Tíminn - 22.09.1968, Síða 1

Tíminn - 22.09.1968, Síða 1
Gerizt áskrifendur ;ð Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 203. tbl. — Sunnudagur 22. sept. 1968. — 52. árg. Henrik sakaður um ókurteisi við Mar- gréti prinsessu! EJ-Reykjavík, laugardag. Nú á dögunum birti danska blaðið „Berlingske Tidende" stóra mynd á forsíðu, er sýndi Henrik prins kveikja í vindlingi hjá eiginkonu sinni, Margréti krónprinssessu Danmerk- ur. Ýmsum hefði slíkur aéburður ekki þótt sérlega fréttnæmur, hvað þá uppsláttarefni. En þeir, sem fylgzt hafa með þróun mála í Danmörku skilja mæta vel, að slík kurteisi af hálfu krónprinsins þyki verulegt fréttaefni Þessi furðulega mynd (til hægri), birtist fyrst í Ekstrabladet í vor, þegar Henrik prins ræddi við blaðamenn um barnauppcldi og hlut- verk konunnar í þjóðfélaginu. Hún var birt aftur með ádeilunni. Til vinstri er fyrirsögnin úr Ekstrabladet, þar sem prinsinn er beðinn fyrir alla muni að slappa af. Danir hafa nefnilega orðið sí- fellt leiðari yfir Henrik prins hin um franska, og finna margt að honum, ekki þó sízt að hann sýni krónprinsessunm ekki nægilega at- hygli eða kurteisi á almannafæri. Dönsk blöð hafa við og við rætt nokkuð um þetta, en þó aldrei á svo ítarlegan hátt og Ekstra Bladet s. 1. fimmtudag. Birtist þá í blaðinu grein, og myndir. á tveimur síðum, þar sem prinsinn var „tekinn í gegn“. I upphafi greinarinnar segir m. a.: — „Vinsældir Henriks prins eru ekki sem beztar þessa stund ina. Hann hefur ekki gegnt hlut verki sínu, sem prins. eins vel og við var búizt, Hann er stífur, og alltof form fastur, þegar hann kemur fram, sem opinber fulltrúi konungsfjöl skyldunnar. Hann á mjög erfitt með að vera afslappaður, þegar hann kemur fram óopinberlega. Og hæfileikar hans til þess að sýna Margréti prinsessu aðeins al menna kurteisi, en í einu og öllu gæti hann lært mikið af Margréti, hafa ekki farið vaxandá með tímanum. Þetta með kurteisina hafa fleiri en Danir tekið eftir, en um það segir m .a. í Ekstra Bladet: — Hið síðasta (skortur á kurteisi) gat hver sem er séð, þegar þau hjónin voru nýlega viðstödd brúð kaup Haralds í Osló. Fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar lét hainm Margréti afskiptalausa; þegar þau stigu út úr bifreiðinni fyrr fram an kirkjuna. Hann var önnum kaf- inn við að veifa til fólksins í kring á meðan hún varð sjálf að koma sér út úr aftursæti bifreiðarinnar í síða kjólnum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn, að hægt hefur verið að sjá svipað afsrkiptaleysi." Blaðið bendir á, að Margrét prinsessa geti brosað létt og góð EKKI KOMAST ALLIR I GAGNFRÆDASKÓLA FB-Reykjavík, laugardag. Það hefur viljað brenna við úti á landsbyggðinni, að unglingar, sem lokið hafa skyldunámi, hafa ekki fengið inni í neinum skóla, hafi þau óskað eftir að halda áfram námi í þriðja bekk gagnfræðastigsins. Hafa unglingarnir oft orðið að hætta námi um eins árs skeið, en hafa síðan getað komizt í skóla næsta ár á eftir. Ástæð- an er sú, að fræðsluskyldu hefur ekki alls staðar verið komið á lögum samkvæmt. árum. og hafa þeir hvergi náerri er heldur farið að rætast úr getað tekið við öllum um- þessu, þar sem fræðsluskyldan sækjendum um skólavist, en nú er óðum að komast á í barma- Aðsókn hefur verið mjög mik il að sumum heimavistar- og héraðsskólum, á undanförnum og unglingaskólum stærstu skóla hverfanna. í meirihluta héraðs skólanna verður ekki starfrækt ur 1. bekkur gagnfræðastigs í vetur og skapast þá aukið rými þannig að hægt er að bæta við 4. bekk, þar sem hann hef ur ekki verið fyrir áður. Eftir því sem fræðsluskyldan kemst á í fleiri barna- og ungl Framihald á bls. 15. látlega jafnvel' við erfiðustu að- stæður, en bros