Tíminn - 22.09.1968, Page 8

Tíminn - 22.09.1968, Page 8
8 TIMINN Myndir á vegg á sýningu á verkum Jóns Stefánssonar, listmálara, Sýningin er þáttur í listahátíð Bancta lags íslenzkra listamanna, í tiiefni af 40 ár afmæil þess. M«nn og málofni Göngur í góðviðri Göngur og réttiir standa yfir, og slátrun sauðfjár er nýhafin. Vonir standa til, a‘ð dilkar séu sæmilega vænir, þótt enn séu öruggar heimildir um það ekki fyrir hendi. Sauðféð hefur átt gott síðsumar á fjöllum. >ar greri seint, en nýgræðing var að fá fram undir haustnætur. Við sllk skilyrði verður féð oft vænt á afrétti. Bændur hafa fengið góðviðri í göngum. Er slíkt milkilvægt og iéttir miklu erfiði af mönn- um, því að fjárleitir í illviðrum er í senn mannraunir og leiða oft til tjóns. Fé fer illa í slík- um hrakmngum. Göngur og réttir eru enn ævintýraefni ungra og gamalla, þegar vel viðrar og fé kemur hraust og vænt af fjaili. Sú er ef til vill mesta gleði fjárbónd- ans, og hefur það verið íslend- ingum meira gleðiefni en flest annað á liðnum öldum að fagna fé sínu af fjalli. Sjálfsbjörg íslendingar eru í eðli sínu strjálbýlisfólk á stóru eylandi með náttúruskilyrði, sem ekki nýtast til lífsbjargar nema með góðri forsjá og mikilli atorku. Þúsund ára barátta slíkrar þjóð ar eflir og styirkir sjálfsbjarg- arviðleitni einstaklinganna og gerir hana að sterku þjóðarein- kenni. Svo er enn í fari íslend- ingsins, þótt margt hafi breytzt til hagræðis og hóglífis og fólkið þyrpzt í þéttbýli Sem betur fer þurrkast ekki slíkir eiginleikar út í skyndi. íslend- ingar meta þvi sjálfsbjargarvið- leitnina öðrum kostum fremur í fari manna og eru fúsari til þess að styðja samborgara sína til sjáifsbjargar en flestra ann- arra hluta. f félagsmálum nútímans hef- ur þessi sterki þjóðareiginleiki, sem harðar aldir hafa þroskað, komið fram í nýjum myndum. Við munum gerla, hvernig Re.vkjalundur var byggður, og mörg önnur dæmi mætti nefna um mat manna á gildi sjálfs-! bjargarinnar í dag leita sam- tök, sem bera nafnið Sjálfs- björg, til almennings um stuðn- ing við þetta gamalgróna, ís- lenzka manngildi Það er lands- samiband fatlaðs og lamaðs fólks, sem fer fram á stuðning heilsuheilla samborgara tii þess að styrkja vígi sitt til sjális bjargar Þótt petta fólk eigi við ör- kuml að búa, biður það ekki um framfærslu í uppgjöf og úr- ræðaleysi, heldur hjáiparhönd til sjálfsbjargar. Þetta eru hetj- ur okkar, og þær eigum við að styðja í dag Þær eru að byggja sór vinnuheimili í ReykjavLk. Siálfsbjargarviðleitni þessa fólks er okkur vitni um þann dug, sem býr i þjóðinni og ætti að verða hverjum einum sem heill á að kallast hvatning til afreka. Sjálfsbjargarviðleitni þess, hugrekki og lífstrú er veigamikil] hluti þess auðs. sern þjóðin á mestan lón Stefánsson Á þessu hausti er blómstrar myndlistin í landinu með meiri grósku en nokkru sinni fyrr. Fjöldi nýrra málara og mynd- höggvara sýnir verk sín, jafnt lærðir sem leikir listamenn, og nær gróskan út fyrir höfuðborg ina, sem betur fer. í Reykja- vík hafa verið 3—4 myndlistar- sýningar opnar hverja viku sam tímis að undanförnu, og við höfum allt í einu eignazt tvo eða þrjá nýja sýningarsali. Ung um og óráðnum verkamönnum í þessum víngarði ber að fagna og njóta þeirrar vonar, sem verk þeirra gefa. En þessa dag- ana hljóta menn þó að nema staðar við eina sýniingu — j sýningu mikils