Tíminn - 10.09.1968, Qupperneq 13
£0. september 1968.
IÞROTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Sagan frá þvi í fyrra endurtók sig á Akureyrí á sunnudaginn:
TUKALLINN STOÐVAR
AKUREYRINGA AFTUR
— Valsmenn unrvu hlutkestið og eru komnir í undanúrslit bikarkeppninnar.
hraðmótinu
Áf — Akureyri. — FH-ingar(
urðu sigurvegarar í hraðkeppnis
móti í hanðknattleik, sem háð var'
hér um helgina. Þátttökulið voru
frá ÍBA, Haukum, Fram, FH og
ÍR. Úrslit í einstökum leikjum
urðu eins og hér segir;
M. — A%ureyri. — Sagan endur
teskar sig. Annað árið f röð verða
akureyrsMr knattspyrnumenn að
Mta í það súra epli, að falla úr
| bikarkeppninni vegna þcss, hve
ðheppnir þeir eru í „peninga-
■ spili“. Þetta skeði á sunnudaginn,
þegar þeir töpuðu hlutkesti fyrir
Valsmönnum að afloknum Ieik
þessara félaga, sem skildu jöfn,
2:2, að venjulegum leiktíma lokn
um. f vítaspyrnukeppninni skoraði
hvort lið f jögur mörk — og því
Ekkert
jámtjald
í 2. umferð
Stjórn Evrópuknattspyrnusam-
bandsins kom saman til fundar
í gærkvöldi í Zurich til þess að
fjalla um mótmæli Rússa, Ung-
verja, Pólverja, Búlgara, Austur
Þjóðverja og Frakka út af „auka-
drættinum” í Evrópubikarkeppn-
inni í knattspyrnu.
Var fellt með 7 atkvæðum gegn
2 að breyta nokkru úr þvi sem
komið væri, þ.e.a.s. austantjalds-
löndin leika saman og vestrænu
lönddn saman í 1. umferð keppn-
innar. Hins vegar var einnig sam-
þykkt, að í 2. umferð yrði ekki
um neitt járntjald að ræða. Þá
geta lið frá vestrænu löndunum
leikið á móti austantjaldslöndun-
um, ef þau dragast á móti þeim.
ISI
endurkjörin
Á íþróttaþingi ÍSf, sem haldið
var í Reykjavík um helgina, var
öll framkvæmdastjórnin endur-
kjörinn, en hana skipa eftirtaldir
menn: Gísli Halldórsson, forseti,
Guðjón Einarsson, Gunnlaugur J.
Briem, Sveinn Björnsson og Þor-
valdur Árnason. Þá voru sömu
fulltrúar, er sátu í sambandsráði
á s.l. ári, endurkjörnir. Nánar
verður sagt frá þinginu síðar.
varð að varpa hlutkesti. Valsmenn
utmu það og eru nú komnir í und
anúrslit. Heppnir Valsmenn. Það
má nú segja. Óhætt er að fullyrða
að Akureyringar hafi átt 70% í
leiknum á sunnudaginn. Vonandi
verða Valsmenn jafnheppnir á
móti Benfica!
Eins og fyrr segir, er þetta ann
að árið í röð, sem hlutkesti sker
úr um framtíð Akureyringa í bik-
arkeppninni. „Kórönan eða túkall
inn?“ Framarar unnu hlutkestið í
fyrra, Valsmenn nú. Þess verður
áreiðanlega minnzt í akureyrskri
knattspyrnusögu, að lítill túkall
stöðvaði Akureyrar-liðið tvö ár í
röð.
Víkjum að leiknum sjálfum,
sem var mjög spennandi, einhver
sá mest spennandi, sem leikinn
hefur verið á Akureyri í sumar,
og er þó úr nógu að moða. Akur-
eyringar sóttu mjög stíft, þegar
frá byrjun, en samt voru það Vals
me-nn, sem urðu fyrri til að skora.
Hægri bakvörðurinn, Sigurður
Ólafeson, skoraði á 20. mín. með
skoti af 35 m. færi, Vægast sagt
furðuleg staðsetning Samúels
markvarðar, gerði það að verkum,
að þetta „bogaskot" náði hindr-
unarlaust í mark. Klaufamark. Og
annað klaufamark fengu Akureyr
ingar á sig í siðari hálfleik, þegar
Jóni Stefánssyni mistókst að skalla
knött, er stefndi að marki. Ingvar
Elísson, hinn sprettharði sóknar-
maður Vals, komst innfyrir —
og náði að senda til Hermanns.
sem í fyrsta og síðasta skipti í
þessum leik fékk að leika lausum
hala. Gunnar Austfjörð, skuggi
Hermanns, stalst frá honum og
hélt á móti Ingvari. Efiaust hefði
verið betra fyrir Gunnar að bíða.
því að Ingvar var ekki eins vel
staðsettur og Hermann. En hvað
um það. Ingvar var fljótur að átta
sig á hlutunum og sendi til Her-
manns, sem stóð einn og átti auð-
velt með að skora, 2:0.
