Tíminn - 22.09.1968, Qupperneq 11

Tíminn - 22.09.1968, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 22. sept. 1968 11 4-2/ DENNI DÆMALAUSI — Ég nota þetta aldrei. Ég mundi aldrei meiða fugla eða hunda eða ketti, og nabbi segir að ég megi ekki skjóta á fólk. síðari hluta 19. aldar gerífi það að ævistarfi sínu að teikna allar fuglategundir Ameríku, um 700 að tölu, og flestar dýrategundir álfunnar svo vel að engin Ijósmynd væri nákvæmari. Þessi mynd rekur ævi Audubon og sýnir margar teikningar hans. Þýðandi og þulur: Jón B. Sigurðsson. 21.00 Tónakvartettinn frá Húsa- vík syngur. Kvartettinn skipa Eysteinn Signrjónsson, Ingvar Þórarins son, Stefán Sörensen og Stef án Þórarinsson. Undirleik annast Björg Frið riksdóttir. 21.10 Nýjasta tækni og vísindi Þessi mynd fjallar um líf- færaflutninga og þá einkum nýrnaflutninga. Þýðandi og þulur: Ólafur Mixa. (Franska sjónvarpið) 21.35 Harðjaxlinn Aðalhlutverk: Patrick Mc Goohan íslenzkur texti: Þórður Örn Sigurðsson. Myndin er ekki ætluð börn- um. 22.25 Dagskrárlok. / z 3 y T b 7 W/ Hfff 9 /o // 1! /Z /3 /y w /r Lárétt: 1 Leyfi 6 Forföður 7 Öfugt nafnháttarmerki 9 Hvað 10 Ell 11 Tveir eins 12 Mynni 13 Óhreinka 15 Vígsla nýs félaga. Krossgáta Nr. 123 Lóðrétt: 1 Sönglaði 2 Tónn 3 Bónus 4 Tónn 5 Frá Ítalíu 8 Fæða 9 Flissaði 13 Úttekið 14 Tveir eins. Ráðning á gátu nr. 122. Lárétt: 1 íslands 6 Æla 7 L1 9 Af 10 Aldanna 11 NM 12 In 13 Rfs 15 Skratti. Lóðrétt: 1 írlands 2 Læ 3 Albanía 4 Na 5 Sofandi 8 Ilm 9 Ani 13 RR 14 ST. — Mér skilst að hann fari ekki eins mikið i kirkju og hann ætti að gera TÍMINN 25 ar en aðrir. Eigi að síður reyndi hún eftir stundarkorn að losa sig svo lítið bar á. Að sleppa frá honum var ógerningur í þessum þrengslum. — Slepptu mér! hvíslaði hún, þegar ný hláturroka skall yfir. Hann laut aiður, svo varir hans námu við eyra hennar. — Já, ef þú lofar mér næsta valsi — og svolítið meiru. — Einum valsi og tveim mín- útum þá, hvíslaði hún. Að sýningu lokinni hófst dans inn á ný og sumt af eldra fólk- inu tók að kveðja og tína sam- an börn sín, er auðvitað vildu vera lengur. Það var orðið áliðið. þegar kerran frá Hellulæk rann úr hlaði. — Þessi hátíð heppnaðist vel, sagði Anna. — Já, hún var mjög skemmti leg, tók amma undir — Ég var bara svo hrædd um að pabbi hellti í sig of miklu brennivíni og talaði eitthvað af sér. Hann er nógu orðhvatur þar fyrir utan. Amma hló. — Þú gerir þér óþarfa áhyggjur, eins og fyrri daginn. Framkoma þeirra Óla Pét urs og Enoks var til fyrirmyndar. — Grunsamlega góð. að því er Enok snertir, sagði Jóhann. — Hann hefur eitthvað bák við eyr- að, sá gamli refur. en látum karl- ana bara sjá um sitt Við hinir höfðum mikið gagn af þvi að koma saman og ræða eitt og ann- að. Agnes reið á eftir vagninum og tók nú ákafan þátt í sámræð- unum. Ég ræddi líka við Þor- björn, sjálf, sagði hún. — Um hænsn. — Gerðir þú það? — Ja-há, því hann er svona eitthvert húsdýra. . .naut. . .ráða- naut. Að hverju eruð þið að hlæja? — Að þér, svaraði faðir henn ar — Það heitir að vera ráðu- nautur. — Nú, það er nærri þvi sama, sagði Agnes og andaði léttar. — Hann kann að minnsta kosti á hænsni. Ég sagði honum. að ég ætlaði að fá mér hænsni næsta vor, og