Tíminn - 20.09.1968, Page 6
TIMINN
í SPEGLITÍMANS
Margir menn, sem stunda lífs
hættulega atvinnu eiga öryggi
sitt og 9ít á tíðum lif sitt að
launa manni nokkrum að nafni
Leonard Barratt. Leonard þessi
er Englendingur, sextíu og
þriggsja ára gamall, og heldur
um þessar mundir upp á starfs
afrnæli, en hann hefur í fimm-
BARRATT
tóu ár unnið við það að gera
skotheld vesti. Leonard, sem
lærði þessa iðn af föður sfn-
um, ex sennilega eini maður-
inn í heimi, sem framleiðir
skotheld vesti.
Á hverjum degi allt árið
í kring er stföðugur straumur
viðskiptavina til hans alls stað
að að úr heiminum, en hann
hefur litla skrifstofu í London.
Sumir þessara viðskiptavina
hans eru frægir, aðrir fnægir
að endemum og svo kemur
fólk, sem er þar á milli, og
það eru ekki fá bréfin, sem
hann fær.
Tveir frægir menn, sem allt-
af notuðu skotheld vesti voru
þeir Farouk Egyptalandskon-
ungur og Aga Khan. Barratt
segist hafa gert tvö vesti handa
Farouk og eitt handa Aga
Hhan. en hann var eins og
kunnugt er, geysilega feitur.
Á hverju ári tók hann á móti
þyngd sinni í gulli frá þegn-
um sínum og þegar Baratt
saumaði á hann vestið, var
Aly sonur hans mjög á móti
því að hann léti gera þetta.
— Þú verður allt of þungur,
sagði hann. Faðir hans sneri
sér rólega að honum og sagði:
— Nokkur kíló til eða frá
skipta ekki nokkru máli.
En Barratt segist hafa haft
fleiri fræga' viðskiptamenn og
hann segir að hann geti ekki
sagt nöfn þeirra, en svo mikið
geti hann sagt, að margir
þeirra manna, sem fólk lesi
um í blöðum og sjiái í sjón-
varpi noti skotheid vesti. En
stærstu viðskiptavinir hans
eru einræðis'herrar í löndum,
sem búa við stöðugar pólitísk-
ar erjur. Eitt af vestunum sem
hann gerði hefur bjargað lífi
Rene Barrientos einræðisherra
Bólivíu sjö sinnum. f síðustu
árásinni sem gerð var á hann,
var skotið á hann úr vélbyssu
en skotin sátu öll föst i vest-
inu hans.
Barratt segir frá þvá að að-
eins einu sinni hafi hann furð-
að sig á pöntun, sem var gerð
hjá honum. í maí 1939, kom
til hans maður, ÞjóðVerji eða
Austurríkismáður, sem bað
hann að gera fyrir sig tuttugu
og fjögur skotiheld vesti, og
vildi hann fá þau eftir nokkra
daga. Hann bjó á hóteli, og
þegar Barratt kom til þess að
afhenda vestin, beið 'hann í for
stofunni. Hann ætlaði að fara
frá London þegar í stað og
borgaði honum ríflega fyrir
vestin. Barratt spurði hann
hvernig hann ætlaði að fara
með vestin út úr landinu. Mað
urinn svaraði því til, að bátur
hans biði eftir honum í næstu
höfn. Barratt vissi aldrei hver
þessi maður var né hverjum
þessi vesti voru ætluð, en
nokkrum mánuðum síðar lýsti
Þýzkaland yfir stríði. Ef til vill
voru þessi vesti ætluð Hiíler
og aðstoðarmönnum hans.
Barratt hefur aðeins einu
sinni haft konu, sem viðskipta-
vin. Það er frú Chang Kai-
shek, sem lét gera handa 6ér
skotJhelt vesti, sem verndaði
axlir og bringu.
★
Það mæðir mikið á Soraya
fyrrverandi eiginkonu keisar- •
ans af Persíu. Það er ekki svo
ýkja langt síðan að kveikt var
i svefnhenbergi hennar, og
★
*
★
ítalska leikkonan Rosana
Sohiafino eignaðist fyrir
nokkru dóttur, og tók
sér í þvi tilefni smáfrí frá
kvikmyndaleiknum, en innan
tíðar mun hún fara til Suður-
Ameríku og leika þar í kvik-
mynd, sem nefnist Simón
Bolivar. Hér ræðir hún við leik
stjórann og manninn, sem
teiknar þau föt, sem hún klœð-
ist í myndinni.
