Tíminn - 05.10.1968, Blaðsíða 2
t-S-
2
LAUGARDAGUR 5. október 1968.
TÍMINN
Wallace gerir strlk
í reikninginn
i
i
Það er nú orðið nokkuð langt
um liðið síðan ég hefi gefið
ykkur sikýrslai um kosningabar
áttuna hérna vestra en nú líður
óðum að því, að landsmenn
gangi til atkvœða um það,
hver skuli verða valdamesti
maðuir hins frjálsa heims
næstu fjögur árin. Þið höfðuð
jú ykkar eigin kosningu í sum
ar, svo þið haíið ekki haft
mi'kinn tíma til að spekúlera
í þessum Mtilfjörlegu atburð-
um hérna í henni Ameríku.
Mér skilst meira að segja af
möngum, að ykkar kosning hafi
verið all söguleg, svo ég veit
hreint ekki, hvort ykkur finnst
nokkuð spennandi, það sem
okkur finnst æsilegt við kosn-
inguna hér vestra.
Eins og við hafði verið bú-
izt, hlutu þeir útnefningu
flokka sinna, félagarnir Hubert
Humphrey og Riohard Nixon.
Það var ekki svo llítið, sem
gekk á í Chicago, þegar
Humphrey, auminginn, var að
herja út blessunina og er enn
þá mikið deilt um óeirðimar,
sem áttu sér stað í borginni.
Sumum finnst lögreglulið Dal
eys borgarstjóra hafa beitt ein
um of mikilli hörku, en öðrum
finnst það hafa staðið sig rneð
prýði, því hér hafi verið um
skipulegttr óeirðir að ræða,
stjórnað af kommúnistum.
Þetta byrjaði því ekki gæfu
lega hjá Humphrey. Amerísku
stjórnmálagarparnir eru vanir
að fallast í faðma eftir að
flokkurinn hefur ákveðið for-
setaefnið, gleyma erjunum og
vinna af alefli að kosningu
síns manns. En nú er því ekki
að fagna, því Eugene McCarthy
hefur tekið ósigrinum ilíla og
neitar að styðja Humphrey.
Það er því álitlegur hópur
demótorata, sem enn er óvitað,
hvað gera muni á kosninga-
daginn. Þeir æstustu af yngri
stuðningsmönnum McOairthys
hafa hótað að halda áfram að
miarséra og gera læti á fram-
boðsfundum forsetaefnanna, og
hvetja fólk til að sitja heima
á kosningadaginu.
Líka gengur Humphrey illa
að réttllæita allar gerðir stjórn
arinnar undir forystu Johnsons
en hann er dæmdur til að
draga þann langa hala á eftir
sér. Svo hefur Johnson verið
spar á að lýsa yfir opinberum
stuðningi við framtboð Hump-
hreys. Að því hlýtur að koma,
að annað hvort þvoi Humphrey
hendur sínar af stjórnarstefnu
s.l. fjögurra ára og marki eig-
in stefnu eða Johnson lýsi yfir
fullum stuðningi við hann.
Það er auðvitað i sambandi
við Vietnam-málið, sehi Hump-
hrey á í mestum erfiðleikun-
um, og myndi það verða honum
ómetanlegur stuðningur, ef
firiðarumleátanirmar í París
bæra einhvern árangur. Kann-
ske Johnson ákveði, viku fyrir
kosninguna, að hætta loftárás
unum á Norður-Vietnam, og
og myndi það færa Humphrey
þúsundir atkvæða.
Um skeið hefur jafnvel Viet-
nam-málið orðið að víkja að
nokkru fyrir kröfunni um lög
og reglu, sem allir frambjóð-
endurnir hafa, nú um skeið,
hamrað mjög á. Allir eru sam
mála um það, að stemma verði
stigu við óeirðum og glæpa-
verkum, en þá greinir dálítið
á um það, hvaða ráð séu vœn-
legust til árangurs.
Hinn „nýi“ Nixon hefur hag
að sér mjög gáfulega í barátt-
unni, og bælir hinn ,gamla“
Nixon al'gjörlega niður svo
hvergi grillir í hann. Hann
forðast illdeilur og persónuieg
ar árásir og það var fjöður
í hans hatt, þá er Rússar réð-
ust inn í Tékkóslóvaikíu, því
hann hefur prédikað stranga
andkommúnistíska linu. Marg-
ir spá Nixon öruggum sigri
yfir Humphrey.
Humphrey og Nixon eiga
fleira sameiginlegt en það, að
vilja báðir komast í forsetastól.
