa langa handleggi.
Skoti nokkur ætlaði að fara
að kvænast enskri stúliku.
Skömmu fyrir brúðkaupið
sagði tilvonandi tengdafaðir
Skotans:
— Jæja, ungi maður, hér
með afhendi ég ýður 100 pund
sem ég vona að geti komið í
góðar þarfir. Hvað getur þú
boðið í sta'ðinn?
— Beztu þakkir, svaraði
Skotinn, og kvittun fyrir upp-
hæðinni:
FLÉTTUR
OG MÁT
í þættinum á sunnudaginn
birtum við 6. sfcá'kina í einvígi
Spaasky og Bents Larsen og
hér á etftir fer stöðumynd úr
7. skák þeirra. Þar brustu all
ar vonir Bents. Hann tefldi
stíft upp á vinning, þótt hann
stýrði svörtu mönnunum: Hann
fékfc góða stöðu, en skorti þolin
mæði og 19. leikur hans var
vanhugsaður.
Spassfcy hefur hvítt. Hér
virðist Ra5 góður leifcur fyrir
svartan, með hótuninni Rc5.
— En Larsen lék 19 . . d 5.
Það kostaði hann peð, en hann
fékk ekki þá sókn, 6em hann
hafði búizt við. Spassky náði
að sfcipta upp á mönnum og
var með unnið endatafl. Þar
með var staðan 5:2 og einvígið
raunverulega útklj'áð. í 8. skáfc
inni bauð Spassfcy jafntefli eft
ir 31 leik og Larsen þá'ði og
vonir hans um að verða heims
meistari að þessu sinni vóru
úr sögunni.
— Nei . . . hvað er að sjá þig. Það er varalitur á kinn
inni á þér.
Krossgáta
Nr. 112
Lóðrétt: 2 Dýr 3 SJá 4
Islam 5 Kynjadýr 7 Frefc 9
Lýfj'ameðferð 11 Dýr 15 Kóf
16 Fornafn 18 Tónn.
Ráðning á gátu nr. 111.
Lárétt: 1 Ógnin 6 Náð
8 Flý 10 Nes 12 Lá 18 ST
14 Iða 16 Asi 17 Fat 19
Barin.
Lóðrétt: 2 Gný 3 Ná 4 Iðn
5 Eftir 7 Ástin 9 Láð 11 Ess
15 Afa 16 Ati 18 Ar.
I
14
Lárétt: 1 Veizla (erl) 6 Krot 8
Bætti við 10 Vot 12 Húsdýr 13
Tveir eins 14 Hundamál 16 Hitun
artæki 17 Hita 19 Kvenvargur.
leit af konu sinni til Jóns og síð-
an til konunnar aftur. — Því nú
er það ég sem ákveð að hvolp-
urinn skuli fá að vera hér
Jón tók nú við hvolpinum af
móður sinni og settist hugfang-
inn með hann á legubekkinn.
Amma klappaði vingjarnlega
á handarbakið.
— Þér þykir áreiðanlega vænt
um hann þegar frá líður, skaltu
vtta, sagði hún lágum rómi.
— Hvað heitir hvolpurinn, Jón
sagði Agnes, sem ekki gat slitið
sig frá honum.
— Þota.
— Þota, það er ekkert nafn.
Geturðu ekki sagt mér það?
Jón hló. — Hún heitir Þota,
flónið þitt.
— Hvert ætlarðu að hringja?
kallaði Agnes þegar Kristín gekk
til dyra.
— Var ég að segja að ég ætl-
aði að hringja nokkuð? anzaði
Kristín og hló um leið og hún
lokaði á eftir sér dyrunum.
Agnes hlustaði af alefli þegar
Kristín bað um samband, og slúðr
aði svo frá: — Hún er að hringja
á Neðrabæ.
— Skiptu þér ekki af því, sagði
Anna.
Kristín sat við símann um hríð,
eftir að hún hafði lokið samtal-
inu, og var hugsi. Hún leitaðist
ævinlega við að vera hreinskilin
gagnvart sjálfri sér, en það er
ekki svo auðvelt stundum. Það er
góð afsökun að kenna hvolpinum
um. Hana langaði til að Hinrik
kæmi. Auðvitað hafði hún varast
að láta það í ljós, en hún taldi
víst að hann myndi spyrja hvort
hann mætti koma og líta á hvolp-
inn. Það hafði hann líka gert,
og hún hafði svarað, að það mætti
hann reiða sig á. Jón væri óðfús
á að sýna öllum dýrið. . . Það
var líka heilagur sannleiki. En
hitt var ekki með öllu rétt, að
hún hefði hringt í þeim tilgangi
einum, að segja honum þessa síð-
ustu frétt. Vonandi grunaði Hin
rii það efcki? Hún vildi vera
frjáls. En hvers vegna langaði
hana þá til að hann kæmi?. . .