FÖSTUDAGUR 20. sept. 1968
var henni naumlega bjargað.
Fyrir fáeinum dögum var hún
í innkaupaferð í Róm, og á
götu þar í borg véðst á hana
fjöldi ítalskra kvenna, sem
ásökuðu hana fyrir að stela
eiginmönnum þeirra. — Hún
eyðileggur heimili okkar, hróp
uðu konurnar. Soraya varð
skelfingu lostin og hljóp inn
í næstu verzlun. Eigandi verzl-
unarinnar varð hræddur um að
konurnar réðust á verzlunina
og kallaði því á lögregluna,
sem aðstoðaði Soraya til að
komast á hótel sitt.
★
James Thurber, höfundur hins
þekkta ævintýris „Mörg tungl“
er fjöllhæfur listamaður, sem
leggur jafn gjörva hönd á
dróttlist og orðsins list. f for-
mála að einni bók sinni „The
Thurber Carnival" segir hann
um sjálfan sig: „James Tlhur-
ber er fæddur illspáa óveðúrs-
nótt árið 1894 á Parsons
Avenue 147, Oolumlbus, Ohio.
Á búsinu, sem stendur enn, er
enginn minningartafla eða á-
letrun, og það er aldrei sýnt
ferðamönnum. Einu sinni, þeg
ar móðir Thurbers gekk fram
hjá húsinu í fylgd me'ð gamalli
konu frá Fostoria, Ohia, sagði
hún. „James sonur minn er
fæddur hér“, og gamla konan,
sem var mjög heyrnarsljó,
svaraði: „Líklega með morgun
lestinni á þriðjudaginn, ef
systir mín verður ekki verri.“
Frú Thuriber lét hér við sitja.
Ekki er mikið vitað um fyrstu
æviár Thurbers, nema að hann
gat gengið, þegar hann var
tveggja ára, og gat sagt
heiiar setningar, þegar hann
var fjögra ára. Frá bernsku-
og æskuárum Thurbers (1900
—1913) er fátt frásagnarvert.
Ef hann hefur sjálfur vitað,
hvað hann ætlaði sér á þess-
um árum, er það ekki sýnilegt
lengur. Hann var ákaflega
dettinn, af því að hann var
haldinn þeim ávana áð vera sí-
fellt að reka sig á. Það þurfti.
alltaf að vera að laga gull-
spangargleraugun hans, en þau
gáfu honum svip, líkan svip,
sem er á manni, er heyrir ein-
hvern kalla, en getur ekki
greint hvaðan hljóðið kemur.
Af því að gleraugun pössuðu
svo illa, sá hann, ekki tvennt
af öllu, heldur eitt og hálft.
Þannig sýndist honum fjórhjól
aður vagn ekki hafa átta hjól
heldur sex. Bvemig honum
tókst áð komast hjá því að
láta þessi tvö auka'hjól verða
sér til trafala við störf sín, er
mér hulin ráðgáta.
Fyrsta afrek Thurbers á rit
vellinum var svonefnt kvæði,
sem ber nafnið „Frænka mín,
frú John T. Savage's Gardcn,
Fimmtu Suðurgötu 185, Oolum
bus, Ohio“. Það hefur ekkert
bókmenntalegt gildi, enga þýð
ingu, nema að svo miklu leyti,
sem það sýnir hið furðulega
minni mannsins á nöfn og
tölur. Hann getur enn í dag
nefnt nöfn barnanna, sem voru
með honum í ellefu ára bekk.
