Tíminn - 24.09.1968, Side 15

Tíminn - 24.09.1968, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. sept. 1968. TIMINN 15 SJÚKRABÍLL i Framhald af bls. 16. Karl sagði í dag, að þetta hefði verið fyrsti gangnadagur inn og sér virtist heiman að sér að sjá, að gangnamennirnir myndu fá gott veður. Á föstu daginn á svo að rétta fénu í Landréttum. Karl sagðist vera dálítið plástraður og vafinn, en annars væri líðan sæmileg. HIÐ NÝJA LANDNÁM Framhald af bis. 7. Hvað heldur þú að margar lax- eldisstöðvar þyrftu að vera á ís- landi, til að nægja seiðafram- leiðslu í árnar og vötnin? Mitt álit er það, að þær ættu að vera fáar en stórar. Það þyrfti að stefna að því að slíkar stöðv- ar væru alltaf aflögufærar um seiði í árnar og vötnin, bæði af laxi, bleikju, sjóbirtingi og urriða og það í mjög ríkum mæli, en auk þess er svo möguleikinn á því að selja slíkar afurðir úr landi, ásamt hrognum. Ef til þess kæmi, sem voniidi verður, að í landinu risu upp íjöldi eldisstöðva fyrif úrvals bleikju — skulum við segja — yrðu afkastamöguleikar klakstöðv anna að vera geysilegir. Þeir, sem kaupa vilja seiðin til eldis, verða að fá þau við vægu verði og eftir því sem höfuðklakstöðv- arnar væru stærri og afkastameiri, ætti verð seiðanna til eldis að geta orðið vel viðráðanlegt. Hvert er álit þitt á íslenzku silungsveiðivötnunum? f stuttu máli sagt: Ég hefi ótak- markað álit á þeim. í þeim er ef til vill mesti og öruggasti vara- gjaldeyrissjóður íslands. Það á að stefna að þvi að fylla vötn af úr- vals silungi. Við vötnin á að byggja þægileg veiðihús, fjölmörg veiðihús, og það eru vötnin og árnar, sem tögað geta hundruð og jafnvel þúsundir ferðamanna til landsins. Við megum ekki vera svo skammsýnir, íslendingar, að vilja einir sitja að slíkum „lúx- us“ — það gera engar þjóðir, nema þá við og það í fávizku okk- ar. Þjóðin hefur aHs ekki ráð á slíku háttalagi. Og slíkt mundi hafa það í för með sér, að hinn afburða gómsæti íslenzki silungur úr fjallavötnunum yrði eftirsótt vara erlendis, alinn upp í eldis- stöðvum bænda. Mál þetta er miklu margþættara, en ég drep aðeins á þetta til þess að vekja athygli á vanmati okkar á verð- mætum, sem við bæjardyrnar bíða. Og ég spyr: Hefur nokkur íslenzk ríkisstjórn ráð á því, að láta fram hjá sér fara slíka gjald eyrissköpun? Nei, ég held ekki. En hvað segir þú þá um neta- veiðina í ánum og vötnunum? Ég er á móti henni. Tel hana skaðlega og netaveiðin gefur eng- in verðmæti í aðra hönd, miðað við sportveiði og ferðamanna- straum til landsins, sem okkur er lífsnauðsynlegur. Og meðan rækt un þessara nytjafiska er ekki lengra á veg komin en raun ber vitni hér hjá okkur, getur hún beinlínis leitt til óbætanlegs tjóns. Þá er það ein spurning enn varðandi Svía. Leggja þeir mikla herzlu á laxamerkingar og hvað hafa þær leitt i ljós? Svíar leggja geysiáherzlu á laxa merkingar og telja þær undir- Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. — slípum bremsudælur. Llmum á bremsuborða og aðrar almennaT viðserðiT HEMLASTILLING H.F. Súðarvogi 14 Simi 30135 stöðu í því að afla upplýsinga og vitneskju um ferður laxanna um úthöfin. Ég hygg, að Kanada- menn séu þeir einu, sem merkt hafa meira magn af sjógönguseið um en Svíar. Þessar merkingar hafa margt leitt í ljós. Til dæmis, hafa þær sannað, að lax, sem merktur er í ánum í Svíþjóð, sem renna út í Eystrasalt, fer út í Atlantshafið og veiðist við Grænland. Sama er að segja um lax, sem merktur er í Kanada, írlandi, Skotlandi og Englandi — og íslandi. í grein, sem birtist í Morgunblaðinu 30. júní 1965, hélt faðir minn því fram, að ís- lenzki laxinn gengi til Grænlands, á sama hátt og laxinn frá fyrr- greindum löndum. Margir drógu þetta í efa, þótt undarlegt sé, jafnvel þeir, er telja sig