Tíminn - 24.09.1968, Page 8
8
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 24. sept. 1968.
Vlikið hefur verið deilt um sjónvarp, inn-lent og amerískt, og áhrif þau sem það kunni
ið hafa til ills eða góðs á menninguna og fólkið í landinu. Sjónvarpið er orðið hluti af
iaglegu lífi mikils meiri hluta fólks á því svæði sem útsendingar íslenzka sjónvarpsins
lá til og það er fullvíst að efni þess hefur áreiðanlega sín áhrif. Skoðanir eru skiptar
rm hvernig efnisval og efnisvöndun hafi til tekizt hjá íslenzka sjónvarpinu og sýnist sitt
iverjum eins og gengur. Nú hafa fO'rráðamenn sjónvarpsins tilkynnt, að hætt verði um
sinn sýningum á allmörgum sjónvarpsþáttum, sem við nefnum hér hasarmyndir. Við leit-
iðum álits nokkurs hóps fólks á þessari ákvörðun og fara umsagnir þess hér á eftir.
Anna K. Brynjúlfsdóttir,
blaðamaður:
Jó.
Slíbar kvikmyndir hafa tekið of
mikinn tírna í dagskrá sjónvarps
ins.
Enn þá er íslenzkt sjónvarp
svo nýtt að engar rannsóknir hafa
farið hér fram á hugsanlegum
áhrifum kvikmynda þess, t. d.
þeima er fjalla um glæpi ýmiss
konar, á börn og fullorðna, en
þær hafa vafalaust áhrif á vissan
hluta bæði barna og fullorðinna.
Margar þessar myndir eru bein
línis kennsla í glæpum og ýmiss
konar klækjum í sambandi við
þá eða uppljóstrum þeirra. Sá
glæpaheimur, sem þar er sýndur
hefur til þessa verið íslenzkum
börnum fjarlægur, en verður nú
smám saman eðlilegt fyrirbrigði.
Það er að sjiálfsögðu á valdi for
eldra að velja börnum sínum sjón
varpsefni, en margir foreldrar virð
ast ekki þeim vanda vaxnir að
bægja börnum sínum frá sjón-
varpstækinu, þegar slíkar myndir
eru sýndar.
Ég vil svo bæta því við, að mér
finnst endilega að Maverick ætti
áð fylgja Dýrlingnum, Hauknum
og Harðjaxlinum í frí.
Björgvin Daníelsson,
prentari:
Já, það má vissulega fækka
þeim og hafa meira af innlendu
efni í staðinn.
Að minu áliti væri góð x hug
mynd að gera sjónvarpsmyndir
um efni Njálu, Grettissögu og ann
arra íslending£sagna,,;Þa9 ,syæri
áreiðanlega ekki mjög dýTt að búa
til samtalsþætti fyrir sjónvarpið
t. d. úr sögum Laxness og þeir
gætu orðið gott efni.
Ég vildi gjarnan fá að sjá ís-
lenzkar skopmyndir. Væru í því
efni hæg heimatökin að mynda
tökumenn sjónvarpsins færu niður
í Alþingi og tækju myndir af
fundum þess ekki sízt þegar þing
mennirnir okkar eru að ræða um
sölu á eyðibýlum og annað því
umlíkt en í það virðist drjúgur
hluti þingtímans fara.
— auglýstar I
haríplast- Fram-
-)k JP-innréttingar frá Jóni' Péturssyni, húsgagnaframleiSanda
sjónvarpi. Stllhreinat) sterkar og val um viöartegundir og
leiðir elnnlg fataskápa.
A5 aflokinni víðtækri könnun teljum viö, aö staölaðar henti I flestar 2—5
herbergja Ibúöir, eins og þaer eru byggöar nú. Kerfi okkar er þannig gert, aö
oftast má án aukakostnaöar, staöfera innréttinguna þannig aö hún hcnti
allar fbúöir og hús.
Allt þetta
* Seljum staölaöar eldhús-
innréttingar, þaö er fram-
leiöum eldhúsinnréttingu og
seljum meö öllum raftækjum
og vaski. Verö kr. 61-000.00 -
kr. 68.500,00 og kr. 73-000,00.
■yt Innifaliö I veröinu er eid-
húsinnréttlng, 5 cub/f. Is-
skápur, eldasamstæöa meö
bakarofni, lofthreinsari meö
kolfilter, sinlú - a - matic
uppþvottavél og vaskur, enn-
fremur söluskattur-
★ Þér getiö valiö um ínn-
lenda framleiöslu á eldhús-
um og erlenda framleiöslu.
(Tlelsa sem er staersti eldhús-
framleiöandi á meginlandl
★ Einnig getum viö smiöaö
innréttingar eftir teikningu
og óskum kaupanda. y
★ Þetta er eina tilraunin, aö
þvi er bezt veröur vitaö til
aö leysa öll' vandamál ,hús-
byggjenda varöandi eldhúslö.
