Tíminn - 20.09.1968, Síða 10

Tíminn - 20.09.1968, Síða 10
w TIMINN FÖSTUDAGUR 20. sept. 1968 BREF TIL BLAÐSINS Vegna fréttar í blaði yðar 18. sept. sl., þar sem talað er um mýlbreyttni og nýjung, sem lengi ihefur verið beðið eftir hjá Reykja víkurleiklhúsunum, að því er varð ar áskriftarkort og gjafakort. í tilefni af þessum ummælum í blaði yðar óskast eftirfarandi tek- ið fram: Þjóðlcikhúsið hefur um margra ára skeið haft sMk gjafakort til sölu. Aðgöngumiðakort voru til sölu s.l. ár með 20% afslætti, en í ár eru þau með 25% afslœtti. Sala slíkra korta er að visu bundið því skilyrði að viðkomandi kaupi miða á 6 sýningar og hér sé um að ræða minnst 50 manna hóp. Með þökk fyrir birtinguna, Klemenz Jónsson Framsóknarmenn Suðurnesjum Fundur í Aðalveri. Keflavík, á sunnudaginn kl. 14. Jón Skafta- sou mætir á fundinum. Framsóknarfélögin UNGA KYNSLÓÐIN Framlhald af bls 12. vallaðist á samráði við embætt ismennina, en ekki við þjóðina, og stöðu alþingis. Síðan rseddi hann um ungu kynslóðina, sem hefði horft á þessa þróun ísl. stjórnmála með forundrun. Þetta fólk hefði far ið til starfa í atvinnulífinu með mjög nýta menntun, en ekki hafi borið á henni í stjórnmál unum. Um þessar mundir sæjust aftur á móti þess ótal merki, að stórir hópar æskufólks, sem á undanförnum árum hafa lítil eða engin afskipti af stjórn málum haft, hafi komið fram og helgað sig endursköpun ís- lenzkra þjóðfélagsmála, og ganga þá í stjórnmálaflokkana með þann tilgang í huga, að breyta starfsháttum þeirra, stefnu og stíl. Væri mjög vax- andi skilningur meðal ungs fólks um land allt og í öllum starfs- greinum á því, að því aðeins væri hægt að rífa sig upp úr þessu botnlausa feni þjóðmál anna og handahófskenndu stjórn unaraðferðum að það sjálft leggi sig allt fram til að vinna heilshugar að endurreisnarstarf inu. Skýrði hann síðan frá starfi ungra Framsóknarmanna innan flokksins, og ræddi um forset.a kosningarnar í vor og þýðingu þeirra. í lok ræðu sinnar sagði Bald- ur: „Úrslit forsetakosninganna hafa orðið ungu fólki mikil hvatning til að láta í ríkari mæli til sín taka á þjóðmálasvið inu og ég held að þessar kosn ingar valdi að því leyti tíma mótum í íslenzkum stjórnmál um, að ungt fólk muni staðráðið í því að láta ekki lengur lítil- siglda ráðamenn hafa örlög ís- lenzkrar þjóðar í hendi sér, heldur helga sig þjóðmálabarátt unni. Það mun að minum dómi ganga til þessa leiks með hugar fari sjálfboðaliðans, sem vill helga sig framtíðarheill þessar ar þjóðar, staðráðið í því að láta gott af sér leiða, en láta persónulega valdastreitu lönd og leið. Unga fólkið mun að mínum dómi skoða stjórnmálaflokkana mjög náið, stefnu þeirra og störf, sögu og samtímayfirlýsing Útför móður minnar og tengdamóður, Kristjönu Magnúsdóttur, frá Ólafsvík, , fer fram frá Fossvogskirkju iaugardaginn 21. þ.m. kl. 10,30 f. h. Þórarinn Þórarinsson, Ragnheiður Þormar Við þökkum hjartanlega samúð og vináttu, við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Vilborgar Bjargar Þórðardóttur. Valdimar K. Guðmundsson, börn, tengdadóttlr og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Gróu Ófeigsdóttur, Deild, Akranesl, Vandamenn. Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför konu minnar, Jónínu Einarsdóttur, Flókastöðum, Fl|ótshlið. Vigfús (sleifsson og aðrir vandamenn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og afa, Hannesar Jónssonar, Núpsstað. Þóranna Þórarlnsdóttir, börn og barnabörn Innilegar þakklr fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigínmanns míns, föður okkar og tengdaföður Magnúsar Ó. Ólafssonar stórkaupmanns. Guðrún Karlsdóttlr, Sigríður Magnúsdóttir, Pétur Björnsson, Ólöf S. Magnúsdóttir Guðm. Kr. Guðmundsson ar, og þá menn, sem leiða flokk ana og samtök þeirra. Það mun ekki hlýta þeirri forskrift forsætisráðherrans, sem hann gaf í sjónvarpi nýlega, að fólk eigi að koma í flokkana til að fylgja þeim og leiðtogunum, heldur til að hafa áíhrif á stefnu þeirra og starfsstíl. Það mun koma til liðs við þann flokk,Sem það telur, eftir nána skoðuun, að hafi upp á mesta möguleika að bjóða til að hrinda í fram kvæmd þeim róttæku umbötum sem gera þarf nú þegar.