útungunarvél og allt, og það fannst honum ágætt. — Þetta hefur þá verið af- bragðs kvöld í heild, fyrst Agnes hefur haft gagn af því láka, mælti Jóhann að síðustu. — Já, sagði Anna. — Kristín og Jón halda líklega út aUa nótt- ina. Og vitanlega hélt unga fólkið út. Þegar bælt grasið í hlaðvarp- anum gerðist blautt af næturdögg inni, flutti það sig út í stóru hlöðuna, enda var hún rækilega sópuð í tilefni dagsins. Rafmagns Ijós voru í öllum útihúsum á Neðrabæ, og komið hafði verið fyrir röð af mislitum kertaper- um neðan á sperrum Báru bær hæfilega birtu. án bess of bjart yrði. Skær bita á ekki vel við dans í hlöðu. Svo sem gjarna er venja til, hófst hljóðfæraleikurinn með valsi eftir hlé það. er á hafði orðið. Hinrik gekk rakleitt til Kristínar. — Má ég? sagði hann. Hún hristi höfuðið. — Næsta. Þessum er ég búinn að lofa. — Skeifnasm:ðnum? — Já Hvað um það? — Nei, það var ekkert. Þú get- ur svo sem dansað við hvern sem þér sýnist. — Já. bað vona ég að minnsta toosti. — Jæja, þú ert þá þarna! Þetta var glaðlega röddin hans Óla. — Þennan vals á ég. Og fjórar mínútur á eftir, bætti hann við um leið og þau gengu í dansinn. — Tvær. — Tvær mínútur af valsinum glötuðust meðan ég var að leita að þér. Kanntu ekki að leggja saman? Tveir og tveir eru fjórir. Kristín hló. — Þú kannt að hafa þitt fram! — Ekki eins og ég vildi helzt. — Þú vildir kannski að tveir og tveir væru fimm, eða jafnvel meira. — Ég vildi gjarna vera meira með þér. Tekurðu ekki eftir því? -g reyni það þó að minnsta kosti. Nú var hann í rödd hans, þessi hlýi, ómótstæðilegi tónn, um leið og hann laut niður og lagði vanga sinn að hennar. Hann tók þéttar um hana í því er hann snart kinn hennar. Og þegar í stað fór þessi létti skjáífti um hana — engin óþæg- indakennd. — Það er erfitt að útskýra það, en þú kemur mér tU að óska mér alls þess, sem mér hefur áður fundizt einskis virði, kona og börn og það. Kristín óttaðist þetta al og þennan hreim, það var svo örð- ugt að verja sig, er hann viðhafði það — og það þótt hún vissi, að ekki fylgdi því mikil alvara. Eigi að síður gat legið einhver vott- ur alvöru að baki þessara óska. . . . Og við það kemndi hún sig sem konu, með nokkrum hætti. — Nei, heyrðu nú! svaraði hún og reyndi af öllu afli að rrfa sig frá þeim hugblæ, sem hann var að skapa — Þegar maður er á hátíð. og það annari eins stórhá- tíð og þessari, á ekki að óska sér neins, aðeins lifa fyrir líðandi stund og skemmta sér. Varir hans snertu létt vanga hennar. — Einmitt núna ert þú hjá mér, hvíslaði hann. — Nú óska, ég mér einskis annars. Þarna hafði hún lagt honum lag legt vopn upp í hendurnar! Óli naut þess sem sé hvað bezt eins og á stóð, að lifa lífinu, áhyggju lausu og ínnihaldsríku. Og það, var smitandi. Það var svei mér ekki svo auðvelt að halda aftur af honum. — Ekki ég heldur, anzaði hún. — Yfirleitt hugsa ég ekkert núna. bara dansa. — Við mig........ Hún hló. — Já, og þú dansar líka vel, þess vegna óska ég mér ekki heldur neins annars, eins og á stendur Þetta átti að láta hversdagslega í eyrum. en það var líka hægt að skilja það á annan hátt. Varir hans snertu kinn nennar á ný, og tak hans breyttist svo ein- kennilega, hvort sem það var Ut af masi þeirra um að nú þyrfti einskis að óska sér t'rekar Vals- inn endaði með nokkrum tang dregnum tónum. — Hvað eru fjórar mínútur langur tími? spurði Óli. Sem betur fer er ekki hægt að komast langt á fjórum mínútum. hugsaði Kristín. Sízt af öllu hefði hún þorað að vera ein með hon- um núna, hún hefði ekki mátt treysta sjálfri sér Ef hann hefði sagt, eins og honum var svo tamt: „Þú ert stúlkan min, er það ekki?“, gat vel verið að hún hefði ekki varizt því að svara ját- andi. Nei, engin loforð og engin bönd. Hún minntist þessa meðan hún dansaði næsta vals, sem hún grunaði Hinrik um að hafa pant- að sérstaklega fyrir þau. Hún hafði eitt sinn látið þau orð falla, að valsinn gerði sig svo veikgeðja og viðráðanlega. Þau dönsuðu þegjandi tti að byrja með. Hinrik dansaði líka vel. þótt ekki væri af þvílíkri inn lifun og eldi sem Óli. Hún gat hugsað. þótt hún væri að dansa ÚTVARPIÐ ISunnudagur 22. september. 8,30 Létt morgunlög. 8,55 Fréttir. Út- dráttur úr forystugrein- um dagblaðanna. 9,10 Morgun- tónleikar. 11. Messa í safnaðar heimili Langholtssóknar. — Prestur séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organleikari: Jón Stefánsson. 12,15 Hádegisút- varp. 13,30 Miðdegistónleikar. 15.00 Endurtekið efni: Dagur á Dalvík. Stefán Jónsson talar við fólk þar á staðnum. 16.05 f Sunnudagslögin. 16,55 Veður- fregnir. 17,00 Barnatimi: Einar Logi Einarsson stjórnar. 18,05 Stundarkorn með Tsjaíkovski: Sinfóniuhljómsveitin í Minnia- polis leikur. 18,20 Tilkynning- ar. 18,45 Veðurfregnir. Dag- skrá næstu viku. 19,00 Fréttir. Tilkynningar. 19,30 Platero og ég. Ljóðrænir þættir eftir spænska höfundinn Juan Ram- ón Jiménez, fluttir af Nínu Björk Árnadótxu’- og Guðbergi Bergssyni. 19 50 Hljómsveitar- músik. 20,20 Dublin. Vílhiálm- ur Þ. Gislason fyTrverandi út- varpsstjóri flyi.ur erindi. 20,50 Einleikur á níanó 21,05 „Perl- ur og tár“, smásaga eftir P.G. Wodehouse, — 'vrri hluti. — 21,30 Lög frá Kubanhéraði í Sovétríkjunum. 21,45 Spékopp- ar. Árni Trvggvason leikari !es ljóð í léttum dúr. 22,00 Fréttir og veðurfregnir 22,15 Datfsiög 23,25 Fréttir í stuttu máli. — Dagskrárlok. Mánudagur 23. september. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há degisútvarp. 13.00 Við vinnuna 14.40 Við, sem heinaa sitjum. Kristmann Guðmundsson rith. les sögu sína „Ströndina hláu“ (6). — 15.00 Miðdegisútvarp. Fráttir,- tilkynningar 16.15 Veðurfregn- ir. fslenzk tónlist. i7 00 Frétt- ir. Klassísk tónlist. 17.45 Lestr arstund fyrir litlu börnin. — 18.00 Óperutónlist. Tilkynning ar. 18.45 Veðurfregnir. Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Um daginn og veginn. Bjöín Bjarman rit- höfundur. 19.50 „Vorið góða, grænt og hlýtt“ Gömlu ltigin sungin og leikin 20,10 Valds- menn i Vesturheimi. Vilmund ur Gylfason og Baldur Guð- laugsson flytja þætti úr for- setasögu Bandaríkjanna, — fyrri hluta. 21.00 Ballett-tón- list. 21.10 „Perlur og tár" — 21.30 Ballötur eftir Hugo Wolf og Carl Loewe. 21.45 Búnaðar- þáttur Óli Valur Hansson ráðu nautur talar um jsymslu garð- ávaxta 22 00 R'’-éttir o| æður- fregnir 22.15 íþróttir Örn Éiðs son segir frá. 22.30 Kvartettar Bartóks. 23.05 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.