Tíminn - 24.09.1968, Síða 14

Tíminn - 24.09.1968, Síða 14
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 24. sept. 1968. 14 NÝR SKÓLASTJÓRI Framhalö aí Dls. a kennslu í söng, og er þess að vænta, að söngfólk í Kópavogi noti þetta góða tækifæri til söngnáms. Undirbúningsdeild verður starfrækt vdð skólann fyrir böm á aldrinum 7—9 ára. Markmið þeirrar kennslu er að búa nemendur undir frekara tónlistarnám. En deildin þjón ar einnig öðrum tilgangi, að vekja áhuga barna á tónlist og þroska tilfinningar þeirra fyr- ir henni. ÞJÓFNAÐARFARALDUR Framhald af bls. 16. gær náðust þjófarnir í Reykjavík, en þeir voru tveir að verki. Ekki fundust á þeim nema 28 þúsund krónur og héldu þeir að upphæð in sem þeir stálu hafi ekki verið nema um 40 þúsund krónur, en eigandi verzlunarinnr lækkaði upp hæðina sem stolið var niður í 50 þúsund krónur og heldur fast við að í skápnum hafi verið að minnsta kosti sú upphæð, en hvernig sem þjófarnir leituðu 1 vösum sínum, eftir að þeir voru bandteknir fuudu þeir ekki nema 28 þúsund krónur samanlagt. Um afganginn vita þeir ekkert enda héldu þeir rösklega upp á vel heppnað innbrot. Innbrotsþjófarnir tveir voru á dansleik ásamt þrem kunningjum sínum, í féiagSheimilinu að Minni Borg á laugardagskvöld. Fóm þeir austur í bíl sem einn þeirra átti. Eftir dansleikinn dvaldist þeim eitthvað á staðnum og svo fór að piltar urðu sígarettulausir. Tveir þeirra lo.fuðu að bæta úr þvf og yfirgáfu félaga sína. Brutust þeir auðveldlega inn í verzlunina og fundu fljótilega tóbakið og eins og áður er sagt lykil að peninga skápnum. Komu þeir bráðlega til félaga sinna aftur með tóbakið, en sögðu ekki frá hvar þeir höfðu fengið það og því síður minntust þeir á lukkupottinn sem þeir duttu í. Komu piltar til Reykjavík ur að morgni sunnudags. Þjófarnir héldu áfram drykkju eftir að þeir komu í bæinn enda eru menn ekki að hætta svoleíðis með fulla vasa af peningum. í hádeginu brugðu þeir sér á vín veitingahús , voru á barnum bar til lokað var kl. 14.30. Fóru þeir þá heim til annars þeirra og skiptu með sér því sem eftir var af peningunum. Fékk annar þeirra um 20 þúsund krónur og hinn 17 til 18 þúsund krónur, og skildu síðan. Kl. 15 handtók rannsóknarlög- reglan annan þjófinn og hinn þrem tímum síðar. Gátu þeir litla grein gert fyrir þeirri peningaupp hæð sem á vantaði. Eitthvað voru þeir búnir að kaupa af áfengi og aka um í leigubílum en voru ekki vissir um hvað þeir höfðu þvælzt eða með hverjum. Rannsóknarl’ögreglan hefur náð í þjófinn sem brauzt inn í veitinga húsið Sigtún fyrir helgina. Eins og sagt var frá í Tímanum var stolið þaðan 20 flöskum af áfengi nokkrum kjúklingum og aligæs. Lögreglumaður varð var við grun samlegan mann sem rogaðist með þunga tösku að næturlagi, kann- aðist iögregluþjónninn við mann inn og þótti ferðúr hans grunsam legar og fylgdi honum eftir. Fór maðurinn með töskuna inn í hús nokkur-t og voru fleiri menn þar fyrir. Rannsóknarlögreglan kom fljótlega á staðinn og faun í hús inu þrjá menn, áfengisbirgðir, ali gæs kjúklinga og einnig fannst þar útvarpstæki og rafmagnsrak- vél, sem stolið var fyrir helgi úr mótorbát sem liggur í Reykjavik uhhöfn. FÆR AÐ BÍÐA ... Framhald af bls. 1 þrasi milli lögreglumanna og sauðfjáreigenda fram eftir kvöldi og vildu fjáreigendur ekki láta sig og vildu inn með fé sitt hvað setn hver sagði. Voru komnir 11 lögreglumenn í hliðið þegar leikur inn stóð sem hæst. Þar kom að flestir fjáreigendur fóru með fé sitt aftur. Flestir ráku það aftur í Lögbergsrétt, en aðrir slepptu fénu lausu. Nokkrir munu hafa komið kindum sínum til Grinda víkur til slátrunar. Einn fjáreigandi vildi ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Var