en gengins lista- manns, eins þeirra. sem við eig- um mjög að þakka gróskuna í iistalífi ungu kynslóðarinnar, Jóns Stefánsonar Sýning sú, sem staðið hefur yfir á málv.erk um hans, sætir verulegum tíð- indum, ekki fyrir það eitt, að þar má sjá myndir, sem ekki hafa verið á almannafæri fyrr heldur einnig hitt. að par fæst samfeildari yfirsýn um svið og inntak listar hans en áður á sýningu. Ef til vill er Jón Stefánsson rammíslenzkastur þeirra stór- meistara íslenzkrar máiaralist- ar, sem reis á legg með sjáif- stæðinu Ásgrímur og Kjarval eru dýrkendur landsins og æv- intýrsins. í verkum Jóns Stefáns sonar ómar rammislagur ís- lenzkrar lífsbaráttu oftast und- ir, landið og fólkið er eitt. Hestamyndir Jóns eru frægar, en hesturinn hefur um aldir ver- ið nánasti förunautur þjóðarinn ar í sjálfsbjörginni og raunar oft tákn hennar Þeirri sögu stafar oft með undrasterkum áhrifamætti frá litum og línum í myndum Jóns — myndum af landi, fólki og hestum. Það var ég hafði hárið í Morgunblaðinu birtist í fyrradag stutt forystugrein, sem gefur nokkra hugmynd um sál- arástand mannanna í stjórnar- stólunum um þessar mundir og sýnir, að ekki brestur þá kok- hreystina, þótt flestar aðrar fjaðrir „viðreisnarinnar“ séu föknar út í veður og vind. Mbl. segir: „Viðreisnarstjórnin setti sér það markmið í upphafi stjórn- arferils síns að byggja upp veru legan gjaldeyrissjóð og lækka greiðslubyrðina vegna erlendra lána. Þetta tókst. Gjaldeyrisvara sjóðurinn náði nær tvö þúsund milljónum króna, og greiðslu- byrðin var lækkuð í 8—9%. Vinstri stjómin hafði leyft eftir- iitslausar lántökur erlendis, sem ieiddu til þess, að fyrirsiáan- legt var að greiðslubyrðin yrði óeðlilega mikil.“ Það var ég hafði hárið, segja „viÖreisnar“-hetjuirnar, sem sitja frammi fyrir þjóðinni illa sköllóttar og kalla á hjálp minni hlutaflokkana. Til hvers er að eiga tvö púsund milljóna gjald- eyrisóð, sem raunar var aðeins nafn á erlendum lánum, ef hann er síðan að- eins notaður sem flotholt lengra út í ófæruna, þar sem þjóðin sekkur enn dýpra en annars hefði orðið? Það er ekki til neins að safna móði, nema hafa vit og manndóm til þess að nota hann til velfdrnað- ar. Það verður ekkj sagt um notkun hans og evðslu nú. Hann hefði getað komið að góðu gagni. ef hann hefði verið not- aður sem lvftistöng og skjól. meðan verið var að koma fyr- ir vörnum við aðsteðjandi hættu. En af því að hann gaf dáðlausri rikisstjórn aðeins frið tií þess að sitja og láta sig dreyma um fljúgandi gúllfisk meðan hættan óx og magniðist varð hann þjóðinni hefndargjöf. Það var sök ríkisstjórnarinnar, sem ekki kunni með að fara. Nú, þegar allur gjaldeyris- sjóðurinn er upp urinn og eydd ur, án þess að hafa veitt þjóð inni aðstöðu til viðnáms í hættu og hefur aðeins gufað upp í gagnslitla eyðslu, hljóta menn að minnast tillögu Helga Bergs fyrir tveim árum, er hann vildi þá þegar vinda bug að því að binda hæfilegan hluta gjaldeyr iseignarinnar í vélum og öðr- um framleiðnitækjum, sem skil uðu nýjum gjaldeyristekjum, en slík eign í höndum dugandi þjóðar er sá eini gjaldeyrisvara sjóður, sem máli skiptir, eins og nú er glöggt komið í ljós Allir hljóta að sjá nú, hversu miklu betur gjaldeyrisvarasjóð- ur hefði dugað þjóðinni í þeirri mynd nú, þegar í harðbakkann slær. En ríkisstjórnin gerði að- eins hróp að þessari merku th- lögu og vildi