Tíminn - 24.09.1968, Page 5

Tíminn - 24.09.1968, Page 5
ÞRIÐJUBAGUR 24. sept. 1968. TÍMINN Gylfaginning Borgfirðingur skrifar: „Œ>að var sannarlega broslegt að heyra og sj'á vörn Gylfa Þorsteinssonar í sjónvarpinu þann 20. þ. m. Það furðaði sig margur á þeirri manngæzku sem Eysteinn sýndi að nota ekki tækifærið og hýða pilt- inn ærlega fyrir 10 ára störf að viðreisnargijaldþroti. Fjárlög eru bezti mælikvarð inn á verðbólgu og stjórn fjár mála í einu þjóðfélagi. Árið 1958 voru fjárlög ríkisins rúm ar 800 milljónir og fannst þá flestum þenslari nægileg. Nú eru fjlárlög þessa árs allt að 7000 milljónir fyrir utan síð- ustu „trakteringar“ tuttugu prósentin, sem munu gefa um einn milljarð á ári. í 10 ár hef ur stjórnarliðið, M!bl. og Alþbl. öskrað í kór — Vinstri stjórn in hrökklaðist frá völdum, hún fór fram af hengiflugi verð bólgunnar við lítinn orðstír. En hvernig er ástandið nú eftir 10 ára mont og rembing Gylfi sæll? Nu er verðbólgan 10 sinnum meiri samaniber fjár lög og erlendar skuldir hafa fimmfaldast ef allt er tekið með. Það hlýtur að vera köld vist að sitja á brún hengiflugs ins- þessa dagana. Hvað um óhófseyðsluna Og hvað um alla óhófseyðslu þess opinbera á hvaða sviði sem er, ráðstefnur veizluhöld, rán dýr sendiráð, sem helzt minna á ,kalifabústáði“ og er þó ekki hægt að nota þær stofnanir til að selja fiskugga. Ríkisstjórn ykkar tók í mesta góðærinu enskt lán 250 milljónir sem verkaði eins og olía á eld. Þessir peningar voru lánaðir til að reisa Iðngarða og síðan var iðnaðurinn drepinn með hóflausum innflutningi. Nú nýverið tók rikið okur lán í Englandi aðeins til að geta látið bankana gefa út tékka nokkrar vikur í við'bót, ekki mátti stoppa Þotuna, sem flytur 100 manns vikulega til Miðjarðarihafsini Undanfarna mánuði er búið að sóa milljónatugum í síldar- æfintýri norður undir heim- skauti í stað þess að bíða eftir að síldin nálgaðist landið. Seöla bankinn hefur séð ríkisapparat inu og öllu styrkj akerfinu fyr ir pappírspeningum, í enskum bönkum er nú pundið keypt á kr. 160 þegar peningum er skipt þar. Menn sjá hvað traust ið er mikið. Það er ekki furða þó Seðlabankinn ætli áð byggja sér „Villu“ við Tjörnina á lóð Thor Jensens. Þið, sem hafið komið öllu í strand og kaldakol á mesta góð æristímabili sem komið hefur yfir þetta land, ættuð ekki að láta sjá ykkur á sjónvarpsmynd eða heyra í útvarpi. Það mun nú fara að nálgast 1600 milljón ir sem sjónvarpsævintýrið og hægri handaraksturinn hafa kostað þessa litlu þjóð, og vantaði okkur hvorugt. Fjögur gengisföll eru eins og naglar í líkkistu þessarar óláns stjórnar. Þessi 10 ára „Gylfa ginning verður sérstakur kapi tuli í sögu þjóðarinnar." Ókurteisi Magnús Hall ski-ifar: „Landfari. Ég þakka birtingu fyrri bréfa minna og voma, að þér Ijáið rúm kvörtun minni að þessu sinni. Oft hefur verið kvartað und an framkomu fólks þess sem gegnir afgreiðslu- og þjónustu störfum, en það virðist fara sínu fram hvað sem allri gagn rýni líður. Er ástæða til að ítreka það, að þessir starfs- menn, einkum og sér í lagi þeir sem gegna opinberri þjón ustu, fági starfsmáta sinn, svo landið setji ekki niður af við kynningu erlendra ferðamanna. Eitt lítið dæmi skal ég nefna þessu til stuðning: Ég þurfti nauðsynlega að rækja erindi í ríkisstofnun við Austurvöll. Geng ég inn í lyft una, en þar er fyrir maður, sem ætlað er að stjórna henni. Horfir hann á mig slíku augna ráði, áð ógnvænlegar hefur Glámur ekki litið á Gretti. Varð mér tæpast um sel við þetta morðglamipaaugnatillit. en þá gellur við rám og ruddaleg rödd: Hvaða hæð? Stamaði ég upp, að ég þyrfti að fara á aðra hæð. Rekur lyftuvörður þá upp fnæs mikið og kveður mig skulu ganga upp stigann, því hann flytji menn ekki um eina hœð. Ég segi, að ég telji sjálfsagt að nota þau hjálpar tæki sem fyrir hendi séu. Sé honum ekki of gott að anna sínum starfa. Að auki sé ég lasburða eftir gömul meiðsli, og megi illa við stigagöngum, þótt stuttar séu. Lyftuvörður setur þá á sig snúö og segist eigi munu bregða út af megin reglu sinni fremur en endra nær. Varð svo að vera og varð fátt um kveðjur. Þetta dæmi er að nokkru einkennandi fyrir íslenzka þjón ustu og þarf mikla betrun í þessum efnum til að landsmenn teljist í húsum hæfir.