það Ólafur Dýrmundsson. Á hann um 30 fullorðnar kindur og í rétt unum í gær átti hann nokkur lömb og stóð hann í alla nótt yfjr 17 kindum, sem voru i kerrum við hlið Fjárborga. Sagði Ólaíur í dag að hann myndi ekki fara með kindurnar á annan stað en í fjár hús sitt innan hins vaktaða hliðs Ólafur benti á að á túni Bústaða sem einnig er i borgarlandinu væri fjöldi sauðfjár og hreyfði enginn hönd eða fót til að reka það burtu. Einnig kvað hann fé vera á fleiri stöðum í borginni, en löggæzlumenn virtust ekki hafa skipanir um annað en sjá svo um áð engin kind fœri inn í Fjárborgir. Fjáreigendur höfðu í gær og í dag samfoand við ráðamenn borgar innar til að reyna að fá deiluna leysta, vildu þeir fá að hafa fé sitt í húsunum fram yfir sláturtíð. Einnig höfðu þeir samband við formann Dýraverndurnarfélagsins og yfirdýralækni til að leita rétt ar síns og bentu á að þótt sauð fljárhald væri bannað i borgar- landinu yrðu þeir þó að hafa sláturfé sitt einhvers staðar með an það biði slátrunar og varð það úr eins og áður er sagt áð kindurn ar fá aðvera í Fjárborgum þar til Hins vegar verður fjárhald ekki þær verða leiddar í sláturhúsið. leyft þar í vetur. KEÐJUBRÉF Framhald aí bls. 16 lífláti. Er 1 því sambandi bent á dauða hershöfðingja nokk- urs, sem á að hafa látið lífið á Filippseyjum af því hann „sleit keðjuna." Bréf þetta hefur farið víða, og m. a. um Bretland. Er skýrt frá bréfinu í brezka blaðinu „News of the World“ í gær. Er þar bent á, að hér sé um hið mesta dellubréf að ræða, og upplýst m. a. að hvergi sé að finna upplýsingar um hershöfð ingja með því nafni, sem nefnt er í bréfinu. Er hann því vænt anlega tilbúningur eins og senni lega allt annað í þessu óvið- kunnanlega bréfi. NÁTTFÖTIN Framihald af bls. 1 hugasemdir mínar? Að það er gott, að alls konar gagnrýni fæst birt í frjálsu landi. Það verða auðvitað alltaf einstaklingar, sem ekki lík ar hatturinn minn, eða bindið eða skyrtan, eða blómið í hnappagat- inu, eða skórnir mínir eða náttföt in mín — þótt ég telji ósennilegt, að nokkur þeirra hafi séð þau. I framtiðinni mun ég vafalaust einnig gefa gagnrýnednum mörg tækifæri til að rita óvirðulega um mig. Fólk má hafa þá skoðun sem það vill. og skrifa það sem það vill skrifa,“ sagði Henrik að lokum. Ekstra Bladet ritar um þessi | ummæli að það sé athyglisvert, að Henrik brjóti á þennan hátt þá venju dönsku konungsfjölskyldunn ar, að ræða ekki opinberlega það, sem opinberlega er sagt um hana i blöðum eða annars staðar. Jafn- framt sým ummæli hans, að hann hafi ekki skilið grundvailaratriði þeirrar gagnrýni, sem fram hafi komið i Ekstra Bladet — þau hafi vissulega ekki snert klæðaburð prinsins. Ekstra Bladet skýrir frá þvi, að grein blaðsins í síðustu viku um Henrik prins hafi vakið mikla at hygli, einkum í Finnlandi og Svi þjóð og verið mikið um greinina, og ríkisarfahjónin skrifað í því sambandi RÍKISRÁÐSFUNDUR Framhald af bls. 16. sömu, sem oss er öllum falin, að vinna að heill og hamingju lands og þjóðar, hver á sínu sviði og sameiginlega." Forsætisráðherra, dr. Bjarni Benédiktsson, þakkaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ummæli for- seta og árnaði honum heilla í hinu virðulega embætti og óskaði eftir sem beztu samstarfi milli rfkis stjórnarinnar og forseta. Gefið var út forsetabréf, er kveður reglulegt Alþingi 1968 til' fundar fimmtudaginn 10. október n. k. Þá var Jón G Maríasson, fyrr verandi bankastjóri, endurskipaður formaður orðunefndar, Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri, skipað' ur í nefndina og Friðjón Skarp- héðinsson, yfirborgarfógeti, skip aður varamaður í nefndinni. For seti féllst á, að lagt yrði fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1968, um