Það var ekki mikil breyting á
orðin síðan hún hafnaði bónorði
hans kvöldið góða. Hann hafði ekki
viljað viðurkenna það sem neitt
lokasvar, og hún hafði ekki lok-
ið við að rannsaka huga sinn í
hans garð. Það var svo margt sem
mælti með honum, en ýmislegt
líka sem mátti að honum finna.
Sumt voru ef til vill smámunir,
en eigi að síður all mikilvægt í
samlífi tveggja persóna.
Henni leið alltaf vel í návist
Hinriks. Hann var viðfeldinn og
góður vinur og félagi. Vafalaust
gott að vera gift honum líka.
Naumast leið hálf klukkustund
áður en Hinrik var kominn, og
það átti sinn þátt í að Onnu
hurfu öll leiðindi.
— Það finnst mér spá góðu, að
Kristín skuli undir eins hringja
til Hinriks út af öðrum eins hé
góma og hvolpi, sagði hún við
ömmu.
Amma brosti við. Hún lét ör-
lög ráða.
Agnes var sem á nálum af ein
skærri óþolinmæði, þangað til
Hinrik spurði hvað hvolpurinn
héti.
— Þota, gall hún við áður en
hann hafði lokið við spurninguna.
— Þota, finnst ykkur það nokk-
uð nafn. Það er um mörg fal-
legri nofn að vélja. Til dæmis
Spana? svaraði hann.
— Uss, nei, nei, hélt hún áfram
borginmannlega. — Spurðu aft-
ur hvað hún heiti og þá skal ég
segja þér það.
— Jæja, hvað heitir hún þá
svo sem?
— Þota, anzaði hún fljótmælt.
— Nú sá Kristín að Hinrik fór
að skilja, en hann lét sem hann
botnaði ekki í neinu. — Nú
gat ég leikið fallega á þig. Hún
heitir Þota, og taktu nú eftir,
flónið þitt.
— Agnes, hvað segirðu, mælti
Anna, en Hinrik hló bara.
— Ætli hann viti ekki hvern
ig unglingarnir eru nú til dags,
sagði Óli Pétur, — dekurspilltir
og hortugir. Hinrik breytti um-
ræðuefni. /
— Það er skrítið að við pabbi
vorum einmitt að spjalla um að
fá okkur hund, þegar Kristín
hringdi, sagði hann.
— Greifingjahundurinn sem
þú varst að tala um? spurði Krist
ín.
— Nei, stærri hund, varðhund.
— En greifingjahundinn þá?
spurði Jón. — Ég heyrði sagt að
tófan hefði verið að drepa unga
fyrir ykkur?
Hinrik kinkaði kolli. — Það er
ekkert því til fyrirstöðu, að fá
greifingjahund líka.
Það lá beint við að Óli Pétur
sæti í hjá Hinriki heim um kvöld-
ið, úr því hann var hér með bíl
inn og leið hans lá fram hjá elli-
heimilinu. En næstum jafn sjálf
sagt var það og að Kristín fylgd-
ist með — enda þótt hann ætti
ekki leið fram hjá Hellulæk til
baka.
— En með einu skilyrði, hvísi
aði Kristín, er þau settust inn í
bifreiðina.
— Hvað er það?
— Mundu að ég er frjáls og
ætla mér að vera það framvegis.
Hann kinkaði kolli og leit til
hennar ástúðlega og þó hálf
glettnislega.
— Mundu að mér finnst það
sem ekki er af frjálsum vilja
gert, vera einskis virði, svaraði
hann.
Kristín stakk höndinni í lófa
hans og þrýsti léttilega.
— Þá það, sagði hún og brosti.
6. kafli.
„Með stúlkunni minni“.
Hinrik hafði ekki hringt á laug
ardaginn. Að vísu hafði hann
sagt að meðan Kristín væri ógef-
in, væri hann ekki vonlaus um
að fá hana, en fálátari hafði
hann verið síðan kvöldið sem hún
hafnaði bónorði hans. Það var í
rauninni ekki svo auðvelt fyrir
Hinrik á Neðrabæ að sætta sig
við hryggbrot, enda þótt hann
léti ekki á þvi bera þegar þau
hittust. Kristín skildi hann, en
þvert ofan í alla skynsemi voru
henni það vonbrigði, að hann
skyldi ekki láta neitt heyra frá
sér. Hún stóð sig að því að hugsa
um það í sífellu hvernig í ó j
sköpunum hún væri af guði gerð.