sjáist sjaldan á Henrik. Hann hafi í upphafi haft alla möguleika á að njóta sömu vin- sælda og danska konungsfjölskyld an hefur notið yfirleitt. Hann hafi þar að auki verið hinn útvaldi draumaprins Margrétar, O'g það hafi strax vakið velvild almenn- ings. Henrik hafi einnig í upphafi tek izt nokkuð vel upp, en eftir því sem tímar liðu hafi orðið ljósara og ljósara, hversu langt hann var frá því að uppfylla vonir almenn ings. Hafi hann átt erfitt með að faila inn í hlutverk sitt sem eigin maður danska ríkisarfans og með limur dönsku konungsfjölskyldunn ar. Blaðið rekur síðan ýmis meiri háttar mistök Henriks á opinber um vettvangi, eins og þegar hann skýrði blaðamönnum frá skoðun um síaum á uppeldi bama, hunda og hesta — en það ætti að hans áliti að vera eitt og hið sama í öllum tilfellum, eða þegar hann skýrði frá skoðun sinni á hlutverki kvænna í þjóðfélaginu, en þær hug myndir hans þykja all gamaldags. Segir blaðið, að þessar yfirlýsing ar hans séu ófyrirgefanlegar. Síðan ræðir blaðið um samband Henriks og Margrétar opinberlega og segir þá m.a.: — Það að Henr- ik virðist í vaxandi mæli ekki virða konu sína viðlits, þegar þau koma fram opinberlega, hlýtur auðvitað fyrst og fremst að vera framkoma sem þau verða að ræða sín á milli. En í fréttaflutningi fjölmiðl unartækjanna verður þessi stað reynd almennt umræðuefni. . . . Þau bros sem hann sendir henni, eru sjaldgæf, og ekki alltaf jafn Framhald á bls. 15. Hátt á annað hundrað myndlistarsýningar? SJ-Reykjavík, laugardag. Óvenjumikil ‘ gróska virðist ríkja í myndlistarlífi á þessu hausti. Átta sýningar standa nú yfir í Reykjavík og Kópa vogi, en við lauslega talningu virðast um 20 myndlistarsýn- ingar hafa verið opnaðar í Reykjavík og nágrenni síðan seinni hluta sumars. Teknir hafa verið í notkun tveir nýir sýningarsalir 1 sumar og haust. Með sama áframhaldi virðist mega gera ráð fyrir að listsýningar verði hátt á annað hundrað í vetur. í tilefni 40 ára afmælis Banda lags íslenzkra listamanna, er hald in sýning á málverkum Jóns Stef ánssonar að Brautarholti 2. Sýn- ingar á verkum ‘/ilhjálms Bergs- sonar og Magnúsar Pálssonar verða opnaðar almenningi i daz Þá er útisýning á vegum Satn- bands ungra myndlistarmanna á Skólavörðuholti við Ásmundarsal. Helgi S. Bergmann mun opna formlega málverkasýmngu í Fé- iagsheimili' Kópavogs á sunnudag. í sýningar9alnum Hliðskjálf stend ur yfir sýning Helgu Weishappel Foster og Solveig Eggerz, sem ný lega sýndi vatnslita- og rekaviður myndir sínar í fðnskóla Hafnar- fjarðar, sýnir nú einnig á Mokka við Skókavörðustíg. í Unuhúsi er sýning á teikningum og svartlist eflir Björgvin Haraldsson. Einnig á Eggert Laxdal málverk í glugga Morgunblaðshússins. I Búið er að lofa Bogasal Þjóð- minjasafnsins undir sýningar út marzmánuð og komast færri að sn vilja. Væntanlega sýnir Pétur Friðrik þar næstur á eftir Vil- hjálmi Bergssyni og síðan Tryggvi Ólafsson, sem undanfarin ár hef ur verið við nám í Kaupmanna- höfn, og á eftir honum Björn Runólfsson. Tveir þeir siðast- nefndu hafa ekki haldið sýningar áður. Þá er áætlað að Ágúst Pet ersen sýni einnig i Bogasal og síðastur fyrir jól rekur þar lest ina enginn annar en Alfreð Flóki. í Hlíðskjálf verða sýningar hálfsmánaðarlega og er ætlunin að gefa jafnt ungum listamanns- efnum sem þroskuðum listamönn um kost á að sýna verk sín þav. Líklegt er að næsta sýning þar verði á höggmyndum, og er sal- urinn engu síður heimill lista- mönnum, sem vinna að skúlptúr en málurum og teiknurum. Ung listakona, Jóhanna Bogadóttir opn ar á nœstunni fyrstu sýningu sína í Unuhúsi og næsta sýning á Mokka verður Ijósmyndasýning Norðmannsins T. Huge.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.