tollskrá o. fl„ og frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 86/ 1963, um stofnun happdrættis fyr ir ísland. Þá voru staðfestar á fundinum ýmsar afgreiðslur, sem farið höfðu fram utan ríkisráðsfundar. Ríkisráðsritari, 21. sept. 1968 Birgir Thorlacius. ENGAR FRÉTTIR Framhald af bls. 1 fundum á næstunni. Það sé fyrst þegar gagnasöfnun og athugunum er lokið, að séð verður, hvort grundvöllur sé til samkomulags eða ekki. Fréttatilkynningin fer hér á eft ir í heild: „Fulltrúar stj órnmálaflokkanna hafa nú haldið allmarga fundi til að ræða efnahagsmálin. Eins og fram var tekið í fréttatilkynningu eftir fyrsta fundinn, hinn 3. sept emfoer 1968, var þá þegar ljóst að taka mundi nokkrar vikur þang að til sýnt yrði, hvort samkomu lag næðist, m. a. vegna þess tíma sem naúðsynleg gagnaöflun krefð ist. Nú hefur margvíslegra gagna verið aflað og málin hafa veru lega skýrzt vegna þeirra og við umræður, sem átt hafa sér stað og einungis hafa fjallað um sjálf efnahagsmálin. Hins vegar er enn unnið að frekari gagnaöflun og þarf margt nánari athugunar við, svo sem með samanburði á þeim úrræðum, sem helzt koma til greina. Fyrr en þessum athugun um er lokið verður ekki sé'ð, hvort grundvöllur er til samkomulags, og má ekki búast við neinum sér stökum fréttum af hverjum ein- stökum viðræðufundi. 23. september 1968.“ TÓKU 380 ÞÚS. Framhald af bls. 1 lægra var ekki slík takmörkun. Tíminn veit ekki um ástæðuvn ar fyrir því að veiðiréttarhafar skyldu taka svo miklu lægra- boði í ána, en blaðið hefur- frétt, að þeir sem vildu sam þykkja hærra tilboðið, hafi lýst yfir vanþóknun sinni á sambykkt fundarins, og lýst. ábyrgð á hendur meirihlutans. Var jafnvel haft við orð að meirihlutinn myndi verða lát inn standa skil á mismuninum, hundrað og áttatíu þúsund krón um. Þá verður boðað til nýs fund ar í féiaginu til að ganga endan lega frá samningum og undirrit un þéirra. Frá skólum gagnfræöa- stigsins í Kópavogi Gagnfræðaskólinn verður settur 1 Félagsheknilinu miðvikudaginn 2. okt. n.k. IV. bekkur, landsprófsdeildir og II. bekk- ur komi kl. 2 e.h. Almennur III. bekkur og I. bekkur komi kl. 3.30 e.h. Nemendur hafi með sér ritföng og veri viðbúnir að taka á móti námsbókum, sem úthlutað verður að skólasetningu lokinni. Kennarafundur verður mánudaginn 30. sept. kl. 2 síðdegis. Unglingadeildir Kórsnesskóla verður sett miðvikudaginn 25. sept. n.k. kl. 3 síð- degis í samkomusal skólans. Fræðslufulltrúi ÞAKKARÁVÖRP m Hjartans þakklæti mitt til skyldra og vandalausra sem glöddu mig með nærveru sinni, með skeytum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 17. sept. s.l. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Sigurðardóttir Syðri Kvíhólma Eyjafjöllum Móðir mín, tengdamóðir og amma Guðríður Þorsteinsdóttir ancíaðist aðfaranótt mánudags 23. þ. m. í Landsspítalanum. Sonja Valdimarsdóttir, Erlingur Herbertsson og barnabörn. Systir okkar Jakobína Biörndóttir, kennslukona andaðist í Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt sunnudagsins 22. septem ber. Ólöf Björnsdóttir, Unnur Björnsdóttlr, Indriði Björnsson. Þökkum af alhug öllum fjær og nær sem auðsýndu samúð við g andlát og jarðarför konu minnar, móður, ömmu og tengdamóður Mekkinar Sigurðardóttur. j& Sérstaklegar þakkir færum við læknum og starfsfólki sjúkrahúss tí Akraness fyrlr frábæra umönnun og góðvild, sem henni var sýnd I velkindum hennar. Guð blessl ykkur öll. Lýður Jónsson, börn, barnabörn og fengdadóttir. Útför Guðrúnar Guðbrandsdóttur frá Sunnuhlíð, Vatnsdal fer fram frá Undlrfellskirkju miðvikudaginn 25. sepf. kl. 14,30 e. h Börn og tengdabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.