á ís landi á nær öllum sviðum. Unga kynslóðin á íslandi mun að »nínum dómi á næstu miss- erum skipa sér í fylkingu, sem á krenddulausan en markviss, an hátt mun hefja nýja fram farasókn í þjóðfélaginu . FYRIR HEJMILI OG SKRIFSTOFVR DE L.-UXE1 ■ frAbær gæði H ■ FRÍTT STANDANDI H ■ STÆRÐ: 90x160 SM H H. VIÐUR: TEAK H H FOLÍOSRÚFFA H H útdragsplata með H GLERI A H SKÚFFUR ÚR EIK H HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 Jón Grétar Sipurðsson héraðsdómslögmaður Austurstraetl 6 Slml 18783. TIL SOLU nýleg þvottavél, m. nýjum mótor, Singer saumavél, þvottapottur kolakyntur, rafmagnshitadunkur, mið- stöðvarketill, svefnherberg ishúsgögn eldri gerð, raf- magnsorgel méð magnara. Uppl. í síma 33791. ATHUGID Piano og orgelstillinga?’ og viðgerðir Bjarni Pálmason, sími 15601. ■ / Meginverkefni þessarar fylk ingar er að vinna sigur á hinni siðferðislegu og fjármálalegu spillingu, sem hefur helsýkt þetta þjóðfélag, og því flokks ræði sem hefur einkennt fjár mála- og embættiskerfi lands ins. Að vinna að því að lýðræði í landinu verði aukið, og styrkt með virkri þátttöku almennings í ákvörðunum í lanösmálum, sveitamálum, félagssamtökum og fyrirtækjum. Að sporna við þeirri þróun, að stjórnmálalegt vald Alþingis færist í æ rík ara mæli í hendur örfárra emb ættismanna. Að með markviss um og skipulögðum áætlunum, sem unnar verði í samráði við þátttakendur atvinnulífsins og undirbúnar með Itarlegum rann sóknum og opinberum umræð um, verði mörkuð . endurreisn íslenzks atvinnulífs. Að athafna mönnum verði skipuð skilyrði til að stunda öflugan atvinnu- rekstur. Að ávaxta íslenzkan menningararf og skapa vísinda og listamönnum aðstöðu til að vinna áhyggjulausir sín störf, og gefa almenningi kost á að njóta verka þeirra. Að móta sjálfstæða utanríkisstefnu, og taka virkan þátt í alþjóðastarfi. Framtíðarheill íslenzku þjóð arinnar er undir því komin hvort þetta verður að veruleika. Ég er fyrir mitt leyti trúaður á það, og ungir Framsóbnarmenn munu áfram verða merkisberar í þessari fylkingu unga fólks ins á íslandi." HÓTUÐU AÐ FARA Framhald af bls. 1 ' ist eftir því hve margir eru í salnum, því fötin gleypa í sig hljóminn, svo að þetta getur brugðizt til beggja vona, sagði Gunnar. Dr. Jordan var væntanlegur hing. að til lands í kvöld eða á morgun,. og er meiningin, að hann fylgdist með æfingum hljómsveitarinnar næstu morgna og geri þá þær mæl ingar, sem hann þarf á að halda, til þess að sjá hver árangur er orð inn af breytingunum, og svo verð ur hann væntanlega viðstaddur fyrstu tónleikana. Getur hann þá sjálfur dœmt um, hvernig ráð- leggingar hans hafa gefizt Nemendasamband Samvinnuskólans heldur dansleik í Tjarnarbúð mánudaginn 23. sept. kl. 21. Hljómsveitin Ernir leika. Allt Samvinnu- skólafólk er hvatt til að fjölmenna og kveðja væntanlega nemendur skólans í vetur. Stjórnin BIFREIÐAEIGENDUR k AUSTFJÖRÐUM! FUNDIR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI OG EGILSSTÖÐUM. I. Stofnfundur Klúbhsins Öruggur akstur á Fá- skrúðsfirði verður haldinn í Félagsheimil- inu Skrúð á Búðum þriðjudaginn 24. sept. n. Aðalfundur Klúbbsins Öruggur akstur á Egils stöðum verður haldinn í Félagsheimilinu Valaskjálf miðvikudaginn 25. sept. n.k. Báðir fundirnir hefjast kl. 21.! DAGSKRÁ: 1. Ávarp: Marínó Sigurbjörnsson, verzlunar- stjóri á Reyðarfirði, formaður Egilsstaða- klúbbsins. 2. Afhending viðurkenningar- og verðlauna- merkja SAMVINNUTRYGGINGA 1967, fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. 3. STOFNfundar — AÐALfundarstörf 4. Sameiginleg kaffidrykkja í boði klúbbanna. 5. Umerðarkvikmynd — ef tími vinnst til ! ! Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi og Gunn ar Sigurðsson afgreiðslustjóri mæta á báðum fund unum og flytja framsöguerindi. Hér með er skorað á alla yngri sem eldri tryggjendur ökutækja hjá Samvinnutrygging um að mæta á þessum fundum, eftir því sem við á. Allt áhugafólk um umferðaröryggismál velkomið! S AM VINNUTR Y G GIN G AR Stjórn Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR Á Egilsstöðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.