ekki heyra minnzt á annað, en hún hefði bessa aura í handraða.aum sem til- tæka vasapeninga. Það er óneitanlega kaldhæð:; islegt að heyra ríkisstjórnina og málgögn henar hrópa ha- stöfum að þjóðinni þessa daga. Viðreisnin hefur tekizt. milli þess sem hún herðir á stnðum söngum lýsinganna um bað. hvernig allt sé í kaldakoli, all- staðar sé efnahagshrun og eng- SUNNUDAGUR 22. sept. 1968 in leið til nema skerða lífskjör almennings um allan helming og skellir á 20% gjaldeyris- skatti, sem leggst þyngst á nauð þurftir alþýðuheimilanna. Þ"átt fyrir mörg og stór gjaldbrot og refcstrarstöðvanir f jöl- margra fyrirtækja, er eitt gjald þrot stærst og mest. Það er gjaldþrot „viðreisnarstefnunn ar“ og þeirrar stjórnar, sem hefur kennt sig við hana. Það er hrikalegasta og hættulegasta stjórnmálagjaldþrot, sem orðið hefur í sögu íslendinga, síðan þeir fengu sjálfstæði. Rllris- stjórnin hefUT viðurkennt þetta gjaldþrot í verki með því að biðja andstöðuflokka sína að koma til viðræðna um hugsan- lega björgun í þessum mikia þjóðarvanda. Sú hjiálparbeiðni á sér efcki heldur fordæmi í ís- lenzkri stjórnmálasögu, en að sjálfsögðu ber ekki að lasta þau viðbrögð ridaranna, sem hleypt hafa ofan í, og sitja þar, íastir, og að auðvitað er það borgarleg skylda að sinna slíku neyðarkalli og freista þess að. finna skynsamleg ráð til björg- unar. Línur þessa mikla og ein- stæða stj ómargj aldþrots eru ekki enn svo skýrar, að mynd- in öll blasi við þjóðinni. Stjórn- málaflokkarnir ræðast við og safna gögnum og gera ekki ráð fyrir að geta sagt þjóðinni ná- kvæmlega, hvemig komið er, fyrr en um miðjan október, oé tii hvaða bjargráða skuli gripa . og hverjir vilji og geti staðið að framkvæmd. Gjaldþrotar' stjórnin lætur sig vafalaust enn r dreyma um gullfiskinn, sem’, komi á elleftu stundu, svo að hún geti sagt við hina flokk- ana: Þakka ykkur fyrir, nú get ég ein haldið áfram um sinn.' En það mundi koma að litlu. haldi, meðan stjóroarstefnunœi verður ekki breytt. Megin drættir myndarinnar exu þó öll ' um Ijósir: Sjávarútvegurinn dregst á- fram með stórfelldum uppbót- um og landbúnaðurinn einnig, og báðir þessir atvinnuvegir safna sligandi bagga lausa- skulda. Á næsta ári þurfa þeir enn meiri hjálp. Iðnaðui- inn er hálflamaður. Til þess að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár, verður að afla nvrra tekna með sköttum á þjóðina, sem nema milljarði eða meira. Ný gengislækkun vofir yfir og verður ekki umflúin nema með sérstökum stórráðstöfunum. Er lend lán eru nú komin á átt- unda milljarð króna og greiðslu byrði þjóðarinnar af þeim verð- ur á næsta ári um 15%, miklu • hærri en hæfilegt er. Gjalieyr-, issjóðuriun er upp urinn og ■ stutt vörukaupalán erlendis orð in á annan milljarð. Viðskíota-. jöfnuður við útlönd var óíiag stæður um 2,3 milljarða í fvrra og verður óhagstæður um 3 milljarða í ár. Orðið milljón er að verða ónothæft til þess að ■ lýsa þessu ástandi. Átvinnu-'. leysi var mikið í fvrra,- og enn verri horíur í þeim efnum í ár Blóðbanki atvinnuveganna í I landinu, framleiðslu- og stofr ’ lánasjóðirnir eru nú gersam- lega féþrota og þyrftu að fá uir 500 milljónir í einu til þess að starf þeirra væri með svipuð- um hætti og 1958 Þannig er á- standið aðeins 15 mánuðum ef‘ Framhald á bls. 15. Hrikalegasta "ialdþrotið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.