fróðasta ó þessi sviði hér heima. En hvað er nú komið á daginn? Lax, sem var merktur í laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafirði, hefur veiðzt við Grænland. Við höfum bara — því miður — merkt svo fáa laxa á undanförnum árum, líkt og Norð- menn, að ekki var hægt að búast við því, að merktir laxar kæmu strax fram frá okkur í því gífur- lega magni, sem Danir drepa ár- lega í net við Grænland. Þessar laxveiðar við Grænland eru ægi- legt alvörumál og áfall fyrir fiski rækt og þær hafa skapað miklar áhyggjur hjá Svíum, sem og hjá öðrum þjóðum, er lagt hafa í geysilegan kostnað við laxfiska- ræktina. Mál þetta verður að minni hyggju að leysa sem fyrst og sem bezt á alþjóðlegum grund velli. Hvað mundir þú vilja segja, að væri brýnasta verkefnið í laxeld- ismálum okkar íslendinga? Ef ég ætti að taka það saman í stutt atriði, kemur mér fyrst í hug þetta: Að auka fræðsluna í þesum efnum, hvetja vel menntaða unga menn til framhaldsnáms í þessum efnum, því að ég álít, að verkefn- in séu svo stár og aðkallandi. Að vekja forystumenn þjóðar- innar til meðvitundar um þau geysilegu verðmæti, sem felast í aukinni fiskirækt í ám og vötnum, með klaki, kynbótum, rannsókn- um og eldi, og með því að skapá skilyrði fyrir erlenda ferðamenn í faðmi íslenzkra fjalla og við kyrrð íslenzkra vatna að sækja sér hvíld og hressingu við silungs veiðar og jafnvel við laxveiðar í íslenzkum ám með okkur íslend- ingum. Að vinna ötullega að sköp un nýs atvinnuvegar, sem er fisk- eldi, er fært getur þjóðinni hundr uð milljóna króna tekna í er- lendum gjaldeyri árlega. Að reisa fullkomnar rannsókn- ardeildir við Hafrannsóknarstofn unina á lífi og eðli vatna- og göngufiska. Að stofna sem fyrst deild við Háskóla íslands í þessum fræðum og efla fræði þessi við bændaskól- ana. Að vekja skilning allra hlutað- eigenda á þýðingu þeirra verð- mæta, sem felast í hinu undur- samlega vatnasvæði íslands, varð- veita það, efla það og bæta í einu og öllu. ÞRIÐJUDAGSGREININ Framhald af >ls. 9. Það er víst ekki með öllu ótítt. að andstreymi leysi nýja orku úr Iæðingi. Hvað, sem því veldur, hefur hið svala lofts- lag norðurheims reynzt drýgra til að örva menningu og fram- farir en Miðjarðarhafssólin sjálf. Það sem sagt hefur verið hér að framan og rifjað upp frá umliðnu hafísvori. er sérstak- lega tengt því. sem ég sá og heyrði í þeim hluta landsins, | sem ég þekki bezt og þá eink um þeim erfiðleikum, sem bændur áttu við að stríða þarí um slóðir og eiga enn. Víðar í sveitum landsins hafa menn víst svipaða sögu að segja. Og það er fleira en misjafnt tíðar far og staðbundin áföll, sem nú reynir á þol bændastéttar- innar, þó að ætla megi, að þar sem áföllin hafa komið harðast niður sé viðnámsþróttur minnst ur fyrst um sinn. Af 45 þúsuirlum hcimila, sem nú eru í landinu, eru fimm þúsundir á bændabýlum. Af ýmsu, sem skrifað er og skrafað opinberlega, má ætla að sumir líti nú svo á, að til- þessara fimm þúsund heimila og fjölskyldnanna, sem lifa og starfa á þessum hcimilum, sé meiriháttar þjóðfélagslegt vandamái að það sé þjóðarbú- skapnum ofraun að ætla þeim viðunandi hlut af þjóðartekj- unum. og að með einhverjum ráðum þurfj að fækka þeim svo, að um muni. Vandamálið virðist vera í því fólgið, að sveitaheimilin framleiði of mikið af matvælum. f hallær- inu undir lok 18. aldar dóu 9000 fslendingar úr skorti og hungursjúkdómum. Á 20. öld framlciða afkomendur hallæris fólksins að sögn. of mikinn mat, og vegna þess er þeim nú talið ólíft, svo mörgum, í svcitum þessa lands. Svo hlá leg er framvindan. Tímabund- ið ósamræmi milli framleiðslu og markaðsmöguleika er raun ar þekkt fyrirbæri hér á landi og annars staðar. Þannig var t.d. eitt sinn um saltfisk. og hugðu ýmsir hann þá úr sögunni sem