Þrátt fyrir, að nú syrti í álinn,
gáfust Akureyringar ekki upp. En
það var ekki fyrr en á 25. min.
að þeir skoruðu sitt fjrrsta mark.
Númi Friðriksson fékk ágæta
sendingu frá Valsteini og vísaði
knettinum í mark, ef svo má að
orði kveða. Og jöfnunarmarkið
kom eitthvað 8 mínútum síðar.
Kári Ámason, markakóngur, skall
aði í netið eftir hornspyrnu. ger-
samlega óverjandi fyrir Sigurð
Dagsson, sem annars hafði staðið
Framhald á bls. 14.
VIÐ GETUM LIKA
Haukar—fR 11:11
ÍBA—Fram 18:12
Fram—ÍR 13:10
FH—ÍR 18:13
Haukar—Fram 19:8
ÍBA—Haukar 7:7
Fram—FH 8:5
ÍR—IBA 17:16
FH—Haukar 14:9
FH—ÍBA 13:10
Einna mest komu á óvart úrslit
in í leik ÍBA og íslandsmeistara
Fram, en það skal tekið fram,
að markvarzla Þorsteins Björns-
sonar í þessum leik var siök. Hins,
vegar var Þorsteinn í essinu sínu
þegar Fram lék gegn FH, enda
vann Fram 8:5 og var þetta eini
ieikurinn sem FH tapaði. FH hlaut
6 stig og var vel að sigrinum
komið. Fram og Haukar komu
næst með 4 stig, Akureyri og ÍR
hlutu 3 stig.
Þær eru einbeittar og ákveðn-
ar, og úr svip þeirra má lesa:
Við getum Iíka spilað fótabolta!
Já, auðvitað geta stúlkurnar leik-
ið knattspyrnu eins og piltar. Það
sýndu-þessar ungu Kópavogs-stúlk
ur okkur á sunnudaginn, en þá
fór frani keppni miili tveggja
kvenna-liða í Kópavogi. Að vísu
voru hreyfingarnar stundum við-
vaningslegar, en æfingin skapar
meistarann.
Þessi leikur fór fram á íþrótta-
hátíðinni í Kópavogi, en þar lék
einnig bæjarstjórnin gegn Breiða
blik og sigraði eins og venjulega
að þessu sinni 4:2. Var það of
lítill sigur miðað við getu og tæki
færi. I
Axel skýrir afstöðu HSÍ-fulltrúanna
Axel Einarsson, formaður
HSf, er kominn heim af hinni
frægu ráðstefnu handknattleiks
manna, sem haldin var í Amst
erdam.
f blaðinu á morgun birtum
V vi» viðtal við Axel, þar sem
hann skýrir hvers vegna ísl.
fulltrúarnir greiddu atkvæði
með þvi að fella niður eða
fresta Evrópubikarkeppninni
og undankeppni heimsmeistara
keppninnar.
í viðtalinu kemur fram, að
þeir áttu varla annars úrkosta,
þar sem þegar, fyrir atkvæða-
greiðsluna, var ljóst, að vest-
rænu ríkin myndu ekki taka
þátt i þessum tveimur stórmót
um, hvernig svo sem atkvæða-
greiðslan færi. — alf.
Handknattleikur:
Hvað er
framundan
Alf—Reykjavík. —. Við það, að
undankeppni HM f handknatleik
hefur verið frestað, skapast að
sjálfsögðu mikill ruglingur £ lands
leikjaprógramminu.
Stjórn HSÍ leitar eftir nýjum
samningum. Einu landsleikirnir,
sem eru endanlega ákveðnir hér
heima á næsta keppnistímabili ’
eru 2 leikir við Spánverja, sem
fara ekki fram fyrr en eftir ára-
mót.
Fulltrúar v-þýzka handknatt-
leikssambandsins höfðu samband
við þá Axel Einarsson og Valgeir'
Ársælsson á ráðstefnunni í Amst
erdam, og létu í ljós áihuga á
landsleikjum við ísland í Reykja-
vík í nóvember n.k. Fæst fljótlega
skorið úr, hvort úr þeim leikjum
getur orðið. Þessir leikir voru
upphaflega ákveðnir 1970. Á ráð-
stefnunni buðu ísL fulltrúarnir'
Tékkum landsieiki á fsiandi, en
ómögulegt er að segja hvað kem-
ur út úr því, vegna ástandsins í
Tékkóslóvakíu.
Þá er hugsanlegt, að Norðmenn .
leiki í Reykjavík eftir áramótin -
og fleiri þjóðir hafa látið í ljós
áhuga, m.a. Belgíumenn, sem
áttu að leika gegn okkur í undan
keppninni, Luxemburg, Hollend-
ingar og fsraelsmenn.
Af leikjum, sem fsland mun
leika ytra, eru þegar ákveðnir
iandsleikir við Svía og Dani. Við
Svía 7. febrúar og Dani 9. febr.
f framhaldi af því fer svo fram
borgakeppni milli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar.
Á næsta ári verður dregið að
nýju í riðia í HM. Getur svo farið,
að ísland lendi í riðli með Banda
ríkjamönnum og Kanadamönnum.