“ Sér ekki um dálka í Morgunblaðinu Þá er athugasemd frá Har- aldi J. Hamar: „Til Landfara, Tímanum: Athygli mín hefur verið vak- in á greinarstúf eftir mann að nafni Elías Björn Kárason, í Tímanum, laugardaginn 14. september Vitnar hann þar til greinar, sem birzt mun hafa í Morgunblaðinu, og segir á ein um stað: „f þeim dálkum Mbl„ er Har- aldur J. Hamar ritstýrir, birt- ist þann 3. sept. . . .“ Þó þetta skipti í sjálfu sér engu máli, þá tel ég ekki úr vegi að vekja athygli Elíasar Björns Kárasonar á því, að ég ritstýri engum dálkum í Morg unblaðinu. Mér er ókunnugt um þáð hvort aðrar fullyrðing ar í skrifum fyirnefnds Elíasar Björns Kárasonar byggjast á jafn haldgóðum staðreyndum." „Landfari sæll. Alþýðublað ið bað menn að botna eina sam hendu. Efnið var það, sem mörgum er hugstætt á þessum dögum í ársins hring, fjallskil- in, hið síunga gamla fjallamál lífsbaráttunnar og lífsgleðinnar í landinu. „á fjoir* Samstafan var þannig: Bændur leggja á Brún og Raúð og búa sig á fjöllin. Mér þótti þetta í meira lagi óskáldlegt í þessu efni, „Og“- ið gat horfið fyrir kommu og svo „á fjöllin“. Að búa sig á fjöllin, fara á fjöllin, er nátt úrulega ekki klám fyrr en slík hugtök eiga að þjóna list. Það er nóg annað til þeirra hluta og þó útilokað frá list. Ég botn aði að vísu þetta órökvísa rím- skran, en ég breytti líka vís- unni, án þess að láta þess getið hvers vegna. Nú birta þeir vís una með verðlaunabotni, og mun þá enginn „búa sig á fjöllin" í anda hennar. Mig minnir að ég breytti visunni þannig Bændur sækja Brún og Rauð. búa sig.til fjalla. og botnaði Lögiriálið, sem lífið bauð, lætur þau nú kalla. Og þó nú væri hárrétt kveðið og um nokkurn visnasmekk að ræða, birta þeir ekki vísuna, en verðlauna botn úr mat, og er hver líkastur sjálfum sér. Nú ætla ég að biðja þig Land fari sæll að skjótast með vis- una „á fjöllin" til gangnamanna með kveðju minni. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. TAKIÐ EFTIR - TAKIÐ EFTIR Hausta tekur 1 efnahagslífi þjóðarinnar. Þess vegna skal engu fleygt en allt nýtt. Talið við okkur, við kaupum alls konar eldri gerðir hús- gagna og húsmuna, þótt þau þurfi viðgerðar við. — Leigumiðstöðin, Laugavegi 33, bakhúsið. Sími 10059. — Geymið auglýsinguna. NÝTT HÚSNÆDI Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að ÁRMÚLA 5 (hornið á Ármúla og Hallarmúla) Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjölbrejdtara úrval eldhúsinnréttinga og heimilistsekja í rýmri og vistlegri húsakynnum. VeriS velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, sími 84415 og 84416 Ný strætisvagnaleið Mánudaginn 23. þm. hófst akstur á nýrri strætis- vagnaleið, Breiðholt nr. 28 Ekið er frá Kalkofnsvegi á klukkustundarfresti alla daga frá kl. 7.05 til kl. 0.05. Síðasta ferð kl. 1.00 Ekið verður um Hverfisgötu, Laugaveg, Kriglu- mýrarbraut, Háaleitisbraut, Smáagerði, Stóra- gerði, Bústaðaveg, Reykjanesbraut, Álfabakka, Arnarbakka til austurs, Núpabakka, Víkurbakka, Álfabakka og til baka um Reykjanesbraut, Bú- staðaveg Stóragerði, Smáagerði, Háaleitisbraut, Safamýri, Kringlumýrarbraut, Laugaveg á Kalk- ofnsveg. Brottfarartími frá Álfabakka við Víkurbakka á austurleið er 5 mín. fyrir hálfa tímann. í síðustu ferðinni er þó engin bið. Aukaferð er á virkum dögum frá Álfabakka við Víkurbakka kl. 7.00. S.V.R. AUGLÝSIÐ í TfMANUM 5 Sjónvarpstækin skiia afburöa hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig meS FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — MeS öryggís- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verziunin Aðalstræfi 18, sími 16995. eykur gagn og gleðt Skj: URA- OG SKARTGRIPAVER2L K0RNELIUS J0NSS0N SKOUVÖRDUSTÍG 8 - Sl'Mfc 18588 Verkir, þreyta í baki > DOSI beltin hafa eytt þraufum margra. Reynið þau. LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 Hagstæðustu verS. Greiðsluskilmálar. Verndið verkefni ísíenzkra handa. FJÖLIÐJAN HF. Sími 21195 21915 l Ægisgötu 7 ítvk. J

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.