markaðsvöru. Úrlausnarefni ber að viðurkenna og fara þó að engu óðslega. Að mörgu þarf að hyggja. Ég held að enginn neiti því, að bændur landsins og fjöl- skyldur þeirra scu yfirleitt vinnusamt fólk, og ekki verr verki farið en aðrir. Ekki hef ur á þeim staðið að tileinka sér tækni nútímans við störf sín. Persónuleg sóun fjármuna er ekki meiri í sveitum en á öðrum sviðum þjóðlífsins. Það sem bændur hafa afgangs af vinnutíma og fjármunum, leggja þeir yfirleitt í lófa fram tíðarinnar sem umbætur á bú jörðum. Þeir eru framleiðend ur lífsnauðsynja,. og þeirra þátt ur í viðhaldi landsbyggðarinn- ar verður ekki ofmetinn. Ég' efast um, að þeir, sem nú hafa í áhyggjur af því að bændur séu of margir, hafi nokkurn tím velt því fyrir sér, í sambandi við atvinnuskiptingu þjóðar- innar, hvort það sé í raun og veru svo, að á bændabýlunum eigi þær fimm þúsund fjölskyld ur hcima, sem minnstu verð- mæti skila inn í þjóðarbúið með starfi sínu, eða hvort verð- mætasköpunin myndi aukast við það að skipta bændum milli annarra stétta og láta þá fara frá hcimilum sínum og staðf?stu. Ég held, að þessu þyrlti að svara, og að ef svarið lægi fyrir, kynni það að eyða einhverjum misskilningi í þess um efnum. Hér er um mál að ræða, sem ekki er hægt að gera skil í fáum orðum. Á cinstaka stað kann að vera skynsamlegt að fella býli úr byggð, en sums- staðar er líka af ýmsum ástæð- um. æskilegt að stofna nýbýli. Ég get ekki tallizt á þá skoðun að sveitaheimilin séu of mörg. Ég held, að hætta sé á, að þau verði of fá, ekki af því að hér á landi vanti. þegar til lengdar lætur, skilyrði til búskapar, heldur af allt öðrum ástæðum. Á hafísári er sérstök ástæða til að gefa þeirri hættu gaum. Höggvi nú enginn, er hlífa skyldi. G.G. I Cat Ballou — íslenzkur texti. — Bráðskemmtileg og spennandi ný amerísk gamanmynd með verðlaunahafanum Lee Marvin ásamt Jane Fonda, Michael Callan. Sýnd kL 5, 7 og 9 Slm> 11544 Mennirnir mínir sex (What A Way To Do) fslenzkur texti Viðurkennd ein af allra beztu gamanmyndum sem gerðar hafa verið síðustu árin Shirley McLain Dean Martin og fi. Sýnd kl. 5 og 9 Blinda konan Frábær amerisk úrvals kvik. mynd um ástir og hatur. — íslenzkur texti — Sýnd kl. 9 Síihi 50249. Barnfóstran Bette Davis. Sýnd kl. 9 GAMLA Frændi apans (The Monkey*s Uncle) Sprenghlægileg ný gaman. mynd frá Disney. Tommy Kirk Annette. — Islenzkur textl — Sýnd kL 5, 7 og 9 Hin heimsfræga mynd Sound of Music Sýnd kl. ■ 5 og 8,30 Daisy Clover Miög skemmtileg ný amerísk kvikmynd 1 -litum og Cinema scope. íslenzkUT texti. Nathalie Wood Christoper Plummer. Sýnd kl. 5 og 9 í |j| ÞJOÐLEIKHUSIÐ Fyrirheitið Sýning fimmtudag kl. 20 Aðgöngumiðasalan opin frá ki 13.15 til 20, simi 1-1200. teigayíKDRÍ Hedda Gabler Sýning miðvikudag kl. 20,30 Maður og kona 3. sýning fimmtudag kl. 20.30 Aðgöngumiðasalan í Iðnó ei opin frá kl. 14. Sími 13191. \ i j \ 1 i \ i I Tónabíó < Slm 31182 l Khartoum íslenzkur texti Heimsfræg, ný, amerisk ensk stórmynd i Litum Charlton Heston Laurence Olivier > Sýnd ki. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Persona Hin fræga mynd Bergmans verðlaunum viða um hejm og talin ein bezta mynd sem sýnd var hér á landi síðasta ár. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 7 og 9 Aðeins fáar sýningar. Spellvirkjarnir Hörkuspennandi litmynd Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5 íslenzkur texti Skot í myrkri Heimsfræg og snilldarvel gerð amerlsk gamanmynd i sérflokki Peter Sellers Endursýnd kl. 5,15 og 9 ^AUGARAS Slmar 32075. os 38150 Á flótta til Texas Sprenghiægíleg skopmynd frá Unlversa) i litum og Teknlscope Aðalhiutverk: Dean Martln Alan Delon og Rosmary Forsyth Sýnd kL 5, 7 og 9 tslenzkur texö, ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.