Tíminn - 24.09.1968, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. sept 1968.
TIMINN
11
DENNI
DÆMALAUSI
— Er þetta ódýrasta
kúlan sem þú átt.
tíuaura
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur 24. 9.
20.00 Fréttir
20.30 Erlend málefni.
Umsjón. Markús Örn Antons
son.
20.50 Denni dæmalausi
ísl. texti: Jón Thor Haralds-
son.
21.15 Perú
Þriðja myndin úr mynda
flokknum um sex Suður-Am
eríkuríki. Perú er um margt
forvitnilegra land Evrópubú
um en Argentína og Chile.
Það er Líka mun skemmra á
veg komið í þjóðfélagsmálum
og á við marga erfiðleika að
etja vegna þess.
ísl. texti: Sonja Diego.
22.00 íþróttii
Efni m. a.: Leikur N. Forest
og Coventry City í ensku
deildarkeppninni í knatt-
spyrnu.
22.55 Dagskrárlok.
Bústaðaprestakall.
Munði sj álfboðavinnuna, fimmtu
dagskvöld kl. 8.
/ % 3 y tr
b m
7 ■ m Wi
/O
// !§ Hf
/3 /V
/r
Lárétt 1 Gráti nær 6 Slæ 7 Skrúfa
9 Keyr 10 Föl 11 Samtenging 12
Beggja vegna við S 13 Ellegar
15 Gáfaða.
Krossgáta
Nr. 124
Lóðrétt: 1 Bað 2 Mjöður 3
Batt fyrir munn 4 Lengdar
skst. 5 Fjárhópa 8 Bókstaf
urinn 9 For 13 Tveir eins
14 Úttekið.
Ráðning á gátu nr. 123.
Lárétt: 1 Jólafrí 6 Afa 7
DA 9 Ha 10 LLLLLLL 11
AA 12 Ós 13 Ata 16 Inn-
taka.
Lóðrétt: 1 Jóðlaði 2 La 3
Afslátt 4 Fa 5 ítalska 8
Ala 9 Hló 13 An 14 AA.
Leiktu af meiri ástrfðu, maður!
26
við Hinrik, og það var hún, sem
rauf þögnina.
— Baðst þú um þennan vals?
— Já, mér fannst sem ég yrði
að þiðja þig afsökunar á því að
ég blandaði mér í það, sem mér
kom ekki við fyrr í kvöld.
— Uss, ég er nú hætt að hugsa
um það! svaraði Kristín
— Já. þú ert ekki langrækin.
En líklega er ég það, þvi mér
veitist svo erfitt að hrinda frá
mér hverri hugsun.
— Þú þarft ekki að vera lang-
rækinn fyrir þvi?
— Ég veit ekki. Ég get ekki
að mér gert að hugsa til þín og
hans þarna Eiríks frá Skógarkoti.
Kristín hló.
— Nei, veiztu nú hvað! Það
sem getur varla heitið að við
þekkjumst neitt.
— Já, einmitt þess vegna.
Hann er forvitnilegri en þeir, sem
þú hefur umgengizt daglega.
— Heldur þú, að ég sé svo...
svo. .
— Nei, greip hann fram í fyr-
ir henni. meðan hún var að leita
að viðeigandi orði — En ég þekki
þig. Eiríkur er manngerð, sem þú
gætir fallið fyrir
— Já, það er svo gaman að
vita það!
— Þú veizt það vel sjálf.
— Nei, því fer svo fjarri!
— 4ð minnsta kosti veit ég
það. f fyrsta lagi hittust þið upp-
haflega undir þeim kringumstæð-
um, að bið gátuð sleppt ölliim
hátíðlegheitum Hann var ráð-
snjáll og duglegur í það skipti,
og hann reikar um skóginn, hve-
nær sem hann hefur tima til og
þekkir háttu dýranna og því um
líbt. Og hann lítur ekki sem verst
út heldur Slíkur maður gæti orð-
ið eins konar hetja í þínum aug-
um.
— Og í þinni eigin ímyndun,
bætti Kristín við. — Ætlí ekki
þurfi ögn meira til að verða
„hetja' en að hjálpa til að draga
upp belju og slangra um skóg-
ana?
Hún meinti það, sem hún
sagði, en þetta eina orð,
„slangra“ vakti einhverja dular-
fulla kennd í brjósti hennar.