★ Fyrir 68.500,00, geta
margir boöiö yöur eldhúslnn-
réttingu, en ekki er kunnugt
um, aö aörir bjóöi yöur. eld-
húsinnréttingu, meö eldavél-
arsamstæöu, viftu, vaski,
uppþvottavél og (sskáp fyrir
þetta verö. — Allt innlfaliö
meöal annars sðluskattur kr.
Söluumboð
fyrlr
JP
-Innréttingar.
Umboös- & heildverzlun
Kirkjuhvoli - Reykjavlk
Slmar: 21718,42137
[Wl/WJWIW
SKARTGRIPIR
umrwTwi
Modelslcartgripur er gjöf sem ekki gleymist. —
- SIGMAR OG PÁLMI -
Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugav. 70. Sinu 24910
Vörubílar -
Þungavinnuvélar
Höfum mikið úrval af vöru
bílum og öðrum þunga-
vinnutæk.ium Látið okkur
sjá um söluna
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg
Sími 23136. heima 24109
Er rétt að fækka hasar
myndum í sjónvarpinu?
Tómas Sigurðsson, Tóbaks-
verzl Tómasar, Laugav. 62
Ég álít ekki beint rétt að fækka
slíkum myndum. En mér finnst
sjónvarpsefninu ekki rétt raðað
niður. Mér finnst óþarfi að vera
með efni eins og Denna dæma
lausa, sem börn vilja og mega
gjarnan sjá, um níuleytið á kvöld
in. Myndsjá er hinsvegar strax
eftir fréttir, en hún mætti gjarn
an vera síðar á kvöldin. Hasar
myndir eins og Dýriingurinn, Hauk
ur, Harðjiaxl o. fl. mættu gjarn
an vera síðustu myndir á kvöldin.
Mér finnst þessar rayndir ágætar
sem slíkar, og óþarfi að hætta við
þær allar eða allflesfcar í einu og
bera vott um einræði. Annars hafa
þeir sem þessu ráða eflaust ekki
hugsað mál sitt nógu vel.
Annars finnst mér islenzka sjón
varpið hafa versnað,. Ég er orð
inn jafnóánægður með það, og
ég var ánægður með það í byrjun.
Fréttirnar finnst mér í seinni tíð
oft orðnar ekki neitt neitt en
þær eru eitt vinsælasta efni sjón
varpsins.
Snorri Hansson, útvarps-
virki:
Mér finnst að það ætti ekki 1
beint að fækka slíkum spennandi
þáttum. En þættir eins og Harð
jaxlinn, Dýrlingurinn, Haukurinn og
Mavarick eru of líkir. Það mætti
koma eitthvað nýtt spennandi efni
í stað einhverra þáttanna. Nú hef
ur heyrzt að byrja eigi að sýna
kúrekamyndir í sjónvarpinu Það
er einkennilegt að það virðist
ekki vera neinar spennandi myndir
að ræða nema annars vegar leyni
lögreglu eða glæpamyndir og svo
hins vegar kúrekamyndir. í amer
íska sjónvarpinu voru á sínum
tíma sýndar mjög góðar Hitohock j
myndir. Eitthvað þess háttar efni
býst ég við að yrði vel þegið af
mörgum.
Rúna Guðmundsdóttir í
Kjólaverzl. Parísartízkunni:
Ég sé eftir Dýrlingnum, og
Harðjiaxlinum þeir eru ágætir,
hina þættina 6iem eru að hœtta
læt ég mig litlu skipta.
En ég get ekki annað en bros
að að öllu talinu, sem fram fór
hér áður en íslenzka sjónvarpið
kom til, um að íslenzkri menningu
stafaði hætta af bandaris'ka sjón
varpinu frá Keflavíkurvelli. Mér
virðist efni íslenzka sjónvarpsins
hafa verið ósköp svipað að gœð
um.
En hvað sem öðru líður frétt
irnar, Myndsjlá og skyldir þættir
finnst mér bezta efnið í sjónvarp
inu. Denni dœmalausi mætti vera
fyrr að kvöldinu svo að 7—8 ára
börn gætu horft á hann fyrir
sinn háttatíma.
Edda Þórarinsdóttir,
leikkona:
Mér finnst það hljóti að vera
skylda sjónvarpsins sem ríkisstofn
unar að þroska áhorfendur sína í
góðum smekk, en ekki miða .við
það lélegasta. Pormaður útvarps
ráðs lét í það skina um daginn 1
sjónvarpsviðtali áð hasarmyndir
væru sennilega ekki heppilegt
skemtiefni og stæði tli að fækka
þeim um tíma. En fyrst þessir
háu herrar gera sér grein fyrir
hættunni hvers vegna er þá ekki
alveg tekið íynr þess konar efni.
en reynt að þera á borð eitthvað,
sem gerir meiri kröfur til áhorf
andans. Ég hef þá trú að fólk
hafi ekki eins lélegan smekk og
sjónvarpið virðist halda.