Var hún kannski einhver flenna,
blóðsuga, sem dró pilta að sér, J
án þess að vilja láta þeim nokk-!
uð í té til endurgjalds fyrir;
stimamýkt þeirra? Hún gat ekki
annað en hlegið að sjálfri sér.
Sízt af öllu gat hún líkt sér við
neitt slíkt. Eins og fleiri ímynd-
aði hún sér að konur sem drægju
að sér karla væru dimmar og dul-
arfullar, blóðheitar við ytri kynni
en kaldrifjaðar í raun, framandi
konur með stór. skásett augu,
fagrar á sinn hátt. sem tældu karl
menn til sín með eggjandi fram
komu, en hrintu öðrum konu/h
frá sér. Nei, hún var ekkert á-
þekk þeim. Og þó. Var til nokk-
ur andstaða þessara karla-
1 veiðara? Væri um nokkra slíka
að ræða, hlaut hún að vera á-
þekk henni sjálfri. Kona, sem lað
| ast að karlmönnum án þess að
vilja það eiginlega sjálf.
Með sjálfri sér hafði hún búizt
við Hinriki og svo kom hann
efcki. Vitaskuld gat hún farið út
á göngu fyrir því. Meðan sumar
leyfin stóðu yfir, gat hún ekki
leitað til Katrínar, en þurfti svo
sem ekki að vera ein, ef hún
hjólaði inn á danssfcaðinn eða til
Glaumár. Hún hafði ekki mikla
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 10. september
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há
degisútvarp 13.00 Við vinnuna
14.40 Við sem heima sitjum
Sigríður
Sehiöth ÍM8IM >7
les söguna
,,Önnu á Stóru-Borg“ eftir Jón
Trausta (17) 15.00 Miðdegis
útvarp 16.16 Veðurfregnir 17.
00 Fréttir. Klassísk tónlist 17.
45 Lestrarstund fyrir litlu börn
in 18.00 Lög úr kvikmyndum
18.45 Veðurfregnir. 19.00 Frétt
ir Tilkynningar 19.30 Daglegt
mál Baldur Jónsson lektor flyt
ur þáttinn. 19.35 Þáttur um at-
vinnumál. Eegert Jónsson hag
fræðingur flytur. 19.55 Gestur
i útvarpssal: Gunnar Æ. Kvar
an sellóleikari leifcur Svitu nr.
1 í G-dúr. 20.15 Ungt fólik í
Danmörku Þorsteinn Helgason
segir frá 20.40 Lög unga fólks
ins Gerður Bjarklind kynnir
21.30 Útvarpssagan: „Húsið í
hvamminum" eftir Óskar Aðal
stein Hjörtur Pálsson les (11)
22.00 Fréttir og veðurfregnir
22.15 Kanadisk tónlist 22.45 Á
hljóðbergi ,,Ferðin til Laputa“
eftir Jonathan Swift. Michael
Redgrave les. 23.20 Fréttir í
stuttu máli. Dagskrárlok.
Miðv'kudagur 11. sept.
7.00 Morgunútvarp 12.00 Bá-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna
14.40 Við, sem heima sitjum
Sigríður
Shiötlh les
morgun
soguna
.,Önnu á Stóru-Borg“ eftir Jón
Trausta (18) 15.00 Mi'ðdegisút
varp 16.16 Veðurfregnir íe-
lenzk tónlist. 17.00 Fréttir
fílassísk tónlist. 17.45 Lestrar-
stund fyrir litlu börnin. 18.00
Danshljómsveitir leika. Tilkynn
ingar 18.45 Veðurfregnir. Dag
skrá kvöldsins 19.00 Fréttir Til
kynningar 19.30 Daglegt mál
Baldur Jónsson lektor flytur
þáttinn. 19.35 Spunahljóð Þátt
ur í umsjá Davíðs Oddssonar
og Hrafns Gunnlaugssonar. 20.
05 Einsöngur í útvarpssal: Ói
afur Þ. Jónsson óperusöngvari
syngur 20.30 „Brúðkaupsnótt
Jakobs" sögukafli eftir Thomas
Mann Sverrir Kristjónsson sagn
fræðingur les eigin þýðingu.
21.05 Finnsk nútimatónlist
21.30 Til Norðurlanda Sigfús
Elíasson les þrjú frumort
kvæði 21.50 Píanómúsdk Ross
Pratt leikur lög eftir Nicolas
Medtner. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir 22.15 Kvöldsagan:
,,Leynifarþegi minn“ eftir
Joseph Conrad Málfríður Ein
arsdóttir íslenzkaði Sigrún Guí
jónsdóttir les. (2 ) 22.35 Djass
þáttur Ól. Stephensen kymúr.
23.05 Fréttir í stuttu máli Dag
skrárlok.