„Reika um skógana" — það lá
í rauninni eitthvað laðandi, töfr-
andi í þessum orðum, eins og
minning frá örófi alda. Hún gat
ekki gert sér íullkomlega grein
fyrir því, en eitthvað var svo und-
arlega draugalegt við þá merk-
ingu, sem hún lagði í að „reika“
Eitthvað sem stóð í sambandi við
að leita. Leita að einhverju. sem
maður hafði kannski átt fyrr, en
glata, leita einhvers, sem mann
langaði að ná í, en mundi ekki
framar hvað var.
En kenndirnar voru svo óskýr-
ar, þær kvikuðu frá, og hún
kærði sig ekki um að hafa hönd
á þeim Allt í einu rak hún upp
hlátur.
— Jón er þá líklega hetja. af
því hann bjargaði grísnum henn-
ar Betu. begar hiaðan brann, sagði
hún.
En það var erfitt að koma Hin-
riki aftur í gott skap.
— Þú veizt vei, við hvað ég
á, mælti hann — En nóg um
það. Þú 'illt /era frjáls og bað
frelsi ’il eg ekk’ af bér taka en
líkleea >eturðu skilið að ba4
kunni að fara í taugarnar að bíða
bara með krosslagðar hendur.
— Mér finnst bú ættir ekki
bíða. *
— Vegna O ' oað er þýð-
ingarlaust áriv
— Nei, ég átti ekki við það.
Hún, sem vissi ekki sjálf. hvað
hún vildi, en í öllu falli kærði
hún sig ekki um að hætia alveg
að hugsa um Hinrik. — Ég meina,
að þú ættir að hugsa svolítið um
annað öðru hverju.
Nú gerði Hinrik nokkuð, sem
hún átti ekki von á. Hann laut
niður og lagði hana undir vanga
sinn, — hann, sem aldrei lét
neitt slíkt eftir sér í dansi.
— Það er ekki svo auðvelt.
sagði hann lágum rómi
Nú var dimmt orðið úti, og
mislitu ljósin uppi undir þakinu
brugðu aðeins hverfulli skímu um
þessa miklu hlöðu. Kristín lyfti
höndinni ögn upp af öxl hans
og renndi fingrunum yfir vanga
hans í laumi. Á þesíari stundu
fannst henni sem þau gætu átt
saman.
Ef tii vill hala fleiri ungmenni
gert út um, eða reynt að gera
út um sín einkamál á þessari
haustnæturhátíð.......
11. kafli.
Elgurinn særði.
Amma sat með hendur í skauti,
aldrei þessu vant
— Mér finnst svo rólegt á þess-
ari allra heilagra messu, mælti
hún. — Það er að vísu sunnudag-
ur, en ekki sú umferð sem oft
er þá.
— Maður getur líka þegið ró-
lega helgi. sagði Anna. — Bráð-
um koma jólaannir í heilan mán-
uð.
— Mér finnst þið hafa átt nógu
annríkt við að búa Jón út á bún-
aðarskólann, mælti Kristín.
— Ekki getur drengurinn far
ið þangað eins og hann stendur
gengdi Anna.
— Nei, maður verður að hugsa
svolítið fyrir því áður. sagði
amma.
—Ég sýndi lika fyrirhyggju
þegar ég breiddi yfir stjörnublóm
ín. — Því getum við lagt blóm
in. svo þau frysu ekki, sagði Krist-
ín — Því getum við lagt blóm-
frá okkur sjálfum á grafirnar í
kvöld.
— Já, það er líka eins og þau
séu meira virði en aðkeypt.
— Hefur þú látið kerti í stjak-
ana?
— Nei, en ég skal gera það.
Eigum við að hafa Vegu eða Bald
ur fyrir til kirkjugarðsins?
— Hvorugt þeirra, við tökum
bíl, svaraði Jóhann ákveðinn.
— Ég get farið ríðandi, greip
Agnes fram i.
— Nei ef hestar eru hafðir
verður að gæta þeirra. og mér
finnst það trufla friðsældina.
— Þar hefur þú rétt að mæla
mælti amma. — Það er friðsæld-
in sem er svo hugnæm í kirkju
garðinum.