Þeir eiga sameiginlegan óvin,
sem getur komið til með að
hafa mjög mikil áhrif á úrslit
kosninganna. Þetta er hinn
dæmalausi George Wallaee,
sem einu sinni var vörubflistjóri
suður í Alabama og seinna
fylkisstjóri þar. Hann hefur
lengi dreymt um að komast í
Hvíta húsið og nú verður nafn
hans á kjörseðlum allra 50
fylkjanna. Atvinnustjórnmáia-
mennirnir í Washington hafa
hlegið að honum í mörg ár, en
nú er þeim ekki lengur hlótur
í huga.
Waláace er kallaður kymþátta
hatari, sem prédikaði svart-
asta afturhald, og margir
segja, að hann sé að vinna þjóð
sinni mikið ógagn með fram-
boði sínu. En hvernig sem því
er háttað, er mikið af fólki
hér, sem fellur boðskapur hans
í geð. Hann talar um lög og
reglu, mimui afskipti ríkis af
máílefnum fylkjanna, stöðvun
á gegndarlausri efnahagsað-
stoð við erlend ríki. Hann vill
beita hörku við óeirðalýðinn í
stórborgunum og segir ýmis-
legt miður fallegt um hæsta-
rétt landsins.
Margir þeir, sem Wallace
fyltgja að málum, gera það
ekki vegna þess, að þeir haldi,
að hann yrði góður forseti,
heldur gera þeir það til að
sýna andúð sína á atvinnu-
S'tjórnmá'lamönnunum og stjórn
arkerfinu. Þeir eru orðnir
þreyttir á vamgetu leiðtoganna
við að leysa vandamál atóm-
aldarinnar, og hafa því magn
að upp drauginn Wallace og
hyggjast velgja valdhöfunum
undir ugigum. Ég veit eklki,
hvort þið kannist nokkuð við
svoleiðis hugsunarhátt uppi á
íslandi.
Bæði republikanar og demó
kratar eru orðnir alvarlega
hræddir um það, að Wallace
hljóti það mikið fylgi, að
hvorki Humphrey eða Nixon
hijóti meirMuta atkvæða kjör
mannanna, en það er nauðsyn
legt til að vera löglega kosinn
forseti. Fari svo, fellur það í
hlut fulltrúadeildar Bandaríkja
þimgis að kjósa forseta lands-
ins. f þeirri atkvæðagreiðslu
hefur hvert fyllki eitt atkvæði.
Hljóti Nixon t.d. flest atkvæði
í kosningunni, eru öll líkindi
fyrir því, að fulltrúadeildin
myndi samt sem áður kjósa
Humphrey forseta, því demó-
kratar hafa meirihluta í deild
inni eins og er og halda hon-
um liklega einnig eftir kosnin
arnar. Varaforsetinn verður
kjörimn af öldungadeildinni á
sama hátt.
Það er ertfitt að spá um,
hvernig almenniutgur muni
bregðast við, ef kosning for-
seta kemur til með að fara
fram með þessum óeðlilega
hætti. Margir óttast, að þjóðin
muni ekki sætta sig við slík
málalok, en við verður að bíða
og sjá hverju fram vindur. Von
andi fer allt v®l.
Þórir S. Gröndal.
i
NÝTT HÚSNÆDl
Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að
ÁRMÚLA 5
(hornið á Ármúla og Haliarmúla)
Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjölbreyttara
úrval eldhúsinnréttinga og heimilistækja í rýmri
og vistlegri húsakynnum.
Verið velkomin að Ármúla 5
HÚS OG SKIP HF
Ármúla 5, simar 84415 og 84416
[W ~zn 1
SKARTGRIPIR
UV/L il—I. □
Mode^skartgripur er gjöf sem ekki gleymist. —
- SIGMAR OG PÁLMI -
Hvcrfisgötu 16 a. Simi 21355 og Laugaveg 70. Simi 24910
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3 A II. hæð
Sölusími 22911
SELJENDUR
Látið okkur annast sölu á fast-
eignum yðar. Áherzla lögð
á góða fyrirgreiðslu. Vinsamleg
ast hafið samband við Skrif-
stofu vora er þér ætlið að
selja eða kaupa fasteignir sem
ávallt eru fyrir hendi í miklu
úrvali hjá okkur.
JÓN ARASON, HDL.
Fasteignasala - Málflutningur
OBIJNAÐARBANKINN
er banki fólkatins
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar. —'
siípum bremsudælur.
limum á bremsuborða og
aðrar almennar viðgerðir
HEMLASTILLING H.F.
Súðarvogi 14 Sími 30135
(gníineníal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með okkar íull-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó og
hálku.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nagla, .undir bílinn nú
þegar.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
VELJUM ISLENZKT <H> ÍSLENZKAN IÐNAÐ