Hann man símanúmer nokk-
urra skólabræðra sinna ur
menntaskólanum. Hann man
afmælisdaga allra vina sinna
og getur talið upp á nvaða
mánaðardögum öll börn þeirra
voru skírð. Hann getur romsa’ð
upp nöfn allra þeirra sem tóku
þátt í garðveizlu kvenfélags
Frjálslynda safnaðarins í
Columbus árið 1907. Vera
kann, að þetta samsafn gagns
lausra minnisatriða hafi hjálp-
að honum í störfum hans. |
A VlÐAVANGI
Gylfi segist vilja
þjóðstjórn
Gylfi Þ, Gíslason vill ekki .
láta eigna sér það viðlhorf,.
sem fram kom í Alþýðumannin
um á Akureyri í frásögn af
kjördæmisþingi, þar sem sagt
var að komið hefði í ljós van
trú á þjóðstjórn og yfirlýsing
ar um að sömu flokkar ætluðu
að stjórna áfram þótt þeir
hefðu boðið upp á viðræður. Al-
þýðublaðið ber þessar skoðan
ir af Gylfa í fyrradag og seg-
ir:
„f Tímanum í gær var því
haldið fram, að stjómarflokkarn
ir ætli að stjórna áfram, en við
ræðurnar við aðra stjómmála-
flokka „blekkingartilraun“ og •
„viðræðusjónleikur“. Dregur
Tíminn þessa ályktun af frá-'
sögn í Alþýðumanninum á Akur ‘
eyri, þar sem sagt er, að á
kjördæmisráðsfundi nyrðra
hafi komið fram vantrú á að
stjóraarandstöðuflokkamir vilji
eða geti lagt mikið fram í rík
isstjóm. Er þetta kennt Gylfa-
Þ. Gíslasyni, sem talaði á fund
inum, og fullyrti, að svona hafi
hann talað „í trúnaði“ við Al-
þýðuflokksmenn á Norður-
landi.
Þessi túlkun Tímans er alröng.
Gylfi talaði alls ekki á þennan
hátt, heldur gerði skilmerkilega
grein fyrir aðdraganda viðræðn
anna og lét í ljós þann vilja
stjórnarflokkanna, að þær tækj,
ust. Hitt er rétt hjá Alþýðu-
manninum, að ýmsir fundar-
menn voru vantrúaðir á þjóð
stjóm og gagnrýndu þá hng-
mynd. Það voru þeirra skoðan
ir en ekki ráðherrans."
Þetta er gott og blessað að
vita, að Gylfi tekur þátt í þess
um vciðræðum af heilum hug,
hitt er verra, hve hann á litlu
fylgi að fagna í flokki sínum,
ef rétt er, sem blöð hans segja,,
að hann hafi talað vel fyrir víð
tækara stjórnarsamstarfi, en
flokksmenn hans síðan staðið
upp hver af öðrum og andmælt.
ÓcSeigur íslendingur
íslendingur, blað Sjálfstæð
ismanna á Akureyri ræðir um
efnahagsvandræðin í landinu og
boðar ríflega kjaraskerðingu af
þeim sökum. Hann segir í for-
ystugrein nýlega:
„Við erum því vissulega mis-
jafnlega vel undir það búin, að
draga saman seglin, þegar það
blasir við, að útflutningstekjur
þjóðarinnar lækka um nærri
TVO OG HÁLFAN MILLJARÐ
KRÓNA á milli tveggja ára.
Allt um það, hlýtur okkur nú
að vera jafn ljós vandinn. Og
þar af leiðir, að engum er
stætt á öðm en að taka á sig
sínar byrðar, þá almennu kjara
skerðingu, sem er óhjákvæmi-
leg. Það verður ekki meiru
skipt en því, sem aflað er. Það
hefur minnkað um 40% á
tveim árum og því hljóta kjör
in að versna í kjölfarið. Þetta
þekkir hver og einn úr eiginn
barmi."
Þannig segir íslendingur það
nærri því berum orðum, kjara-
skerðing verði að verða jafn
mikil og minnkun gjaldeyris-
tekna. Það er auðvitað fráleitt,
því að svo mikið framleiðir þjóð
in enn af því, sem hún þarf
að nota. Þetta er hins vegar í
góðu samræmi við „viðreisnar“
stefnuna, að öll lífskjör þjóð
arinnar séu komin undir við
skiptunum við útlönd. Að því
hefur verið unnið dyggilega síð
asta áratuginn að lama þær
Framhald á bls. 15.