Síminn hringdi og Kristín
gengdi. — Halló — Jú, þakka.
bara vel. Hvernig líður hjá vkk-
ur? Hún hlustaði um stund. —
Jú, það bykist ég vita. ég skal
spyrja. Hún kallaði fram i eldhús-
ið. — Það er Gréta. Þau vilja
taka bílinn með okkur í kvöld
— Það verðui þröngt svaraði
Anná, — en þröngt mega sáttir
sitja og svolítið verður það ódýr-
ara með því móti.
— Hringdu til Hennings
hvelli. sagði Kristín aftur í sím-
ann. — svo vuð getum fengið
stóra oílinn Þá komumst við öll
fyrir, ef við þrengjum okkur
saman.
— Þið verðið að sjá um að
koma ykkur fyrir. sagði Jóhann.
— Nú ætla ég að skreppa snögg-
vast út í skógin.
— Verðurðu kominn aftur fyr-
ir mat? spurði Ana.
— Ég býst við því, en bíðið
samt ekki eftir mér. Farðu burt
með Tóna. Knstín, svo hann sjái
ekki þegar ég fer.
— Þú ætlar þó ekki að hafa
b'yssuna með þér . . í dag? spurði
Anna.
— Ég hefi ekki hugsað mér að
fara á veiðar, anzaði Jóhann ei-
lítið óþolinmóður — Það er bara
svo skrítið að fara byssulaus í
skóginn, að ég er að hugsa um
að halda á henni Annars ætla
ég að Skógarkoti og tala við Ei-
rík um þreskinguna sem eftir er,
og svo um skógarhöggið í vetur.
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 24. september
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna.
14.40 Við, sem heima sitjum
Kristmann
Guðmunds
son rit-
höfundur les sögu sína „Strönd
ina bláu“ (7) 15.00 Miðdegis
útvarp 16.15 V'eðurfregnir
Óperutónlist 17.00 Fréttir Tón
list eftir Richard Strauss. 17.
45 Lestrarstund fyrir litlu börn
in 18.00 Lög úr kvikmyndum
18.45 Veðurfregnir 19.00 Frétt
ir 19.30 Daglegt mál Baldur
Jónsson lektor flytur þáttinn
19.35 Þáttur um atvinnumál
Eggert Jónsson hagfræðingur •
flytur 20.00 Fiðla og semball
Jan Tomasow og Anton Heiller
leika verk eftir ítölsk tónskáld
á 17. öld. 20.20 Maður fram
tíðarinnar Guðmundur Þórðar
son póstmaður flytur erindi,
þýtt og endursagt. 20.40 Lög
unga fólksins. Gerður Bjarklind
kynnir. 21.30 Útvarpssagan:
;Húsið í hv'amm rium“ eftir
Óskar Aðalstein Hjörtur Páls
son les (1) 22.00 Fréttir og veð
urfregnir 22.15 Suður-bæheims
svita eftir Vitezslav Novak
22.45 Á hljóðbergi „Bliss“ smá
saga eftir Katherine Mansfield
Celia Johnson les. 23.20 Frétt
ir 1 sruttu máh Daeskrárlok .
Miðvikudagur 25. september
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna:
Tónléikar 14.40 Við, sem heima
sitjum. Kristmann Guðmunds
son rithöfund
ur les sögu
sína „Strönd
ina bláu“ (8) 15.00 Miödegjs
útvarp 16.15 Veðurfregnir ís
lenzk tónlist 17 00 Fréttir 17.
45 Lestrarstund fyrir litlu börn
in 18.00 Danshljómsveitir leika
18.45 Veðurfregnir 19.00 Frétt
ir 19.30 Daglegt mál Baldur
Jónsson lektor flytur þáttinn.
'9.35 SDunahlióð báttur umsjá
Daviðs OddssonaT og Hrafns
Gunnlaugssonar 20.05 Píanó
leikur i útvarpssal: Beatrice
Berg frá Danmörku leikur
danska nútímatónlist. 20.30
Hlutverkaskipan í þjóðfélaginu
Sigurður A. Magnússon ritstjóri
stjórnar umræðufundi í útvarps
sal. 21.30 Lög úr óperettum
eftir Strauss. 0. fl. 22.00 Frétt
ir og |'eðurfregnir 22 15 Kvöld
sasan Nótt á ftrossgötum"
eftn Georses Simenon Jökull
i Jakobsson ies (3 ) 22.40 Djass
þátun Oiafii; Stephensen kynn
ir 23.10 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
mmmmmmmmmmmmmmammm